Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„SJÁVARÚTVEGSMÁLIN varða
alla landsmenn,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs, en
fulltrúar flokksins kynntu sjávarút-
vegsstefnu VG á veitingastaðnum
Kænunni í Hafnarfirði í gær. VG
leggur m.a. til að hafin verði línuleg
fyrning veiðiréttar um 5% á ári í 20
ár.
„Sjálfbær nýting – sanngjörn
skipti“ er yfirskrift sjávarútvegs-
stefnu VG og er greint frá henni í 12
síðna bæklingi sem var meðal ann-
ars afhentur fulltrúum hagsmuna-
aðila í sjávarútvegi í gær. Steingrím-
ur J. Sigfússon segir að
sjávarútvegurinn skipti miklu máli
og sviðið sé í hópi þriggja til fimm
mikilvægustu málasviða kosning-
anna og í raun þessara ára. Sjávar-
útvegurinn hafi mikið vægi í þjóð-
arbúskapnum en hann sé auk þess
grundvallarmál. „Við viljum með
þessu meðal annars leggja okkar af
mörkum til þess að hann verði á dag-
skrá og verði ræddur í þessari kosn-
ingabaráttu, ekki bara við sjávarsíð-
una heldur um allt land. Þetta er mál
sem varðar alla þjóðina.“
Árni Steinar Jóhannsson, alþing-
ismaður og fulltrúi VG í sjávarút-
vegsnefnd, kynnti bæklinginn og
stefnu flokksins í sjávarútvegsmál-
um, en hann telur mikilvægt að gera
grundvallarbreytingar á fyrirkomu-
lagi fiskveiðistjórnunar og móta
heildstæða sjávarútvegsstefnu.
Helstu markmiðin eru að „auðlindir
sjávar verði raunveruleg sameign
þjóðarinnar og einstökum byggðar-
lögum tryggður réttlátur skerfur
veiðiheimilda og viðunandi öryggi.
Sjávarútvegurinn lagi sig að mark-
miðum sjálfbærrar þróunar og vinni
markvisst að því að bæta umgengni
um náttúruna og lífríkið, þ.e. ein-
staka nytjastofna, vistkerfi hafs-
botnsins og hafsbotninn sjálfan.
Sjávarútvegsstefnan treysti
byggð og efli atvinnu í landinu öllu
ásamt því að stuðla að aukinni full-
vinnslu framleiðslunnar og þar með
aukinni verðmætasköpun og há-
marksafrakstri auðlindanna innan-
lands. Sjávarútvegsstefnan stuðli að
réttlátri og jafnri skiptingu gæðanna
ásamt jöfnum og góðum lífskjörum
þeirra sem við greinina starfa og
veita henni þjónustu. Markmiðið er
að afraksturinn að nýtingu sameig-
inlegra auðlinda dreifist með réttlát-
um hætti til landsmanna allra. Sjáv-
arútvegurinn, ekki síst fiskvinnslan,
þróist og verði fær um að bjóða vel
launuð og eftirsóknarverð störf og
standa sig í samkeppni við aðrar at-
vinnugreinar hvað launakjör, starfs-
aðstæður, vinnuumhverfi, menntun
og aðra þætti snertir.“
Til að ná þessum markmiðum
leggur VG m.a. til að hafin verði línu-
leg fyrning veiðiréttar um 5% á ári í
20 ár. „Þriðjungur þeirra aflaheim-
ilda sem fyrnast á hverju ári verði
boðinn upp á landsmarkaði og út-
gerðum gefinn kostur á að leigja
þær til allt að sex ára í senn,“ segir
m.a. í stefnunni. „Annar þriðjungur
þeirra aflaheimilda sem fyrnast á
hverju ári verði bundinn við sjávar-
byggðir umhverfis landið… Síðasti
þriðjungur fyrndra aflaheimilda á
ári hverju verði boðinn þeim hand-
höfum veiðiréttarins sem fyrnt er
frá til endurleigu gegn hóflegu
kostnaðargjaldi á grundvelli sér-
staks afnotasamnings til sex ára í
senn.“
Ýmislegt fleira kemur fram í
stefnunni. M.a. vill VG hverfa frá því
að stunda veiðar með veiðarfærum
sem eru andstæð lífríkinu í sjónum
og draga úr orkunotkun á aflaein-
ingu, en aðalatriði er að vinda ofan af
kerfinu, að sögn Árna Steinars.
Hafin verði línuleg fyrning
veiðiréttar um 5% á ári í 20 ár
Sjálfbær nýting – sanngjörn skipti er
yfirskrift sjávarútvegsstefnu VG
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna B. Magnúsdóttir og Árni Steinar Jó-
hannsson kynntu sjávarútvegsstefnu VG á fréttamannafundi í gær.
HEIMSHORNAFLAKKARINN Ger-
ard Starck, sem hefur undanfarin
fimm ár breitt út boðskap Rauða
krossins og Rauða hálfmánans um
mannúð og frið út um allan heim,
staldraði við hjá Rauða krossi Ís-
lands í hádegismat í gær. Gerard er
57 ára gamall og er alþjóðlegur
sendifulltrúi Rauða krossins. „Ég vil
á táknrænan hátt sýna samstöðu á
milli Rauða krossins í öllum lönd-
um,“ sagði Gerard við Morg-
unblaðið í gær. Hinn franski Gerard
hefur ferðast til rúmlega hundrað
landa á fimm árum á bifhjóli sínu.
Ætlunin er að ferðast til 160 landa
af þeim 178 sem hafa Rauða kross-
inn innan sinna landamæra.
Gerard hóf ferðalagið í október
árið 1997. Hann hefur lent í ýmsum
ævintýrum á leiðinni og fann til að
mynda ástina í Chile á ferð sinni ár-
ið 1999. Svo ótrúlega vildi til að kon-
an sem hann féll fyrir er frá sama
bæ og hann í Frakklandi. Þau giftu
sig á Valentínusardaginn í Bangkok
í fyrra. Gerard hefur oft komist í
hann krappann og hefur lent í 59
árekstrum á bifhjóli sínu en í engum
þeirra hefur hann slasast alvarlega.
Gerard sagði vindinn erfiðasta
andstæðing sinn í ferðalagi sínu um
heiminn, en í Tasmaníu þurfti hann
að stöðva hjólið til þess hreinlega að
fjúka ekki af því.
Gerard sagði fólkið sem hann
hittir á ferð sinni gefa ferðinni mest
gildi. „Maður er stundum haldinn
ranghugmyndum um fólk. Ég bjóst
til dæmis við að Rússar væru mjög
lokað fólk. Það var þó ekki. Þar
tóku allir mér opnum örmum. Þar
eru allir svo vinalegir og alltaf bros-
andi. Fólkið á jörðinni er yfir höfuð
gott. Það er ekkert land þar sem
fólkið er hreinlega vont. Ég grét til
að mynda þegar ég kvaddi vini mína
í Arabíu því þar var ég strax orðinn
hluti af fjölskyldunni.“
Helsta hugsjón Gerards felst í því
að opna augu fólks fyrir öðrum
menningarheimum. Hann vill gera
öllum kleift að ferðast og segir að ef
fólk ferðaðist meira væri meiri frið-
ur í heiminum.
Gerard kom ekki með bifhjólið
sitt til Íslands þar sem það var of
dýrt en hann skoðaði Gullfoss, Geysi
og Snæfellsnes meðan á dvöl hans
stóð. Honum fannst veðrið á Íslandi
ekki nægilega gott, sérstaklega
ekki til myndatöku, en hann sagði
húsin í miðbænum kjörið myndefni
vegna þess hve litrík þau eru. Ger-
ard hefur alls tekið um 16.000
myndir á ferð sinni. Honum fannst
fólkið á Íslandi hins vegar opnara
en í t.d. Noregi og Svíþjóð og sagði
Íslendingum svipa nokkuð til Finna
í framkomu.
Heimshornaflakkarinn Gerard Starck á mótorhjóli sínu í Taílandi. Hann
dvaldi á Íslandi í 5 daga og segir Íslendingum svipa nokkuð til Finna.
Ferðast til 160 landa í
þágu Rauða krossins
UMFANGSMIKIL athugun á áhrif-
um loftslagsbreytinga á norðurslóð-
um er á meðal þess sem verður til
umræðu á fundi Norðurskautsráðs-
ins sem haldin er á Grand Hótel í dag
og á morgun. Þetta er fyrsti fundur
ráðsins eftir að Íslendingar tóku við
formennsku þess í október en talið er
að á annað hundrað manns muni
sækja fundinn, að sögn Gunnars
Pálssonar, sendiherra og formanns
embættismannanefndar Norður-
skautsráðsins.
„Auk Norðurlandanna eiga Rúss-
ar, Bandaríkjamenn og Kanada aðild
að ráðinu en einnig samtök frum-
byggja á norðurslóðum. Þá eiga ýmis
alþjóðasamtök, frjáls félagasamtök
og ríki áheyrnaraðild að ráðinu. Ut-
anríkisráðherra er formaður ráðsins
og mun hann setja fundinn,“ segir
Gunnar.
Magir vísindamenn telja að lofts-
lagsbreytingar og mengun á Norð-
urheimskautssvæðinu muni hafa
margvísleg áhrif m.a. á lífríki svæð-
isins, samgöngur, hafstrauma og nýt-
ingu auðlinda, að sögn Gunnars.
Hann bætir við að sumir telji að lofts-
lagsbreytingar séu þegar farnar að
hafa áhrif.
Hann bendir á að áhrif loftslags-
breytinga á Norðurheimskautssvæð-
inu geti gefið vísbendingu um breyt-
ingar sem kunni að vera í vændum í
vistkerfi jarðarinnar allrar. „Hér er
um að ræða svæði sem nær yfir einn
sjötta hluta jarðar og íshettan á
heimskautinu bráðnar hröðum skref-
um. Við teljum því mjög tímabært að
sjónum verði beint í meira mæli að
vandamálinu. Ekki síst hjá ríkjum
sem eru utan svæðisins.“
Eftir að Íslendingar tóku við for-
mennsku hafa þeir einkum lagt
áherslu á að skoða lífskjör fólks í
norðri og verða rannsóknir á því sviði
einnig ræddar á fundinum, að sögn
Gunnars.
„Við höfum beitt okkur fyrir at-
hugunum sem koma inn á þær sér-
stöku aðstæður sem fólk á norður-
slóðum býr við. Þannig höfum við
meðal annars skoðað hvernig upplýs-
ingatækni er nýtt til að hjálpa íbúum
að brúa langar vegalengdir, t.d. fjar-
kennsla og fjarlækningar.“
Loftslagsbreytingar
meðal umræðuefna
Yfir 100 manns á fundi Norðurskautsráðsins
ÞAÐ tók úrskurðarnefnd fé-
lagsþjónustu fimm mánuði að svara
fyrirspurn umboðsmanns Alþingis,
sem fengið hafði kvörtun yfir
ákvörðun nefndarinnar um að vísa
frá kæru frá manni sem synjað hafði
verið um fjárhagsaðstoð hjá félags-
málaráði Reykjavíkurborgar.
Beinir umboðsmaður þeim tilmæl-
um til úrskurðarnefndarinnar að
hún gæti þess við skipulagningu
starfa sinna að svörum við fyrir-
spurnum hans sé svarað innan hæfi-
legs tíma. Hefur athygli félagsmála-
ráðherra, sem yfirmanni
félagsþjónustu sveitarfélaganna,
verið vakin á áliti umboðsmanns.
Hann fékk svar frá formanni úr-
skurðarnefndar í mars sl. en þar var
beðist velvirðingar á drættinum.
Hins vegar telur umboðsmaður
ekki tilefni til athugasemda við
ákvörðun úrskurðarnefndar um að
vísa kæru mannsins frá. Það sé þó
ekki í samræmi við lög að fela ritara
nefndarinnar vald til að afgreiða
kærur sem berist.
Úrskurðarnefnd
félagsþjónustu
Tók 5 mánuði
að svara
umboðsmanni
POKASJÓÐUR verslunarinnar
veitti í gær meðferðarheimilinu
Byrginu, kristilegu líknarfélagi sem
veitir endurhæfingarmeðferð fyrir
vímuefnaneytendur, 5 milljónir til
styrktar aðhlynningardeild sem til
stendur að opna í Reykjavík. Sú
deild yrði aðallega notuð sem afeitr-
unardeild. Síðan fengi fólk að ráða
því hvort það héldi meðferð áfram í
Byrginu sjálfu.
„Þessi gjöf hefur mjög mikla þýð-
ingu. Þetta er t.d. næstum helming-
ur þeirrar upphæðar sem við fáum
úr fjárlögum, sem er 12,4 milljónir
króna,“ sagði Guðmundur Jónsson
forstöðumaður Byrgisins. „Við höf-
um augastað á húsi undir þetta. Við
höfum rætt þetta aðeins við Jón
[Kristjánsson] heilbrigðisráðherra
varðandi þeirra aðstoð í þessum mál-
um. Málið er algjörlega á byrjunar-
stigi en þessi gjöf er mikil hvatning
til að hefjast handa.“
Húsnæðismál Byrgisins hafa verið
í nokkru uppnámi að undanförnu en
meðferðarheimilið þarf að tæma
húsnæði sitt í ratsjárstöð varnarliðs-
ins í Rockville fyrir 1. júní. Guð-
mundur segir óvíst hvert starfsemin
flytjist en umræður hafi verið uppi
bæði um Efri-Brú í Grímsnesi og
Brjánsstaði í Skeiðahreppi.
„Við höldum okkar striki í með-
ferðunum. Það eru þó um 10 manns
sem hafa hætt meðferð vegna þess
að þeir þola ekki óvissuna,“ sagði
Guðmundur. Hann sagðist ekki hafa
fengið neitt haldbært frá stórnvöld-
um um að húsnæðið að Efri-Brú
verði fyrir valinu. Eins og fram hefur
komið í blaðinu hefur fjármálaráðu-
neytið undirritað samning um kaup
ríkissjóðs á hluta jarðar Efri-Brúar
auk mannvirkja og lausafjár. Guð-
mundur segist ekkert hafa fengið að
vita um málið, nema það sem hann
hafi lesið í fjölmiðlum.
Byrgið fékk fimm
milljóna króna styrk
VEGNA fréttar í blaðinu á sunnudag
um að Hólanefnd hefði afþakkað
laun fyrir störf sín sökum ánægju og
áhuga á verkefninu vill formaður
Hrafnseyrarnefndar, Eiríkur Finn-
ur Greipsson, benda á að nefndin
hafi alla tíð starfað launalaust, eða
frá stofnun lýðveldisins árið 1944
þegar Alþingi fól ríkisstjórninni að
skipa nefnd til að stýra framkvæmd-
um á Hrafnseyri í minningu Jóns
Sigurðssonar.
Eiríkur vildi einnig upplýsa að
nær enginn risnu- eða ferðakostnað-
ur væri á útgjaldahlið nefndarinnar,
en hún fær árlega framlög úr rík-
issjóði sem fara í framkvæmdir og
viðhald á staðnum. Núverandi nefnd
skipa, auk Eiríks, Angantýr Valur
Jónasson, Jón Páll Halldórsson, Þor-
geir Eyjólfsson og Gunnlaugur
Finnsson.
Forsætisráðherra skipar í Hrafn-
seyrarnefnd hverju sinni og úr for-
sætisráðuneytinu fengust þær upp-
lýsingar að nefndarmenn hefðu í
gegnum tíðina aldrei farið fram á
greiðslur fyrir störf sín.
Hrafns-
eyrarnefnd
launalaus
frá 1944
♦ ♦ ♦