Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR þremur árum vann Salama, sem nú er 14 ára gömul, í spuna- verksmiðju í Dhaka, höfuðborg Bangladesh og fékk níu dollara á mánuði, innan við sjö hundruð krónur. Nú er hún í skóla, er að læra að lesa, skrifa og reikna. Ör- lög hennar eru dæmi um árang- urinn af framtaki, sem Bandaríkja- menn stóðu að fyrir átta árum er þeir fengu fyrirtæki í vefnaðar- vöruframleiðslu í Bangladesh til að hætta að nota börn innan við 14 ára aldur í verksmiðjunum. Tekist hef- ur að útrýma barnaþrælkun en ekki er þar með öll sagan sögð. Nær 10.000 börn hafa nú yfirgef- ið verksmiðjugólfið og verið send í skóla. Þetta skiptir miklu í landi sem er meðal hinna fátækustu í heimi. Íbúarnir eru um 133 milljón- ir, flestir múslímar, og meðaltekj- urnar lægri en í nær öllum löndum, um 370 dollarar á ári. Um 35% landsmanna ljúka ekki námi í grunnskóla, atvinnuleysi er um 35% og álíka hátt hlutfall lands- manna er undir fátækramörkum. Stórir útflytjendur Bangladesh er meðal stærstu út- flytjenda á vefnaðarvöru og fatnaði í heiminum og Bandaríkjamenn kaupa um 40% framleiðslunnar. Vefnaðarvörufyrirtækin sjá um 1,5 milljónum Bangladesh-manna fyrir atvinnu og þrír fjórðu af gjald- eyristekjunum koma frá greininni. En nú hefur syrt í álinn. Sam- dráttur ríkir í mörgum löndum, verð á afurðunum hefur lækkað um allt að 50 af hundraði. Störfum hef- ur því fækkað um nálægt 300.000 og lokað hefur verið um 1.200 verksmiðjum. Í fyrra fóru Bandaríkjamenn að veita ríkjum í Afríku, svonefndum Andes-ríkjum í Suður-Ameríku og eyríkjum í Karíbahafinu sérstakar ívilnanir í viðskiptum með vefn- aðarvöru. Bandarískt fyrirtæki sem kaupir buxur eða blússur frá Bangladesh verður að greiða inn- flutningstolla sem eru frá 8-30% hærri en tollar á slíkri vöru ef hún kemur frá Úganda eða Perú. Bandarískir embættismenn segja að Bangladesh-menn séu svo öfl- ugir á heimsmarkaði að þeir þurfi ekki slíkar ívilnanir. „Bangladesh tók hraustlega á vandanum vegna barnavinnunnar,“ segir Zulfiquar Rahman, forstjóri eins af stærstu vefnaðarvörufyrirtækjunum, sem heitir því ólíklega nafni Greenland Garments Ltd. „Í þetta skipti hysj- uðum við upp um okkur brækurnar og mér finnst ekki að okkur hafi verið þakkað það í verki.“ Verksmiðjurnar í Bangladesh voru reistar á fáeinum árum og að- búnaðurinn var oft hörmulegur, oft skorti alla loftræstingu og engar neyðardyr voru til staðar ef eldur kom upp. Bandaríski öldungadeild- arþingmaðurinn Tom Harkin, demókrati frá Iowa, lagði á sínum tíma til að bannað yrði að flytja inn vefnaðarvöru eða aðra unna vöru frá löndum þar sem leyft væri að börn undir 15 ára aldri væru vinnu- afl í verksmiðjunum. Þessi hug- mynd varð kveikjan að áðurnefndri áætlun um að útrýma barnavinn- unni í Bangladesh. Foreldrar barnanna, sem misstu nú mikil- væga tekjulind fyrir heimilið, fengu fimm dollara á mánuði í eins konar skaðabætur og verksmiðju- eigendur greiddu kostnaðinn við skólana sem voru stofnaðir fyrir börnin. Vel meint mistök? Gagnrýnendur áætlunarinnar segja nú að vissulega hafi menn viljað vel en hugmyndin hafi mis- tekist. Margir ungir starfsmenn hafi hafnað í mun hættulegri störf- um og sumir hafi lent í vændi. „Ein stúlkan sagði: Ég fékk 2.200 taka (um 39 dollara eða 2.700 krón- ur) í fataverksmiðjunni og hjálpaði sjö manna fjölskyldu minni við að láta enda ná saman. Ég bið ykkur, látið mig hafa vinnuna mína aftur,“ sagði Mashuda Khatun Shefali, að- stoðarforstjóri félagsmála- stofnunar fyrir konur í Dhaka. Embættismenn í Washington segja að eigi að breyta viðskipta- reglunum verði þingið að taka til hendinni. Þar sé ákveðið hvaða ríki fái viðskiptalegar ívilnanir. Áður- nefndur Harkin þingmaður segir hins vegar að það sé hlutverk stjórnvalda. Stjórn Bush geti ákveðið hvort Bangladesh yrði umbunað fyrir „þau afrek“ sem þar hefðu verið unnin við að útrýma barnavinnu í verksmiðjunum. Tókst að útrýma barnavinnu í Bangladesh en ekki neyðinni TPN Salma, sem er 14 ára gömul, ásamt vinum sínum í grunnskólanum í Dhaka. Í skólanum eru börn sem áður unnu í vefnaðarvöruverksmiðjum. Horfa fram á erfiða samkeppni á heimsmarkaði fyrir vefnaðarvöru Dhaka. The Los Angeles Times. ir fyrrnefndu tóku hæðirnar, sem eru hernaðarlega mikilvægar, í sex daga stríðinu 1967. Sýrlendingar eru með hernámslið í Líbanon og Ísrael- ar vilja að þeir hætti að styðja sjía- múslíma í Hizbollah-hreyfingunni í Líbanon sem oft hafa skotið flug- skeytum yfir á ísraelskt land. Einnig að Sýrlandsstjórn hætti að leyfa her- skáum samtökum úr röðum Palest- ínumanna, er standa fyrir hryðju- verkum, að hafa skrifstofur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Segir fund með Abbas í undirbúningi Sharon sagðist oft hafa hitt Mahmud Abbas, „þar á meðal í þessu húsi“ en viðtalið var tekið á búgarði Sharons í sunnanverðu Ísrael. Hann sagði Abbas vera mann sem hefði komist að þeirri niðurstöðu að of- beldi gegn Ísraelum myndi ekki koma Palestínumönnum að gagni. Abbas hefur sagt að árásirnar á Ísr- aela í uppreisn Palestínumanna, inti- fada, hafi verið mistök og hefur ávallt verið andvígur hryðjuverkum. Ísraelar hafa sett það skilyrði fyr- ir viðræðum við Palestínustjórn að bundinn verði endi á allt ofbeldi gegn Ísraelum. En Sharon sagði að verið væri að undirbúa fund hans með Abbas. Fyrr í vikunni krafðist Sharon þess að Palestínumenn féllu endan- lega frá kröfunni um að flóttamenn og afkomendur þeirra, nú um fjórar milljónir manna, fengju að setjast aftur að í Ísrael. Abbas vísaði því á bug og sagði að um þessi mál yrði að semja eins og önnur deiluefni þjóð- anna tveggja. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er reiðubúinn að hefja aftur friðarviðræður við Sýrlendinga án nokkurra fyrirfram skilyrða ef þeir gera slíkt hið sama. Hann hrósaði í sjónvarpsviðtali á fimmtudag nýjum forsætisráðherra Palestínumanna, Mahmud Abbas, og sagði að hann gæti orðið „samherji“ í friðarviðræð- um milli Palestínumanna og Ísraela. „Ég styð friðarviðræður við allar arabaþjóðir án nokkurra fyrirfram skilyrða,“ sagði Sharon. Hann sagð- ist vilja hitta fulltrúa Sýrlands og annarra arabaríkja augliti til augliti til auglitis. Báðir aðilar myndu setja fram kröfur en hægt væri að reyna að semja. Hann staðfesti að hann hefði nýlega fengið nokkrum sinnum óbein boð frá Sýrlendingum fyrir til- stuðlan ísraelskra araba og Jórdana úr röðum kaupsýslumanna og fyrr- verandi embættismanns í ísraelska utanríkisráðuneytinu um að Sýr- lendingar væru reiðubúnir að hefja viðræður. Sharon sagðist fram til þessa hafa vísað þessum umleitunum á bug vegna gruns um að Sýrlendingar væru með þessu eingöngu að reyna að draga úr þrýstingi sem Banda- ríkjamenn hafa lagt á stjórnvöld í Damaskus í kjölfar Íraksstríðsins. Hefði hann þess vegna ákveðið að bíða „í nokkrar vikur“ með að taka boðinu. Ísraelar vilja að viðræðurnar hefjist frá grunni en Bashar al-Ass- ad Sýrlandsforseti og menn hans vilja að tekinn verði upp þráðurinn í fyrri viðræðum og áherslan lögð á deiluna um Gólanhæðir. Sýrlendingar deila enn um yfirráð Gólanhæða á landamærunum en hin- Sharon vill ræða frið við Sýrlendinga Hrósaði Mahmud Abbas og sagði hann geta orðið „samherja“ um frið Jerúsalem. AP, AFP. BANDARÍSKAR og breskar her- sveitir hafa sleppt alls um 7.000 Írökum sem teknir voru til fanga í stríðinu í Írak, að sögn bandarískra embættismanna í fyrradag. Þeir sögðu að fangar, sem eru á lista Bandaríkjamanna yfir þá Íraka sem mest áhersla hefur verið lögð á að handsama, væru í haldi banda- rískra hermanna í Bagdad og her- menn væru að yfirheyra 500 aðra fanga í herbúðum í Umm Qasr í Suð- ur-Írak. Á meðal þeirra væru íraskir herforingjar, menn sem börðust gegn innrásarliðinu en voru ekki í her landsins og nær 180 Írakar sem grunaðir væru um glæpi, svo sem gripdeildir og bankarán eftir fall stjórnar Saddams Husseins. Alls eru nú um 2.000 manns í haldi bandarísku og bresku hersveitanna sem handtaka enn á hverjum degi íraska hermenn og óbreytta borgara sem grunaðir eru um glæpi. „Við höfum komið í veg fyrir nokkur bankarán,“ sagði bandaríski ofurst- inn John Della Jacono. Þrír hermenn dóu í þyrluslysi Margir þeirra sem voru leystir úr haldi eru óbreyttir borgarar, sem voru teknir til fanga á átakasvæð- unum, eða hermenn sem undirrituðu „reynslulausnarsamning“ þar sem þeir lofuðu að grípa ekki til vopna aftur. Della Jacono sagði að þeir kynnu að verða saksóttir fyrir stríðs- glæpi brytu þeir samninginn. Tveir bandarískir hermenn biðu bana í skotárásum í Bagdad í fyrra- dag. Íraki gekk að öðrum her- mannanna á brú og skaut hann með skammbyssu á stuttu færi en hinn hermaðurinn lét lífið í árás leyni- skyttu. Bandarískir embættismenn sögðu þetta sýna að hermenn Bandaríkja- manna og Breta væru enn í stöðugri hættu mánuði eftir fall stjórnar Saddams Husseins. Þeir lentu í skot- bardögum við vopnaða Íraka nær daglega. Þrír bandarískir hermenn biðu bana þegar þyrla þeirra hrapaði í Tígris-ána norðarlega í Írak í gær. Embættismenn sögðu allt benda til að um slys hefði verið að ræða. Reuters Bandarískur hermaður stöðvar Íraka í Bagdad eftir að óþekktur maður skaut þar hermann til bana í fyrradag. Um 7.000 Írakar hafa verið leystir úr haldi Washington, Bagdad. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.