Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR
44 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SIR Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, viður-
kennir í gær að það hafi verið rangt
hjá sér að ásaka Knattspyrnusam-
band Evrópu, UEFA, fyrir að hag-
ræða drættinum í 8 liða úrslitum – að
sjá til þess að Manchester United
drægist gegn Real Madrid í 8 liða úr-
slitum meistaradeildarinnar. Fergu-
son lét hafa eftir sér um helgina að
UEFA hefði komið í veg fyrir að
ítölsku og spænsku liðin gætu dregist
saman.
UEFA brást illa við ummælum
Fergusons og þó svo að skoski knatt-
spyrnustjórinn hafi beðist afsökunar
á þeim hyggst UEFA kafa ofan í mál-
ið og svo getur farið að Ferguson sé
ekki búinn að bíta úr nálinni með það
og verði refsað á einhvern hátt.
GIANLUCA Vialli, fyrrverandi
knattspyrnustjóri Chelsea og Wat-
ford, er nú orðaður við Fulham sem
líklegur eftirmaður Frakkans Jean
Tigana sem hættir störfum hjá
Lundúnaliðinu í sumar. Vialli var á
leik Fulham og Blackburn í fyrra-
kvöld og sá Fulham steinliggja, 4:0.
JERRY Krause, framkvæmda-
stjóri NBA-liðsins Chicago Bulls hef-
ur sagt upp störfum af heilsufars-
ástæðum en Krause var sá sem setti
saman hið sigursæla Chicago liða
saman á árunum 1991–1996 með
Michael Jordan fremstan í flokki.
KRAUSE hefur mátt þola mikla
gangrýni á undanförnum misserum
eftir að hann tók þá ákvörðun að
byggja upp nýtt lið og lét Michael
Jordan og Scottie Pippen fara frá lið-
inu. Þess má geta að Bill Cartwright
er þjálfari liðsins í dag en hann lék
með liðinu á gullaldarárum þess.
ÞJÁLFARI ítalska knattspyrnu-
liðsins Juventus, Marcello Lippi,
sagði í dag að hann hefði gert samn-
ing við félagið fram til loka keppn-
istímabilsins árið 2006. Juventus er
sem stendur í efsta sæti ítölsku deild-
arinnar og er á góðri leið með að
landa fimmta meistaratitlinum undir
stjórn Lippis.
STAN Collymore hefur ekki verið
á knattspyrnuvellinum um hríð, en
hann gerði garðinn frægan með
Nottingham Forest og Liverpool.
Nú hefur Collymore sótt um starf
sem knattspyrnustjóri hjá enska lið-
inu Southend United en þar hóf
Collymore feril sinn sem knatt-
spyrnumaður.
SÆNSKI knattspyrnumaðurinn
Zlatan Ibrahimovic, framherji hol-
lenska liðsins Ajax, er efstur á óska-
listanum hjá forráðamönnum og
hyggjast þeir bjóða í leikmanninn í
sumar. Fabio Capello, þjálfari Roma,
heldur ekki vatni yfir Svíanum og
segir hann vera í hópi bestu fram-
herja í Evrópu þrátt fyrir ungan ald-
ur.
FÓLK
Það var ljóst allt frá upphafi aðFramarar voru ekki komnir í
Hafnarfjörðinn til þess að vera
teknir í bakaríið.
Þótt Haukarnir hafi
haft frumkvæðið
lengst af fyrri hálf-
leiks þá hleyptu
Framarar þeim aldrei langt framúr
sér og munaði mest þremur mörk-
um á liðunum í hálfleiknum. Sér-
staklega gekk Frömurum illa að
koma boltanum framhjá Birki Guð-
mundssyni úr hornunum. En þeir
nýttu sér þá aðrar leiðir og voru
ófeimnir við að skjóta yfir og
framhjá varnarmúr Haukanna sem
hefur verið þeirra aðalsmerki í vet-
ur. Þetta dugði Frömurum vel og
komust þeir yfir þegar skammt var
til leikhlés, en þá var jafnt með lið-
unum, 13:13.
Sjálfsagt hafa flestir reiknað með
því að Viggó Sigurðsson, þjálfari
Hauka, næði að vekja sína menn í
leikhléinu en litlar sem engar breyt-
ingar var að sjá á framgöngu þeirra
rauðklæddu í síðari hálfleiknum.
Framarar nýttu sér hins vegar
tæknina í leikhléinu en Heimir Rík-
harðsson, þjálfari þeirra, fékk lán-
aða myndatökuvél til að sýna sínum
mönnum í hléinu. „Ég sýndi strák-
unum myndskeið í hálfleik þar sem
þeir voru að gera ákveðin mistök á
öðrum vængnum og við náðum að
loka á þetta. Maður verður að vera
óhræddur við að nýta sér tæknina,“
sagði Heimir. Og skilaboð hans skil-
uðu sér því Framarar voru mjög
ákveðnir í seinni hálfleiknum og
gáfu ekkert eftir. Þá færðu þeir
vörnina enn framar og sóknarleikur
Hauka fór úr skorðum. Eftir því
sem leið á hálfleikinn jókst trú
Framara á hagstæð úrslit og upp-
skeran varð óvæntur tveggja marka
sigur, 26:28, á heimavelli deildar-
meistaranna og vænleg staða fyrir
heimaleikinn á morgun.
„Menn verða að koma tilbúnir í
leikinn ef þeir ætla sér að vinna,“
sagði Halldór Ingólfsson, fyrirliði
Haukanna. „Við spiluðum ekki góð-
an leik og það gengur ekki þegar í
úrslitakeppnina er komið. Hugur
fylgdi ekki máli og við lékum illa, ég
hef enga aðra skýringu á þessum úr-
slitum. En þetta fer í þrjá leiki og ég
lofa því að við vinnum þá í Safamýr-
inni,“ sagði Halldór.
Það var sérlega skemmtilegt að
sjá til Framliðsins í gærkvöldi og
hafi eitthvert lið leikið með hjartanu
þá gerðu Framarar það svo sann-
arlega í þessum leik.
Liðsmenn Hauka naga sig sjálf-
sagt í handarbökin fyrir að hafa
ekki komið betur stemmdir til leiks-
ins. Birkir Ívar Guðmundsson,
markvörður, lék best Haukanna í
fyrri hálfleiknum en góð innkoma
Þóris Ólafssonar var það eina sem
gladdi augað í þeim síðari.
Framarar eiga hrós skilið fyrir
þennan leik. Það hafa ekki margir
haft trú á því að liðið sem endaði í 8.
sæti deildarinnar myndi verða mikil
fyrirstaða fyrir deildarmeistarana,
en Framarar höfðu fulla trú á verk-
efninu og þeir uppskáru eins og þeir
sáðu. Þessi staðfasta trú þeirra og
frábær varnarleikur ásamt skyn-
sömum sóknarleik skilaði þeim góð-
um sigri. Björgvin Björgvinsson og
Guðlaugur Arnarsson voru eins og
klettar í vörninni og í sókninni áttu
þeir Hjálmar Vilhjálmsson og Valdi-
mar Þórsson virkilega góðan leik.
Framarar nýttu
tæknina til að
skella Haukum
FRAMARAR komu heldur betur á óvart þegar þeir mættu Haukum í
fyrsta leik 8 liða úrslitanna í handknattleik karla í gærkvöldi. Fram-
arar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu deildarmeistarana 26:28 í bráð-
fjörugum og spennandi leik að Ásvöllum. Þeir fá því tækifæri til að
gera út um einvígið á sínum heimavelli í Safamýrinni annað kvöld.
#
.
112 1
#3
"3
*/
4
5
6
7
6
5
/
+0
6
+0
+
+
6
*/
4
&.
32
32
(2
94
94
03
85
85
85
&,2
,2
32
3,
(3
27
9;
03
86
58
87
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
frammistöðu á móti Víkingi og þá
sérstaklega hvað varnarleikinn og
markvörslu áhrærir en ég spái því
nú samt að ÍBV vinni þetta einvígi,
2:0. Eyjaliðið er gríðarlega vel
mannað í nær öllum stöðum og því
verður við ramman reip að draga
hjá Valskonum,“ sagði Stefán.
ÍBV hafði betur í öllum þremur
Morgunblaðið fékk Stefán til aðvelta fyrir sér leikjunum í
undanúrslitunum.
ÍBV – Valur 2:0
„Val hefur gengið mjög illa með
ÍBV í vetur en þrátt fyrir það held
ég að Valur geti alveg unnið heima-
leik sinn. Liðið sýndi ágæta
leikjunum við Val í vetur og vann
leikina mjög sannfærandi, 26:16,
27:13 og 23:16.
Haukar – Stjarnan 2:1
Haukar og Stjarnan hafa í gegn-
um tíðina oft eldað grátt silfur sam-
an og skemmst er að minnast þegar
liðin öttu kappi um Íslandsmeist-
aratitilinn í fyrra þar sem Haukar
höfðu betur í hreinum úrslitaleik
eftir að Stjarnan hafði unnið tvo
fyrstu úrslitaleikina.
„Ég hef fulla trú á að þetta verði
háspennuleikir. Þessi lið búa bæði
yfir mikilli hefð og hafa kljást um
titlana á undanförnum árum. Þrátt
fyrir að Stjarnan hafi orðið fyrir
skakkaföllum hafa leikir liðanna í
vetur verið jafnir og spennandi og
ég held að Stjarnan geti veitt
Haukunum harða keppni. Það efast
enginn um að Haukaliðið er ákaf-
lega sterkt og breiddin er töluvert
meiri hjá því en hjá Stjörnunni.
Þegar allt er dregið saman hallast
ég því að Haukar hafi betur og
vinni, 2:1.“
Stjarnan hafði betur í fyrstu við-
ureign liðanna í deildinni í vetur,
25:20, en Haukar unnu hina tvo
leikina, 24:19 og 18:16.
Stefán veðjar á ÍBV og Hauka
STEFÁN Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, spáir
að Íslands- og bikarmeistarar Hauka og deildarmeistarar ÍBV leiki
til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki en undanúrslitin
hefjast í kvöld þar sem ÍBV og Valur eigast við í Eyjum og Haukar og
Stjarnan á Ásvöllum. Tvo sigurleiki þarf til að komast í úrslitin en
liðin sem leika á útivelli í kvöld fá heimaleiki á laugardag.
„ÞAÐ getur vel verið að við höfum komið þjóðinni á óvart en við
komum okkur sjálfum ekki á óvart,“ sagði Heimir Ríkharðsson,
þjálfari Fram, eftir sigurinn á Haukum. „Við vitum vel hvað býr í
þessu liði og þegar menn eru á tánum og eru tilbúnir í slaginn eins
og við erum í kvöld þá stöðvar okkur enginn. Við erum gríðarlega
ánægðir með sigurinn en eins og oft er í úrslitakeppni þá gerðum
við mikið af mistökum sem við þurfum að laga fyrir fimmtudaginn.“
Hver er lykillinn að þessum sigri?
„Fyrst og fremst varnarleikur. Bæði lið voru að spila ágætan
varnarleik og heiðarlegan. En það var fast tekið á og menn voru
ákveðnir. Við náðum að loka svæðum vel og hjálpa hver öðrum og
það var lykillinn að þessu að við vorum þarna sem einn hópur.“
Hjálpaði það ykkur að koma inní þennan leik sem litla liðið?
„Við erum litla liðið hjá öllum hinum en í okkar huga vorum ekki
litla liðið. Sjálfsagt hefur það hjálpað til, en við höfum aðeins tapað
tveimur leikjum í seinni umferðinni og við erum komnir í úr-
slitakeppnina til þess að standa okkur. Við náðum að skrúfa fyrir
hraðaupphlaupin þeirra í seinni hálfleiknum og þeir þurftu að taka
erfiðari skot,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram.
„Komum ekki sjálf-
um okkur á óvart“
JAN Åge Fjørtoft, fyrrverandi landsliðsmaður
Noregs í knattspyrnu, skrifar greinar fyrir
norska ríkissjónvarpið. Hann liggur ekki á
skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Fjør-
toft tekur fyrir markverði norska landsliðsins í
síðastu grein sinni og kemst að þeirri niður-
stöðu að Árni Gautur Arason sé betri mark-
vörður en Espen Johnsen, sem nú hefur loks
fengið tækifæri í byrjunarliði Rosenborg. Fjør-
toft segir að gæðin á þeim markvörðum sem
komi til greina í norska landsliðið séu sorglega
léleg.
Jan Åge segir ennfremur að hugsanlega
muni Johnsen leika með liðinu á meðan Árni
Gautur hefur ekki skrifað undir samning við
Rosenborg – og telur Fjørtoft að Árni Gautur
verði settur á ný á milli stanganna, ef hann
verði enn í herbúðum liðsins er undankeppni
Meistaradeildar Evrópu hefst í haust.
„Árni er betri
en Johnsen“
Árni Gautur
Ekkert þýskt
lið í úrslitum
ÞJÓÐVERJAR eiga í fyrsta
sinn í 13 ár ekkert lið í úrslit-
um á Evrópumótunum í
handknattleik og eru for-
kólfar í þýsku handbolta-
hreyfingunni allt annað en
ánægðir með þau tíðindi.
Fynn Holbert framkvæmda-
stjóri Lemgo vill skella skuld-
inni á þýska handknattleiks-
sambandið og landsliðs-
þjálfarann Heiner Brand.
„Eftir vináttuleikina á móti
Frökkum og Íslendingum í
síðasta mánuði höfum við í
Lemgo algjörlega misst flug-
ið. Þessir landsleikir komu á
mjög vondum tíma þar sem
álagið á leikmenn í deildinni
og í Evrópukeppninni er
mjög mikið,“ segir Holbert
en uppistaðan í þýska lands-
liðinu eru leikmenn úr hans
liði.