Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í LEIÐARA Mbl. 25. apríl er vikið að almannatryggingum og afstöðu Alþýðuflokksins til tekjutenginga á sviði þeirra á „sex áratugum“ frá stofnun, en því miður eru þar end- urteknar rangar fullyrðingar um þetta efni, sem hlýtur að vekja furðu í ljósi sögulegra staðreynda um þró- un almannatrygginga hér á landi frá byrjun, sem eru flestum vel að- gengilegar. Undirritaður kom til starfa við al- mannatryggingar árið 1961 og starf- ar við þær ennþá hér á Akranesi og um svipað leyti hóf ég virka þátt- töku í starfi Alþýðuflokksins. Tel ég mig þar af leiðandi hafa góða yf- irsýn (sögulega) um þróun þessara mála og afstöðu flokksins til þeirra og leyfi mér að koma með þessa leiðréttingu: 1. Frá gildistöku almannatrygg- inga árið 1947 til 1960 voru í gildi víðtæk „skerðingarákvæði“ gagn- vart nær öllum bótum almanna- trygginga. Vinnutekjur sviptu fólk bótum almannatrygginga í stórum stíl á þessu árabili. 2. Þegar Viðreisnarstjórn tók við völdum voru öll þessi „skerðingar- ákvæði“ afnumin og nær allar tryggingabætur voru ótekjutengdar til ársins 1971. Með almannatrygg- ingalögum 1971, sem Viðreisnar- stjórnin kom á, var tekjutryggingin til lífeyrisþega sett á og þar með var komin til að nýju tekjutenging al- mannatryggingabóta og þarf vart að rekja þá atburðarás, sem síðan hef- ur orðið í tekjutengingum. Alþýðuflokkurinn hefur því tekið meiri og minni þátt í tekjutenging- um í almannatryggingum frá því þær voru teknar upp. Aðeins á valdatíma Viðreisnar voru bætur ótekjutengdar og minnist ég þess ekki að nokkur ágreiningur hafi ver- ið milli þeirra flokka, sem að henni stóðu um þetta fyrirkomulag. Og ef nokkur var, þá var hann helst á þann veg, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið áhugasamari á þessum ár- um um þetta efni en samstarfsaðil- inn. Mér þykir rétt að láta þess getið, að á tíma „Viðeyjarstjórnar“ þótti það tíðindum sæta, að sett væri tekjuskerðing á grunnlífeyri, fyrir atbeina Alþýðufl. Minnist ég um- ræðna nokkurra aðila, að slíkt væri ólögmæt aðför að áunnum grunn- réttindum, sem stæðist ekki stjórn- arskrárákvæði, en enginn hefur lát- ið á slíkt reyna fyrir dómi, mér vitanlega. Hvað sem segja má um tekju- tengingar almannatrygginga er úti- lokað í sögulegu ljósi að halda því stöðugt fram að Alþýðuflokkurinn hafi verið þeim sífellt mótfallinn. GUÐMUNDUR VÉSTEINSSON, Furugrund 24, Akranesi. Afstaða Alþýðu- flokksins Frá Guðmundi Vésteinssyni: ÞAÐ SEM stendur upp úr í kosn- ingabaráttunni eru hápólitískar ræður Ingibjargar Sólrúnar í Borgarnesi. Þá síðari hélt hún 15. apríl síðastliðinn og olli hún miklu fjaðrafoki innan herbúða Sjálfstæð- isflokksins. Það er ekki að ástæðu- lausu að sjálfstæðismenn brugðust við eins og rassskelltir krakkar í kjölfar ræðunnar. Í ræðunni talar Ingibjörg um veruleikann sem blasir við þegnum þessa lands. Hún talaði einfaldlega um hvernig hlutirnir eru og það er ekki nema von að sjálfstæðismönnum mislíki það. Strengjabrúður forsætisráðherra hafa undanfarna daga reynt á ör- væntingarfullan hátt að verja for- ystu sína. Það hefur verið vinsælt hjá þeim að tala um dylgjur, per- sónulegar árásir, rógburð og ég veit ekki hvað og hvað. Enginn ræðir hinsvegar málefnalega um inntak ræðunnar en hún snerist um pólitísk aðalatriði; völd og með- ferð þeirra. Í ræðunni gagnrýnir Ingibjörg Sólrún samtvinnun valds í stjórn- málum og viðskiptalífi. Hún gagn- rýnir misskiptingu auðs og gæða. Hún gagnrýnir meðferð valdsins og stjórnvöld sem byggja á fæling- armætti. Hún gagnrýnir stjórnlynt lýðræði eins og það hefur verið að þróast við forystu Sjálfstæðis- flokksins. Upp er komin valdaklíka sem ræður lögum og lofum í þjóð- félaginu. Hún beitir valdi sínu til að deila og drottna, umbuna og refsa. Fólk skynjar þetta hvimleiða ástand og því er misboðið. Ingi- björg Sólrún var rödd þessa fólks í Borgarnesi. Hún talaði fyrir hönd fólks sem er búið að fá nóg af mis- skiptingu og vill sjá jafnrétti, sann- girni og réttlæti í stefnumótun hins opinbera. Ríkjandi ástand í þjóðfélaginu er með öllu óþolandi. Það þarf engan stjórnmálafræðing eða hagfræðing til að sjá það. Eins og Ingibjörg benti á höfum við ágætis mælitæki til þess. Það er nóg að geta séð og heyrt og að hafa greind til að meta það sem fyrir augu og eyru ber. Að lokum hvet ég Ingibjörgu til að koma sem oftast við í Borg- arnesi. Gullmolarnir sem hafa hrokkið af vörum hennar þar eru með þeim þýðingarmeiri í íslenskri stjórnmálasögu. BRAGI ÞORFINNSSON, nemi, Giljalandi 14, Reykjavík. Ingibjörg Sólrún, miklu meir! Frá Braga Þorfinnssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.