Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORELDRAR barna í einkareknum leik- skólum í borginni komu saman utan við fund- arstað Leikskólaráðs Reykjavíkur við Tryggvagötu í gær til að mótmæla því að nið- urgreiðslur til barna í einkareknum leikskól- um eru lægri en niðurgreiðslur til barna í leik- skólum reknum af borginni. Að sögn Sigríðar Guðlaugsdóttur, tals- manns foreldranna, er tilefni mótmælanna sú afgreiðsla Leikskólaráðs að fella tillögu þess efnis að hækka niðurgreiðslur til einkareknu leikskólanna. „Við erum mjög ósátt við þetta,“ segir Sigríður. „Staðan er sú að Leikskólar Reykjavíkur anna ekki eftirspurn eftir leik- skólaplássi og það er þar sem einkareknu leikskólarnir koma inn. Þeir eru með 700–800 leikskólapláss og börnin sem nýta þau eru langflest á biðlistum hjá borginni.“ Óttast for- eldrarnir að verði ekkert að gert leggist rekstur einkareknu leikskólanna af og þar með þessi 700–800 rými. Sem dæmi um muninn á niðurgreiðslunum nefnir Sigríður að Reykjavíkurborg greiði 716.652 krónur á ári með hverju eins árs gömlu barni sem sé á leikskóla reknum af borginni en einungis 292.200 krónur með hverju barni á einkareknu leikskólunum. Munurinn þarna er 424.452 krónur. Hún tek- ur þó fram að þar sé á ferðinni grófasta dæm- ið. „Munurinn á niðurgreiðslunum fer aðeins minnkandi eftir því sem börnin verða eldri en á hinn bóginn eru það börn á aldrinum eins til þriggja ára sem eru á einkareknu leikskól- unum því það eru þau sem eru á biðlistunum.“ Þessi munur kemur að sögn Sigríðar svo niður á foreldrum því þeir sem eru með börn sín í fullri dagvistun á einkareknu leikskól- unum borgi um 10.000 krónum meira í leik- skólagjöld á mánuði en aðrir foreldrar. „Þessu viljum við einfaldlega mótmæla og reyna að knýja á um breytingar því okkur finnst þetta vera sjálfsagt réttlætismál.“ Fyrir fund Leikskólaráðs í gær afhentu foreldrarnir formlega undirskriftalista með nöfnum 340 foreldra og fóru fram á að málið yrði tekið upp að nýju í ráðinu. Að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur, fulltrúa R-listans, var það gert. Fyrir hafi legið tillaga sjálfstæð- ismanna um að jafna niðurgreiðslur en hún hafi verið felld. „Við leggjum áherslu á að skoða málefni einkareknu leikskólanna í heildarsamhengi við uppbyggingu í leikskólamálum,“ segir hún. „Við viljum m.a. bjóða einkareknu leik- skólunum upp á þjónustusamning sem myndi fela í sér að foreldrar borguðu það sama og hjá borgarreknu leikskólunum og leikskól- arnir fengju sömuleiðis sömu niðurgreiðslur. Þá væri líka hægt að gera ráð fyrir þessum leikskólum í okkar heildaráætlunum.“ Foreldrar mótmæla lágum greiðslum til einkarekinna leikskóla Morgunblaðið/Sverrir Foreldrar afhentu Þorláki Björnssyni, formanni Leikskólaráðs, undirskriftir 340 manns þar sem lágum niðurgreiðslum til einkarekinna leikskóla er mótmælt. Reykjavík Munurinn allt að 424 þúsund með hverju barni FRAMKVÆMDIR eru langt komnar við að bæta aðgengi að Snoppu á Seltjarnarnesi en svo nefnist oddinn þar sem eyjan Grótta tengist landi. Fram- kvæmdirnar felast í endurbótum og stækkun bíla- stæða auk þess sem sjóvarnargarður á svæðinu hefur verið endurbyggður. Í frétt frá bænum segir að aðsókn að útivist- arsvæðinu á vesturhluta Seltjarnarness sé sífellt að aukast. Þau bílastæði sem fyrir voru hafi því ekki annað umferðinni og því hafi verið ákveðið að ráðast í að endurbæta aðstöðuna. Nýja aðstaðan verður malbikuð og rúmbetri en eldri stæði auk þess sem vegspottinn frá Bygg- görðum verður endurbættur en nú þegar er mal- bikaður hjóla- og göngustígur fyrir hendi. Aðgengi við Snoppu bætt Seltjarnarnes TILLAGA YRKI arkitekta sf. fékk 1. verðlaun í boðskeppni um skipulag og hönnun þjón- ustubygginga fyrir aldraða sem Markarholt hyggst reisa í Mörk- inni. Höfundar tillögunnar eru Ásdís Helga Ágústsdóttir og Sól- veig Berg Björnsdóttir arkitektar en Hönnun hf. kom að verkfræði- vinnu. Samkeppnin fór fram í sam- starfi við Arkitektafélag Íslands og voru valdar sjö arkitekta- stofur til þátttöku úr 35 umsókn- um. Miðað er við að íbúðir verði í fjórum stærðum, 60, 75, 90 og 110 fermetrar að flatarmáli. Í þjónustukringlu verði heima- hjúkrun, dagvist og heilsu- og fé- lagsþjónusta. Markarholt er sjálfseign- arstofnun sem sett var á fót af hópi áhugafólks í því skyni að vinna með eldra fólki og opinber- um aðilum að uppbyggingu heilsu- og félagsþjónustu ásamt hjúkrunarrýmum og íbúðum. Í mati sínu lagði dómnefnd til grundvallar aðkomu að byggingu og lóð, listræn efnistök bygginga og lóðar, innra fyrirkomulag og kostnaðargát. Verðlaunatillagan byggist á hugmynd um þorp þar sem þjónustukringla er nið- urgrafin og lögð grasi til að mynda samfellt útivistarsvæði. Í umsögn dómefndar segir að þorpshugmyndin sé áhugaverð, svæðið sé opið og aðlaðandi fyrir gesti og gangandi, auk þess sem ytri rými séu í góðum tengslum við þá byggð sem fyrir er. Í dómnefnd áttu fulltrúa Mark- arholt, Skipulags- og bygging- arsvið Reykjavíkurborgar og Arkitektafélag Íslands. Eygló Stefánsdóttir var formaður dóm- nefndar. Morgunblaðið/Kristinn Höfundar verðlaunatillögunnar, Sólveig Berg Björnsdóttir og Ásdís Helga Ágústsdóttir arkitektar hjá YRKI arkitektum sf. YRKI arkitektar hlutu 1. verðlaun Sogamýri Hönnunarsamkeppni um þjónustu- byggingar fyrir aldraða í Mörkinni FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að veita 500 þúsund krónur til gerðar viðskiptaáætl- unar um byggingu menningarhúss í Bessastaða- hreppi. Þetta kemur til viðbótar þeirri hálfu millj- ón sem sveitarstjórn hreppsins hefur ákveðið að veita til verkefnisins. Í frétt á heimasíðu hreppsins kemur fram að formaður sérstakrar viðræðunefndar um málið hafi sent ráðuneytinu bréf í síðasta mánuði þar sem óskað var eftir stuðningi við verkefnið. Fá styrk fyrir menningarhús Bessastaðahreppur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.