Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KJARTAN Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, beið í um sex mánuði eftir svari við spurningum sínum í tengslum við ráðningu tilsjónarmanns í Alþjóða- húsinu ehf., en í gær tók biðin enda, þegar Helga Jónsdóttir, borgarritari, upplýsti að tilsjónar- maðurinn hefði fengið 620 þúsund krónur án virðisaukaskatts fyrir vinnuframlag sem svaraði einum mannmánuði á tímabilinu 12. nóv- ember 2002 til 15. janúar 2003. Í bréfi Kjartans Magnússonar til borgarráðs 28. apríl sl. kemur fram að 11. nóvember hafi stjórn Alþjóðahússins ehf. samþykkt að ráða Hákon Gunnarsson ráðgjafa sem sérstakan tilsjónarmann með rekstri hússins vegna aðstæðna í fjármálum þess en þá hafi Reykja- víkurborg átt um 65% hlutafjár hússins. Kjartan segist hafa setið hjá við afgreiðslu málsins í stjórn- inni þar sem ekki hefði verið leitað hagkvæmustu leiða við ráðninguna enda hefði borist sérstök ósk úr Ráðhúsinu að Hákon yrði ráðinn. Fram hefði komið að fulltrúar borgarstjóra hefðu samið um ákveðna þóknun til ráðgjafans vegna verkefnisins, „þótt eðlilegra hefði mátt telja að stjórn Alþjóða- hússins annaðist þann þátt máls- ins“. Í bréfinu segist Kjartan ekki hafa séð sér fært að samþykkja nefnda upphæð í samningsdrögum en þegar ljóst hafi verið að meiri- hluti stjórnar Alþjóðahússins myndi fara eftir tilmælum fulltrúa borgarstjóra hefði hann óskað eftir því að fá upplýsingar um endan- lega samningsupphæð. Ekki hefði verið orðið við þeirri beiðni. Hann hefði tekið málið upp á borgar- stjórnarfundi 30. janúar og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, hefði sagt að hún myndi ekki svara spurningunum á þeim fundi en sjá til þess að borg- arfulltrúinn fengi svör við spurn- ingum sínum með öðrum hætti. Svar hafi ekki enn borist og því hafi hann snúið sér til borgarráðs. Hefði átt að vera borgarstjóra í hag að eyða tortryggni „Þess má geta að umræddur ráðgjafi var kosningastjóri Sam- fylkingarinnar við síðustu Alþing- iskosningar og er auk þess kvænt- ur einum af þingmönnum þess flokks,“ segir Kjartan Magnússon í samtali við Morgunblaðið. „Ein- mitt þess vegna hefði það átt að vera þáverandi borgarstjóra í hag að eyða allri tortryggni og óvissu vegna málsins með því að svara umræddri fyrirspurn um leið og ég bar hana fram.“ Í umsögn Helgu Jónsdóttur til borgarstjóra í gær kemur fram að með bréfi skrifstofu borgarstjórn- ar dagsettu 29. apríl 2003 hafi henni verið fengið til umsagnar er- indi Kjartans. Fram kemur að verkefnið hafi annars vegar falist í rekstri og starfsemi hússins og hins vegar í stjórnun breytinga á rekstrarformi Alþjóðahúss en fyrir hafi legið vilji eigenda félagsins um að leita samninga við Reykjavíkurdeild Rauða krossins um rekstur þess. Ráðgjafarsamn- ingurinn hafi verið gerður í umboði stjórnar Alþjóðahússins og að ósk stjórnarformanna Alþjóðahússins og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Kostnaður vegna samn- ingsins hafi skipst til helminga milli Alþjóðahússins og Reykjavík- urdeildar Rauða krossins en Reykjavíkurborg sem slík hafi ekki haft kostnað af samningnum. Í um- sögninni kemur jafnframt fram að það hafi verið mat eigenda að miklu skipti að fá sérfræðing sem gæti helgað sig verkefninu og ekki hafi komið til álita að einhverjir starfsmenn Reykjavíkurborgar gætu tekið frí frá starfi til að sinna því. Helga segir ennfremur í bréf- inu að hún þekki ekki til þeirra at- vika sem lýst sé í bréfi borgar- fulltrúans að átt hafi sér stað á fundum stjórnar. Samkvæmt gild- andi reglum hjá Reykjavíkurborg „skal beina fyrirspurnum til stjórnsýslunnar gegnum borgar- stjóra eða borgarráð og skulu þær berast skriflega. Spurningum sem fram koma í umræðum í borgar- stjórn er almennt fylgt eftir með skriflegri fyrirspurn eða í undan- tekningartilvikum fyrirmælum fyrrverandi borgarstjóra um að svara munnlegri fyrirspurn. Ástæðu þess að ekki bárust slík fyrirmæli frá borgarstjóra í þessu tilviki hinn 30. janúar sl. má vænt- anlega rekja til þess að á þeim eina degi sem fyrrverandi borgarstjóri átti eftir í starfi kallaði margt á at- hygli.“ Fyrirspurn borgarfulltrúa vegna tilsjónarmanns Alþjóðahússins svarað eftir hálft ár Samningsupp- hæð 620 þús- und án vsk. NEMENDUR hins gjaldþrotaSnyrtiskóla Íslands hafa fengiðinni í Snyrtiskólanum ehf. í Kópa- vogi og hefur ríkisstjórnin sam- þykkt að greiða hverjum nemanda 625 þúsund krónur sem nægir fyr- ir skólagjöldum til að ljúka nám- inu, að sögn Ingibjargar Bene- diktsdóttur, formanns nemendafélagsins. Snyrtiskóli Ís- lands varð gjaldþrota og var lokað af tollstjóra í janúar og var í framhaldi sviptur starfsleyfi. Nem- endur sáu því fram á að tapa 1.250 þúsundum sem flestir höfðu þegar greitt fyrir 10 mánaða nám og hafa þeir staðið í ströngu síðan í janúar til að leita lausnar á sín- um málum, m.a. með mennta- málaráðuneytinu og iðnnema- sambandinu. Ingibjörg segir að nemendum sé afar létt og að þeir ætli allir að taka boðinu um að ljúka náminu í Snyrtiskólanum í Kópavogi. „Við erum afar sáttar við þessi málalok og ánægðar að fundin hafi verið lausn á okkar málum.“ Ljúka nám- inu í öðrum snyrtiskóla Lausn fundin fyrir nem- endur hins gjaldþrota Snyrtiskóla Íslands VARÐSKIPIÐ Óðinn var á dögunum tekinn í slipp við Mýrargötu í Reykjavík. Unnið er að því að gera varð- skipið haffært en það hefur ekki verið í notkun frá því sl. haust. Hugsanlegt er að Óðinn verði notaður við gæslustörf við landið í sumar þegar varðskipin Týr og Ægir verða tekin í slipp. Samkvæmt áætlun mun það kosta 11 milljónir króna að gera skipið haffært. Óðinn gerður haffær fyrir sumarið FIMM af sex tilboðum sem bár- ust í snjóflóðavarnargarða á Ísa- firði reyndust vera undir kostn- aðaráætlun en tilboð voru opnuð í gær. Um er að ræða 650 metra langan garð og níu keilur og er gert ráð fyrir að verkið taki tvö ár en hægt verður að hefja vinnu við það þegar um næstu mánaðamót. Þeir sem buðu í verkið voru Suðurverk hf. sem bauð 354.509.112 krónur, Kubbur ehf., 269.399.900 krónur, Vesturvélar ehf. sem buðu lægst eða kr. 239.711.296, Afrek ehf. og ET ehf. sem buðu kr. 329.000.000, Ístak hf. sem bauð kr. 317.238.498 og loks Íslenskir aðalverktakar hf. sem buðu kr. 316.568.042. Kostn- aðaráætlun nemur kr. 344.314.000. Helstu verkþættir verða að gróðurþekja verður fjarlægð úr garðstæðinu og flóðafarveginum og geymd til síðari nota. Leiði- garðurinn verður byggður að öllu leyti úr efni á staðnum sem fæst við gröft og mótun flóðafarvegar hans. Þá ber verktaka að ganga frá yfirborði leiðigarðs og flóðaf- arvegs, gera göngustíga og vinnu- vegslóða sem verktaki telur nauð- synlega vegna framkvæmdanna og gera drenskurð og framkvæma breytingu á farvegi Seljalandsár á tveimur stöðum. Þá verður inni- falið í verkinu að byggja nýjan að- komuveg að skíðasvæðinu á Selja- landsdal í gegnum leiðigarðinn. Loks skal verktaki sjá um að ganga frá lögnum veitustofnana samkvæmt fyrirmælum þeirra. Tilboð í snjóflóðavarnargarða á Ísafirði opnuð í gær Fimm af sex tilboðum undir kostnaðaráætlun YFIRLÖGFRÆÐINGUR Sam- taka atvinnulífsins, Hrafnhildur Stefánsdóttir, segir í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi að verkalýðshreyfingin hafi barist fyrir setningu löggjafar um rétt starfsfólks til upplýsinga um lík- lega þróun í rekstri fyrirtækja. Því veki afstaða ASÍ furðu að vilja hindra forsvarsmenn fyrirtækja í að upplýsa starfsfólk um mat sitt á framkomnum hugmyndum um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. „Verkalýðshreyfingin í Evrópu barðist fyrir setningu löggjafar um rétt starfsfólks eða fulltrúa þess til upplýsinga um líklega þróun í starfsemi og fjárhagsstöðu fyrir- tækisins þar sem þeir starfa og breytinga sem hafa áhrif á kjör þeirra og starf. Talsmenn ASÍ hafa talið reglur tilskipunarinnar um upplýsingamiðlun til launafólks og samráð við það, sem taka á upp í íslensk lög eða kjarasamninga innan tveggja ára, mikinn ávinning fyrir launafólk,“ segir Hrafnhildur m.a. í leiðaranum. Yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins Afstaða ASÍ vekur furðu ÍSLAND og Belgía eru í 8. sæti af 18ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins varðandi innleiðingu tilskipana í landsrétt sinn. Samkvæmt frammistöðumati ESB er Ísland með 1,8% gerða útistand- andi og þar af eina tveggja ára eða eldri en við síðasta frammistöðumat voru 1,4% gerða útistandandi. Evr- ópusambandið hefur sett sér það við- mið að aðildarríki verði með 1,5% eða færri gerðir útistandandi hverju sinni en meira en helmingur aðildarríkj- anna er með meira en 3% gerða úti- standandi. Anna Jóhannsdóttir á viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins seg- ir að fjöldi óinnleiddra gerða á Íslandi sé fyrst og fremst tilkominn vegna stutts vorþings, þar sem ekki hafi gef- ist tími til að koma nokkrum málum í gegn sem þörfnuðust lagabreytinga. Innleiðing sé líka með reglugerðum og þar sem stækkunarsamningar hafi verið í gangi hafi þeir aukið álagið. Þó Ísland standi betur að vígi en flest ESB-ríkin sé vonast til að gera enn betur í haust. Reynt hafi verið að vera innan við 1,5% mörkin og það hafi tek- ist tvö undanfarin skipti. Eins komi fram í frammistöðumatinu að Ísland leysi vel mál á fyrri stigum, „en við viljum komast niður fyrri 1,5% mörk- in aftur,“ segir hún. Innleiðing gerða á EES Ísland í 8. sæti af 18 þjóðum HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þriggja ára fangelsisrefsingu yfir Sig- urði Hilmari Ólasyni fyrir þátt hans í innflutningi á 30 kílóum af hassi til landsins. Hassið fannst í vörugámi og er þetta mesta magn af hassi sem lög- regla hefur lagt hald á í einu lagi. Fjórir voru dæmdir fyrir innflutn- inginn af Héraðsdómi Reykjavíkur en tveir þeirra áfrýjuðu ekki dómnum. Dómur Hæstaréttar er varla meira en ein blaðsíða en vísað er til for- sendna héraðsdóms. Sigurður neitaði ávallt að hafa verið nokkuð viðriðinn málið en var dæmdur á grundvelli framburður annarra sakborninga, vitna og upptökum af símtölum. Fangelsisrefs- ing staðfest í hassmáli SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér ritið Samgöngur á nýrri öld þar sem farið er yfir þróun mála- flokka ráðuneytisins síðustu tíu ár og litið til næstu tíu ára. Bókin er alls 124 síður, prýdd fjölda mynda. Í kynningartexta með bókinni seg- ir að í fyrsta sinn hafi verið lögfest ein samgönguáætlun hér á landi. Einnig hafi lagaumhverfið gjör- breyst, ekki síst á sviði fjarskipta, siglingaöryggis, flugöryggis og póstsins og aukin áhersla sé nú lögð á ferðamál. Í bókinni er tekin saman á aðgengilegan hátt framvindan á öllum sviðum samgöngumála undan- farin ár og horft til framtíðar. Ráðuneytið sendir frá sér kynningarrit Samgöngur á nýrri öld ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.