Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 65
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 65 ✝ Hafsteinn Tómas-son fæddist í Haf- steini á Stokkseyri 1. nóvember 1960. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 3. maí síðastliðinn. Foreldr- ar Hafsteins eru Bjarnfríður Símonar- dóttir húsmóðir, f. 26. desember 1921, og Tómas Karlsson, út- gerðarmaður og skip- stjóri, f. 20. nóvember 1923. Systkin Haf- steins eru: 1) Viktor Símon f. 10. ág. 1948, kvæntur Ás- rúnu Sólveigu Ásgeirsdóttur, þau eiga fjögur börn. Þau eru búsett á Stokkseyri. 2) Karl Magnús, f. 28. des. 1952, kvæntur Önnu Sigríði Hafsteinn slitu samvistum. 2) Fóstursonur Hafsteins, Ingiberg- ur Friðrik Kristinsson, f. 1. jan. 1977, d. 24. mars 2002. Móðir hans Sóley Margrét Ármannsdótt- ir, sambýliskona Hafsteins, f. 3. júní 1957. Börn Hafsteins og Sól- eyjar eru 3) Fjóla Karen, f. 14. mars 1988, og 4) Tómas Ármann, f. 30. júní 1994. Hafsteinn og Sól- ey slitu samvistum síðastliðinn vetur. Hafsteinn ólst upp á Stokkseyri og gegndi síðan ýmsum störfum, þó var sjómennska hans aðalstarf. Hann reri ýmist frá Stokkseyri, Þorlákshöfn,Vestmannaeyjum, Reykjavík eða Grindavík. Þess ut- an vann hann t.d. hjá Vita- og hafnamálum við bryggjusmíði, hjá RARIK við línuvinnu, hjól- barðaverkstæðinu Barðanum, hjá Vörumerkingu í Hafnarfirði og nú síðast vann hann við pípulagn- ir hjá Braga Benediktssyni. Útför Hafsteins verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Pálsdóttur, þau eiga fjögur börn. Þau eru búsett í Garðabæ. 3) Kristín, f. 29. nóv. 1954, gift Guðsteini Frosta Hermunds- syni, þau eiga fjögur börn. Þau eru búsett í Villingaholts- hreppi. 4) Símon Ingvar, f. 11. jan. 1959, kvæntur Þór- dísi Sólmundsdóttur. Þau eru búsett á Sel- fossi. Símon á fjögur börn frá fyrri sam- búð og hjónabandi en Þórdís tvö frá fyrri sambúð. Börn Hafsteins eru fjögur: 1) Stefán Ágúst, f. 23. nóv. 1981. Móðir hans, Alda Agnes Sveins- dóttir er búsett í Reykjavík. Þau Hann Hafsteinn mágur minn er látinn, eftir stutt en erfið veikindi. Ég man vel þegar við Hafsteinn hitt- umst fyrst þegar við Kalli byrjuðum að vera saman. Ljúfur 12 ára hnokki sem varð strax vinur minn. Hann var sífellt í kringum okkur Kalla og ekki fækkaði samverustundunum þegar Eygló dóttir okkar Kalla fæddist og hann var alltaf tilbúinn að gæta hennar. Þannig var hann líka alltaf; brosandi, hvers manns hug- ljúfi og ætíð tilbúinn að rétta hjálp- arhönd þegar einhver þurfti með. Þegar hann fór svo að vinna í Reykjavík bjó hann á tímabili hjá okkur, bæði á Háaleitisbrautinni og í Garðabænum, og var alveg eins og einn af fjölskyldunni og hjá börn- unum var hann alltaf í miklu uppá- haldi. Hann fór svo sjálfur að búa og eignast börn en ekki minnkaði sam- bandið mikið við það. Hann var oft hjá okkur með Stefán Ágúst og þeg- ar hann og Sóley fóru að búa í Garðabænum léku Tómas og Ingi sér saman og Fjóla Karen og Vikt- oría hafa verið vinkonur frá upphafi. Fleira tengdi okkur saman og má þar helst nefna sameiginlegt áhuga- mál Hafsteins og Kalla sem var ferðalög og veiði, aðallega veiði. Þeir urðu forfallnir flugukallar og fóru saman á kastnámskeið og fluguhnýt- inganámskeið, og smituðu hina bræðurna líka af dellunni, og alltaf var talað um veiði þegar þeir hittust, svo ekki var verandi nærri þeim þegar fjölskyldurnar komu saman. Hafsteinn greindist með krabba- mein í nóvember sl. og barðist hetju- lega við þennan erfiða sjúkdóm. Hann var alltaf bjartsýnn um að það tækist og taldi annað óhugsandi. Jafnvel þegar illa gekk gat hann ekki stillt sig um að segja brandara eða spauga á eigin kostnað. Útlitið var gott um tíma en að lokum varð hann þó að lúta í lægra haldi. Elskulegs drengs er sárt saknað, ég og fjölskylda mín kveðjum hann með miklum og djúpum trega og sendum Sóleyju, börnum hans og öllum ástvinum innilegustu samúð- arkveðjur. Anna. HAFSTEINN TÓMASSON Elsku afi. Núna ertu kominn á betri stað og líður ef- laust miklu betur. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn og áttir alltaf Macintosh handa okkur. Þú varst líka duglegur í að kynna okkur fyrir ýmsum stór- furðulegum mat eins og t.d. áli, há- meri, nautatungu og ýmsu fleiru. Okkur finnst gott að vita af þér þarna uppi og við vitum að þú átt eft- ir að vaka yfir okkur og passa okkur. KJARTAN FRIÐBJARNARSON ✝ Kjartan Frið-bjarnarson fæddist í Siglufirði 23. nóvember 1919. Hann lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði 29. apríl síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 8. maí. Okkur hrakfallabálkun- um veitir ekki af smáað- stoð að ofan. Takk fyrir allt. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Elsku amma Alida og aðrir ætt- ingjar, við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Barnabörnin Erna Björg, Bjarki og Alida Ósk. Í morgun sastu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veist nú í kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna (Hannes Pétursson.) Nú er stundaglas Óla frænda míns ÓLAFUR BJARNASON ✝ Ólafur Bjarnasonfæddist á Patreks- firði 29. september 1963. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi laugardag- inn 3. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Patreksfjarðar- kirkju 9. maí. tæmt. Nú veit hann hvar vegirnir enda og stjörnurnar slokkna. Fuglarnir sem hann hlustaði á munu halda áfram að vera til undir geislum sólarinnar líkt og minning hans. Á kveðjustund verður eftir mynd í huga þess sem þekkti þann sem kvaddur er. Ósérhlíf- inn, hófsamur og hug- rakkur kom Óli mér fyrir sjónir, þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm var hann staðráðinn í því að gefast ekki strax. upp. Óspar var Óli á falleg orð þegar hann lýsti þakklæti sínu fyrir það sem gert var fyrir hann. Ævin er hraðfleygar mínútur, klukkustundir, dagar og ár. Á þessum stundum gef- ast okkur hin mörgu verkefni og gull- in tækifæri. Verkefni Óla um ævina voru mörg, en lífstarf hans tengdist þó fyrst og fremst sjómennsku líkt og margra annarra sem búa við sjávar- síðuna og gullnu stundirnar í lífi Óla frænda míns hafa efalaust verið þeg- ar drengirnir hans, Kristinn og Frið- rik, fæddust. Gullfallegir og myndar- legir drengir sem bera föður sínum gott vitni. Æðruleysi og dugnað sýndi Óli síð- ustu stundir lífs síns. Hann virtist gera sér grein fyrir því að hverju stefndi. Hann vissi að sumarlandið biði hans. Kveðjuorð Friðriks til föður síns hafa komið oft upp í huga mér síðustu dagana þegar hann sagði við dánar- beð hans: ,,Nú líður þér vel. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér.“ Undir þessi orð tek ég. Eilífa ljósið hefur lýst upp veg þinn, kæri frændi, og opnað faðm sinn á móti þér. Ég kveð þig fallegi frændi minn og hafðu þökk fyrir það sem þú gafst mér. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til allrar fjölskyldu Óla og ættingja. Fjóla frænka. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og amma, KOLBRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Gullsmára 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 9. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Viggó M. Sigurðsson, Guðmundur Björnsson, Ósk Hilmarsdóttir, Egill Viggósson, Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhanna Lovísa Viggósdóttir, Þorsteinn Barðason, Sigurður Viðar Viggósson, Auður Guðmundsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar fóstur- móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÍNERVU KRISTINSDÓTTUR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða og Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir kærleiksríka umönnun. Sigríður Mínerva Jensdóttir, Kristinn Skæringur Baldvinsson, Sigurjón Kristinsson, Þórir Kristinsson, Auður Hermannsdóttir, Baldvin Kristinsson, Áslaug Þórdís Gissurardóttir og langömmubörn. Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF GUÐRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR frá Straumi, Skógarströnd, síðast til heimilis í Skólatúni 4, Bessastaðahreppi, lést á St. Jósefsspítala fimmtudaginn 8. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Sverrisson, Ásta Grímsdóttir, Ólafur Sverrisson, Ósk Jóhannesdóttir, Hulda Sverrisdóttir, Egill Tyrfingsson, Þórdís Sverrisdóttir, Einar Jakobsson, Bjarnfríður Sverrisdóttir, Snorri Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SÓLEY SVEINSDÓTTIR frá Þykkvabæjarklaustri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð mið- vikudaginn 7. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Viðar Karlsson, Adda Ingvarsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir, Ómar Guðmundsson, Guðmundur Karlsson, Sigrún K. Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og frændi, GUNNAR KRISTINN ALFREÐSSON Eyrarholti 4, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 8 maí. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Sigurðardóttir, Guðrún Magnea Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Bára Dís Guðjónsdóttir, Bjarki Dagur Guðjónsson, Friðgeir Már Alfreðsson, Friðjón Alfreðsson, Margrét Jónsdóttir og frændfólk. www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.