Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 53 SNARPRI kosningabaráttu er að ljúka. Komið er að því að fólk gangi að kjörborðinu og velji fulltrúa sína á Alþingi Íslendinga næsta kjörtímabilið. Kosningabaráttan hefur náð hámarki og framboðin vinna að því að kynna stefnu sína og frambjóðendur. 10. maí verður skorið úr um það hvort Sjálfstæðisflokk- urinn verður áfram í forystu landsmála. Þau tæki sem sjálf- stæðismenn hafa alltaf haldið fram að reynist best hafa skilað þjóðinni hagsæld án fordæma í Íslandssögunni. Frelsi ein- staklingsins, ábyrgð í ríkisfjármálum og hófleg skattheimta hafa verið einkunnarorð Sjálfstæðisflokksins í þeim rík- isstjórnum sem flokkurinn hefur veitt forystu frá árinu 1991. Nú er sótt að Sjálfstæðisflokknum sem aldrei fyrr, þrátt fyrir árangurinn sem náðst hefur. Rökin gegn stjórn Sjálfstæðisflokksins byggjast á veikum grunni en það þýðir ekki að sjálfstæðismenn þurfi ekkert að óttast. Að Ís- lendingum steðjar sú ógn, að vinstristjórn komist til valda og glutri niður ár- angrinum og misnoti tækifærin sem eru til sóknar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í hyggju að framkvæma eftirfarandi á næsta kjörtímabili; lækka tekjuskatt um 4%, afnema eignarskatta, lækka um helm- ing virðisaukaskatt á matvæli, bækur, húshitun, rafmagnskostnað og annað sem tilheyrir lægri virðisaukaskattsþrepinu, hækka barnabætur um 2.000 milljónir króna, lækka öll skattþrep erfðafjárskatts og auka skattfrelsi vegna viðbótarframlaga í lífeyrissparnað. Hingað til hafa sjálfstæðismenn ekki lofað beinum skattalækkunum fyrir kosningar en hafa þó lækkað þá samt. Um er að ræða bein loforð okkar sem við munum efna ef okkur verður falin stjórn á þjóðarskútunni næsta kjörtímabil. Eins og formaður flokksins sagði sjálfur í ræðu á landsfundi eru sjálfstæðismenn ekki aðeins umræðu- stjórnmálamenn heldur fyrst og fremst athafnastjórnmálamenn. Skatta- lækkunartillögur flokksins munu allar verða lögfestar í einu lagi á fyrsta haustþingi eftir kosningar. Þar munu dagsetningar verða nefndar um hve- nær breytingarnar tækju gildi á kjörtímabilinu. Greinilegt er að lítill samhljómur er á milli leiðtoga stjórnarandstöðu- flokkanna í kosningabaráttunni og hafa þau talað í margar áttir í þeim um- ræðuþáttum sem þau hafa verið saman í. Þau virðast eiga mjög fátt sameig- inlegt. Talsmaður Samfylkingarinnar slær úr og í frá einum sjónvarpsþætti til annars og virðist að mörgu leyti endurspegla vel þann flokk sem hún er í. Ætti að nægja að líta á skattamálin í þeim efnum. Nú virðist fjölþrepa tekju- skatturinn fokinn út í veður og vind. Eins og fyrr segir er leiðtogaþrenning stjórnarandstöðunnar ekki traustvekjandi, en ljóst er að hún er sá kostur, sem kjósendur hafa gegn leiðtogum stjórnarflokkanna þegar velja skal for- ystu til næstu ára. Kostirnir í komandi kosningum eru mjög skýrir; viljum við áframhaldandi stöðugleika eða stjórnleysi að hætti vinstrimanna í þriggja flokka stjórnum frá fyrri tíð? Svo einfalt er það! Sjálfstæðisflokkurinn gengur til komandi kosninga stoltur af þeim árangri sem Íslendingar hafa náð og sannfærður um að ef áfram verður haldið á sömu braut bíði okkar allra enn frekari ávinningur. Miklar breytingar hafa orðið á íslensku þjóðfélagi á undanförnum árum. Þær hafa leitt til hagsældar og bættra lífskjara langt umfram það sem gerst hefur í nálægum löndum. Umgjörð atvinnulífsins er nú betri en áður, starfsskilyrði þess hagstæðari, skattar almennings og fyrirtækja lægri og svigrúm til athafna meira en áður. Tekist hefur að treysta forsendur velferðarkerfisins með öflugu atvinnulífi á grundvelli stöðugleika í efnahagsmálum. Saman höfum við náð árangri og getum verið bjartsýn á framtíð okkar og Íslands á komandi árum. Varð- veitum stöðugleikann á komandi árum. Glutrum ekki árangri undanfarinna ára niður, sköpum ný tækifæri og farsæla framtíð til hagsbóta fyrir alla. Með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson á laugardaginn áfram til forystu varðveitum við stöðugleikann. Áfram Ísland! Stöndum vörð um stöðugleikann Eftir Stefán Friðrik Stefánsson Höfundur er stjórnarmaður í Verði, f.u.s. á Akureyri. TÆKIFÆRIÐ er núna til að tryggja Samfylkingunni forystu í landsstjórninni. Til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu sem hafi almannahag að leiðarljósi í stað sérhagsmuna er nauðsynlegt að tryggja öfluga kosningu Samfylk- ingarinnar, bæði til að fella rík- isstjórnina og til að skapa öfl- ugan flokk sem geti verið kjölfesta nýrrar stjórnar. Á undanförnum mánuðum hef- ur vaxandi hópur fólks á öllum aldri, úr öllum stéttum og öllum landshlutum kallað eftir breyt- ingum á landsstjórninni. Það sem við eigum öðru fremur sameig- inlegt er krafan um nýja stjórn- arhætti. Stjórnarhætti sem sam- ræmast hugmyndum nútímans um sjálfsagt og eðlilegt samráð stjórnmálamanna við almenning, krafa um sjálfsagða og eðlilega virðingu kjörinna fulltrúa fyrir fólki og löngunin eftir lands- stjórn sem miðar að sanngirni í stað þess að þyngja byrðar hinna verst settu en létta þeirra sem mest hafa. Í dag geta þessar sjálfsögðu kröfur um nýja tíma orðið að veruleika. Glymjandinn um glundroða og vinstristjórn mun þar engu breyta því hann til- heyrir eins og gömlu stjórn- arhættirnir liðinni öld. Í Reykja- vík hefur 3–4 flokka stjórn stýrt farsællega í á þriðja kjörtímabil undir styrkri forystu Ingibjargar Sólrúnar. Í tvígang hafa Reyk- víkingar lagt mat á störf hennar við stjórnun þessa stærsta fyr- irtækis landsins og í bæði skiptin veitt henni umboð til og treyst henni fyrir áframhaldandi stjórn. Dómur Reykvíkinga er óræk- astur vitnisburður um að í dag er vert að veita henni og Samfylk- ingunni umboð til að móta nýja tíma fyrir landið allt. Samfylking nýrra tíma Eftir Helga Hjörvar Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar. ÞVÍ hefur verið haldið fram af stuðningsmönnum núverandi rík- isstjórnar að þriggja flokka „vinstristjórn“ eins og sú sem stjórn- arandstæðingar bjóða nú upp á, geti ekki orðið farsæl stjórn. Ingibjörg Sólrún og fylgi- sveinar hennar hafa mótmælt þessu og svarað því til að þetta hafi verið af- sannað 1994 með R-listasamstarf- inu í Reykjavík. Vissulega hefur það samstarf gengið án mjög stórra áfalla, en ég tel að sá sam- anburður sé bæði rangur og vill- andi. Það að ólíkir flokkar geti stjórnað borg eða bæjarfélagi sam- an segir ekkert til um það hvort svipað mynstur henti við stjórnun landsins. Allir flokkar hafa nokkuð svipaðar áherslur þegar kemur að sveitarstjórnarkosningum. Það að bjóða íbúum bæjarfélagsins upp á góða þjónustu í fallegu umhverfi, án þess að hækka skatta eða skuld- ir mjög mikið. Í eitt af fáum skipt- um sem R-listinn hefur þurft að taka afstöðu í stóru pólítísku máli, Kárahnjúkamálinu, klofnaði sam- starfið og þurfti hjálp minnihlutans til að landa því máli. Ef við snúum okkur að alþing- iskosningunum þá sé ég ekki hvernig stjórnarandstaðan eigi að geta unnið saman og myndað far- sæla stjórn. Flokkarnir eiga það sameiginlegt að vilja fella núver- andi ríkisstjórn og helst koma Sjálfstæðisflokknum sem lengst í burtu. Þeir ættu að geta komið sér saman um einhvers konar mála- miðlanir í velferðarmálum og menntamálum. En er þá ekki nokkurn veginn upp talið hvað flokkarnir eiga sameiginlegt? Hvaða stefnu ætla flokkarnir að taka í  skattamálum?  sjávarútvegsmálum?  utanríkismálum?  málum sem snerta atvinnu- og viðskiptalífið? Veljum traust, öryggi og stöð- ugleika í stað óöryggis og styðjum áframhaldandi starf núverandi stjórnarflokka! Geta stjórnarand- stöðuflokkarnir unnið saman? Eftir Davíð Stefánsson Höfundur er nemi við Háskóla Íslands. ÉG ætla að kjósa Samfylk- inguna í dag. Ekki vegna vanans, eða fjölskylduhefðarinnar, né heldur áróðursins. Ég ætla að kjósa S vegna þess að ég vil búa í samfélagi þar sem allir sitja við sama borð. Þeg- ar ég segi ALLIR, þá á ég ekki ein- ungis við þá sem eru minnimáttar, sem svo oft eru settir á sama bás – konur, börn og sjúklinga – en ég á við alla þá sem eiga þátt í að mynda heilsteypt samfélag þar sem hver og einn gegnir sínu hlutverki, jafnt börn sem konur og karlar. Ég tel að auðlind hafsins, okkar helsta lífæð, eigi að vera okkar allra eign, en ekki nokkurra útval- inna sem hafa leyfisbréf í höndum til að braska að eigin vild með beinharða peninga sem eru ekki þeirra. Allir, og þá jafnvel brask- ararnir sjálfir, hafa viðurkennt galla þessa kerfis, en liggur það ekki í augum uppi af hverju þeir vilja ekki breyta því? Það er ekki hægt að rétta við þann halla sem orðið hefur á lýð- ræði á Íslandi nema með því að breyta landinu öllu í eitt kjör- dæmi. Þá fyrst mun vægi míns at- kvæðis vega jafnt á við allra ann- arra. Og þá fyrst mun fylgi hvers flokks endurspegla vilja kjósenda. En auðvitað liggur það í augum uppi að þeir flokkar, sem hafa nú setið alltof lengi við stjórnvölinn, vilja engu breyta. Þeir sem standa vörð um óbreytt ástand, og núver- andi kvóta- og kosningakerfi, eru þeir sem ekki vilja breytingar. En tímarnir eru að breytast, ekki bara í Evrópu, heldur í heim- inum öllum. Ísland þarf að fylgja þessum breytingum. Fyrstu skref í þá átt á Íslandi var þegar fólk á vinstri væng pólitíkur landsins fylktist saman. Allt þetta fólk á eina hugmyndafræði sameiginlega: það vill að ALLIR sitji við sama borð. Það þýðir að ekki nokkrum einstaklingi sé mismunað, að allir eigi sama rétt, allir fái sinn skerf af kökunni. Auðsöfnun landsins skal vera skipt út frá sjónarmiði jafnaðar, sanngirni og réttsýni. Það krefst rökræðna, sem eiga sér stað, sem betur fer, innan Sam- fylkingarinnar, ólíkt hinum flokk- unum, því þar er ólíkt fólk sam- ankomið til að hrinda af stað óhjákvæmilegum breytingum. Er einhverra breytinga að vænta á næsta kjörtímabili af hendi þeirra sem setið hafa allt of lengi við stjórnvölinn? Í átta ára stjórnartíð þeirra hefur ekki borið á því. Það ólíklegasta gerðist þó á miðju síðasta kjörtímabili; Fram- sókn, flokkur sem er betur þekkt- ur sem vörður fortíðarinnar, lærði og sýndi að hann vill vera í takt við breytta tíma. Framsókn opnaði fyrir nýja umræðu sem mun skipta framtíð Íslands gríðarlegu máli. Samstarfsflokkur þeirra neitaði ekki bara að tala um þessa framtíð heldur lagðist á eitt um að loka á hana. Í sameiningu geta Samfylkingin og Framsókn komið í veg fyrir áframhaldandi ósanngjarna fram- komu í garð kjósenda og vilja þeirra. Gegn hugmyndafræðilegu gjaldþroti, gegn auðsöfnun örfárra einstaklinga á kostnað hinna, gegn óréttlátu kosningakerfi, gegn per- sónulegri einkavæðingu. Ég heimta breytingar. Ég geri samlanda mína ábyrga fyrir því að hrinda þessum breytingum af stað, með því að kjósa ekki út frá vananum, hefðinni, né áróðrinum og láta ekki þá einokun, yfirboðun og þann vanskilning sem tröllriðið hefur íslensku stjórnarfari halda áfram, heldur leyfi hugmynda- fræðinni, sem byggist á jöfnuði og boðar jákvæðar breytingar, að sýna hvað í henni býr. Ég treysti því. Ég treysti Eftir Kolfinnu Baldvinsdóttur Höfundur starfar hjá fram- kvæmdastjórn ESB í Brussel. RÍKISSTJÓRNIR Davíðs Odds- sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafa skapað meiri stöðugleika í efna- hagsmálum en við höfum áður upp- lifað, lengra tímabil vaxandi kaupmáttar ráðstöfunartekna en áður hefur þekkst, lækkað ríkisskuldir um tugi milljarða og að auki greitt fimm- tíu milljarða af fram- tíðarskuldbindingum lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna. Með styrkri hagstjórn og sterku aðhaldi í ríkisfjármálum hefur Ísland verið sett í hóp best metnu þjóða á alþjóða- fjármálamörkuðum, engin þjóð er hærra metin og einungis Bandaríkin og Þýskaland eru jafn hátt metin. Á sama tíma hafa miklar og mikilvægar framkvæmdir orðið í öllum lands- hlutum. Fjárveitingar til menntamála eru með því hæsta hjá vestrænum þjóðum. Starfsumhverfi atvinnulífs- ins hefur verið lagfært með skatta- lækkun og frjálsum fjármálamarkaði. Áfram verður haldið á sömu braut njóti Sjálfstæðisflokkurinn fylgis til þess. Stefna hans er að styrkja grundvöll atvinnulífsins og lífsafkomu landsmanna með fjölbreyttu og þrótt- miklu atvinnulífi, samgöngubótum og öflugu skólastarfi við góðar aðstæður. Þegar skyggnst er fram á veginn virðist mér bjart fram undan, m.a. vegna þess að efnahagur okkar er batnandi og viðskiptamöguleikar fyr- irtækja eru vaxandi. Það er grund- völlur batnandi lífskjara. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir vilja umbylta stjórnkerfi fiskveiða. Vinstri-grænir vilja þríhliða blöndu með uppboði aflaheimilda a.m.k. að hluta og innkalla aflaheimildir á tutt- ugu árum. Samfylking vill innkalla aflaheim- ildir á tíu árum og leigja á uppboði (bjóða upp skattana!). Talsmenn flokksins staðhæfa að þetta verði til þess að kvótaleiga lækki verulega, því framboð á aflaheimildum aukist. Þeir nefna ekki að veiðigeta flotans er langt umfram veiðiheimildir. Eft- irspurnin verður því áfram mun meiri en framboðið og verðið mun lítið lækka, ef eitthvað. Bent hefur verið á bæði af mönn- um sem starfa í sjávarútvegi og óháð- um aðilum, að þessar hugmyndir munu setja allar aflaheimildir í upp- nám. Langflest útvegsfyrirtækin hafa tekið mikil lán til að fjárfesta í aflaheimildum og tækjakosti til hag- ræðingar í því skyni að tryggja af- komu sína í framtíðinni. Lánin verða gjaldfelld um leið því grundvöllur samninga er brostinn. Ekkert fyr- irtæki getur sýnt fram á að það muni hafa jafnmiklar heimildir til ráðstöf- unar í hinu nýja kerfi. Þeim verður síðan gert að greiða aftur í harðri samkeppni á uppboðsmarkaði þær sem þau fá í leigu til ríkissjóðs. Til- kostnaður verður því miklu meiri en áður, laun sjómanna lækka og af- koma fyrirtækjanna hverfur fyrir taprekstri. Frjálslyndi flokkurinn boðar sókn- arstýringu. Allir landsmenn sem hafa fylgst með sjávarútvegi undanfarna áratugi geta glöggt rifjað upp hvern- ig ástandið var þegar hér var sókn- arstýring á öllum veiðum. Þá var út- gerð óhagkvæm, því allir kepptu um afla þá daga sem mátti veiða, með stöðugum fjárfestingum í nýjum og aflmeiri vélum, nýjum og afkasta- meiri veiðarfærum. Allt gekk út á aflamagn meðan veiða mátti, en gæð- in gleymdust og brottkast var gríð- arlegt. Hugmyndir Frjálslynda flokksins munu því leiða sjávarútveg- inn frá því að vera nú arðbær at- vinnuvegur sem skilar miklum verð- mætum í þjóðarbúið. Vegna tapreksturs mun þjóðarbúið hafa tak- mörkuð verðmæti og engan hag af auðlindinni í hafinu. Allir þykjast þeir bæta úr því „óréttlæti að fáeinum sægreifum hafi verið afhent þjóðareignin“! Hið rétta er að handhafar aflaheimilda eru á þriðja þúsund fyrirtæki. Flest eru út- gerðir smábáta og vertíðarbáta. Stærstu fyrirtækin eru örfá almenn- ingshlutafélög, flest með þúsundum hluthafa. Þessir hluthafar eru tugir þúsunda einstaklinga, lífeyrissjóðir landsmanna og venjuleg fyrirtæki sem eiga mikil viðskipti við sjávar- útveginn og vilja eins og hinir hlut- hafarnir leggja fé í fyrirtæki sem eru vel rekin til að ávaxta fjármuni sína. Öll sjávarútvegsfyrirtæki, smá sem stór, verða í uppnámi og höfuðstóll þeirra mun verða að engu um leið og hugmyndir stjórnarandstöðuflokk- anna fjögurra verða að veruleika. Við tekur sjávarútvegur sem stendur á brauðfótum og þarf að bíða eftir styrk stjórnvalda til að lifa af næstu viku, rétt eins og var í gamla sókn- arkerfinu. Sterkasti atvinnuvegur okkar, fjöreggið verður brotið og fjöl- margir smáir útvegsmenn gjaldþrota, lífeyrissjóðir með stórkostlega nei- kvæða ávöxtun og aðrir eigendur eða hluthafar í stórfelldum vandræðum. Stöðugleikinn í efnahagsmálum gufar upp því ráðstafanir til bjargar sjávar- útveginum koma úr ríkissjóði og Seðlabanka eins og fyrr. Skattgreið- endur borga brúsann eins og áður. Þeir sem vilja leggja sjáv- araútveginn í rúst og eyða stöð- ugleikanum, þeir kjósa Samfylkingu eða Frjálslynda. Hinir sem vilja við- halda stöðugleika og uppbyggingu allra atvinnuvega og tryggja batn- andi lífskjör, þeir kjósa Sjálfstæð- isflokkinn. Hvað vilt þú? Höfundur er alþingismaður og í 1. sæti framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi. Eftir Árna Ragnar Árnason Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.