Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 72
FRÉTTIR 72 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands gagnrýna að umhverfisráð- herra skuli ekki hafa kveðið upp úr- skurð vegna kæru samtakanna á út- gefið starfsleyfi Umhverfisstofnunar vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði. Telja samtökin að ráðherra sé þar með að brjóta eigin reglugerð. Krafa samtakanna var að í starfsleyfi skyldi gert ráð fyrir vothreinsibún- aði. Ráðuneytisstjóri í umhverfis- ráðuneytinu segir það hafa misfarist að tilkynna samtökunum um töf á úr- skurðinum þar sem ráðherra hafi ákveðið að nýta sér allt að átta vikna afgreiðslutíma. Náttúruverndarsamtökin kærðu útgáfu starfsleyfisins 28. mars og segja að samkvæmt reglugerð, sem umhverfisráðherra hafi á sínum tíma gefið út, hafi ráðherra borið að kveða upp úrskurð vegna kærunnar í síð- asta lagi hinn 25. apríl sl. Krafa samtakanna er að í starfs- leyfi skyldi gert ráð fyrir vothreinsi- búnaði. Segja samtökin að staðfesti umhverfisráðherra útgefið starfs- leyfi megi ætla að það leiði til þess að losun brennisteinsdíoxíðs út í and- rúmsloftið verði 12 sinnum meiri en Alþjóðabankinn telur að ný álver komist af með að losa. „Samkvæmt gr. 33.4 í reglugerð um starfsleyfi átti umhverfisráð- herra að kveða upp úrskurð vegna kærunnar í síðasta lagi hinn 25. apríl sl. Í umfangsmiklum málum er ráð- herra þó heimilt að taka sér lengri frest en þá skal hann tilkynna hlut- aðeigandi um töf á afgreiðslunni. Ráðherra hefur enn ekki kveðið upp úrskurð sinn og hefur heldur ekki til- kynnt Náttúruverndarsamtökunum um tafir á afgreiðslu málsins,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu, segir það rétt hjá Náttúruverndarsamtök- unum að almennt séð hafi ráðherra átt að hafa kveðið upp úrskurð innan fjögurra vikna. Það hafi hins vegar legið fyrir frá upphafi að um veiga- mikið mál sé að ræða og því hafi ráð- herra ákveðið að nýta sér tíma, sam- kvæmt reglugerð, í allt að átta vikur til að skila úrskurði. Því miður hafi það farist fyrir í ráðuneytinu að til- kynna kæranda um þá ákvörðun. Magnús segir að það verði gert nú þegar og úrskurðar ráðherra sé að vænta um eða upp úr 20. maí næst- komandi. Náttúruverndarsamtök Íslands telja ráðherra brjóta eigin reglugerð Misfórst að tilkynna um töf á úrskurði ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF fór þrjú sjúkraflug á Reykjaneshrygg á einni viku, í ís- lenskan, þýskan og norskan tog- ara sem þar voru á úthafskarfa- veiðum. Á fimmtudagskvöld var skip- verji sem hafði slasast alvarlega á hendi sóttur um borð í Þerney RE. Togarinn hafði verið á veið- um við 200 sjómílna mörkin en sigldi til móts við þyrluna eftir slysið. Fokker-flugvél Landhelg- isgæslunnar, TF-SYN fylgdi þyrl- unni í öryggisskyni, að sögn Dagmar Sigurðardóttur, upplýs- ingafulltrúa gæslunnar. Flugvélin fylgir ekki alltaf þyrlunni heldur er hvert tilvik metið hverju sinni. Ákvörðunin nú byggðist m.a. á því að veður var óhagstætt vegna skýjafars. Um borð í TF-SYN er björgunarbúnaður sem hægt er kasta út. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru þrettán af 63 skipum sem voru á veiðum á Reykjaneshrygg í gær frá ríkj- um sem eru ekki aðilar að Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefnd- inni (NEAFC) og stunda því ólöglegar veiðar. Fimm skip eru frá Litháen, eitt frá Lettlandi, fimm frá Dóminíska lýðveldinu og tvö frá Belíse. Einnig voru tvö erlend olíuskip á svæðinu. Tíu ís- lensk skip voru að veiðum rétt innan við íslensku lögsögumörkin og hluti af erlendu skipunum „dansaði“ á línunni. Þrjú sjúkraflug á einni viku 63 skip að veiðum á Reykja- neshrygg ALLIR flokkar styðja eða taka já- kvætt í stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls sem taki til alls vatna- sviðs Jökulsár á Fjöllum að því er kemur fram í svörum stjórnmála- flokkanna við spurningum Náttúru- verndarsamtaka Íslands um um- hverfis- og náttúruverndarmál. „Á næsta kjörtímabili má vænta að tekist verði á um framtíðarnýt- ingu hálendisins enda hefur tals- maður Landsvirkjunar nýlega lýst því yfir að ástæða þess að Ísland vilji laða til sín álfyrirtæki sé sú að orka væri stærsta vannýtta auðlind landsins. Ósjaldan er orkuna að finna á svæðum sem hafa mikið náttúruverndargildi,“ segir í til- kynningu Náttúruverndarsamtaka Íslands. Þá segjast allir flokkar styðja rammaáætlun um virkjanakosti á hálendi Íslands, „en þó hefur ekk- ert tillit verið tekið til þeirra nið- urstaðna sem þegar liggja fyrir við ákvörðun um virkjanaframkvæmd- ir. Niðurstöður verða ekki kynntar fyrr en í júní í sumar en stefnt var að ljúka fyrsta áfanga rammaáætl- unarinnar fyrir lok 2002.“ Þjóðgarður norðan Vatnajökuls Allir flokk- ar eru jákvæðir SIGRÚN Reynisdóttir, formaður Samtaka gegn fátækt, segir að Björk Vilhelmsdóttir, formaður fé- lagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, fari með rangt mál, þegar hún segi að Félagsþjónustan vísi fólki ekki til góðgerðarstofnana. „Félagsmála- yfirvöld hafa gert þetta í mörg ár,“ segir Sigrún. „Mér finnst það alveg fráleitt og að auki rangt að halda því fram að Félagsþjónustan í Reykjavík sé að vísa fólki á góðgerðarstofnanir,“ sagði Björk á fundi á dögunum. Sigrún segir að þegar viðmiðun- armörkin voru skorin niður fyrir nokkrum árum hafi staðan versnað. Þau séu ekki nema um 67 þúsund krónur og þurfi fólk á einhverju að halda sé því hreinlega neitað um að- stoð. „Því er bara, mörgu hverju, bent á að leita til hjálparstofnana,“ segir Sigrún. Að sögn Sigrúnar er mikið hringt til Samtaka gegn fátækt. Fólk kvarti vegna þess að það hafi ekki fengið hjálp hjá félagsþjónustunni og því sárni þegar því sé beint til hjálparstofnana. „Ég vil að fé- lagsþjónustan standi sig í því sem henni ber skylda til. Auðvitað veit ég að fátæktin er orðin stórt og mikið vandamál og ég veit að þetta er þeim erfitt en sem afl þarf þjón- ustan að gera meira en hún gerir. Það gengur ekki að fólki sé vísað frá þurfi það til dæmis gleraugu, leysa út lyf eða að það veikist.“ Formaður Samtaka gegn fátækt Félagsþjón- ustan vísar á hjálpar- stofnanir UNNIÐ verður að því að efla markaðsstarf erlendis fyrir íslensk- ar ullarafurðir, en skrifað var undir samkomulag um stuðning við markaðsátakið í Gamla bænum í Laufási við Eyjafjörð. Það eru iðn- aðarráðuneytið, Útflutningsráð Ís- lands og Fagráð textíliðnaðarins sem taka þátt í átakinu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði að þótt huga þyrfi að nýsköpun þyrfti einn- ig að hlúa að hefðbundnum grein- um, en í núgildandi byggðaáætlun væri lögð áhersla á að auka þekk- ingu og nýsköpun í hefðbundnum greinum. „Þetta er afar mikilvægt fyrir sauðfjárbændur sem ekki haft haft úr miklu að spila og eins mun þetta markaðsátak vonandi hafa jákvæð áhrif á ímynd Íslands og ferðaþjón- ustunnar,“ sagði Valgerður. Bent er á nauðsyn þess í byggðaáætlun að stefna stjórnvalda gagnvart at- vinnugreinum sem eru þýðingar- miklar á landsbyggðinni, líkt og á við um landbúnað, dragi ekki úr nýliðun, frumkvæði og fjárfesting- um í fámennari byggðarlögum þar sem fárra annarra atvinnukosta er völ. Eitt af sóknarfærunum í land- búnaði tengist útflutningi á íslensk- um ullarafurðum og er þess vænst að með endurskipulagðri markaðs- setningu ullarafurða megi ná um- talsverðum árangri. Samkomulag aðilanna þriggja er byggt á þessum grunni, en það er til tveggja ára og mun iðnaðarráðu- neytið leggja fram 8,5 milljónir króna á þessu ári og því næsta, en Útflutningsráð hefur umsjón með fjárhagshlið þess auk þess að und- irbúa framkvæmda- og kostnaðar- áætlanir og hafa yfirumsjón með framvindu þess. Eins mun ráðið veita þeim sem þátt taka í átakinu þjónustu á vegum Útflutningsráðs, s.s. aðstoð við þátttöku á vörusýn- ingum, val á umboðsmönnum er- lendis, markaðsfræðslu og ráðgjöf. Helga Valfells hjá Útflutnings- ráði sagði mikilvægt að skipuleggja átakið vel, en greinilegt væri á fjöl- mörgum fyrirspurnum sem bærust frá útlöndum um íslenskar ullar- vörur að áhugi á þeim væri fyrir hendi. Guðjón Kristinsson hjá Fagráði textíliðnaðarins sagði ullariðnað vissulega hafa átt erfitt uppdráttar, „en menn sjá sóknarfæri og og við bindum miklar vonir við að þetta tveggja ára átak muni skila góðum árangri,“ sagði Guðjón. Átak iðnaðarráðuneytis, Útflutningsráðs og Fagráðs textíliðnaðarins Markaðsátak fyrir íslensk- ar ullarvörur í útlöndum Morgunblaðið/Kristján Guðjón Kristinsson frá Fagráði textíliðnaðarins, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Helga Valfells frá Útflutningsráði Ís- lands, undirrituðu samninginn í Gamla bænum í Laufási. Á LIONSÞINGI, sem haldið var í Hafnarfirði dagana 25. til 26. apríl, var kjörinn nýr fjölumdæm- isstjóri og tveir um- dæmisstjór- ar. Fjölum- dæmisstjóri er Hörður Sigurjóns- son, Lions- klúbbnum Nirði í Reykjavík. Hörður Sigurjónsson fædd- ist í Reykjavík 31. ágúst 1946. Hann hóf nám í framreiðslu- iðn á Hótel Sögu 1996 og út- skrifaðist 1969. Vann sem framreiðslumaður á Hótel Sögu til 1980 að undanskild- um tveimur árum sem hann var hótelstjóri í Stykkishólmi. Hann var yfirframreiðslumað- ur á Broadway 1981 og starf- aði þar og á Hótel Íslandi til 1990 þegar hann flutti sig í Veitingahúsið Naust og er nú markaðsstjóri og veitinga- stjóri þar. Hörður gekk til liðs við Lionshreyfinguna 1975, svæðisstjóri á svæði 1 109 B 1998 til 1999. Hörður er Melvin Jones-fé- lagi og hann hlaut nýlega við- urkenningu frá f.v. alþjóðafor- seta Lions, Frank Moore, fyrir vel unnin störf sem um- dæmisstjóri 109 B 2001-2002. Eiginkona Harðar er Rann- veig Ingvarsdóttir. Umdæmisstjóri 109A er Þórunn Gestsdóttir, Lions- klúbbnum Eir, Reykjavík. Umdæmisstjóri 109 B er Ein- ar Þórðarson, Lionsklúbbnum Fjörgyn, Reykjavík. Nýr fjöl- umdæmis- stjóri Lions
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.