Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á fundi á Egilsstöðum í gær að í umræðum að undanförnu um sjávar- útvegsmál hefði borið á grundvallar- misskilningi um fiskveiðikerfi Færey- inga, sem sumir stjórnmálamenn vilja taka sér til fyrirmyndar. Færeyska kerfið byggðist á framsali og væri ekkert opnara en íslenska kvótakerf- ið. Davíð fjallaði vítt og breitt um efnahagsástandið, sem hann segir al- mennt gott, skattamál, fátækt og efndir og vanefndir kosningaloforða. Það voru þó ekki síst sjávarútvegs- málin sem voru í brennidepli. Hann rakti tildrög þess að kvótakerfið var sett á og þá þverpólitísku sátt sem náðist um auðlindagjaldið. „Þegar kemur að kosningum nú fara menn að tala um fyrningarleiðir í sjávarútvegi,“ sagði Davíð. „Það skrítna er að til að byrja með virtist þetta tal fá dálítinn byr og menn hafa þóst sjá lausn allra mála í þessu. Stað- reyndin er þó sú að það er ekki heil brú í þessum tillögum. Menn hafa í sjávarútvegi fest mikið fé í uppbygg- ingu, breytingum, hagræðingu, til þess að standast samkeppni og geta þjónað kvikum markaði erlendis. Allt í einu koma tillögur eins og frá Frjáls- lynda flokknum um að taka 20% á ári, 1/5 af kvóta viðkomandi fyrirtækis, ekki með skuldunum, þær verða skildar eftir heima, og bjóða upp. Hver á að kaupa? Halda menn virki- lega að það verði einstaklingar á borð við mig eða okkur sem muni kaupa? Að sjálfsögðu ekki. Það verða fjár- sterkir aðilar, væntanlega á höfuð- borgarsvæðinu, sem einir hafa bol- magn til þess. Nú eru 92% kvótans úti á landi. Það myndi færast til að veru- legu leyti í fáeinum áföngum með þessum hætti. Fullkominn glundroði myndi ríkja í greininni.“ Færeyska kerfið sambærilegt við íslenska kvótakerfið Menn hafa horft til færeyska kerf- isins og lagði forsætisráðherra áherslu á að menn misskildu upp- byggingu þess. „Færeyska kerfið er þannig að dagarnir eru framseljan- legir, rétt eins og tonn hjá okkur og enginn munur á að selja daga eða selja tonn. Þar er um að ræða fullt framsal. Þetta virðist hafa farið fram hjá mönnum í umræðunni, sem því miður er ekki nægilega upplýst. Mér er órótt út af því að menn sjáist ekki fyrir í kosningabaráttu og sendi svona sprengjur inn í íslenskt atvinnulíf. Þetta þýðir að færeyska kerfið er ekkert opnara en hér,“ sagði Davíð. Hann telur tíma til kominn að menn hætti að rífast um kvótakerfið og einhendi sér í að styrkja grundvöll þess. „Við þurfum að efla rannsókna- þáttinn og virðisaukann og það er ná- kvæmlega það sem tillögur Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra hafa gengið út á að undanförnu, þar sem hann lagði til sérstakan rann- sóknasjóð sem færi upp í einn og hálf- an milljarð á fimm árum til þess að auka þann afrakstur sem við fáum frá greininni við núverandi aðstæður, sem myndi margfaldast með vaxandi fiskveiðum.“ Davíð sagði um nýútkomna skýrslu eftir Stefán Má Stefánsson prófessor og einn fremsta Evrópusérfræðing Íslands: „Eftir þriggja ára rannsókn komst hann að þeirri niðurstöðu að sjávarútvegsstefnan væri algerlega undanþágulaus. Að ef við myndum ganga í Evrópusambandið myndi öll löggjöf þaðan eftir um sjávarútvegs- mál á Íslandi koma frá Evrópusam- bandinu. Kvótinn yrði ákveðinn hjá Evrópusambandinu og engin varan- leg undanþága fengist. Þegar þetta var borið undir Össur Skarphéðinsson, sagði hann að pró- fessorinn hefði misskilið málið. Svona er talað um mestu alvörumál Íslands. Tillögur eru fluttar í hálfkæringi, virt- ustu vísindamönnum landsins í þess- um efnum svarað í hálfkæringi og snúið út úr.“ Reykjavíkurborg bjó til biðraðir Í framsögu Davíðs kom fram að mönnum yrði tíðrætt um matargjafir Mæðrastyrksnefndar til vitnis um fá- tækt í landinu. „Félagsfræðingur, Harpa Njálsdóttir, afhenti forseta Ís- lands fræðirit og forsetinn hefur tekið fram að þetta sé eitthvert merkasta fræðirit sem hann hafi séð og tali þar sem fyrrverandi prófessor. Í þessari ritgerð kemur fram að árið 1995 hafi Reykjavíkurborg breytt reglum sín- um um styrk til þess fólks sem fátækt var með þeim hætti, að matargjafir og matarísókn hjá Mæðrastyrksnefnd hafi aukist stórlega. Þarna er því beinlínis haldið fram að biðraðirnar hjá Mæðrastyrksnefnd hafi verið búnar til af Reykjavíkurborg árið 1995 eftir að R-listinn tók þar við völdum.“ Forsætisráðherra á framboðsfundi Sjálfstæðisflokksins á Egilsstöðum Frambjóðendur misskilja færeyska fiskveiðikerfið Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Um eitthundrað manns sótti framboðsfund Sjálfstæðismanna í Valaskjálf í gærkvöld. F.v. Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður, Ágústa Björnsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Fljótsdalshéraðs, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Egilsstöðum. Morgunblaðið. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, gagnrýndi harðlega málflutning Samfylkingarinnar í ut- anríkismálum og sakaði talsmenn hennar um tækifærismennsku á opnum stjórnmálafundi í Garðabæ í gærkvöldi. Halldór sagði að for- sætisráðherra næstu ríkisstjórnar þyrfti fljótlega eftir kosningar að biðja um fund með forseta Banda- ríkjanna m.a. vegna varnarsamn- ingsins. Ef Ingibjörg Sólrún yrði sá forsætisráðherra yrði fyrsta mál þess fundar að taka Ísland út af lista ríkjanna sem lýst hafa stuðn- ingi við aðgerðirnar í Írak. Halldór vék að þessu máli er hann fjallaði um gagnrýni sem fram hefði komið á kostnað við utanrík- isþjónustuna. Sagði hann ótrúleg- asta fólk halda því fram að of mikl- um peningum væri varið til utanríkisþjónustunnar, „og það sem kemur mér mest á óvart, er að þetta skuli koma frá Samfylking- unni. Það er nú töluvert af fyrrver- andi þingmönnum Alþýðuflokksins sendiherrar í dag og ég hef m.a. staðið að því að ráða þá ágætu menn til vinnu og þeir hafa reynst mér vel. En að þessi flokkur skuli síðan ganga hér um allt og tala um það með mikilli hneykslan að það sé verið að eyða peningum í utanrík- ismál. Ég átti ekki von á því að Al- þýðuflokkurinn gengi aftur með þessum hætti,“ sagði Halldór. Sagði hann Samfylkinguna nú gera það að höfuðmáli að taka við forsætisráðuneytinu, „og verðum við ekki að gera þá kröfu til Sam- fylkingarinnar að hún tali af ábyrgð í utanríkismálum? Þeir segjast ætla að taka okkur út af listanum yfir stuðninginn við Bandaríkin og Bret- land. Ég gæti vel trúað því að til- tölulega fljótt eftir að næsta rík- isstjórn verður mynduð þá muni nýi íslenski forsætisráðherrann biðja um fund með Bandaríkjaforseta. Ég tel alveg ljóst að slíkur fundur þurfi að eiga sér stað, meðal annars vegna varnarsamstarfsins á milli Ís- lands og Bandaríkjanna. Ég reikna með því að ef Ingibjörg Sólrún verður það, þá muni það verða fyrsta mál á dagskrá þess fundar að taka Ísland út af listanum. Það yrði fyrsta mál á dagskrá, og um hvað er sá listi í dag? Hann er um endur- uppbyggingu Íraks. Telja menn lík- legt að það sé góð opnun á þeim fundi? Ég held ekki,“ sagði Halldór. Halldór sagði að kosningarnar 10. maí væru einhverjar þær mikilvæg- ustu sem flokkurinn hefði staðið frammi fyrir í sögu sinni. „Við höfum verið að mælast frem- ur laklega í skoðanakönnunum og ég hef haldið því fram, að ef þessar skoðanakannanir reynast sannar, þá verði Framsóknarflokkurinn ekki í ríkisstjórn. Enda eru það skilaboð til Framsóknarflokksins að hann eigi ekki að vera það og við verðum að taka slíkum skila- boðum,“ sagði Halldór. „Við verðum að hafa til þess myndugleik að vera í ríkisstjórn. Við getum það ekki með örfáa þing- menn á þingi. Þetta er mjög aug- ljóst. Við munum að sjálfsögðu taka þeim skilaboðum sem kjósendur senda okkur, og við munum gera það sárindalaust. Við munum að sjálfsögðu standa við okkar skuld- bindingar gagnvart okkar kjósend- um, en ef við fáum ekki afl til að halda áfram í ríkisstjórn, þá getum við að sjálfsögðu ekki gert það,“ sagði hann. Hann fjallaði einnig um skatta- mál og sagði alveg ljóst, að skatt- tekjur ríkisins hefðu hækkað en skattprósentan hefði samt lækkað. Halldór sagði að þótt svigrúm væri fyrir skattalækkanir þá væri það ekki ótakmarkað. Tillögur flokksins væru taldar kosta 16 milljarða, „og eftir langa yfirlegu höfum við kom- ist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki ráðlegt að ganga lengra í skattalækkunum, nema þá að menn vilji reka ríkissjóð með halla, eða þá að skera niður í velferðarkerfinu. Við erum ekki tilbúnir í það,“ sagði hann. Bætti hann við að enginn hefði sýnt fram á að hægt væri að ganga lengra í skattalækkunum nema með því að skerða velferð- arkerfið. Vita ekki hvar þeir standa gagnvart þjóðkirkjunni Halldór sagði Framsóknarmenn geta litið stolta yfir sögu sína, „en mér finnst eins og Samfylkingin kannist ekki við Alþýðuflokkinn, ekki við Kvennalistann og skamm- ast sín fyrir Alþýðubandalagið og þeir vita ekki í hvaða takti þeir eiga að ganga. Þeir eru að marka stefn- una frá degi til dags. Það er eitt í dag og annað á morgun. Ég hef tek- ið eftir því að meira að segja þegar talað er um kirkjuna þá vita þeir ekki almennilega hvar þeir eiga að standa, hvort þeir styðja aðskilnað ríkis og kirkju eða hvar þeir standa eiginlega í því máli. Það er ósköp skiljanlegt því í gamla daga þá gengu nú ekki einu sinni allir þing- menn Alþýðubandalagsins til kirkju þegar þingið var sett. Þeir lokuðu sig af inni í þinghúsinu. Þetta er ekkert vandamál fyrir Framsókn- arflokkinn. Framsóknarflokkurinn er það gamall og á það djúpar ræt- ur í íslensku samfélagi að hann er fyrir löngu búinn að átta sig á því hvort hann styður kirkjuna eða ekki,“ sagði Halldór. Framsóknarmenn drógu vagn- inn í fæðingarorlofsmálinu Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra fjallaði m.a. um jafnréttismál í ræðu sinni og sagði mikinn árang- ur hafa náðst í þeim málaflokki á undanförnum árum. Stökkbreyting hefði orðið í jafnréttismálum á síð- asta kjörtímabili vegna laganna um fæðingarorlof, „sem við framsókn- armenn leiddum í höfn. Sjálfstæð- ismenn studdu okkur að sjálfsögðu, en það vorum við sem drógum vagninn,“ sagði hún. Halldór Ásgrímsson segir næsta forsætisráðherra þurfa að biðja um fund með Bandaríkjaforseta Sakar Samfylkinguna um tækifærismennsku AÐALFUNDUR Samtaka atvinnu- lífsins verður haldinn á Hótel Nord- ica í Reykjavík í dag og hefst með venjulegum aðalfundarstörfum. Finnur Geirsson, formaður SA frá stofnun samtakanna árið 1999, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Hefur Ingimundur Sig- urpálsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands hf., gefið kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Opin dagskrá fundarins hefst með ræðu nýkjörins formanns og ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Á aðalfundinum mun Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, kynna nýja skýrslu samtakanna um leiðir til að bæta lífskjörin í landinu en í henni er fjallað um reglubyrði, einsleitari vinnumarkað, einkavæðingu, mat- vælaverð o.fl. Loks mun Ottheinrich von Weitershausen, yfirhagfræðing- ur BDA, þýsku samtaka atvinnulífs- ins, fjalla um orsakir þýska efna- hagsvandans. Nýr for- maður kjör- inn á aðal- fundi SA KARLMAÐUR var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir kynferðis- brot gegn þremur stúlkum þegar þær voru á aldrinum 11-16 ára. Hann var og dæmdur til að borga telpun- um 1.250 þúsund krónur í miskabæt- ur og allan sakarkostnað, þar með talin 600.000 króna málsvarnarlaun verjanda síns, og samtals 375.000 króna þóknun réttargæslumanna stúlknanna. Fórnarlömb mannsins eru fædd 1984, 1986 og 1989 en brot sín gegn þeim framdi maðurinn á árunum 1997 til 2002, ýmist á þáverandi heimili sínu, eða í íþróttahúsi í bæj- arfélaginu sem brotin áttu sér stað í. Var hann þá í sambúð með systur elstu stúlkunnar sem hann sótti á. Maðurinn krafðist sýknu af öllum ákæruatriðum og að bótakröfum yrði vísað frá dómi. Á það féllst fjöl- skipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur ekki. Dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.