Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 18
Reuters
Jacques Chirac Frakklandsforseti, Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, og Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands, við móttökuathöfn fyrir fund þeirra í Wroclaw (Breslau) í gær.
PÓLSK stjórnvöld leituðu eftir sáttum við
Frakka og Þjóðverja, sem höfðu gagnrýnt Pól-
verja fyrir að taka þátt í hernaðinum í Írak, á
leiðtogafundi þjóðanna í gær. Aleksander
Kwasniewski, forseti Póllands, sagði að Frakkar
og Þjóðverjar ættu að gegna mikilvægu hlut-
verki við endurreisn Íraks.
„Nú er komið að því að hefja enduruppbygg-
ingu Íraks og Frakkar og Þjóðverjar eru mik-
ilvægir þátttakendur í því verkefni,“ sagði
Kwasniewski fyrir fund hans með Jacques Chir-
ac Frakklandsforseta og Gerhard Schröder,
kanslara Þýskalands, í pólsku borginni Wroclaw
(Breslau). Leiðtogarnir samþykktu yfirlýsingu
þar sem þeir lofuðu því að efna til reglulegra
samráðsfunda og auka samstarf ríkjanna í utan-
ríkis- og varnarmálum þrátt fyrir Íraksdeiluna.
Kwasniewski kvaðst vera sammála Frökkum
og Þjóðverjum um að friðargæslan í Írak þyrfti
að vera í „umboði Sameinuðu þjóðanna“. Frakk-
ar og Þjóðverjar vilja að samtökin gegni lyk-
ilhlutverki við endurreisn Íraks.
Pólverjar sættu gagnrýni Frakka og Þjóð-
verja fyrir að taka þátt í hernaðinum í Írak og
ágreiningurinn magnaðist aftur þegar Pólverjar
buðu Þjóðverjum að leggja til hermenn í sam-
eiginlegt friðargæslulið, sem hefði það hlutverk
að sinna friðargæslu í þeim hluta Íraks sem Pól-
verjum hefur verið falið að hafa umsjón með.
Þýsk stjórnvöld höfnuðu boði Pólverja en tals-
menn pólsku stjórnarinnar segja að sátt um
þetta mál kunni enn að nást.
„Enduruppbygging Íraks er einmitt tækifæri
sem við verðum að grípa til að efla á ný tengslin
yfir Atlantshafið,“ sagði Michal Tober, talsmað-
ur pólsku stjórnarinnar. „Samkomulag um
þetta atriði er enn mögulegt.“
Vilja samstarf við Þjóðverja og Dani
Talsmenn pólsku stjórnarinnar hafa greint
frá því að Bandaríkjamenn og bandamenn
þeirra í stríðinu í Írak áformi að skipta Írak upp
í fjögur hernámssvæði, þar sem hermenn frá
Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi og hugsan-
lega öðrum löndum myndu sinna friðargæslu.
Pólverjar lögðu til að danskir og þýskir her-
menn tækju þátt í friðargæslu á pólska umsýslu-
svæðinu, en stjórnir Danmerkur og Þýskalands
höfnuðu tillögunni á fundi varnarmálaráðherra
landanna þriggja á miðvikudag.
Danir, Pólverjar og Þjóðverjar hafa frá því
1995 æft saman eina sameiginlega herdeild, með
aðsetur í Stettin (Szczecin). Stofnað var til þessa
hernaðarsamstarfs ekki síst í þeim tilgangi að
geta sent hermenn til þátttöku í verkefnum á
vegum Sameinuðu þjóðanna eða NATO.
Leita eftir sáttum
Evrópuríkjanna
Varsjá. AFP.
Pólverjum falið að annast friðargæslu í hluta Íraks
ERLENT
18 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ELDFJÖLL sem ekki eru á mörk-
um meginlandsflekanna svonefndu
hafa oft valdið jarðfræðingum heila-
brotum. Á síðari árum hafa menn þó
orðið sammála um að ástæðan væri
að langt inni í jörðinni yrðu til óvenju
heit svæði og þaðan brytust efnin
upp í gegnum yfirborðið.
Samkomulag ríkir um að eldfjöll á
flekamótum eins og á Hawaii-eyjum
og Íslandi myndist vegna þess að
flekarnir miklu nuddist saman, þá
myndist mikill hiti og grjótið bráðni.
Það spýtist upp úr jarðskorpunni
sem hraun og önnur gosefni.
Eldfjallafræðingarnir Gillian
Foulger og James Natland benda
hins vegar á í grein í tímaritinu
Science að bergmálsmælingar hafi
ekki sýnt fram á tilvist umræddra
heitra svæða. Ef til vill séu þessir
staðir ekki til og aðrar jarðskorpu-
hreyfingar geti valdið eldfjallamynd-
un langt frá sjálfum flekamótunum.
Eldfjöll eru í Yellowstone-þjóð-
garðinum í Bandaríkjunum, langt
frá flekamótum en þar mætast hins
vegar tvö jarðfræðilega ólík svæði
sem valda nokkurri spennu í jarð-
skorpunni. Fræðimennirnir tveir
álíta að jafnvel mjög lítill munur á
hreyfingum í skorpunni á milli þess-
ara tveggja svæða geti valdið því að
eldfjöll myndist.
Ný kenning
um myndun
eldfjalla
Washington. AP.
Telja HABL í
rénun í Peking
1&23456789827:;:$8
$
% & ' (
)*+(
'
,
*''
&$!
$
,
,(
'
-
' '
&
'
-
' '
- '
(
*%./
!"#$! %&'%$ #"# %(
')!"$%") #$# # *#$( #% +%, "
*''
0
1 *
2' 3
4 ,
" 5
#"#
667 85
-
9:; 6<
65 .! # &"#/
=
&##0$+
8
>?&$ '
"
*%./
1' # 0
KÍNVERSKIR embættismenn
sögðu í gær að svo virtist sem bráða-
lungnabólgufaraldurinn HABL væri í
rénun í Peking. Talsmaður Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar,
WHO, sagði þó að enn væri of
snemmt að draga þá ályktun að far-
aldurinn hefði náð hámarki.
Kínverski farsóttafræðingurinn Li-
ang Wannian sagði að þeim, sem lagð-
ir hefðu verið inn á sjúkrahús í kín-
versku höfuðborginni eftir að hafa
smitast af HABL, hefði fækkað í 30–
40 að meðaltali á dag síðustu sjö daga
úr 70–80 frá 21. apríl til 2. maí. Skýrt
var frá 48 nýjum HABL-tilfellum í
Peking í gær og hefur þeim ekki fjölg-
að jafnlítið á einum degi frá 20. apríl
þegar kínversk stjórnvöld viður-
kenndu að reynt hefði verið að hylma
yfir umfang faraldursins.
„Nokkrar af nýjustu upplýsingun-
um eru uppörvandi en það er ekki
hægt að draga þá ályktun að farsóttin
sé í rénun fyrr en viðeigandi farald-
ursfræðileg rannsókn hefur verið
gerð,“ sagði Mangai Balasegaram,
talsmaður Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar. „Við fáum ekki enn
nógu mikið af nýjum upplýsingum frá
Kína en það hefur batnað.“
Heilbrigðisyfirvöld í Peking sögðu
að sextán sjúkrahús í höfuðborginni
væru nú eingöngu ætluð HABL-sjúk-
lingum og ekki væri lengur skortur á
sjúkrarúmum fyrir þá. „Þetta mun
verða mjög mikilvægur þáttur í bar-
áttunni gegn útbreiðslu HABL,
minnka smithættuna og draga úr
dánartíðninni,“ sagði embættismaður
í Peking.
Stökkbreytist hægt
Að minnsta kosti 507 manns hafa
dáið úr bráðalungnabólgu og 7.000
smitast í meira en 25 löndum. Skýrt
var frá átján nýjum HABL-tilfellum á
Taívan í gær og hefur þeim aldrei
fjölgað jafnmikið þar á einum degi.
Settar hafa verið fram kenningar
um að veiran, sem veldur sjúkdómn-
um, hafi borist úr dýrum í menn ný-
lega en ný rannsókn vísindamanna
við Genamengisstofnunina í Singapúr
bendir til þess að veiran hafi verið
lengur í mönnum en talið hefur verið.
Vísindamennirnir segja að veiran sé
furðu stöðug og stökkbreytist ekki að
ráði. Earl Brown, veirufræðingur við
Ottawa-háskóla í Kanada, sem tók
ekki þátt í rannsókninni, sagði að yf-
irleitt stökkbreyttust veirur meira
fyrst eftir að þær bærust úr dýrum í
menn og rannsóknin benti því til þess
að HABL-veiran hefði verið lengur í
mönnum en talið var. Skýrt er frá nið-
urstöðum rannsóknarinnar í lækna-
tímaritinu The Lancet.
Peking. AFP, AP.
Reuters
Aron Ralston líður nú alveg bærilega þrátt
fyrir að hafa lent í miklum raunum.
BANDARÍSKUR fjallgöngumaður, sem í síð-
ustu viku komst í hann krappan í fjallgöngu í
Utah-ríki, segist einfaldlega hafa gert það
sem hann þurfti að gera til að bjarga lífi sínu.
Aron Ralston, sem er 27 ára, notaði vasahníf
til að skera hluta af öðrum handleggnum af
sér til þess að losna undan bjargi sem hann
hafði verið fastur undir í fimm daga.
Ralston ræddi við fréttamenn í fyrrakvöld,
en hann liggur enn á sjúkrahúsi í Colorado.
„Ég veit ekki alveg hvernig ég fór að þessu.
Ég fann mjög til. En ég beit á jaxlinn. Ég hélt
mínu striki,“ sagði hann.
Ralston var í fjallgöngu í Blue John-gljúfri
í Canyonlands-þjóðgarðinum í Utah. Er hann
leitaði handfestu á bjargi uppi í miðju kletta-
belti steyptist það yfir hann. Þar lá hann fast-
ur í fimm daga uns hann sá ekki aðra leið
færa til að bjarga lífi sínu en að skera sig
lausan. Var hann þá búinn að reyna allt ann-
að; m.a. reyndi hann að slöngva reipi sínu ut-
an um bjargið til að lyfta því í burtu. Hann
reyndi einnig að skera holur í bjargið með
vasahnífi sínum til að geta smeygt hand-
leggnum undan. Ollu þær tilraunir hans því
að hnífurinn var orðinn afar bitlítill þegar
Ralston ákvað loks að skera af sér handlegg-
inn fyrir neðan olnboga.
Ralston tókst að skera hold sitt en hníf-
urinn réð ekki við bein. Neyddist hann til að
snúa upp á handlegginn þannig að beinið
brotnaði. Ralston seig því næst niður 20 m há-
an klettavegg og gekk 6 kílómetra leið til að
leita sér aðstoðar. Gekk hann loks fram á hol-
lenska fjölskyldu sem kom honum undir
læknishendur.
Ralston fær að fara heim af sjúkrahúsi nú
um helgina og hann sagði í fyrrakvöld að
hann gæti ekki beðið þess að komast aftur út
í óbyggðirnar. Hann myndi hins vegar fram-
vegis ætíð skilja ferðaáætlun sína eftir í
öruggum höndum, þannig að fólk myndi vita
hvar hans væri að leita ef eitthvað færi úr-
skeiðis.
Ætlar ekki að hætta
útivistarferðum
Washington. AFP.
FUNDIST hafa nokkrar fjöldagrafir með
líkamsleifum íraskra borgara í Basra-héraði
í suðurhluta Íraks. Fulltrúar mannréttinda-
samtakanna Amnesty International skýrðu
frá þessu í gær. Judit Arenas Licea, tals-
maður Amnesty, sagði fulltrúa samtakanna
hafa skoðað sjö grafir á þremur dögum en sú
stærsta hafði að geyma a.m.k. fjörutíu lík.
Licea sagði að Amnesty vildi að breskir
og bandarískir hermenn kæmu fyrir vörðum
um fjöldagrafirnar, þannig að hægt væri að
rannsaka þær frekar. Grunar fulltrúa Am-
nesty að sum fórnarlambanna hafi verið
myrt þegar hersveitir ríkisstjórnar Sadd-
ams Husseins börðu niður uppreisn sjíta-
múslíma í Suður-Írak árið 1991. Aðrir hafi
hins vegar verið teknir af lífi á árunum sem
síðan eru liðin.
„Fatnaðurinn gefur til kynna að um
óbreytta borgara sé að ræða,“ sagði Licea.
Kom fram í máli hennar að stærsta fjölda-
gröfin væri nærri Abul Khasim, um 20 km
suður af Basra-borg. Ekki er vitað nákvæm-
lega hversu mörg lík er þar að finna en
fulltrúar Amnesty telja að þau gætu verið
allt að eitt hundrað talsins. Íbúar þorpanna í
nágrenninu segja að fjöldagröfin hafi verið
tekin árið 1991. Sumir hafi verið drepnir á
staðnum en í öðrum tilfellum hafi líkum ver-
ið ekið þangað.
Fjöldagrafir fundust í Basra
Basra. AFP.