Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ ÞVÍ bók þeirra Ásmundar Stefánssonar og Guðmundar Björnssonar um „Ásmundarkúr- inn“ kom út hefur heldur betur færst nýtt líf í megrunarumræð- una. Bókin rennur út og fjöldi fólks reynir að feta í fótspor Ásmundar og grennast á kolvetnasnauðu fæði. En kúrinn er umdeildur og heil- brigðisstéttir hafa verið tregar til að mæla með aðferðinni, enda fæð- ið vægast sagt ekki í samræmi við hollustumarkmið. Hins vegar virk- ar kúrinn fyrir þá sem fara eftir honum og þola svo einhæft mat- aræði, um það eru flestir sammála. Fólk grennist með því að sneiða nánast gjörsamlega hjá öllu brauði, kartöflum, hrísgrjónum, pasta, sykri, sælgæti, kökum, kexi, snakki, gosi og bjór, og megrun er auðvitað aðalmarkmiðið með hverri megrunaraðferð. Margt af því sem þarna er sett á bannlista er líka fæða sem mörgum hættir til að borða í óhófi og er mjög fitandi, eins og gosdrykkir, sætindi, kex og kökur. Það er því ekkert dularfullt við megrunaraðferðina, hún skipar sér á bekk með mörgum vinsælum, en jafnframt öfgakenndum aðferð- um, sem byggjast á því að gera fæðið nógu einhæft og setja al- gengar fæðutegundir á bannlista. Það verður nánast óhjákvæmilega til þess að minna er borðað fyrir vikið. Kúrinn virkar vegna þess að fáir geta torgað það miklu af kjöti, fiski, eggjum, smjöri, rjóma og sós- um að hitaeiningarnar verði óhóf- legar. Þær fáu rannsóknir sem hafa verið gerðar á kúrnum sýna að jafnvel þótt fólki sé sagt að það megi borða fitu að vild, innbyrðir það aðeins um 1300–1400 kaloríur á dag að jafnaði á slíku fæði, og kíló- in fjúka, a.m.k. fyrstu mánuðina. Meðan fólk er að grennast er líka tiltölulega lítil hætta á að kólester- ól í blóði verði óhóflega hátt, þrátt fyrir mettaða fitu í fæðinu, þar sem kólesterólið lækkar alla jafna með- an fólk er að léttast. Á þessu eru þó undantekningar. Ennfremur getur nær algjör vöntun á kolvetn- um í fæðu leitt til þess að líkaminn súrnar (ketoacidosis) svipað því sem gerist hjá fólki með sykursýki ef hún fer úr böndunum. Slíkt er ekki hollt, a.m.k. ekki til lang- frama. Því er fólki eindregið ráð- lagt að láta fylgjast með sér, sér- staklega blóðfitu, á meðan á kúrnum stendur. Vandamálin snúast hins vegar meira um hvað tekur við eftir að kúrnum lýkur. Þar hefst hin mikla prófraun um árangur, því þótt erf- itt sé og krefjist mikils sjálfsaga að grennast, er enn erfiðara að halda sér grönnum eftir að hafa lést. Þá reynir á að hafa komið sér upp lífs- mynstri sem hægt er að búa við til frambúðar. Atkins-kúrinn er að því leyti snúnari sem frambúðarlausn en flestar aðrar aðferðir, að hér er um að ræða mjög einhæft fæði sem flestum reynist erfitt að halda út til lengdar. Þetta er því fyrst og fremst megrunarkúr fremur en heilbrigður lífsstíll, enda getur fæðið síður en svo flokkast undir hollustu til frambúðar. Fæðið er eiginlega eins óheilsusamlegt og hugsast getur og er í hrópandi mótsögn við ráðleggingar sem byggjast á niðurstöðum nútímavís- inda á sviði næringar og heilsu. Til lengdar eykur slíkt mataræði m.a. hættu á hjartasjúkdómum, krabba- meini í ristli og beinþynningu, og þá duga ekki bara einföld ráð eins og kalktöflur til að sporna við kalk- tapi úr beinum. Þeir sem eiga við mikla offitu að stríða þurfa þó flestir annað og meira en einfalda hvatningu um heilbrigðan lífsstíl til að sigrast á sínum vanda. Þar geta einhæfir og strangir kúrar á borð við Atkins-kúrinn hugsanlega kom- ið sumum að gagni, en aðeins þann- ig að fólk sé stutt til að viðhalda árangri með heilsusamlegra mat- aræði þegar fram í sækir, og svo framarlega sem fylgst er með blóð- fitu og heilsu meðan á kúrnum stendur. Offita er alvarlegur heilsuvandi, og þeir sem eru tugum kílóa of þungir þurfa aðstoð og stuðning til að sigrast á matarfíkn- inni ekki síður en þeir sem eru haldnir annars konar fíkn. Þar skiptir mestu að ná tökum á of- neyslunni með öllum tiltækum ráð- um og engin ein leið réttari en önn- ur að því marki. Vandi alls þorra þjóðarinnar, sem hefur verið að þyngjast smám saman síðustu ár, er hins vegar af allt öðrum toga. Þar geta einfaldar breytingar á lífsháttum og venjum gert gæfumuninn, og þar eiga öfga- kenndir megrunarkúrar á borð við Atkins-kúrinn ekkert erindi. Dag- leg hreyfing, regla á máltíðum og hollur matur, þar sem skammta- stærð, fitu og sykri er stillt í hóf, er tvímælalaust ákjósanlegasta leiðin til að hemja þyngdina og koma í veg fyrir offitu fyrir flesta. Megrun með Atkins- kúr eða lífsstíll? Eftir Laufeyju Steingrímsdóttur og Sigurð Guðmundsson „Öfgakenndir megrun- arkúrar á borð við Atk- ins-kúrinn eiga ekkert erindi.“ Laufey er forstöðumaður Manneldisráðs, Sigurður er landlæknir. Laufey Steingrímsdóttir Sigurður Guðmundsson ÞEIR sem vinna að líkamsmeð- höndlun þekkja flestir til aust- rænna viðhorfa til meðferðar- vinnu. Viðhorfa sem byggjast fyrst og fremst á meginhugmynd- inni að við drögum að okkur og nýtum lífsorku úr umhverfi okkar. Að við höfum eigin orkukerfi í lík- amanum sem nýta þessa orku og að sjúkdóma megi að stórum hluta skýra útfrá ójafnvægi í orkuflæði líkamans. Ýmis líkamleg meðferð- arform sem byggjast á þessum meginhugmyndum hafa rutt sér til rúms á Vesturlöndum á síðustu öld og eru nálastungur, shiatsu og svæðameðferð einna best þekktar. Einnig hafa komið fram aðferðir sem eru ekki unnar á líkamanum heldur beinast meira beint inná orkukerfin. Heilun og vinna með orkustöðvarnar eru einna best þekktu aðferðirnar í þessum geira. Á síðustu öld hafa einnig verið þróaðar á Vesturlöndum nýjar að- ferðir í líkamsmeðhöndlun þar sem markvisst er unnið með band- vefskerfi líkamans. Þekktustu að- ferðirnar í þessum geira eru sjálf- sagt Rolfing, bandvefsnudd, Osteopathy og höfuðbeina- og spjaldhryggjar meðferð. Þessar aðferðir eiga það sameiginlegt að þegar bandvefurinn er meðhöndl- aður losna oft úr læðingi tilfinn- ingar og minning sem tengist ákveðnum atburðum í lífi þess sem meðhöndlaður er. Ekki er óal- gengt að viðkomandi upplifi meiri orku og aukið þrek í kjölfarið og að hinir ýmsu kvillar hafa horfið. Íslendingar hafa verið fljótir að tileinka sér þessar nýju aðferðir, bæði þær austrænu og vestrænu. Það hefur aukist á síðustu árum að þeir sem þekkja til þessara að- ferða og vinna með líkamann, hug- ann og orkuvinnu hafa farið að samþætta þetta starf. Einn af þeim er Tom MacDonough sem áður kenndi höfuðbeina- og spjald- hryggjar meðferð hjá Upledger- stofnuninni í Bandaríkjunum. Hann hefur nú sett saman nám- skeið þar sem hann kennir sam- þættingu þessara þátta í meðferð- arvinnu og mun kenna á Íslandi um miðjan maí næstkomandi. Á þessu námskeiði mun hann fjalla um hvernig orkukerfin og bandvefurinn tengjast og vinna saman. Hvernig þessi tvö kerfi tengjast einnig inn á huglæga þætti mannsins og hvernig hugs- un og líðan getur þar af leiðandi haft áhrif á hvernig orkan flæðir og hvernig bandvefurinn hagar sér. A.T. Still sem upphaflega þróaði Osteopathy sagði árið 1899: „Öll fegurð lífsins birtist okkur í gegnum það afl sem bandvefurinn hefur. Sál mannsins með öllum sínum tæru, lifandi fljótum virðist dvelja í bandvef hans.“ Þetta er grunnpunkturinn í nálgun Toms MacDonough, að öll okkar hugs- un, líðan, gjörðir og viðhorf munu að lokum hafa áhrif á líkamann. Hann leggur áherslu á að draga úr þeirri dulúð sem einkennt hef- ur vinnu með orkukerfin og legg- ur einnig áherslu á hvernig hún hefur áhrif á líffærakerfi líkam- ans. Þótt hann noti orkubraut- irnar og orkustöðvarnar sem landakort lítur hann ekki á þau sem sjálft landsvæðið. Hann legg- ur áherslu á hagnýti þess sem hann kennir og að það nýtist í meðferðarvinnu hjá öllum fag- stéttum. Frekari upplýsingar um Energy Integration er að finna á www.upledger.is Samþætting austurs og vesturs Eftir Ragnar Ágúst Axelsson „Íslendingar hafa verið fljótir að til- einka sér þessar nýju aðferðir, bæði þær aust- rænu og vestrænu.“ Höfundur stýrir Upledger- stofnuninni á Norðurlöndum. T uttugasti dagurinn rann upp í gær. Hann hófst, eins og hina nítján dagana, á því að kveikja á sjón- varpinu til að fylgjast með einu „vinsælasta“ en um leið umdeild- asta raunveruleikasjónvarpi um þessar mundir – stríðinu í Írak. Já, í gær voru tuttugu dagar liðnir frá því stríðið hófst og síð- an þá hefur verið hægt að fylgj- ast með atburðarásinni í beinni útsendingu. Bandarískar, bresk- ar, arabískar og fleiri sjónvarps- stöðvar víða um heim hafa séð okkur áhorfendunum fyrir myndefni, beint af vígstöðv- unum. Á þessum tíma höfum við fylgst með hermönnum Banda- ríkjamanna og Breta undirbúa árásir, við höf- um séð skot- bardaga, við höfum fengið að sjá húsa- rústir og sprengjugíga, við höfum séð íbúa Íraks flýja heimili sín og við höfum séð þá fagna (eða þykjast fagna) her- mönnum bandamanna. Við höf- um líka séð sært og ringlað fólk; þar á meðal íbúa Íraks en einnig hermenn bandamanna og Íraka og síðast en ekki síst höfum við séð fallna óbreytta borgara og fallna hermenn. Allt í beinni út- sendingu. Getur sjónvarpið orðið raunverulegra? Getur það betur sýnt okkur ógnir og afleiðingar stríðsreksturs? Ekkert stríð hefur fengið eins mikla og nákvæma fjölmiðlaum- fjöllun, á meðan það er háð, eins og stríðið í Írak. Margir fjöl- miðlamenn eru á vettvangi, eins og áður var getið um, og þeir tala „í beinni“ á meðan spren- gugnýrinn ómar á bakvið. Heima í „stúdíóunum“ eru svo aðrir fréttamenn sem sýna fram- vindu stríðsins með þrívídd- arkortum af borgum og bæjum í Írak. Þar er til að mynda sýnt hvaða leið bandamenn fóru inn í borgina og hvaða byggingum þeir hafa yfir að ráða þá og þá stundina. Skýrt er frá öllu eins vel og hægt er. Stríðið er jú í beinni. Frá minni bæjarhlið séð, sem sit vel að merkja örugg heima í sófanum, hefur m.a. verið at- hyglisvert að fylgjast með því hvernig sjónvarpsstöðvarnar greina frá stríðinu á ólíkan máta. Þannig fylgdist ég til dæmis með bresku sjónvarps- stöðinni BBC í gær, er hún greindi frá sprengjuárás á Pal- estínuhótelið svokallaða í Bag- dad í gærmorgun en þar hafast við erlendir fréttamenn. Að minnsta kosti tveir blaðamenn frá vestrænum fjölmiðlum féllu í árásinni og var það ein aðalfrétt BBC fram eftir degi í gær. Hvergi var hins vegar minnst á að sama dag féll jórdanskur fréttamaður frá katarísku gervi- hnatta-sjónvarpsstöðinni Al- Jazeera, þegar bygging arab- ískra fjölmiðla varð fyrir loft- árás. Það komst a.m.k. ekki í „helstið“. En talandi um Al-Jazeera þá hafa myndbirtingar hennar, sem og annarra arabískra sjónvarps- stöðva, svo sem írösku sjón- varpsstöðvarinnar, vakið athygli en þær hafa sýnt myndir af föllnum hermönnum og óbreytt- um borgurum. Til dæmis birtu þær myndir af föllnum breskum og bandarískum hermönnum og er vitað til þess að ættingjar a.m.k. tveggja bandarískra her- manna hafi séð það fyrst í sjón- varpinu að ástvinir þeirra í stríð- inu væru látnir. Getur raunveruleikasjónvarpið fært okkur nær raunveruleikanum? Þetta hefur reyndar vakið upp spurningar um það hve langt fréttamiðlar eigi að ganga í þessu efni, þ.e. hvort þeir eigi að birta myndir af látnu fólki og hvað þá ef hinir látnu eru auð- þekkjanlegir á myndunum. En sem betur fer hafa ekki allir ættingjar bandarískra og breskra hermanna, sem berjast í Írak, sömu sögu að segja. Þann- ig greindi fréttastofan CNN t.d. frá því í upphafi stríðsins að kona ein í Bandaríkjunum hefði „sér til mikillar gleði“ séð eig- inmann sinn í beinni útsendingu einni morguninn, þar sem hann ók skriðdreka eftir eyðimörkinni í Írak. „Ég trúði því ekki að ég gæti séð þetta í sjónvarpi. Þetta er frábært,“ var m.a. haft eftir eiginkonunni á CNN. Já, fréttaflutningurinn af stríðinu í Írak slær öllum öðrum raunveruleikaþáttum við. Í Fear Factor, Survivor, Bachelor og öllum hinum raunveruleikaþátt- unum komast allir heilir heim; missárir kannski; en komast þó heim. Og eftir að þáttunum er lokið er öllu gleymt. Áhorfendur gleyma því hverjir unnu og hverjir ekki; hverjir fengu pip- arsveininn og hverjir ekki. Hverjir fengu milljónina og hverjir ekki. Hverjir borðuðu ófrýnilegu pöddurnar og hverjir ekki. Þannig er það ekki í stríðinu í Írak. Þar snýst baráttan nefni- lega um líf eða dauða. Þar kom- ast ekki allir heilir heim. Um það vitna fjölmargar myndir sem sýndar hafa verið frá stríð- inu; í beinni útsendingu. Hvað getur t.d. verið sárara en að sjá lítinn tólf ára dreng, íraskan dreng, sem ekki aðeins hefur misst alla ættingja í stríð- inu, heldur báða handleggi upp að öxlum. Lítinn dreng sem seg- ir með tárin í augunum: „Við báðum ekki um þetta stríð. Ég var hræddur við stríðið.“ Þeirri mynd raunveruleikasjónvarpsins er erfiðara að gleyma. Þótt ef- laust dofni sú mynd með tím- anum. En hvað sem því líður. Á með- an ég kúri örugg í sófanum mín- um og horfi á myndirnar í sjón- varpinu, svo óraunverulegar en samt svo raunverulegar, velti ég því fyrir mér hvenær stríðinu ætli að ljúka. Í dag er 21. dagur stríðsins. Kannski það verði í dag. Kannski á morgun. Vonandi þó sem allra fyrst. Og þrátt fyrir að ég hafi fylgst með stríðinu, dag frá degi, heyrt sprengingarnar og séð mynd- irnar, já, þrátt fyrir að ég hafi fylgst „spennt“ með stríðinu í Írak vona ég svo sannarlega að þetta raunveruleikasjónvarp verði aldrei aftur endurtekið. Stríð í beinni „Þrátt fyrir að ég hafi fylgst „spennt“ með stríðinu í Írak vona ég svo sann- arlega að þetta raunveruleikasjónvarp verði aldrei aftur endurtekið.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.