Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN 60 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÁLSTAÐUR er ekkert án leiðtoga. Því ástandi má líkja við velbúið skip, albúið til sjó- sóknar, en skipstjórinn við stjórnvöllin er hvergi. Hversu mörg skip sækja sjóinn ein- göngu með liðsheild en stjórn- andann í brúna vantar? Jafn- aðarmenn hafa málstað frelsis, jafnréttis og samvinnu í nest- ispokanum inn í nýja framtíð. Leiðtoginn er baráttukona sem hefur stýrt liðsheild Reykjavík- urborgar, sem er stærsta „fyr- irtæki“ landsins og gert góða borg betri. Gerum gott Ísland enn betra fyrir fólkið sjálft. Samfylktu með jafnaðarmönn- um, hvar sem þú ert, á sunnu- dag getur þú sagt: já, ég átti þátt í breytingunni! Með stuðn- ingi ykkar um allt land getum við fært landið inn í öld nýrra tíma og tækifæra. Saman ráða atkvæði okkar úrslitum, tæki- færið er núna! Þess vegna styð ég Ingibjörgu Sólrúnu til að vera fremsta meðal jafningja. Vertu með! Pálmi Pálmason Tækifærið er núna! Höfundur er jafnaðarmaður og starfar sem markaðsstjóri. EINN dag á fjögurra ára fresti ert þú, ég og öll hin sem náð höfum til- skildum aldri spurð um það hverjir skuli sitja Alþingi Ís- lendinga – við erum spurð aðeins þennan eina dag. Nú nálgast þessi „fjögurra ára dagur“, að vísu við gjörbreytta, ólánlega kjördæmaskipan, þar sem hið nána persónulega sam- band, sem gat verið milli þingmanna og kjósenda, hverfur vegna stærðar hinna nýju kjördæma. Margt hefur einkennt yfirstand- andi kosningabaráttu og nefni ég að- eins fjögur atriði. 1) Samfylkingin vill koma hér á tveggja flokka kerfi og segir að kosið sé á milli sín og Sjálf- stæðisflokksins og það rétt eins og engir séu í framboði nema Ingibjörg Sólrún og Davíð Oddsson. Slíkt tveggja flokka kerfi leiddi af sér pólitískt lit- leysi, þar sem ótrúlega litlu mundi skipta hvor þessara tveggja flokka stýrði rík- isstjórn hverju sinni. 2) Sjávarútvegsmálin hafa verið mjög í umræðunni. Engin sátt verður um núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi sem nauð- syn er að breyta, en það verður vandasamt að vinda ofan af því. Verði óbreytt ríkisstjórn að loknum kosningum verður lítið hróflað við því kerfi. 3) Mikla undrun vekur loforða- flaumur, bæði stjórnar og stjórnarandstöðu, einmitt núna rétt fyrir kosningarnar. Nú á að lækka ýmsa skatta, bora jarðgöng, byggja hallir og fara í vegaframkvæmdir. Nefndu það bara. Það hlálega við þetta er, að þetta minnir á hasafengið bögglauppboð, þar sem ein- hverjir spjátrungar með fullar hendur fjár eru í glenshita að keppast um hver getur boðið hærra. (Ég hélt að sumir stjórnmálamenn væru ábyrgari en svo, að þeir tækju þátt í svona „hringdansi“). 4) Mest áberandi eru sjónvarps- auglýsingar sem eru hannaðar af sérfræðingum auglýs- ingastofanna. Þar er leiðbeint um hvað skuli segja, um klæðn- að, snyrtingu, raddhreim og fas. Svo birtast frambjóðend- urnir á skjánum, sællegir eins og guðlegar verur, með silki- hreim í röddinni og silfurbros. Þetta er sama fólkið og stund- um hefur sést með yggldan svip og öfuga skeifu á vör. Kostnaðurinn við þetta, auk annarra fjölmiðlaauglýsinga og útgáfu bæklinga er svo gíf- urlegur að bakhjarlarnir eru ekki neinir venjulegir „bisness- menn“. Hverjir greiða kostn- aðinn? Kannske hinn almenni neytandi að lokum í formi vöru- verðs eða þjónustugjalda. Hvað um „sægreifana“? Hætt er við að viðkomandi stjórn- málaflokkar telji sig skuld- bundna þeim er láta fjárfúlg- urnar af hendi rakna. Máttur þessara auglýsinga er mikill, en þar sitja ekki öll framboðin við sama borð, því sum þeirra hljóta ekki náð fyrir augum auðmagnsins. Eru íslensk stjórnmál að þróast út í það, að þeir einir geti farið í framboð sem hljóta fjárframlög mjög sterkra fésýsluafla líkt og sum- staðar erlendis? Ef svo er, þá er lýðræðið á Íslandi í hættu. Viðbrögð okkar ættu því að vera: Kjósum alls ekki fram- boðin sem mest auglýsa. Sumir flokkarnir tóku viss mál út af dagskrá, eftir að skoðanakannanir sýndu lítinn stuðning við viðkomandi mál. Þannig fór fyrir umræðunni um inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið (skammstafað ES). Þetta er ekki pólitík heldur hentistefna en slíkt vill henda þá flokka sem „hasla sér völl“ á miðju stjórnmálanna. Yrðu það örlög Íslands að ganga inn í ES, þá er það ekkert hugs- anlega, heldur alveg borðleggjandi, að þjóðin glataði fullveldi sínu og yrði – er fram liðu stundir – einskis spurð/ hefði ekkert að segja um ákvarðanir í eigin málefnum. Við yrðum áhrifalaust útkjálkahérað sem stjórnað yrði frá Brussel. Til hvers var þá verið að berjast fyrir því að losna undan Dönum og stofna lýðveldi 1944, ef nú á að „varpa full- veldinu fyrir róða“? Eini stjórnmálaflokkurinn sem lýst hefur því yfir að ganga beri til viðræðna við ES um inngöngu, er Samfylkingin. Enginn fer til slíkra viðræðna með annað lokatakmark en það að hljóta inngöngu. Það er því líkast sem Samfylkingin hafi erft það frá Alþýðuflokknum að ganga flokka lengst í svikráðum við fullveldi þjóð- arinnar, enda „dró sá flokkur lapp- irnar“ í aðdraganda lýðveldisstofn- unar 1944. Formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir í vetur að aðildarviðræður gætu kom- ið til greina. Það er í samræmi við starfshætti þess flokks „að vera op- inn í báða enda“ og opna nú þannig á væntanlegt samstarf við Samfylk- inguna, ef ríkisstjórnin félli. Látum vera þótt flokkar sýni hentistefnu og hringl varðandi sum innlend dægurmál, en það er glæp- samlegt að vilja fórna fullveldinu, sem er fjöregg þjóðarinnar, fyrir (hugsanlega) einhverja efnahagslega stundarhagsmuni. Slíkir stjórn- málamenn eru þjóðníðingar og land- ráðamenn sem heiðvirt fólk á að hafna. Kjósum því hvorki Framsókn né Samfylkingu. Í þessum kosn- ingum er áhrifaríkast að kjósa þá sem ákveðnastir eru í því að vernda fullveldi lands og þjóðar. Kjósum því Vinstri-græna. Þeirra rödd verður að heyrast á komandi þingi. Fjármál flokk- anna og fullveldi þjóðarinnar Eftir Gunnar Guðmundsson Höfundur er fv. skólastjóri og var lengi gæslumaður í Veiðivötnum. ÞEGAR Alþýðubandalagið, Kvennalistinn og Alþýðuflokkurinn hættu starfsemi og Samfylkingin var stofnuð, þá var það gert á þeim for- sendum að þar myndi fólk úr öllum flokk- unum starfa saman á jafnréttisgrundvelli. Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík segja meira en mörg orð um hvernig okkur jafnaðarmönnum hefur reitt af í flokknum. Þegar litið er yfir pólitískan bakgrunn sex efstu manna Samfylkingarinnar, það er að segja væntanlegra þingmanna og varaþingmanna í höfuðborginni, sést að þar hafa frambjóðendur verið sótt- ir í alla aðra flokka en Alþýðuflokk- inn. Í Reykjavík norður er enginn frambjóðandi sem á rætur sínar í Al- þýðuflokknum. Þrír koma úr Alþýðu- bandalaginu, tveir úr Kvennalistanum og einn úr Sjálfstæðisflokknum. Í Reykjavíkurkjördæmi suður á aðeins einn frambjóðandi rætur í Alþýðu- flokknum, Jóhanna Sigurðardóttir, sem reyndar sýndi flokknum ekki meiri hollustu en svo að hún klauf hann eftir að hafa beðið þar lægri hlut í formannskjöri. Jóhanna er fulltrúi Þjóðvaka í Samfylkingunni, en ekki Alþýðuflokksins og þó að hún hafi í áranna rás barist fyrir mörgum góð- um málum er greinilegt að henni er nú haldið utan við alla ákvarðanatöku í Samfylkingunni og hún aðeins sýnd rétt fyrir kosningar til að veiða at- kvæði ákveðinna hópa. Í Samfylking- unni á annað fólk að erfa landið. Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík sýna að hvorki Alþýðu- flokksmenn né hugsjónir þeirra eiga upp á pallborðið hjá Samfylkingarfor- ystunni. Á meðan engum jafn- aðarmanni er treyst til að vera of- arlega á lista Samfylkingarinnar, eru þar hins vegar þrír gamlir ritstjórar Þjóðviljans! Eins og staðan er nú, stendur Sjálfstæðisflokkurinn miklu nær hugsjónum frjálslyndra jafn- aðarmanna en Samfylkingin. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur í senn eflt vel- ferðarkerfið og tryggt öflugt atvinnulíf, hvort tveggja brýn bar- áttumál okkar jafnaðarmanna. Í þess- um málum er Sjálfstæðisflokkurinn einfaldlega orðinn miklu trúverðugri en þeir sem nú ráða Samfylkingunni. Jafnaðarmenn, nú stöndum við með hugsjónum okkar og styðjum Sjálfstæðisflokkinn. Við eigum engan annan kost. Samfylkingin hafnar krötum Eftir Huldu Kristinsdóttur Höfundur er krati. ÞAÐ hefur verið athyglisvert að fylgjast með umræðunni um skattamál í aðdraganda kosninganna. Stjórnarflokkarnir riðu á vað- ið með hugmyndir sínar að skattalækkunum og flestir aðrir flokkar hafa fylgt í kjölfarið á einn eða annan hátt. Mér hefur þótt merkilegt að hlýða á fulltrúa Samfylkingar og Vinstri-grænna. Þar hafa frambjóðendur stigið fram hver á fætur öðrum og lýst því yfir með hinni sér- stöku blöndu af þótta og hneykslun sem ávallt hefur einkennt uppdráttarsjúka vinstrimenn að tillögur stjórnarflokkanna séu ekki réttlátar. Þeir halda því fram að það sé ekki réttlátt að lækka hátekjuskattinn sem lagður hefur verið sérstaklega á þær fjölskyldur sem hafa meðalháar eða háar tekjur. Helstu rökin eru þau að þeir sem hafi hærri tekjur eigi að greiða ekki bara hærri heldur hlutfallslega hærri skatt en samborgararnir. Ávallt er dregin upp sú mynd að hér sé um að ræða einhverja ofur- milljónamæringa sem viti ekki aura sinna tal og muni þar af leið- andi ekkert um að borga meira til samfélagsins. Vissulega eru slíkir til en þeir eru því miður alltof fáir. Staðreyndin er hinsvegar sú að í mjög mörgum tilfellum er hér um að ræða venjulegt launafólk þar sem báðir aðilar eru langskólagengnir og vinna fulla vinnu. Þetta fólk er að koma sér upp húsnæði og eignast börn. Auk þess kostn- aðar sem því fylgir þá er þetta fólk að greiða sem nemur einum nettó mánaðarlaunum hvort í afborganir af námslánum. Vinstri- mönnum finnst sjálfsagt að leggja sérstakt gjald á þetta fólk í formi ofurskatta. Ekki má gleyma því að persónuafslátturinn einn sér ger- ir það að verkum að skattprósentan fer hækkandi með hækkandi launum. Furðulegt viðhorf virðist einkenna sýn Samfylkingarinnar á skattamál og tekjur ríkisins. Kristján Möller frambjóðandi Samfylk- ingarinnar lét hafa eftir sér í Silfri Egils að stjórnarflokkarnir væru að reyna kaupa kjósendur til fylgilags við sig með fjármunum rík- isins. Ábúðarfullur á svip hneykslaðist hann á þessari ósvinnu. Hér endurspeglast það viðhorf sem algengt er á meðal Samfylking- arinnar að í raun séu allar tekjur eign ríkisins sem svo af náð sinni leyfir skattborgurunum að halda eftir hæfilegum vasapeningum. Hér hefur hlutunum verið snúið gersamlega við. Auðvitað eru tekjur einstaklinganna þeirra eigin og skattarnir framlag þeirra til sam- neyslunnar. Ef ríkið vill auka álögur á einstaklingana og þannig taka til sín stærri hluta ráðstöfunartekna þeirra þá verða að vera fyrir því sterk rök. Ef ríkinu hefur verið vel stjórnað og árferði gott þannig að mynd- arlegur afgangur myndast í ríkissjóði þá ber ríkinu að lækka skatta á þegnana. Í það minnsta þegar árangurinn er langvinnur. Enginn efast um að stjórnmálamenn geta fundið sér ótal gæluverkefni til þess að eyða umfram skatttekjum en það er ekki það sem er efst í huga þeirra sem í dag greiða hátekjuskatt. Við höfum einnig séð að stjórnmálamenn hika ekki við að hækka skatta ef þeir eyða um efni fram. Þessu til staðfestingar nægir að líta til borgarstjóratíðar Ingibjargar Sólrúnar sem hefur stór- hækkað álögur á borgarbúa. Tillögur sjálfstæðismanna í skattamálum eru bæði réttlátar og sanngjarnar. Þær lækka skatta á alla þjóðfélagshópa og refsa ekki því launafólki sem oft á tíðum leggur á sig mikla vinnu til þess að mæta útgjaldasamasta tímabili ævinnar. Ég hvet landsmenn til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum þannig að unnt verði að halda áfram á sömu braut. Við skulum ekki gleyma því að vinstristjórnir hafa aldrei lækkað skatta og eru ekki líklegar til þess í framtíðinni. Kristján Möller hefur af- hjúpað forsjárhyggju Samfylkingarinnar í skattamálum. Áfram Ísland! Af sköttum og réttlæti Eftir Arnar Þórisson Höfundur er viðskiptafræðingur og MBA. KOSNINGAR snúast sem betur fer aðallega um málefni og í kosn- ingabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítil áhersla verið lögð á alþjóða- mál. Kunningi minn benti á að það væri vegna þess að flestir væru í raun sammála um málaflokkinn, þ.e. að enginn reg- inmunur væri á stefnu flokkanna varðandi veruna í NATO (utan Vinstri grænna) og umræðan um stöðu Íslands gagnvart Evrópu væri mismunandi en vel þekkt. Mig langar hins vegar að gera af- stöðu íslenskra stjórnmálaflokka til Sameinuðu þjóðanna að umfjöllunar- efni. Vegna þess að hún virðist langt frá því að vera ljós eða þekkt. Rík- isstjórnin með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar og Framsókn- arflokkinn í rassvasanum skipaði sér í sveit með Bandaríkjunum varðandi innrásina í Írak fyrr á árinu, án nokk- urs samráðs við okkur íbúa þessa lands. Um leið má líta svo á að stjórn- arflokkarnir hafi tekið þátt í því að veikja stöðu Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegum vettvangi án þess að um það hafi farið fram nokkur umræða hér á landi. Ljóst er að stjórnvöld í Bandaríkj- unum hafa lengi séð ofsjónum yfir umsvifum og umfangi Sameinuðu þjóðanna og að þau hafa beitt þær beinum og óbeinum þvingunum með því t.d. að greiða ekki tilskilin fjár- framlög til starfseminnar. Clinton var sagður hafa klórað í bakkann en árið 2001 skulduðu þau sem svaraði tæp- lega þriggja ára framlagi. En með því er einungis hálf sagan sögð því stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa látið í veðri vaka við þjóðir Rómönsku Am- eríku, sem margar hverjar eru mjög háðar fjárhagsfyrirgreiðslu frá norðrinu, að það sé ekki forgangsmál að standa skil á greiðslum til Samein- uðu þjóðanna, aðrar efnahags- skuldbindingar hafi þar forgang. Staða Íslands sem smáþjóðar í samfélagi þjóðanna og samskipti við umheiminn er mikilvægur þáttur í starfsemi Alþingis og sýn flokkanna til framtíðar á að vera öllum ljós. Því vil ég benda á að Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, þingkona og fulltrúi Sam- fylkingarinnar í utanríkismálanefnd þingsins, hefur á undanförnum árum talað máli Samfylkingarinnar og lagt áherslu á mikilvægi þess að Samein- uðu þjóðirnar séu bæði stórar og sterkar. Þær eru sá vettvangur sem allar þjóðir hafa til að koma málum sínum á framfæri og það tæki sem hugsað er til að tryggja réttláta máls- meðferð alþjóðlegra mála, hvort held- ur eru alvarleg ágreiningsmál eða hversdagslegri úrlausnarmál. Ísland í samfélagi þjóðanna! Eftir Hólmfríði Garðarsdóttur Höfundur er háskólakennari og fram- bjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. VERKSTJÓRI efnahags- mála okkar, Davíð Oddsson, boðar stöðugleika í fjár- málum. Þess njóta helst þeir sem eiga undir högg að sækja, aldrað fólk og öryrkjar. Við- skiptahalli er lítill, verðbólga er lág, hagvöxtur er þannig að við fáum meira fyrir laun okk- ar nú en fyrr. Skuldir við út- lönd eru að hverfa. Stöðugleiki hefur jákvæð áhrif á heilsufar þjóðar. Óðaverðbólga fyrri stjórna er nokkuð sem aðeins eldra fólk man eftir. Þess vegna styð ég Davíð. Jón Gunnar Hannesson Stöðugleiki Höfundur er læknir. mbl.is STJÖRNUSPÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.