Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KÆRUNEFND heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO, hefur fellt endanlegan úrskurð um verndar- tolla sem bandarísk yfirvöld lögðu á ýmsar innfluttar vörur úr stáli í mars á síðasta ári, en tollunum var ætlað að vernda bandaríska stál- framleiðslu fyrir innfluttu stáli og gefa bandarískum framleiðendum þannig tækifæri til að endurskipu- leggja og hagræða í starfsemi sinni. Niðurstaða WTO var að toll- arnir væru ólöglegir og að þá bæri að afnema. Bandaríkjamenn segja verndar- aðgerðir sem þessar hinsvegar samræmast reglum WTO og hafa þegar tilkynnt að þau muni áfrýja úrskurðinum, sem þýðir að loka- niðurstöðu í málinu er líklega ekki að vænta fyrr en í lok þessa árs. Allt að 30% tollar Talið er að ákvörðun kæru- nefndarinnar komi til með að standa óbreytt þar sem áfrýjunar- nefnd WTO snýr nær aldrei við ákvörðunum sem þessum. Um er að ræða 8–30% tolla sem áttu að gilda í þrjú ár, eða fram í mars 2005. Evrópusambandið, ásamt þjóðum eins og Japan, Brasilíu og Kína, kvörtuðu til WTO þegar tollarnir voru settir á. ESB brást síðan við ákvörðun Bandaríkjanna með því að leggja tolla á stál frá löndum utan ESB. Bentu þjóðirnar sem lögðu fram kvörtunina á að verndartollarnir hefðu skollið á um leið og innflutn- ingur á stáli til Bandaríkjanna hefði í raun farið minnkandi, en ein af forsendum þess að hægt sé að setja tolla sem þessa á sam- kvæmt reglum WTO er að viðkom- andi iðnaður eða iðngrein, í þessu tilviki stáliðnaðurinn eða þær verk- smiðjur sem framleiða sömu eða svipaða vöru og tollarnir eru lagðir á, verða að hafa orðið fyrir tjóni vegna verulega aukins innflutn- ings. Samkvæmt frétt Bloomberg jókst innflutningur á stáli til Bandaríkjanna upp í 12,1 milljarð Bandaríkjadala á síðasta ári, eftir að verndartollarnir voru settir á. Árið 2001, síðasta árið fyrir toll- ana, var stálinnflutningur til Bandaríkjanna metinn á 11,5 millj- arða Bandaríkjadala, 14,9 millj- arða árið þar áður og 16,3 millj- arða árið 1998. Stálframleiðendur mótmæla Bandarískir stálframleiðendur hafa mótmælt úrskurði kæru- nefndarinnar, þar á meðal banda- ríska stálbitafyrirtækið Nucor, sem er það stærsta á sínu sviði í landinu. „Við erum vongóð um að áfrýjunardómstóll WTO muni hafa auðnu til að snúa þessum sundr- ungarúrskurði við,“ er haft eftir Alan Price, aðallögfræðingi Nucor. Ónefndur bandarískur embættis- maður sagði að yfirvöld tryðu því að þessar verndaraðgerðir væru í samræmi við alþjóðlegar skuld- bindingar Bandaríkjanna. Þrátt fyrir álagningu tollanna hafa hlutabréf í Nucor fallið um næstum 30% frá því í mars á síð- asta ári, samkvæmt Bloomberg, og bréf í US Steel lækkað um meira en 14 % á sama tímabili. Þrátt fyrir að tollarnir gefi bandarískum stálfyrirtækjum skýrt samkeppnisforskot, hafa þeir dregið úr samkeppnishæfni banda- rískra fyrirtækja sem nota stál í sína framleiðslu. Hafa þau mót- mælt tollunum og kenna þeim um mun hærra stálverð en áður, sem hefur hækkað kostnað hjá þeim umtalsvert, og koma þar að auki fram í of litlu framboði á stáli á markaðnum og minni gæðum. WTO segir stáltolla Banda- ríkjamanna ólöglega Tveir kærunefndarmanna á fundi nefndarinnar. Margaret Liang frá Singapore og Stefán Haukur Jóhannesson. Stefán er fastafulltrúi Íslands hjá WTO í Genf og formaður kærunefndarinnar. ● FARÞEGAR Icelandair, dótturfélags Flugleiða, voru 18,1% færri í mars en í sama mánuði 2002. Fyrstu þrjá mán- uði ársins fækkaði farþegum Ice- landair um tæp 11%. Þessi fækkun er, samkvæmt upp- lýsingum frá Flugleiðum, eingöngu á Norður-Atlantshafsmarkaðnum, en þar fækkaði farþegum félagsins um liðlega 40%. „Þetta má rekja til mun minni eftirspurnar á markaðnum, minni flugáætlunar félagsins vegna þess m.a. að New York-flug hófst seinna en á fyrra ári og einnig spilar hér inn í að páskar voru í mars 2002 en í apríl 2003, en þá eru að jafnaði mun meiri fólksflutningar en í með- alviku. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði hins vegar í mars um 1,3% frá fyrra ári. Sætaframboð félagsins í mars var 4,2% minna en í sama mán- uði 2002 og sætanýting versnaði því um 14,6 prósentustig,“ að því er seg- ir í tilkynningu frá Flugleiðum. Á fyrsta ársfjórðungi fækkaði far- þegum um tæp 11%. Það er eingöngu rakið til meira en 31% fækkunar Norð- ur-Atlantshafsfarþega. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 3,6% fyrstu þrjá mánuði ársins. Sætanýting fyrstu þrjá mánuði ársins versnaði um 6,5 prósentustig. Á fyrsta ársfjórðungi 2003 var þró- un gengis dollars gagnvart evrópu- gjaldmiðlum hagstæð fyrir félagið og sömu sögu er að segja af eldsneyt- isverði, vöxtum og leigugjöldum af flugvélum. Gert er ráð fyrir að á móti hafi meðalfargjöld lækkað og það ásamt fækkun farþega valdi tekju- samdrætti. Vegna Íraksstríðsins, bráðalungnabólgunnar og efna- hagsþróunar í helstu markaðslöndum er bókunarstaða Icelandair lakari en á sama tíma í fyrra. Félagið vinnur því að lækkun kostnaðar til að mæta þessari þróun. Eitt af markmiðum fé- lagsins er að auka það hlutfall far- þega sem ferðast með félaginu á leið- um til og frá Íslandi. Fyrstu þrjá mánuði ársins var þetta hlutfall 68% en var 58% á sama tímabili í fyrra. Farþegum Flugfélags Íslands fjölgar Gert er ráð fyrir að afkoma af rekstri Icelandair versni ekki á fyrsta ársfjórð- ungi miðað við sama tímabil í fyrra en þá nam tap Flugleiðasamstæðunnar af reglulegri starfsemi fyrir skatta 1.553 milljónum króna. Farþegum Flugfélags Íslands fjölgaði um 5,6% í mars og hefur fjölgað um 8% það sem af er ári. Sætanýting félagsins hefur sömuleiðis batnað. Farþegar Flug- félags Íslands fyrstu þrjá mánuði árs- ins voru hérumbil 60 þúsund, en voru liðlega 55 þúsund á sama tímabili í fyrra. Í mars fluttu Flugleiðir Frakt 2.447 tonn og fyrstu þrjá mánuði ársins eru flutningar félagsins 6.613 tonn, sem er 7,8% minna en á sama tímabili í fyrra. Þó er gert ráð fyrir því að afkoma félagsins batni á þessu tímabili frá fyrra ári vegna þess að tekist hefur að lækka kostnað í rekstrinum hraðar en nemur lækkun tekna, að því er segir í tilkynningu. Farþegum Icelandair fækkar um 11% ● FERÐAMÖNNUM, sem fóru um Leifsstöð í aprílmánuði, fjölgaði um 35% frá því í apríl í fyrra og segir í til- kynningu frá Iceland Express að greinilegt sé að áhrif félagsins í ferðaþjónustu sé nú farin að koma fram. Iceland Express flutti um 12.600 farþega í apríl sem er tölu- vert meira en mánuðina tvo á undan en um 40% farþega félagsins komu frá útlöndum. Í apríl fóru um 93.500 ferðamenn um Leifsstöð á móti lið- lega 69 þúsund í apríl í fyrra og er hlutur Iceland Express í aukningunni yfir 50%. Hlutur Iceland Express af öllum farþegum sem komu til lands- ins í apríl var 13,5% og er það nokkru hærra hlutfall en gert var ráð fyrir í áætlunum félagsins. Fjölgun farþega hjá Iceland Express ÖRVAR HU kom með um 323 tonn af mjög góðri grálúðu til hafnar á Skagaströnd í gær, föstudag, eftir veiðar á Hampiðjutorginu út af Vík- urálnum. Aflaverðmæti er áætlað um 74 milljónir króna. Þeir á Örvari voru á heimleið inn Húnaflóann í blíðu þegar Morg- unblaðið náði tali af Stefáni Sigurðs- syni skipstjóra um hádegisbil í gær. „Þetta fór rólega af stað í túrnum en er búið að vera mjög gott und- anfarið, sérstaklega í síðustu viku,“ segir Stefán, sem ætlar aftur á grá- lúðumiðin á Hampiðjutorginu. Hann segir að apríl- og maímánuðir hafi verið aðalgrálúðutíminn áður fyrr en það hafi breyst. „Þetta er ekki sama veislan og var hér áður – mok- veiði er þetta ekki.“ Að sögn Stefáns er nýting grálúðu algjör, afli upp úr sjó í túrnum var 330 tonn og afurðirnar eru 323 tonn. „Fyrir nokkrum árum var byrjað að hirða sporða og hausa þannig að nýting á grálúðu er algjör, það er allt hirt.“ Verð á grálúðu er ágætt um þess- ar mundir að sögn Gylfa Guðjóns- sonar, útgerðarstjóra Skagstrend- ings, en það hefur hækkað síðasta mánuðinn. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Stefán Sigurðsson skipstjóri í brúnni að loknum góðum túr. Góður grá- lúðutúr hjá Örvari HU ♦ ♦ ♦ NORÐMENN fluttu út sjávaraf- urðir fyrir ríflega 68 milljarða ís- lenzkra króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er um 10 millj- örðum króna minna en á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli tímabilanna er því 13%. Þrátt fyrir það jókst útflutningurinn í magni um 4% og nam alls 544.000 tonn- um. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskútflutningsráðinu í Noregi stafar samdrátturinn fyrst og fremst af minni útflutningi á síld og makríl. Meira af laxi og silungi Norðmenn fluttu út 98.000 tonn af laxi miðað við heilan fisk að verðmæti 23,5 milljarðar króna, fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Magnið jókst um 5.000 tonn og verðmæti um 7,2%. Sala á laxi til Evrópusambandsins jókst um 7.000 tonn og varð alls 63.000 tonn. Salan til Japans dróst saman um 2.600 tonn og varð alls 7.800 tonn. Útflutningur til Rússlands var nær óbreyttur í 5.000 tonnum. Útflutningur á silungi jókst um 11,5% í verðmætum og nam alls 2,5 milljörðum króna. Aukningin skýrist eingöngu af miklum verð- hækkunum. Samdráttur í síld og makríl Útflutningur Norðmanna á síld féll um 42% í verðmætum talið og skilaði alls 6,4 milljörðum króna. Svipaða sögu er að segja af mak- rílnum. Útflutningur á honum féll um 34% og skilaði alls 3,8 millj- örðum. Mest dró úr síldarsölu til Rússlands, eða um 33%, mælt í verðmætum, en magnið var hið sama og árið áður eða 66.000 tonn. Meðalverð lækkaði því um 23 krónur og var um 46 krónur á kíló. Útflutningur Norðmanna til Úkraínu féll um 59% og til Pól- lands minnkaði salan um 70%. Mikil aukning í þorski Verðmæti útflutts þorsks lækk- aði um 6,8% og varð alls 14 millj- arðar króna. Þrátt fyrir það jókst magnið um 22,2% og varð það alls 45.000 tonn. Mest var aukning í sölu á ferskum og frystum þorski, eða 7.500 tonn. Alls nam sala þess- ara afurðaflokka því um 20.000 tonnum. Samdráttur um 28% var í sölu á þurrkuðum saltfiski mælt í verðmætum vegna verðlækkana svo og erfiðra aðstæðna á mörk- uðunum í Brasilíu. Verðmæti út- flutnings þangað dróst saman um 63%. Útflutningur til Portúgals jókst hins vegar um 20,5% í magni og varð alls um 5.000 tonn. Verð- mætið var óbreytt milli ára vegna mikilla verðlækkana. Verðmæti útfluttra frystra þorskflaka var óbreytt milli ára, þrátt fyrir 19% magnaukningu. Fá minna fyrir meira af fiski Norðmenn juku útflutning sjáv- arafurða um 4% á fyrsta ársfjórð- ungi en fengu 13% fyrir fiskinn SAMTÖK gegn veiðiþjófnaði á tannfiski, COLTO, heita nú ríflegum verðlaunum hverjum þeim er getur veitt upplýsingar er leiða til þess að takist að koma lögum yfir veiðiþjófa. Verð- launin nema 100.000 dollurum eða 7,3 milljónum króna. Veiðiþjófnar á tannfiski er mjög mikill, en fiskurinn er afar verðmætur og veiðist í Suður- Íshafinu. Þessi samtök og herferð þeirra gegn veiði- þjófnaði voru kynnt á sjávarútvegssýningunni í Brussel nú í vikunni. Í henni felst auk verð- launanna sérstök heimasíða á Netinu, vegg- spjald á sjö tungumálum og alþjóðlegt gjaldfrítt símanúmer, sem hægt er að hringja í frá 15 lönd- um. Samtökin eru skipuð af þeim þjóðum, sem mestra hagsmuna eiga að gæta vegna veiðanna, en það eru Nýja-Sjáland, Spánn, Suður-Afríka, Ástralía, Chile, Argentína, Bretland, Namibía, Úrugvæ og Frakkland. Samtökin vinna með rík- isstjórnum og verndarsamtökum að því að kynna herferðina gen veiðiþjófum. Þau standa að baki rúmlega helmingi alls afla á tannfiski í heiminum eða um 15.000 tonnum á ári. Samtökin segja að markmið þeirra sé að stöðva hina ósvífnu veiði- þjófa áður en þeir gangi af stofninum dauðum og rústi þannig afkomunni við veiðarnar. Verðlaun til höfuðs veiðiþjófum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.