Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN
58 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG er ákafur stuðningsmaður menntunar – menntun
er einn helsti máttarstólpi þessa lands og að tryggja öll-
um góða og hagnýta menntun ætti að vera mikið for-
gangsverkefni. Það er íslensku þjóðinni
til framdráttar að sem flestir stundi há-
skólanám.
Með þetta að leiðarljósi finnst mér sú
umræða sem nokkuð hefur borið á und-
anfarin misseri um háskóla og nám á Ís-
landi vera alveg ótrúleg. Ég sem nem-
andi við Háskólann í Reykjavík, sem er
einkarekinn skóli á háskólastigi, átta
mig ekki á þeirri neikvæðni og tortryggni sem ríkir í
garð einkarekinna háskóla. Háskólinn í Reykjavík,
ásamt fleiri skólum sem hafa verið að skjóta upp koll-
inum, t.d. Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Tækniháskóli
Íslands, veita Háskóla Íslands verulega samkeppni. En
flestir ættu að vera sammála því að samkeppni er af
hinu góða, og eru einkareknir skólar hvetjandi og
styrkjandi fyrir rótgróna stofnun eins og Háskóla Ís-
lands. Með auknu frelsi einstaklingsins á þessu sviði er
verið að viðhalda góðri menntun á Íslandi.
Með Háskólafrumvarpinu, sem samþykkt var á al-
þingi í desember 1997, voru nemendum opnuð ný og
spennandi tækifæri. Á undanförnum árum, með tilkomu
nýrra háskóla, hefur menntun blómstrað á Íslandi. Við
hvern skóla fyrir sig vinnur metnaðarfullt fólk með yf-
irgripsmikla reynslu, sem saman er komið til að bjóða
nemendum upp á nám sem er í senn fjölbreytt og
skemmtilegt, en einnig gott veganesti út í atvinnulífið.
Það fjármagn sem nemendur greiða úr eigin vösum til
að stunda nám við einkarekinn skóla, eins og Háskólann
í Reykjavík, er ásamt framlagi frá hinu opinbera nýtt til
að bjóða upp á betri aðstöðu og þjónustu, sem eflir og
hvetur nemendur til dáða. Hins vegar er það svo að það
njóta ekki allir jafnræðis þegar stuðningur frá ríkinu er
annars vegar, en að mati undirritaðrar ætii sá stuðn-
ingur að vera hinn sami.
Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2003 fær Háskóli Ís-
lands, með um 4.500 ársnemendur, greiddar samtals
3.703 milljónir króna úr ríkisjóði. Aðrir háskólar fá ekki
sambærilega upphæð, má þar nefna Háskólann í
Reykjavík, með um 900 ársnemendur, en hann fær ein-
ungis 422 milljónir á þessu ári. Tækniháskóli Íslands,
með um 700 nemendur, fær úthlutað 382 milljónum. Hér
er um greinilega mismunun að ræða.
Síðastliðið haust tók til starfa lagadeild við Háskól-
ann í Reykjavík. Telur undirrituð að þar hafi verið tekið
mikilvægt skref í átt til öflugri lögfræðimenntunar hér
á landi. Þótt ótrúlegt sé eru ekki allir sammála þessu og
er unnið skilvirkt að því að tryggja að frumvarp dóms-
málaráðherra nái ekki fram að ganga. Þetta frumvarp
felur í sér breytingar á lögum um lögmenn í þá veru að
tryggja jafnræði milli stúdenta sem nema lög við laga-
deildir íslenskra háskóla. Að þetta frumvarp skuli ekki
enn hafa verið samþykkt er algjörlega óviðunandi, og
tryggir ekki jafnræði milli menntastofnana á há-
skólastigi á Íslandi.
Allir flokkar, sem nú eru í framboði til Alþingis í vor,
virðast vera sammála því að efla þurfi menntun og rann-
sóknir á háskólastigi. Vinstriflokkarnir eru þó samir við
sig og vilja mismuna í þágu ríkisins. Vinstri-grænir vilja
skýr skil milli ríkisrekinna skóla og einkaskóla á öllum
skólastigum. Í stefnu sinni segja þeir að einkaaðilar sem
reka skóla eigi ekki að ganga að fjármagni vísu frá hinu
opinbera. Þeir eigi að fá skert fjárframlög frá ríkinu
þannig að þeir öðlist ekki forréttindastöðu. Slík stefna
er mér algjörlega á móti skapi, enda vegið að þeim sem
kjósa að stunda nám við skóla sem, þrátt fyrir að vera
dýrari, bjóða upp á betri aðstöðu og að mörgu leyti betri
og persónulegri kennslu. Það er mér með öllu óskilj-
anlegt hvers vegna flokkar taka þennan pól í hæðina,
þar sem samkeppni á sviði menntunar væri einungis til
þess gerð að bæta þá menntun og aðstöðu sem Háskóli
Íslands býður upp á.
Stefna Frjálslynda flokksins er skýr hvað varðar
menntamál á Íslandi. Við viljum að sjálfsögðu óhindr-
aðan aðgang allra að menntun án tillits til efnahags og
búsetu. Þannig yrði tryggt að Háskóli Íslands gæti
starfað af metnaði eins og hingað til, sem háskóli án
skólagjalda. Hann kennir ýmsar greinar sem ekki er
arðbært fyrir einkaskóla að taka upp. Frjálslyndi flokk-
urinn er hlynntur markaðslausnum í rekstri mennta-
stofnana á háskólastigi, en að tryggt sé að sú menntun
sem í boði er í einkareknum skólum standist þær kröfur
sem almennt eru gerðar til þess skólastigs. Telur und-
irrituð svo vera í þeim nýju skólum sem stofnaðir hafa
verið undanfarin misseri. Jafnframt vill flokkurinn
leggja aukna áherslu á tæknimenntun og æðri menntun,
m.a. með símenntun og auknu fjarnámi. Með símenntun
verður nám hvetjandi til endurmenntunar. Fjarnámið
stuðlar einnig að auknu jafnrétti til náms, þar sem
landsbyggðarfólk getur nýtt sér tækifæri til menntunar
án þess að flytja búferlum.
Það er því alveg ljóst að með fjölbreyttu skólakerfi er-
um við algjörlega sambærileg öðrum þjóðum á al-
þjóðavettvangi. Nauðsynlegt er að viðhalda blómstrun
og uppvexti nýrra skóla á Íslandi, sem eru samkeppn-
ishæfir við aðra skóla, bæði hér á landi og erlendis. Það
þjónar hagsmunum okkar allra að byggja upp gott
menntakerfi, þar sem samkeppni og frelsi einstaklings-
ins er í fyrirrúmi.
Háskólanám á Íslandi
Eftir Ragnhildi Helgu Ragnarsdóttur
Höfundur er í 5. sæti Frjálslynda
flokksins í Reykjavík suður.
NÚ styttist það. Það eru ekki
margir dagar í kostningar. Við
þurfum að fara að gera upp hug
okkar og vita hvar
við munum merkja
okkar X. Það er
margt í boði en
misjafnt þó. Lesa
þarf milli línanna
og skoða þarf ár-
angur. Það er mik-
ilvægt og margt þarf að varast.
Orð þurfa að standa og loforð
þarf að efna. Hverjum er treyst-
andi og hverjir hafa staðið við
stóru orðin?
Hugmyndabanki sumra er fá-
tæklegur og ekki traustvekjandi.
Við sjáum að sumir taka upp hug-
myndir hinna flokkanna og gera
sínar, aðra skortir einfaldlega
hugmyndir. Til fyrirmyndar eru
svo þeir sem stoltir koma með
hugmyndir, hrinda þeim í fram-
kvæmd og berja svo hraustlega á
brjóst sér: Þetta er mín hugmynd,
þetta er mín framkvæmd!
Þegar litið er yfir verk Fram-
sóknarflokksins á síðustu kjör-
tímabilum má standa stoltur upp
frá sínu borði. Upptalning er
óþörf en vert er að geta að flestir
ef ekki allir hópar þjóðfélagsins
hafa notið góðs af hugmyndaauðgi
flokksins. Glæsilegur barnaspítali,
viðunandi fæðingarorlof, hækkun
elli- og örorkulífeyris, vímuvarnir,
hreint og fagurt haf, álver á Aust-
urlandi og Vesturlandi, lækkun er-
lendra skulda, hert eftirlit fjár-
málastofnana og svo má lengi
telja. Þetta er hlutverk stjórn-
málamanna, vinna að málum fólks-
ins í landinu, okkar sem höfum val
til að kjósa. En betur má ef duga
skal. Framsóknarflokkurinn vinn-
ur verk sín vel. Það sést af ár-
angri fyrir alla. Þetta er mæl-
anlegt og jafnt fyrir alla.
Flokkurinn virðist tilbúinn í
fleiri verkefni. Í honum er af-
bragðs fólk, tilbúið að vinna að
hag fólksins í landinu. Ef lesið er
vel á milli línanna er hægt að
greina hvað gera á fyrir fólkið í
landinu á næstu árum. Varleg
lækkun tekjuskatts, húsnæðislán
fyrir alla í 90%, og sterkt mál fyr-
ir unga fólkið. Nefna má niðurfell-
ingu virðisaukaskatts af barnaföt-
um. Þetta er hugmynd sem kemur
beint frá hjarta flokksins, frá
manni sem virðist tilbúinn í slag-
inn, í vinnu fyrir fólkið í landinu.
Páll Magnússon lagði fram á Al-
þingi Íslendinga frumvarp þess
efnis að fella virðisaukaskattinn af
barnafötum, þetta kæmi vel við
barnafjölskyldur landsins. Frum-
varpið náði ekki í gegn á síðasta
þingi, en nú virðast hans hug-
myndir vera á borðum allra
flokka. Þetta er góð hugmynd
Páll.
Sem kjósandi í Suðvestur-
kjördæmi er valið mér mjög auð-
velt. Ég vil bjartsýni, skynsemi og
tryggð. Á lista flokksins er bjart-
sýnt, skynsamt og tryggt fólk sem
mun verða okkur til sóma í verki,
vinna áfram að því að gera lífið
hér í landinu enn betra og stöð-
ugra. Það er það sem allir sækjast
eftir og það er þess vegna sem
erfitt verður að fella núverandi
ríkisstjórn. Hún er búin að vinna
vel og hana þarf að tryggja.
Við hér í Suðvesturkjördæmi
þurfum líka að sameinast og koma
ungu og fersku fólki að. Siv Frið-
leifsdóttir er okkar sterka forysta,
hana verður að tryggja. Hún hef-
ur unnið verk sín vel og er full
eldmóðs að takast á við ný verk-
efni. Páll þarf á þing, það er ljóst,
ungur maður sem tilbúinn er að
takast á við þau verkefni sem fyr-
ir liggja, gera lífið fyrir okkur öll
sterkt og stöðugt. Sameinumst um
að fá þetta fólk í vinnu fyrir okk-
ur. Þá er framtíðin tryggð. Ég
ætla að gera það og kjósa Fram-
sóknarflokkinn 10. maí.
Flokkur sem
framkvæmir
Eftir Einar Karl Birgisson
Höfundur er stjórnar-
maður FUF, Hafnarfirði.
SAGAN um Hróa hött í þýðingu
Gísla Ásmundssonar (Reykjavík
1968) byrjar svona:
„Hrói höttur ger-
ist skógarmaður:
„Mamma segðu mér
frá Gæ frá Koventrý
og söguna af því þeg-
ar hann drap villi-
göltinn.“
Tíu ára gamall
drenghnokki sat á skemli á gólfinu í
gamla hallarsalnum og horfði upp í
andlit fríðrar konu í síðum, bláum
kjól. Það var móðir hans.
Konan brosti. „Hvað á ég oft að
segja þér þá sögu, Hrói litli?“
„Mér þykir einungis gaman að
svona sögum,“ sagði hann í einlægum
róm. Og svo þeim sem menn föður
míns, sem hafa verið með honum í
stríði, segja mér stundum af orust-
um.“
Og svo sagði móðir hans honum
með lágri, mjúkri rödd söguna af því,
er Gæ frá Koventrý fór einn saman
út í skóg til þess að veiða villigöltinn,
sem hafði drepið marga menn, er
lögðu leið sína um skóginn.“
Síðar aðstoðuðu Hrói höttur og
hans menn fátæka með því að taka
auð frá þeim ríku sem beittu prett-
um, ránum og lygum og gefa þeim
sem voru hjálpar þurfi.
Að undanförnu hafa sumir þing-
menn stjórnarinnar keppst við að
hrósa ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
fyrir skattalækkanir á umliðnum ár-
um. Þetta á við um skatta á fyrirtæki
en er alls ekki rétt um skatta á tekjur
almennt í þjóðfélaginu.
Það er sannað að tekjuskattar hafa
hækkað verulega á unga sem aldna
með lægri tekjur og raunar hækkað á
allar tekjur undir kr. 242.000 á mán-
uði frá árinu 1990. Þetta á einnig við
um þá sem stóðu í raun í stað í
tekjum, þ.e. þar sem laun hækkuðu
bara eins og verðlag á þessum tíma.
Tekjuskattar eru greiddir af tekjum
yfir skattleysismörkum. Þar sem
þessi mörk hafa lækkað að raungildi
á undanförnum árum greiðir fólk því
tekjuskatt af hærri hluta launa sinna
en áður.
Dæmi um þetta er aðili með kr.
100.000 á mánuði nú árið 2003. Ef
tekjur hans hefðu hækkað eins og
verðlag frá 1990, þ.e. kaupmáttur
þeirra hefði í raun staðið í stað,
greiddi hann 6,2% tekna sinna í
tekjuskatt árið 1990 en 10,2% árið
2003. Fyrir þennan aðila þyrfti skatt-
hlutfallið að fara úr 38,55% í 23,6%
svo hann stæði í stað. Þetta er hrein
og klár skattahækkun óháð hækkun
tekna (sjá heimasíðu Félags eldri
borgara á www.feb.is).
Það er því stóralvarlegt að stjórn-
völd skuli vísvitandi greina rangt frá
grundvallarstaðreyndum og í raun
furðulegt hversu litla athygli það
virðist vekja í fjölmiðlum.
Þá hafa stjórnvöld snúið enn út úr
og sagt kaupmáttinn vera meg-
inmálið. Þótt vissulega megi til sanns
vegar færa að kaupmáttur tekna al-
mennings hafi aukist undanfarin ár í
kjölfar samnings aðila vinnumark-
aðarins og aðhaldsstefnu ASÍ og SA
við hækkun verðlags, þá er kaup-
máttur eftir tekjuskatta, þ.e. kaup-
máttur ráðstöfunartekna, það sem
máli skiptir.
Hjá ellilífeyrisþegum hefur hækk-
un bótanna sem var mest nú í lok
kjörtímabilsins verið tekin til baka í
hækkuðum sköttum. Þannig hefur
kaupmáttur dæmigerðs ellilífeyr-
isþega með samtals kr 105.000 á
mánuði (þ.e. 60.734 í grunnlífeyri og
trekjutryggingu og 44.266 í tekjur
frá lífeyrissjóði árið 2003) hækkað
um 10,6% frá 1990 en hækkunin er
tekin til baka í hækkuðum tekju-
skatti svo eftir stendur 0,7% hækkun
á mánuði síðastliðin 13 ár eða um 20
kr. hækkun á dag eftir þessi 13 ár.
Þetta gerist á sama tíma og lyf og
læknisþjónusta, sem þessi hópur þarf
meira á að halda en aðrir, hafa hækk-
að langt umfram verðlag og á tímum
þar sem vaxtakostnaður skuldara er
langt umfram það sem gerist meðal
siðaðra þjóða og vaxtatekjur þeirra
efnameiri að sama skpi mun meiri en
gengur og gerist.
Það er heldur ekki heil brú í trygg-
ingakerfinu þar sem tekjutengingar
eru mjög miklar og e.t.v. aðeins ein
manneskja skilur eða man hvernig
kerfið virkar því það er svo flókið.
Engin heildarhugsun. Ekki heil brú.
Skattkerfið er ekki nema að hluta
til tekjujafnandi. Lægri skattpró-
senta (10%) á fjármagnstekjur, sem
nýtist þeim efnameiri miklu frekar
en efnaminni, gerir það að verkum að
almenningur borgar oft mun hærri
hluta af tekjum sínum í skatt en þeir
betur settu. Þannig er eins og núver-
andi stjórnvöld hamist við að taka fé
frá hinum fátækari til að gefa hinum
ríku.
Það er eins og afkoma almennings
komi stjórnvöldum ríkisins ekki við.
Hér er því sem stjórnvöld hamist
við að taka fé frá hinum fátæku til að
afhenda þeim ríku, þ.e. Hrói höttur
afturábak.
Það er nefnilega ekki sama hvort
farið er með söguna um Hróa hött
afturábak eða áfram. Eins er það
með sléttubönd eftir Valgarð Eg-
ilsson lækni sem hljóða svona:
Hljóta virðing mestu menn
meðal vorrar þjóðar.
Njóta heiðurs æðsta enn
andans leita slóðar.
Afturábak er vísan svona:
Slóðar leita andans enn
æðsta heiðurs njóta.
Þjóðar vorrar meðal menn
mestu virðing hljóta.
Vísan afturábak og Hrói höttur
afturábak fara saman. Þannig er eins
og við upplifum Hróa hött afturábak
hér á landi á tímum núverandi rík-
isstjórnar.
Nær væri að fá Hróa hött aftur á
bak hesti sínum og heila brú (í kerf-
ið).
Hrói höttur
afturábak
Eftir Einar Árnason
Höfundur er hagfræðingur Félags
eldri borgara í Reykjavík.
VIÐ getum spurt okkur þeirrar spurningar hvort við séum sátt við stöðu
fjölskyldunnar í dag?
Viljum við lifa í þjóðfélagi sem getur ekki séð ungu barnafólki fyrir
mannsæmandi lísfskjörum?
Þar sem okkar núverandi forsætisráðherra er mikið að
bera saman fátækt, sem er víst viðunandi hér að hans sögn í
samanburði við aðrar þjóðir hins vestræna heims, þá er líka
réttmætt að bera saman hverjir vextir eru hér miðað við í
sambærilegum löndum.
Við lifum við alltof háa vexti hér á landi. Ef við berum
saman þau vaxtakjör sem bjóðast til húsnæðiskaupa í Dan-
mörku og á Íslandi, þá eru vextir tvöfalt hærri á Íslandi en í
Danmörku!
Tökum eitt dæmi, Ef tekið er húsnæðislán í Danmörku upp á 8 milljónir
króna eru vextir 3,2% og engin vísitala, vextir á ári eru því 256.000 kr.
Ef tekin er sama lánsupphæð á Íslandi þá eru vextir 5,1%, gerum ráð fyr-
ir 2% hækkun vegna vísitölu þá eru vextir á ári 568.000 kr.
Hægt er að taka önnur dæmi þar sem skuldin er t.d. lækkuð um helming
eða hækkuð um einhverjar milljónir með hærri vöxtum á öllum skuldum
sem ekki eru húsbréfalán. Þegar farið er að bera saman lán með hærri
vöxtum verður samanburðurinn enn verri. Ekki er gert ráð fyrir vaxtabót-
um í ofangreindum útreikningum, en sýna má fram á að vaxtabætur séu
hagstjórnartæki sem meðal annars haldi uppi vöxtunum vegna þess að
krafa um vaxtalækkun er þeim mun minni en væri ef engar vaxtabætur
væru fyrir hendi.
Hvernig fáum við vexti á Íslandi til að lækka? Meiri samkeppni er besta
leiðin. Ein leið væri að fá meira erlent fjármagn í umferð. Ef erlendur
banki með óháða eignaraðild myndi verða opnaður hér er ekki spurning að
vextir mundu lækka á Íslandi.
Frjálslyndi flokkurinn styður samkeppni með hagsmuni almennings að
leiðarljósi.
Allmargar fjölskyldur standa mjög höllum fæti og eiga erfitt um vik að
greiða af húsnæðislánum sínum vegna gífurlega hárrar vaxtabyrði hér á
landi.
Mýmörg dæmi eru um það að fjölskyldur þurfi að taka bankalán á svim-
andi háum vöxtum til að standa skil á skuldbindingum sínum sem leiðir til
enn frekari erfiðleika við rekstur heimilis.
Það er ekki tilviljun að bankar á Íslandi skiluðu methagnaði á síðasta ári.
Á sama tíma hefur staða fjölskyldunnar aldrei verið verri.
Vissulega er það vel að tekjuskattur á fyrirtæki hefur verið lækkaður í
18% en nú þarf að huga að því fólki sem byggir þetta land. Alltof margar
fjölskyldur búa við bágan hag í okkar gjöfula landi.
Meðalfjölskylda hér á landi skuldar um 150% meira en fyrir 8 árum, vilj-
um við horfa áfram á gífurlega skuldaaukningu heimilanna undir stjórn
núverandi ríkisstjórnarflokka? Ég leyfi mér að efast stórlega um það!
Frjálslyndi flokkurinn leggur til margar haldbærar leiðir sem stuðla að
betri stöðu fjölskyldunnar í landinu. Ekki veitir af!
Kynntu þér málin á www.xf.is og taktu afstöðu.
Okurvextir á Íslandi
Eftir Kolbein Má Guðjónsson
Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti fyrir
Frjálslynda flokkinn í Reykjavík norður.