Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 27
rök fyrir því að koma hlutunum fyrir með öðrum hætti. Lítum á nokkur atriði í þessu sambandi. Framleiðsla okkar, mjólkin, er mjög einsleit. Ekki verður keppt á grundvelli sérstöðu í gæðum eða innihaldi hennar, heldur aðeins í verði. Framleiðsluferillinn er mjög langur og því erfitt að bregðast við sveiflum á markaði fyrr en mikill skaði er skeður. Framleiðendur eru dreifðir og oft landfræðilega bundnir einni afurðastöð. Þeir eru margir miðað við fáa og stóra kaupendur og eru því í svipaðri stöðu og einstakir starfsmenn á stórum vinnustað gagnvart vinnu- veitandanum. Kúabúskapur á Íslandi er fjöl- skyldurekstur. Stundum eru þær feiri en ein um hvert bú og formið getur verið breytilegt en nær und- antekningarlaust er fólk að afla sér lífsviðurværis með eigin vinnu en er ekki á höttunum eftir ein- hverri toppávöxtun á fjármunum þeim sem liggja í rekstrinum. (Samþjöppunin í framleiðslunni, sem sumir vilja kalla stórbænda- stefnu, er því ekki að birtast í stórrekstri heldur er fjölskyldubú- ið einfaldlega að stækka.) Með þetta í huga verður líkingin við launþegann býsna sterk. Búvörusamningarnir eru okkar kjarasamningar við þjóðina, sem hefur falið ríkisstjórninni umboð sitt. Fái Samfylkingin þetta umboð mun hún sjálfsagt segja þessum samningum upp. Vilji hún hins vegar vera sjálfri sér samkvæm hlýtur hún einnig að vinna að af- námi almennra kjarasamninga svo launþegar geti keppt hver við ann- an t.d. með lægri launakröfu eða lengri vinnutíma. Höfundur er kúabóndi, Skálpastöðum. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 27 FÓLK er gott, fólk getur. Þessu trúum við hjá vinstrigrænum. Þetta endurspeglast í kosningaáherslum okkar. Við viljum fjárfesta í fólki og auka þar með möguleika þess til að efla samfélagið. Þannig viljum við hugsa lengra en fram að næstu kosn- ingum, hvað þá næsta álveri. Tillög- ur í kosningaáherslum VG felast meðal annars í samfelldu grunnnámi til 18 ára aldurs, háskóla í hvern landshluta, öflugri stuðningi til námsmanna og metnaði til að styðja við menningarstarfsemina í landinu. Með því að fjárfesta í velferðarþjón- ustu eflum við og styrkjum fólk til góðra verka. Og ekki bara til að græða meiri peninga, heldur líka svo okkur líði betur sem einstaklingum og sem samfélagi. Það verður nefni- lega ekki allt metið í áætlunum um aukna arðsemi fjármagns. En aftur að arðseminni. Ofurtrú ríkir hjá stjórnvöldum á einföldum aðgerðum á borð við risavirkjanir Landsvirkjunar. Svo að talað sé á tungumáli sem þau skilja þá má spyrja hvort að ekki standi til að svara kalli nútímans og stofna fyr- irtæki á borð við Landsvirkjun sem við gætum kallað Mannvirkjun. Ímyndum okkur að fyrirtækið fengi að taka lán á borð við það sem Landsvirkjun hefur tekið til að steypa og safna vatni. 100 milljarðar lagðir á borðið í 30 ára áætlun Mann- virkjunar til að fjárfesta í fólki. Markmiðið yrði að skapa virðisauka sem mældist í auknum mannauði og getu til að skapa hér velsældarsam- félag. Fjárhagsáætlunin gæti gert ráð fyrir að við settum 20 milljarða til að styrkja grunn- og leikskólana, 20 milljarða í framhaldsskólana, 40 milljarða til háskóla- og rannsókn- arstarfa og 20 milljarða í vaxta- og sprotasjóð fyrir nýsköpun. Getur verið að arðsemi þess að fjárfesta í anda mannauðsstefnu yrði arðbær- ari en fé sem lagt er í rányrkju á náttúruauðlindum? Þeir sem hafa trú á sköpunar- og frumkvæðiskraft- inum sem býr í samfélaginu eru þess fullvissir. Munurinn á Landsvirkjun og Mannvirkjun þegar upp væri staðið væri einfaldlega sá að arðsemi Alcoa er tekin úr landi, arðsemi fólksins yrði eftir í landinu. Það sýnir reynsla fjölda annarra ríkja. Og af því að við trúum svo mikið á lukkuna þá fengjum við að sjálfsögðu alvöru velferð í kaupauka! Mannvirkjun og velferð Eftir Óskar Dýrmund Ólafsson Höfundur er frambjóðandi VG í 6. sæti í Reykjavík suður. „Getur verið að arðsemi þess að fjár- festa í anda mannauðs- stefnu yrði arðbærari en fé sem lagt er í rányrkju á náttúruauðlindum?“ Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, virka daga frá kl. 9-15.30 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-14. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Flug og bíll til Frankfurt ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 20 56 3 0 3/ 20 03 Icelandair tekur við ferðaávísun MasterCard og orlofs ávísunum VR í pakkaferðir. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Tilboð í apríl og maí. Verð frá 31.865 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og tvö börn í bíl í A-flokki í 7 daga. Verð frá 41.055 kr.* á mann m.v. 2 í bíl í A-flokki í 7 daga. Verð frá 35.525 kr.* á mann m.v. 2 í bíl í A-flokki í 3 daga. * Innifalið: Flug, bíll í A-flokki, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnudögum frá kl. 10-16). Tilboðið gefur 3.600 Ferðapunkta. „Hvar sem ég er, hvert sem ég fer, slær hjarta mitt hjá Rín...“ „Wo ich bin, wo ich geh', mein Herz ist am Rhein.“ ÞÝSKT SÖNGLAG Þingholtin — lítið einbýli Lækkað verð — útb. aðeins 2,9 millj. Til sölu glæsilegt nýuppgert lítið einbýlishús á einni hæð ásamt risi yfir hluta. Allt nýtt að innan, innr., gluggar, gler, lagnir, klæðn- ing o.fl. Laust strax. Áhv. 9 millj. til 25 ára (ekki húsbréf). Hægt að taka húsbréf. Verð aðeins 11,9 millj. Lyklar á skrifstofu. Nánari upplýsingar á skrifstofu í sími 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.