Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 35 ✝ Elín Jónatans-dóttir fæddist á Skeggjastöðum í Miðfirði 24. nóvem- ber 1912. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði 30. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónatan Jósafatsson bóndi, f. á Kirkjubóli í Grundarfirði 28. desember 1868, d. 2. nóvember 1954, og Sæunn Guðmunds- dóttir frá Efri– Núpssókn, f. 1875, d. 1956. Systkini Elínar eru: 1) Jó- hanna Þuríður (1899–1951). 2) Guðmundur Ragnar (1900–1974). 3) Sigurgeir Frímann (1902– 1996). 4) Unnur Pálína (1904). 5) Ásthildur Kristín (1906–1977) og 6) Guðný (1913–1981). Elín giftist Þorsteini Jafet Jónssyni, f. 1908, d.1973, bygginga- meistara frá Árnes- hreppi á Ströndum, og bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík. Þeim varð ekki barna auðið. Eftir að Elín missti mann sinn bjó hún lengst af á Sól- vallagötu 45 þar til hún flutti á Sólvang í Hafnarfirði. Elín Albertsdóttir, f. 1957, kynntist þeim hjónum mjög ung og var tíður gestur á heimili þeirra. Hún reyndist þeim sem hin besta dóttir. Hún annaðist El- ínu af mikilli kostgæfni síðustu árin. Útför Elínar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Ævikvöldið er liðið og móður- systir mín, Elín Jónatansdóttir, 90 ára, farin í gróðurlönd nýrra heim- kynna á fund ástvina sinna. Hún var Húnvetningur og Snæfellingur að ætt og ólst upp á Skeggjastöð- um í Miðfirði hjá foreldrum sínum og sex systkinum. Þegar afi minn, Jónatan Jós- afatsson, faðir Elínar, varð áttræð- ur skrifaði Skúli Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður, afmæl- isgrein um hann sem birtist í Tím- anum 6. febrúar 1949. Þar segir hann að afi minn og amma Sæunn hafi búið á Skeggjastöðum í Mið- firði frá 1903 á jörðinni sem afi minn keypti árið 1900. Þar bjuggu þau í 41 ár. Skúli segir enn fremur að heimili afa og ömmu hafi „allt borið vott um þrifnað og reglu- semi“ og að þau hjónin hefðu „komist vel af með stóran hóp myndarlegra barna“. Í þessu umhverfi ólst Ella frænka upp ásamt systkinum sín- um sem voru fædd á árunum 1899 til 1913. Ella og Guðný móðir mín voru yngstar og miklar vinkonur á sínum æskuárum. Árin liðu og systkinin fluttu frá heimahögunum. Flest þeirra áttu heima í Reykjavík en móðir mín, Guðný, settist að á Akranesi. Þá rofnaði samband þeirra systra í nokkur ár . Ella frænka giftist Þorsteini Jafet Jónssyni, f. 1908, frá Árnes- hreppi á Ströndum miklum ágætis manni. Ég minnist þess þegar ég kom fyrst í heimsókn til þeirra í Sörlaskjólið ung að árum hve mér fannst umhverfi Ellu frænku fal- legt. Þau hjónin voru mjög sam- hent, gestrisin og miklir fagurker- ar. Heimili þeirra bar vitni um fallegan smekk og fegurð. Seinna keyptu þau jörðina Krumshóla á Mýrum sem varð þeirra sumarbú- staður. Þar tóku þau á móti vinum og ættingum og voru höfðingjar heim að sækja. Ella missti sinn ástkæra mann fyrir 30 árum. Þeim varð ekki barna auðið en lítill sólargeisli, stúlkubarn, gægð- ist inn til þeirra hjóna 1957 og var skírð í höfuð Ellu frænku. Elín yngri varð með árunum að miklu sólarljósi í vitund Ellu frænku. Hún reyndist Ellu sem hin besta dóttir og annaðist hana til hinstu stundar. Þegar systurnar, Guðný og Ella, voru orðnar einar og Guðný flutt til Reykjavíkur tóku þær upp þráðinn þar sem frá var horfið. Litlu stelpurnar frá Skeggjastöð- um undu sér vel saman. Þær nutu jólanna saman ásamt Elínu yngri í mörg ár eða þar til Guðný lést 1981. Sama ár flutti Unnur Pálína, næstelsta systir þeirra, til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem hún hafði dvalið á annan áratug. Þær systur Ella og Unnur bjuggu á Sólvallagötu 45 sín á hvorri hæð- inni í um tíu ár þar til Unnur, sem er átta árum eldri, flutti aftur til Bandaríkjanna til að eyða ævi- kvöldinu í faðmi barna sinna. Nú er Unnur ein eftirlifandi systkin- anna frá Skeggjastöðum, háöldruð, búsett í Bandaríkjunum. Ella frænka var góð kona, alltaf fallega tilhöfð og átti alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. Ég og fjölskylda mín vottum El- ínu Albertsdóttur og fjölskyldu hennar samúð okkar vegna fráfalls Elínar frænku minnar. Auður Stella Þórðardóttir. ELÍN JÓNATANSDÓTTIR ✝ Jóhannes Sig-urðsson fæddist í Hafnarfirði 5. janúar 1978. Hann lést af slysförum 28. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Sigurður Knútsson, f. 12.2. 1949, og Harpa Bragadóttir, f. 4.8. 1950. Þau skildu árið 2002. Jóhannes átti tvo bræður. Þeir eru: 1) Bragi Sigurðsson, f. 30.11. 1968. Sonur hans er Esra, f. 22.10. 1992. Barnsmóðir hans er Ellen Tryggvadóttir, f. 31.3. 1966. 2) Knútur Ágúst Sig- urðsson, f. 24.2. 1971. Eiginkona hans er Nanna Þórdís Árnadóttir, f. 23.4. 1971. Þeirra börn eru: Sig- urður Árni, f. 11.1. 1988, Guð- björg Sunna, f. 29.12. 1996, og Oliver Breki, f. 10.11. 2001. Jóhannes kvæntist Valeriu Cristina Tavares, f. 27.7. 1974, hinn 11.12. 2001. Þau eignuðust eina dótt- ur, Jasmin Luana, f. 7.9. 2002. Stjúpsonur Jóhannesar var Luis Felipe Tavares, f. 24.8. 1993. Jóhanns lauk námi sem matsveinn frá Hótel- og matvæla- skólanum við Menntaskólann í Kópavogi 1999. Hann starfaði sem kokkur á Hótel Borg og á Lækjarbrekku. Starfaði svo um nokkurt skeið sem kokkur er- lendis áður en hann kom aftur til Íslands haustið 2001 og hóf þá störf á Hótel Borg og síðan veit- ingastaðnum Galileo. Útför Jóhannesar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Eftir mikla umhugsun settist ég niður og ákvað að setja hugsanir mínar í orð. Þegar ég fékk mig loksins til að láta hugann reika, eins og ég hef svo mikið gert síð- astliðna daga, varð ég vör við að ég var ekki alveg ein í huga mín- um. Allt í einu var Jói mættur, hann stóð við öxl mína, hló og hvíslaði létt í eyra mér: „Ekki skrifa um mig, ekki ætla ég að lesa þetta.“ Svo ég hugsaði mig um í smátíma og svaraði svo: „Þetta er ekki ætlað þér, heldur mér.“ Ég hef ekki áhyggjur af því að hitta þig ekki aftur, þvert á móti. En það gerir aðskilnaðinn ekkert auðveldari eða biðina styttri. Ég trúi því engu að síður að við séum nákvæmlega þar sem okkur er ætlað að vera. Við sjáum það ekki alltaf í hendi okkar eða skiljum fullkomlega. En sumt er okkur einfaldlega ekki ætlað að skilja eða sjá. Í öllum þeim minningum sem ég hef haft þá ánægju af að skapa með Jóa frænda stendur alltaf það sama upp úr. Eiginlega það sem einkennir Jóa: Hár og hvellur hlát- ur hans sem kemur eðlilega og áreynslulaust frá hjartanu, einstök lífsgleði og fullkomin sátt við allar hliðar á lífinu og tilverunni. Hann var uppátektarsamur með ein- dæmum og frjór bæði í huga og hendi. Og jafnvel þótt stefna í líf- inu hafi ekki alltaf verið til staðar þá var hann ákveðinn og ötull í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var óhefðbundinn í flestu sem við kom hinu mannlega eðli og hafði gaman af því. Það er yndislegt og gaman að muna eftir Jóa. Hver minningin á fætur annarri fær mig til að hlæja aftur og aftur. Og þótt tárin læðist með þá stendur gleðin og hlát- urinn ávallt ofar. Ég var elst í hópnum af okkur frændsystkinunum. Mér fannst það oft setja mig í ákveðna ábyrgðarstöðu og ég hafði ákveðið hlutverk. En mikið gátum við skemmt okkur vel. Evrópuferðin ykkar Eyvars og Antoníu hlýtur þó að standa upp úr öllu því sem áður og eftir var brallað. Það var sko ekki lítið sem haft var fyrir þeirri ferð, og annað eins tók við þegar út var komið. Og þvílík sjálfsbjargarviðleitni verð ég að segja þegar komið var að því að finna mig í Vínarborg. Eftir mikið streð að reyna við umferðina þar og að finna heimilisfangið og ekk- ert gekk, þá var hreinlega brugðið á það ráð að senda Eyvar með leigubíl á adressuna og Jói fylgdi eftir á bílnum. Betra gerist það varla. Elsku Jói, láttu ljós þitt skína bjart og hreint. Þín frænka Hrafnhildur. Elsku besti Jói minn, eins og er get ég bara sagt „af hverju?“ Ég lifi með sorgina af að hafa misst einn besta vin minn. En ég held í vonina að það sé annað hlutverk fyrir þig einhvers staðar og þú sért glaður þar. Á þessari dimmu stundu er ekki mikil huggun í neinu nema minn- ingum okkar, sem eru margar og allar frábærar. Þú varst ávallt glaður, fyndinn og jákvæður. Ég man ekki eftir einu skipti sem ég sá þig gefast upp! Dauðinn gerir engla úr okkur öllum og gefur okkur vængi, mjúka sem arnarklær. (James Douglas Morrison.) Þú munt ávallt lifa í hjarta, huga og æðum mínum. Ég er stoltur af að hafa þekkt þig og mun heiðra minningu þína að eilífu. Þú gafst og kenndir mér margt og því mun ég aldrei gleyma. Þú varst og ert svalastur, sann- ur „Child in Time“. Þinn vinur og ’B-bróðir’ Markús Fry. Ég er að hugsa til þín, vinur minn, sem nú ert farinn og ég náði ekki að kveðja þig eða hitta. Ég lít til baka og veit að við áttum oft góðar stundir þegar við hittumst í þessi fáu skipti sem það var að undaförnu. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þig sem vin. Þú hefur alltaf átt marga vini og verið vinur í raun. Þó að samband okkar hafi farið minnkandi með tímanum, vorum við alltaf jafn- miklir vinir þegar við hittumst og alltaf var jafngaman að hitta þig. Þú hefur alltaf verið góður dreng- ur og minnist ég allra þeirra stunda sem við áttum saman á yngri árum. Ég var nýbúinn að frétta að þú værir orðinn pabbi og ættir litla dóttur sem ég hef ekki séð og værir kominn með þína eig- in fjölskyldu. Loksins orðinn ráð- settur og ég veit að það gekk bara vel hjá þér eins og í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú verður fyrstur af okkur vinunum til að hitta hann Óla okkar aftur. Ég veit að Guð gefur þeim sem stóðu þér næstir styrk til að komast í gegn- um þessar erfiðu stundir. Ég mun sakna þín, minn kæri vinur, og vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Þinn vinur Hilmar Ævar. JÓHANNES SIGURÐSSON Nú er heiðurskonan Ingibjörg Þorgeirsdótt- ir látin, nær aldargöm- ul. Ævi hennar er óræk sönnun þess hve sterk sál getur lengi sigrast á veikleika líkamans, því að frá því að Ingibjörg var um tvítugt sté hún aldrei heilum fæti á jörð alla sína löngu og merkilegu ævi. Ég kynntist henni árið 1927 þar sem hún lá fárveik af lungnaberklum á stofu 5 á Vífils- stöðum. Á þessari stofu lágu átta stúlkur, flestar ungar. Ingibjörg var þá nýútskrifuð úr Kennaraskólanum, best menntuð og þroskuðust andlega af okkur sem yngri vorum. Besti sálu- félagi hennar þarna var Ingunn Sig- urjónsdóttir skálds Friðjónssonar frá Litlu-Laugum í Reykjadal, bráðgáfuð stúlka og vel skáldmælt eins og Ingi- björg. Vegna þeirra varð þessi stóra tómlega sjúkrastofa að andlegri afl- stöð þar sem umræðan var oftast um bókmenntir og andleg mál. Tíminn leið, Ingunn fór norður að Kristnesi til að deyja eins og allt of algengt var um unga fólkið, áður en meðulin komu sem áttu eftir að sigrast á þess- um ömurlega sjúkdómi. Ingibjörg Þorgeirsdóttir komst loks á fætur og af hælinu og þá skildu okkar leiðir. Ég frétti af henni að hún komst til Noregs í framhaldsnám í Kennara- INGIBJÖRG ÞORGEIRSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Þor-geirsdóttir fædd- ist á Höllustöðum í Reykhólasveit 19. ágúst 1903. Hún lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reyk- hólum 28. mars síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Reykhólakirkju 5. apríl. skóla þar, og lífið virtist brosa við henni. En hin- ir lævísu berklar slepptu ekki af henni hendinni. Hún veiktist aftur og kom heim. Var um tíma heima á Höllu- stöðum í sveitinni sinni. Í ævisögu síra Árelíusar Níelssonar getur hann Ingibjargar lofsamlega þegar hann var prestur á þessum slóðum. Næst frétti ég af Ingibjörgu á Reykjalundi þar sem hún bjó lengi og stund- aði barnakennslu og annað sem þrek hennar leyfði. Loks bjó hún í Hátúni í dálítilli en vistlegri íbúð, því að snyrtimennska og reglu- semi fylgdu Ingibjörgu alla tíð. Að síðustu gisti hún sína fæðingarsveit þar sem hún lést að lokum. Allan þennan tíma höfðum við Ingibjörg samband í bréfum eða á förnum vegi. Alltaf var það sama sagan, full af áhuga um andleg mál af ýmsu tagi. Stundum var það guðspeki, spírit- ismi, mál þjóðkirkjunnar, aðventistar, Martínus spámaður, Helgi Pjeturss, skáld og rithöfundur, jafnvel pólitík dagsins þótt áhuginn væri þar minni. Ingibjörg var ágætlega hagorð og á 19. aldar vísu, gaf meira að segja út tvær vandaðar ljóðabækur. Þá voru það skjólstæðingarnir. Ingibjörg var sí og æ að hjálpa alls- konar einstæðingum sem urðu ein- hvern veginn utangarðs. Einu sinni mætti ég henni á götu í austurbæ Reykjavíkur. Þá bjó hún í Hátúni . Ég spurði hana hvert hún væri að fara svona seint um kvöld. Þá var hún á leið til einstæðingskonu sem bjó ein í íbúð en var hrædd við að vera ein á nóttunni. Ingibjörg lagði þá á sig að fara á hverju kvöldi alla leið úr Hátúni til þess að gista hjá þessari veslings konu, sem var henni á engan hátt vandabundin. Ingibjörg lifði sannar- lega samkvæmt sínum háleitu lífs- skoðunum eins og frekast hún gat. Ingibjörg Þorgeirsdóttir var óvenju sterk og heilsteypt sál sem lét baslið aldrei smækka sig. Þegar ég hugsa til okkar sameiginlegu æsku- daga á Vífilsstöðum minnist ég gam- ansemi hennar og skopskyns sem létti lundina jafnframt öllum andleg- heitum sem gerðu þessa löngu liðnu daga bjarta í minningunni. Blessuð sé minning hennar. Sigurveig Guðmundsdóttir kennari, Hrafnistu, Hafnarfirði. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STEFÁN JÓNSSON veggfóðrarameistari, Sléttuvegi 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 11. apríl kl. 15.00. Halldóra Sigurðardóttir Stefán Stefánsson, Erla Gunnarsdóttir, Arnór Þorgeirsson, Rósa Pálsdóttir, Þorgeir A. Þorgeirsson, Jóna Rebekka Högnadóttir, Sævar Stefánsson, Guðrún Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.