Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 33 Á AFMÆLI Kópavogs á morgun verður mikið um dýrðir í tónleikasal bæjarins, Salnum. Kl. 16.00 verður efnt til sérstakrar hátíðardagskrár en um kvöldið, kl. 20.00, verða söngtónleikar í Salnum. Það eru Kópavogsbúarnir Ólafur Kjartan Sigurð- arson, Snorri Wium og Jónas Ingimund- arson sem skemmta tónleikagestum með ís- lenskum sönglögum, meðal annars Kirkjuhvoli, Nótt, Árniðinum, Rósinni, Friði á jörðu og Spretti eftir tvö höfuðtónskáld þjóðarinnar, þá Árna Thorsteinsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Ólafur Kjartan segir að meðal laganna á efnisskránni séu lög sem fólk kannast vel við, söngperlur sem oft eru sungnar. „En það sem mér finnst ekki síður spennandi eru lög eftir þá báða sem heyrast nánast aldrei. Þarna eru lög sem ég hafði aldrei heyrt áður og hef haft mjög gaman af að kynnast. Þarna eru til dæmis lög eftir Sveinbjörn sem hann samdi við ensk ljóð, en við syngjum þau í mjög fallegum þýðingum Páls Bergþórs- sonar. Ég er viss um að mörg þessara laga á ég eftir að syngja oftar, því þau eru bara svo góð.“ Árni Thorsteinsson og Sveinbjörn Svein- björnsson eru báðir þekktir að því að hafa oft valið sér ljóð að semja við, sem höfða mjög til karlmennskunnar. Nægir þar að nefna lögin Áfram og Sprett. „Já, þetta er tilfellið, þetta eru kraftmikil ljóð og alvöru- þrungin, – þú nefndir Sprett og Áfram, og annað dæmi er lag Sveinbjörns sem heitir á ensku Soldier’s Rest, eða Hvíl þig vel, – kveðið til hermanns að loknu stríði. Það er alvarlegur undirtónn víða í þessum lögum og þau eru mjög dramatísk. Þarna eru til dæmis líka lög um sjómenn og víkinga, þannig að þetta eru „testósterón“-tónleikar, ég held að það sé óhætt að fullyrða það.“ Ólafur Kjartan segir að helsta samnefn- ara tónskáldanna tveggja sé að finna í stórum og miklum laglínum. „Það eru þarna lög og ljóð í knappara formi líka, eins og Nótt, Sveinbjörn kannski sérstaklega er hrifinn af löngum hendingum, og hann gef- ur sér þann tíma sem þarf til að koma ljóði til skila.“ Jónas er góður „píanósöngvari“ Engir dúettar verða á efnisskránni þótt söngvararnir séu tveir, en þeir Ólafur Kjartan og Snorri hafa tvívegis sungið sam- an á sviði í Íslensku óperunni að und- anförnu. „Ég vona bara að það verði áfram- hald á þessu samstarfi, því það er svo ofsalega gaman að syngja með Snorra. Hann er frábær söngvari, – einstakur ten- órsöngvari og ég hef alltaf verið hrifinn af honum. Ætli við finnum það ekki líka hvor hjá öðrum að okkur finnst báðum gaman að vera á sviði. Snorri hefur sýnt það að hann er mikill sviðskarl, ekki síst sem Monostatos í Töfraflautunni. Hann er alvörusöngvari sem gaman er að vinna með.“ Það mæðir mikið á Jónasi Ingimund- arsyni á tónleikunum, – hann spilar allan tímann, en söngvararnir tveir geta þó að- eins hvílt sig á milli. „Það er alltaf gaman að vinna sönglög með Jónasi, músík sem maður þekkir ekki sjálfur. Það er gott að fá hans sjónarhorn á sönglögin, því hann er mikill og góður píanósöngvari.“ Árni Thorsteinsson varð snemma þjóð- kunnur fyrir tónsmíðar sínar og árið 1907 var gefið út hefti með 12 sönglögum eftir hann, sem mörg hver urðu þjóðareign á skömmum tíma. Sveinbjörn Sveinbjörnsson varð fyrstur Íslendinga til að gera tónlist að ævistarfi. Hann lagði stund á píanóleik hjá Ástríði Melsted og tónfræði hjá Pétri Guð- johnsen dómorganista. Fór þá til Kaup- mannahafnar og nam þar píanóleik og tón- fræði. Síðar kom hann við í Leipzig til náms. Sveinbjörn bjó lengst af í Skotlandi og síðar í Kanada. Sveinbjörn var braut- ryðjandi íslenskrar tónlistar og samdi fjölda sönglaga, auk annarra verka af ýmsu tagi, þar á meðal þjóðsöng Íslendinga. Hátíðardagskrá í tali og tónum Á hátíðardagskrá Salarins kl. 16.00 verða flutt ávörp og veittir starfsstyrkir til fjög- urra listamanna í bænum. Vigdís Esradóttir forstöðukona Salarins segir að sá háttur hafi verið hafður á frá því að Salurinn hafi verið opnaður hafi árleg úthlutun menning- arstyrkja bæjarins farið þar fram á afmæli bæjarins. Lista- og menningarráð Kópavogs hefur ákveðið að brydda upp á þeirri nýj- ung, að árlega hljóti framúrskarandi list- nemi úr bæjarfélaginu sérstaka viðurkenn- ingu, sem nú verður veitt í fyrsta sinn. Þá verður einnig útnefndur Heiðurslistamaður Kópavogs árið 2003, en á síðasta ári var það Benedikt Gunnarsson listmálari sem hreppti heiðurstitilinn. Vigdís segir að að dagskránni lokinni verði nýr vefur Salarins, www.salurinn.is opnaður. „Af því tilefni birtum við tónleikaskrá í Tíbrártónleikaröð- inni næsta vetur. Þessi tónleikaröð hefur markað sér fastan sess í starfsemi Salarins og hefst alltaf 7. september á afmæli Sigfús- ar Halldórssonar og lýkur alltaf á afmæli bæjarins 11. maí.“ Vigdís segir að stefnt verði að því í fram- tíðinni að vetrardagskráin verði alltaf tilbú- in til kynningar á bæjarafmælisdeginum að vori, og birt á nýja vefnum þann dag. Á há- tíðardagskránni verða tónlistaratriði í umsjá Jónasar Ingimundarsonar. Einnig koma fram nemendur Tónlistarskólans, sem fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir. Salnum hafa borist tvær lágmyndir að gjöf af tónskáldunum Árna og Sveinbirni eftir Ríkharð Jónsson myndhöggvara og verða þær til sýnis við þetta tækifæri. Afmælishá- tíðin á morgun og tónleikarnir um kvöldið marka lok Kópavogsdaga sem staðið hafa frá 3. maí. Kópavogur fagnar afmæli sínu í Salnum Stórar og miklar laglínur Morgunblaðið/Arnaldur Snorri Wium og Ólafur Kjartan Sigurðarson syngja og Jónas Ingimundarson við píanóið. HÁSKÓLABÍÓ var þétt setið áheyrendum og eftirvæntingin fyllti hverja fellingu kvikmyndahússins þegar War Requiem Benjamins Brittens frá 1962 var flutt í gær undir handleiðslu heiðursstjórnanda Sin- fóníuhljómsveitarinnar með stuðn- ingi brezka og þýzka sendiráðsins. Eða nánar tiltekið frumflutt á Íslandi – þó ekki væri það tekið fram í ann- ars fróðlegri tónleikaskrárumsögn Árna Heimis Ingólfssonar. Má því með sanni segja að lengi hafi verið von á þessu trúlega frægasta sinfón- íska kórverki Breta frá ofanverðri 20. öld. Skv. vetrarskrá átti upphaflega að flytja verkið 25. og 26. apríl sl., en það kvað m.a. hafa dregizt vegna þess að stjórnandinn vildi hlíta kóngsþanka tónskáldsins um að einsöngvarar ættu að vera frá þremur stríðsaðilj- um fyrri heimsstyrjaldar (rússnesk- ur sópran, brezkur tenór og þýzkur barýtón). Hvað sem því líður er óhætt að fullyrða að sólistarnir hafi verið biðarinnar virði, því þar var val- inn maður í hverju rúmi. Enda þótt dagsetningin nú, degi fyrir þingkosn- ingar, hafi að líkindum orðið til að fella áformaðan seinni flutning niður. Undirritaður kom, eins og e.t.v. fleiri, ferskur og ósligaður fordómum að þessu sérkennilega verki, svo maður reyni að fegra þá nöpru stað- reynd að hafa aldrei heyrt það fyrr í heild. En því auðveldara er líka að viðurkenna að það var upplifun sem snart mann djúpt frá upphafi til enda. Svo herma raunar tónsöguheimild- ir að hafi verið um flesta áheyrendur, allt frá frumflutningi Stríðssálumess- unnar í maí 1962 í nýreistu dómkirkj- unnni í Coventry, borginni er Luft- waffe Görings „þurrkaði út“ haustið 1940 eins og kunnugt er af mann- kynssögubókum. Því þrátt fyrir leit- andi og margsamsett stílval undir jafnólíkum áhrifum og frá Strav- insky, Prokofjev, Weill, Orff og þjóð- legri tónlist frá Indónesíu og Japan er friðarhugsjón verksins jafnsígild og nokkru sinni fyrr, ekki sízt í skugga nýafstaðinna átaka í Írak, og tilhöfðun þess – hvort heldur á nótum ljóðrænnar dulúðar, barnslegrar hlýju og hrikalegs sársauka – mögn- uð og undarlega tímalaus. Ólíkt því sem halda mætti af fyrr- getnu ytra tilefni 1962 er ljóðatexti Wilfreds Owens, sem Britten tvinnar saman við hefðbundna latneska sálu- messutextann, ekki sprottinn af hamförum seinni heimsstyrjaldar eins og Helför gyðinga, hvað þá kjarnorkuógninni (eftir á að hyggja jafnvel enn meir viðeigandi fáeinum mánuðum fyrir Kúbudeiluna), heldur af raunum ljóðskáldsins á vesturvíg- stöðvum fyrri heimsstyrjaldar. Á móti má til sanns vegar færa, að af öllum hildarleikjum vestrænnar sögu á það stríð án efa metið í tilgangs- leysi. Og óperusnillingurinn og frið- arsinninn Britten var greinilega rétti maðurinn til að færa varnaðarorð ljóðskáldsins í tóna svo að textinn hlyti sterkast mögulegan áhrifamátt. Auðsætt var á innlifaðri stjórn Vla- dimirs Ashkenazys hvað tilfinninga- leg túlkun enska ljóðsins í manandi umgjörð aldaforns sálumessutextans var honum hjartfólgin, bæði gagn- vart söngvurum og litríkt málauðum bakgrunni hljómsveitarinnar. Það heyrðist líka á kristalstærri útfærslu einsöngvaranna, er létu hvergi hljómmiklar raddir sínar skyggja á inntakið. Óperukórinn, þótt kraft- mikill sé miðað við stærð, var að vísu helzt til fámennur þegar hljómsveitin lét hvað hæst, og skyldi engan undra miðað við vont sönghús og fjölskip- aða lúðradeild er blés sína hápunkta af glampandi glæsibrag. Að öllu öðru leyti söng kórinn, með orðbragði Mozarts um Mannheim-sveitina, eins og einvalalið alskipað herforingjum, og rytmískt snúnir kaflar, t.d. í pian- issimo-fúgatóum við Quam olim Abrahae, komu tandurskýrt fram. „Drengja“-kór stúlknanna úr Ung- lingakór Söngskólans í Reykjavík myndaði úr fjarska einstaklegan hjartnæman kontrapunkt við hrana- leikann. Að ógleymdri fagmennsku- legri breidd og lipurð Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, er átti sannarlega betri hljómvist skilda þetta eftirminnilega kvöld en bráðabirgðahúsnæðið vest- ur á Melum. Friðar- hvöt TÓNLIST Háskólabíó Britten: Stríðssálumessa. Einsöngvarar: Marina Shaguch sópran, Peter Auty ten- ór og Markus Brück barýtónn. Kór Ís- lenzku óperunnar og Unglingakór Söngs- skólans í Reykjavík (kórstj. Garðar Cortes) ásamt Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Föstudaginn 9. maí kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Arnaldur „Auðsætt var á innlifaðri stjórn Ashkenazys hvað tilfinningaleg túlkun ljóðsins í manandi umgjörð aldaforns sálumessutextans var honum hjartfólgin.“ Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.