Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 71

Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 71 Leiðsöguskóli Íslands Menntaskólanum í Kópavogi, v. Digranesveg, 200 Kópavogur. Sími 594 4025, netfang: lsk@ismennt.is. X Leiðsögunám Nám og kennsla Innritun og inntökuskilyrði Umsóknir Leiðsögunám hefst í byrjun september og spannar tvær annir, kjarna og kjörsvið. Kennsla fer fram mánudaga - miðvikudaga, frá kl. 17:30 - um 22:00. Námið er fjölbreytt og miðar að því að búa nemendur undir það að fara með erlenda ferðamenn um Ísland. Áhersla er lögð á námsgreinar sem fjalla um náttúru, sögu og menningu landsins. Vettvangs- og æfingaferðir eru þýðingarmikill þáttur í náminu og lýkur því með hringferð um landið. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf, 21 árs aldur og gott vald á einu erlendu tungumáli. Inntökupróf á kjörmáli fara fram að lokinni innritun. Skráning er hafin og stendur til 16. maí. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðunni http://mk.ismennt.is/leidny/lsk.htm Námið er viðurkennt af Félagi leiðsögumanna alltaf á þriðjudögumHEIMILI/FASTEIGNIR Vornámskeið Greiningarstöðvar. Árlegt vornámskeið Greining- arstöðvar, ætlað fagfólki sem vinnur með börnum með þroskafrávik og fatlanir, verður haldið í Háskólabíói 15. og 16 maí. Að þessu sinni er efnið samvinna og samskipti. Á námskeið- inu verða haldin 16 erindi af jafn- mörgum fyrirlesurum. Meðal annars verður fjallað um mögulega stétta- múra á milli stofnana og fagstétta. Einnig verður fjallað um gildi tilfinn- ingagreindar, samskipti á vinnustað, líðan starfsmanna og leiðir til að bæta þau. Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna á www. greining.is. Fyrirlestur í tölvunarfræði. Daniel Moody, research fellow við School of Business Systems, Monash Univers- ity, Ástralíu, heldur fyrirlestur á veg- um tölvunarfræðiskorar, Háskóla Ís- lands, mánudaginn 12. maí kl. 10 í stofu V-257 í húsi verkfræði- og raun- vísindadeildar HÍ, Hjarðarhaga 2–6. Moody segir í þessum fyrirlestri frá raungreiningu á táknfræðilegum gæðaramma fyrir gæðamat á upplýs- ingalíkönum. 192 þátttakendur voru þjálfaðir í hugtökum gæðaramma sem síðan voru notuð til að meta gæði einindavenslalíkana. Vikunámskeið gegn reykingum. verður haldið 18 til 25 maí nk. í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Þátttakendur, mest 10, hafa stuðning hver af öðrum auk þess sem boðið er upp á dagskrá með fræðslu, um- ræðum, hreyfingu, útivist og slökun. Upplýsingar og skráning í Heilsu- stofnun beidni@hnlfi.is. Börn og umhverfi. Reykjavík- urdeild Rauða krossins gengst fyrir námskeiðinu „Börn og umhverfi“,áð- ur barnfóstrunámskeið, fyrir nem- endur fædda 1989, 1990 og 1991. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 14. maí og stendur í fjögur kvöld. Nám- skeiðið er haldið í Fákafeni 11, 2. hæð kl. 18–21. Markmiðið er að nemendur öðlist aukna þekkingu á börnum og umhverfi þeirra, einnig verður kennsla í skyndihjálp. Leiðbeinendur eru leikskólakennari og hjúkr- unarfræðingur. MBA hádegisfundir í Háskólanum í Reykjavík. Dagana 12.–14. maí verða haldnir hádegisfundir í Háskól- anum í Reykjavík þar sem MBA- útskriftarnemar kynna lokaverkefni sín og draga af þeim stærri ályktanir sem geta nýst stjórnendum í íslensk- um fyrirtækjum. Lykilaðili úr at- vinnulífinu flytur inngangserindi á hverjum fundanna. Hádegisfundirnir verða hver með sínu þema; á mánu- deginum verður kastljósinu beint að nýsköpun, á þriðjudeginum velta menn fyrir sér opinbera geiranum og þeim áskorunum sem stjórnendur þar standa frammi fyrir og á mið- vikudeginum verða bankar og fjár- mál fyrirtækja til umræðu. Hádeg- isfundirnir eru öllum opnir. Fundirnir verða á 3ju hæð Háskólans í Reykjavík, hefjast kl. 12.05 og lýkur laust fyrir kl. 13. Léttar veitingar verða í boði. Á NÆSTUNNI Félagsstarf aldraðra í Kópavogi 10 ára. Á morgun, sunnudaginn 11. maí, eru liðin tíu ár frá því að fé- lagsstarf aldraðra í Kópavogi hóf starfsemi í Félagsheimilinu Gjá- bakka, Fannborg 8, Kópavogi. Í til- efni þess verður boðið í afmæliskaffi og er vænst þátttöku allrar fjölskyld- unnar. Afmælisfagnaðurinn hefst kl. 14, með því að einn fastagesta félags- heimilisins, Sveinn Gamalíusson, en hann er 93 ára og hefur verið virkur þátttakandi frá opnun Gjábakka, sker fyrstu sneiðina af þriggja fermetra rjómatertu sem starfsmenn í Gjá- bakka hafa bakað. Allir eru velkomn- ir í afmæliskaffið og að skoða vorsýn- ingu á handunnum nytja- og skrautmunum eldra fólks í Kópavogi sem er opin frá kl. 14–18. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.