Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 71 Leiðsöguskóli Íslands Menntaskólanum í Kópavogi, v. Digranesveg, 200 Kópavogur. Sími 594 4025, netfang: lsk@ismennt.is. X Leiðsögunám Nám og kennsla Innritun og inntökuskilyrði Umsóknir Leiðsögunám hefst í byrjun september og spannar tvær annir, kjarna og kjörsvið. Kennsla fer fram mánudaga - miðvikudaga, frá kl. 17:30 - um 22:00. Námið er fjölbreytt og miðar að því að búa nemendur undir það að fara með erlenda ferðamenn um Ísland. Áhersla er lögð á námsgreinar sem fjalla um náttúru, sögu og menningu landsins. Vettvangs- og æfingaferðir eru þýðingarmikill þáttur í náminu og lýkur því með hringferð um landið. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf, 21 árs aldur og gott vald á einu erlendu tungumáli. Inntökupróf á kjörmáli fara fram að lokinni innritun. Skráning er hafin og stendur til 16. maí. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðunni http://mk.ismennt.is/leidny/lsk.htm Námið er viðurkennt af Félagi leiðsögumanna alltaf á þriðjudögumHEIMILI/FASTEIGNIR Vornámskeið Greiningarstöðvar. Árlegt vornámskeið Greining- arstöðvar, ætlað fagfólki sem vinnur með börnum með þroskafrávik og fatlanir, verður haldið í Háskólabíói 15. og 16 maí. Að þessu sinni er efnið samvinna og samskipti. Á námskeið- inu verða haldin 16 erindi af jafn- mörgum fyrirlesurum. Meðal annars verður fjallað um mögulega stétta- múra á milli stofnana og fagstétta. Einnig verður fjallað um gildi tilfinn- ingagreindar, samskipti á vinnustað, líðan starfsmanna og leiðir til að bæta þau. Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna á www. greining.is. Fyrirlestur í tölvunarfræði. Daniel Moody, research fellow við School of Business Systems, Monash Univers- ity, Ástralíu, heldur fyrirlestur á veg- um tölvunarfræðiskorar, Háskóla Ís- lands, mánudaginn 12. maí kl. 10 í stofu V-257 í húsi verkfræði- og raun- vísindadeildar HÍ, Hjarðarhaga 2–6. Moody segir í þessum fyrirlestri frá raungreiningu á táknfræðilegum gæðaramma fyrir gæðamat á upplýs- ingalíkönum. 192 þátttakendur voru þjálfaðir í hugtökum gæðaramma sem síðan voru notuð til að meta gæði einindavenslalíkana. Vikunámskeið gegn reykingum. verður haldið 18 til 25 maí nk. í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Þátttakendur, mest 10, hafa stuðning hver af öðrum auk þess sem boðið er upp á dagskrá með fræðslu, um- ræðum, hreyfingu, útivist og slökun. Upplýsingar og skráning í Heilsu- stofnun beidni@hnlfi.is. Börn og umhverfi. Reykjavík- urdeild Rauða krossins gengst fyrir námskeiðinu „Börn og umhverfi“,áð- ur barnfóstrunámskeið, fyrir nem- endur fædda 1989, 1990 og 1991. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 14. maí og stendur í fjögur kvöld. Nám- skeiðið er haldið í Fákafeni 11, 2. hæð kl. 18–21. Markmiðið er að nemendur öðlist aukna þekkingu á börnum og umhverfi þeirra, einnig verður kennsla í skyndihjálp. Leiðbeinendur eru leikskólakennari og hjúkr- unarfræðingur. MBA hádegisfundir í Háskólanum í Reykjavík. Dagana 12.–14. maí verða haldnir hádegisfundir í Háskól- anum í Reykjavík þar sem MBA- útskriftarnemar kynna lokaverkefni sín og draga af þeim stærri ályktanir sem geta nýst stjórnendum í íslensk- um fyrirtækjum. Lykilaðili úr at- vinnulífinu flytur inngangserindi á hverjum fundanna. Hádegisfundirnir verða hver með sínu þema; á mánu- deginum verður kastljósinu beint að nýsköpun, á þriðjudeginum velta menn fyrir sér opinbera geiranum og þeim áskorunum sem stjórnendur þar standa frammi fyrir og á mið- vikudeginum verða bankar og fjár- mál fyrirtækja til umræðu. Hádeg- isfundirnir eru öllum opnir. Fundirnir verða á 3ju hæð Háskólans í Reykjavík, hefjast kl. 12.05 og lýkur laust fyrir kl. 13. Léttar veitingar verða í boði. Á NÆSTUNNI Félagsstarf aldraðra í Kópavogi 10 ára. Á morgun, sunnudaginn 11. maí, eru liðin tíu ár frá því að fé- lagsstarf aldraðra í Kópavogi hóf starfsemi í Félagsheimilinu Gjá- bakka, Fannborg 8, Kópavogi. Í til- efni þess verður boðið í afmæliskaffi og er vænst þátttöku allrar fjölskyld- unnar. Afmælisfagnaðurinn hefst kl. 14, með því að einn fastagesta félags- heimilisins, Sveinn Gamalíusson, en hann er 93 ára og hefur verið virkur þátttakandi frá opnun Gjábakka, sker fyrstu sneiðina af þriggja fermetra rjómatertu sem starfsmenn í Gjá- bakka hafa bakað. Allir eru velkomn- ir í afmæliskaffið og að skoða vorsýn- ingu á handunnum nytja- og skrautmunum eldra fólks í Kópavogi sem er opin frá kl. 14–18. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.