Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 79
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 79
FÓLK
HELGA Magnúsdóttir verður
eftirlitsmaður Handknattleikssam-
bands Evrópu á fyrri leik Svíþjóðar
og Austurríkis í undankeppni Evr-
ópumóts kvenna, en leikurinn fer
fram í Stokkhólmi 25. maí.
KJARTAN Steinbach hefur einn-
ig verið skipaður eftirlitsmaður í
undankeppni EM kvenna. Kjartan
fylgist með framkvæmd viðureignar
Þjóðverja og Búlgara í Trier 1. júní.
BJÖRGVIN Rúnarsson, hand-
knattleiksmaður, leikur ekki með
FH á næstu leiktíð. Það varð að
samkomulagi milli hans og FH að
segja upp tveggja ára samningi sem
í gildi var, en hann var gerður í
fyrra með ákvæði um að segja
mætti honum upp eftir eitt ár.
Björgvin segir óráðið hvort og þá
hvar hann leiki á næstu leiktíð.
KR-INGAR hafa lánað þrjá knatt-
spyrnumenn til 1. deildarliða. Það
eru Arnljótur Ástvaldsson, sem fer
til Þórs, Grétar Sigurðarson, sem
fer til Víkings, og Henning Jón-
asson, sem fer til Aftureldingar.
SIGURVIN Ólafsson skoraði
þrennu í síðari hálfleik þegar KR
vann HK í æfingaleik í Kópavogi í
gærkvöld, 5:0. Arnar Gunnlaugs-
son og Kristinn Hafliðason skoruðu
hin tvö mörkin.
ÞÓRSARAR lögðu Grindvíkinga
óvænt í Grindavík, 2:1, með mörk-
um frá Alexandre Santos og Orra
Frey Hjaltalín. Mark Grindavíkur
gerði Ólafur Örn Bjarnason.
JOHN Gregory hefur verið leyst-
ur frá störfum knattspyrnustjóra
hjá Derby eftir 15 mánuði í brúnni.
Gregory hefur verið í leyfi frá störf-
um undanfarnar sjö vikur en í gær
ákvað stjórn Derby að stíga skrefið
til fulls og segja Gregory að taka
hatt sinn og staf. Ekki er ljóst hver
tekur við starfinu en að undanförnu
hefur George Burley stýrt liðinu.
PETER Reid var í gær ráðinn
knattspyrnustjóri Leeds, en hann
hefur stýrt liðinu síðustu vikur eftir
að hann gerði tímabundinn samning
við félagið. Undir stjórn Reids tókst
Leeds að forðast fall úr ensku úr-
valsdeildinni, en staða liðsins var af-
ar veik þegar hann tók við af Terry
Venables fyrir skömmu.
QUINTON Fortune hefur skrifað
undir nýjan þriggja ára samning við
Manchester United. Fortune hefur
aðeins leikið 15 leiki með félaginu á
leiktíðinni og er meginástæða þess
að hann fótbrotnaði í desember.
KLAUS Toppmöller, fyrrverandi
þjálfari Bayer Leverkusen, hefur
áhuga á að taka við knattspyrnu-
stjórn hjá Fulham en hann mun
vera einn átta þjálfara sem forráða-
menn Fulham hafa rætt við upp á
síðkastið. Louis van Gaal hefur
engan áhuga á starfinu að sögn
manna sem standa honum nærri.
OLEG Luzhny hefur ekki verið
boðinn nýr samningur hjá Arsenal
en núverandi samningur hans við
félagið rennur út á næstu vikum.
Talið er sennilegt að Luzhny gangi
til liðs við Charlton.
DANSKA knattspyrnufélagið Randers, sem leikur í
1. deild, hefur sýnt áhuga á að fá Pétur Krist-
jánsson úr Þór á Akureyri í sínar raðir. Pétur hefur
undanfarnar vikur spilað með Vorup í dönsku 3.
deildinni en hann er væntanlegur til Akureyrar á
næstunni og leikur með Þór í sumar. Pétur lék á
dögunum tvo leiki með 21-árs liði Randers og stóð
sig vel. „Ég hef mikinn áhuga á að spila í Dan-
mörku og með Randers. Ef ekkert verður af samn-
ingi, kem ég allavega aftur til Vorup í haust,“ sagði
Pétur í samtali við staðarblaðið Randers Amtavis í
gær. Hann er tvítugur og hefur spilað með meist-
araflokki Þórs frá 17 ára aldri. Hann lék tvo leiki í
úrvalsdeildinni í fyrra en var síðan lánaður til
Leifturs/Dalvíkur í 1. deild.
Randers hefur
áhuga á Pétri
JIMMY Floyd Hasselbaink, sóknarmaður Chelsea,
segir að það sé sér og Eiði Smára Guðjohnsen að
kenna að Chelsea skuli ekki vera búið að tryggja
sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Chelsea og Liverpool heyja hreinan úrslitaleik um
4. sætið í ensku úrvalsdeildinni og þar með sæti í
Meistaradeildinni, í lokaumferðinni á morgun.
Hasselbaink hefur skorað 11 mörk í vetur og
Eiður 10. „Hugsið ykkur bara ef við Eiður hefðum
átt gott tímabil. Hugsið ykkur hvar við værum þá.
Ég hef því miður ekki staðið mig eins vel og áður.
Ég hef ekki skorað úr þeim marktækifærum sem
ég var áður vanur að nýta,“ sagði Hasselbaink, fé-
lagi Eiðs í framlínu Chelsea, við enska blaðið The
Sun í gær.
„Mér og Eiði
að kenna“
GUÐMUNDUR Karlsson, lands-
liðsþjálfari frjálsíþrótta, tilkynnir
væntanlega á morgun um val á
landsliðinu sem tekur þátt í Smá-
þjóðaleikunum á Möltu um næstu
mánaðamót. Búist er við að um 20
frjálsíþróttamenn taki þátt í leik-
unum. Reiknað er með að Guð-
mundur upplýsi hverjir verði fyr-
ir valinu fljótlega að loknu fyrsta
stigamóti FH-inga sem fram fer í
á frjálsíþróttavellinum í Kapla-
krika í dag og á morgun. Þetta er
fyrsta stóra frjálsíþróttamót sum-
arsins og jafnframt fyrsta mótið í
röð fjögurra sem FH-ingar standa
fyrir í sumar, en mótaröðinni,
sem kennd er við Coca-Cola, var
hleypt af stokkunum í fyrrasum-
ar. Þar er keppt í fyrirfram
ákveðnum keppnisgreinum og
stig veitt fyrir árangur allra þátt-
takenda samkvæmt stigatöflu.
Árangur þriggja bestu mótanna
hjá keppendum og er talinn til
stiga og í loka síðasta mótsins fá
stigahæstu keppendur vegleg
verðlaun.
Guðmundur
velur Smá-
þjóðaleikaliðið
Eggert sagði í gær að Atli hefðihaft samband við sig eftir vin-
áttulandsleikinn við Finna ytra um
miðja síðustu viku og óskað eftir
því að láta af störfum. Eftir nokkra
umhugsun ákvað Eggert að fallast
á ósk Atla.
Í sameiginlegri yfirlýsingu frá
Atla Eðvaldssyni og KSÍ segir:
„Atli Eðvaldsson hefur ákveðið að
draga sig í hlé og láta af starfi sínu
sem þjálfari A-landsliðs karla.
Mikil og neikvæð umræða hefur
verið um störf Atla með landsliðið
sem í raun hefur haft slæm áhrif á
gengi liðsins. Atli dregur sig í hlé í
þeirri von að liðinu takist að snúa
blaðinu við og fá stuðning þjóð-
arinnar í komandi leikjum sem eru
gríðarlega mikilvægir fyrir ís-
lenska knattspyrnu.“
Engin uppgjöf, en ákvörðun
tekin af raunsæi
Atli sagði við Morgunblaðið í
gær að hann hefði vakið máls á því
fljótlega eftir heimkomuna frá
Finnlandi í byrjun mánaðarins að
hann myndi hætta með liðið. „Mér
var strax sýndur fullur skilningur
og skil við starfið í fullri sátt við
stjórn KSÍ og allt starfsfólk, sem
hefur reynst mér frábærlega öll
þessi ár sem ég hef starfað fyrir
sambandið. Þar hefur aldrei borið
skugga á og mun aldrei gera. Auð-
vitað er mjög svekkjandi að málin
skyldu þróast á þennan veg en ég
geng úr þessu starfi sáttur við
mína ákvörðun. Þeir sem þekkja
mig vita að ég gefst aldrei upp og
ég lít ekki á þetta sem uppgjöf af
minni hálfu, en ég tel mig hafa tek-
ið þessa ákvörðun af raunsæi. Ef
leikmenn ná ekki að sýna sitt besta
í leikjum er þeim skipt útaf og ef
þjálfari nær ekki því besta fram í
sínu liði er best að hann víki til
hliðar,“ sagði Atli.
Skora á þjóðina að styðja
við bakið á liðinu
Hann sagði að neikvæð umræða
um landsliðið og sig hefði átt stór-
an þátt í ákvörðun sinni. „Öll um-
ræða um liðið hefur að undanförnu
snúist alltof mikið um mig og mína
persónu. Það var orðið ljóst að liðið
fengi aldrei þann stuðning sem það
þarf á að halda meðan ég væri við
stjórnvölinn. Þetta var því besta
lausnin, nú er ég farinn og þá ætti
ekkert að vera því til fyrirstöðu að
veita leikmönnunum þann stuðning
sem þeir eiga skilið. Það eru þýð-
ingarmiklir leikir framundan hjá
landsliðinu og ég skora á þjóðina
að styðja við bakið á því, það getur
gert útslagið um að það nái þeim
árangri sem allir vonast eftir,“
sagði Atli Eðvaldsson.
Atli hefur starfað hjá KSÍ sem
þjálfari í tæp átta ár, fyrst í fjögur
ár með landslið leikmanna 21 árs
og yngri og síðan með A-landsliðið
frá nóvember 1999, er hann tók við
af Guðjóni Þórðarsyni.
Mitt verkefni að auka sjálfs-
traust leikmanna á ný
Ásgeir Sigurvinsson sagði að
auk næstu leikja landsliðsins væri
það sitt verkefni að auka sjálfs-
traust leikmanna á nýjan leik; fá
þá til að öðlast trú á sjálfan sig á
nýjan leik. Fyrsti landsleikur Ís-
lands undir stjórn Ásgeirs er við-
ureign við Færeyinga í undan-
keppni Evrópukeppni landsliða á
Laugardalsvelli 7. júní. „Það verð-
ur krafa að vinna Færeyinga,“
sagði Ásgeir sem telur að nauðsyn-
legt sé að fá a.m.k. sjö stig úr
næstu þremur leikjum, helst vinna
þá alla og fá níu stig, til þess að
eiga möguleika að blanda sér í
keppni efstu liða í riðlinum. Eftir
leikinn við Færeyinga sækir ís-
lenska landsliðið Litháen heim
hinn 11. júni og því næst sækir það
Færeyinga heim 20. ágúst. „Við
verðum að leggja allt í sölurnar í
þessum leikjum,“ sagði Ásgeir Sig-
urvinsson.
Ásgeir Sigurvinsson leysir Atla Eðvaldsson af hólmi þar til erlendur þjálfari finnst
„Umræðan snerist
of mikið um mig
og mína persónu“
ATLI Eðvaldsson hætti í gær
störfum sem landsliðsþjálfari
karla í knattspyrnu eftir að hafa
stýrt landsliðinu frá árslokum
1999. Ásgeir Sigurvinsson,
landsliðsnefndarmaður og
tæknilegur ráðgjafi KSÍ, tekur
tímabundið við starfinu og mun
hann stýra landsliðinu þar til
framtíðarþjálfari verður ráðinn.
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, sagði að leitað yrði eftir út-
lendingi í starfið og hefði sér
verið veitt umboð til þess af
stjórn KSÍ að leita að erlendum
þjálfara í starfið. Myndi hann
gefa sér góðan tíma til þeirrar
leitar enda að mörgum atriðum
að hyggja, ekki síst fjárhags-
legum.
Ásgeir Sigurvinsson og Atli
Eðvaldsson.