Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 38
NEYTENDUR
38 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SÆNGURFATAVERSLUNIN
Verið er flutt í Glæsibæ í Álf-
heimum eftir fjögurra áratuga
veru við Njálsgötuna. Fyrirtækið
hefur framleitt sængurföt frá upp-
hafi og alla tíð verið í eigu kvenna.
Núverandi eigendur eru mæðg-
urnar Erna Kristinsdóttir og Elín
Kolbeins.
Versluninni við Njálsgötu var
lokað í síðasta sinn síðastliðið
mánudagskvöld og segir Elín það
óneitanlega hafa verið skrýtið.
Verið var síðan opnað á nýjum
stað í Glæsibæ í gær og segir Elín
ástæðu flutninganna fyrst og
fremst skort á bílastæðum. „Hug-
myndin er sú að bæta aðgengi að
búðinni, margir okkar við-
skiptavina eru aldraðir og í hjóla-
stól,“ segir hún.
„Nýja húsnæðið er 70 fermetrar,
sem er sama rými og var við Njáls-
götu, en nýtist betur svo verslunin
virðist stærri,“ segir Elín enn-
fremur.
Verið hefur ýmsa gjafavöru á
boðstólum auk rúmfatnaðar og
meðal nýjunga er líkams- og bað-
lína frá Ítalíu og bangsar frá Rush,
sem Elín segir „ekta bangsa“.
Aðal verslunarinnar er sæng-
urföt, eftir sem áður, en Verið hef-
ur rekið saumastofu meðfram
verslunarrekstri alla tíð. Nýjasta
varan á þeim markaði er sæng-
urföt úr efni sem unnið er úr viði
og þykir líkjast ekta silki viðkomu.
Nefnist það microlyocell. Segir El-
ín 20% afslátt veittan af sæng-
urfötum úr fyrrgreindu efni næstu
viku. „Við höfum haft þetta á boð-
stólum í tæpt ár en viljum kynna
það enn frekar í nýju húsnæði og
veita afslátt,“ segir hún, en eitt
sængurverasett kostar á annan tug
þúsunda króna.
„Bómullarsængurföt og sæng-
urföt úr silkidamaski og með
blúndum eru líka vinsæl,“ segir El-
ín ennfremur, og hægt að fá mun
ódýrari sængurverasett ef út í það
er farið.
„Bómullarsatín er nokkuð í tísku
þar sem það er straufrítt og hvítt
og „beige“ ríkjandi litir ef fólk vill
einlitt. Efni með alls konar rósum
og blómum er hins vegar mikið í
tísku þessa dagana,“ segir hún.
Þá eru sérsaumuð sængur-
verasett með milliverki líka vinsæl,
að hennar sögn.
Vöggusett úr silkidamaski eða
bróderuð njóta ennfremur mikillar
hylli, en Verið var opnað upp-
haflega til framleiðslu á slíkri vöru.
Erna Kristinsdóttir, móðir El-
ínar, hefur starfað hjá Verinu í
rúm 40 ár og á fyrirtækið nú í fé-
lagi við dóttur sína. Elín tók til
starfa árið 1997 og segir hún „rosa-
lega gaman að vera flutt á nýjan
stað og að viðtökurnar hafi verið
meiriháttar“.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sængurfataverslunin Verið er flutt í Glæsibæ og var opnuð á ný í gær.
Verið flytur eftir
fjóra áratugi
við Njálsgötu
ALLT líf er háð vatni. Vatn er
mikilvægasta auðlindin og ekk-
ert fær þrifist án þess. Hér á Ís-
landi erum við svo lán-
söm að vatnsskortur
er enginn og
drykkjarvatn á flest-
um stöðum mjög hreint.
Vatnsnotkun okkar hefur auk-
ist gríðarlega á undanförnum
áratugum og virðist ekkert lát á
aukningunni. Þó svo að við eigum nóg af vatni eru ýmsar ástæður fyrir
því að við ættum að huga betur að notkuninni. Það er orkufrekt að
dæla vatni til okkar og frá. Aukin vatnsnotkun kallar á stærra lagna-
kerfi og meira viðhald. Þegar við ferðumst eða flytjum til útlanda
þurfum við að kunna að umgangast vatn með virðingu. Á flestum stöð-
um jarðar er hreint vatn af skornum skammti. Það gæti líka orðið
raunin hér á Íslandi í framtíðinni.
Vatn
Nokkur góð ráð varðandi vatn:
Farið í bað til að slaka á, farið í sturtu til að þvo ykkur. Sturtan
notar aðeins þriðjung af vatninu sem fer í baðkar.
Ekki láta renna í sturtunni að óþörfu; vatnssparandi sturtuhausar
geta sparað 75–80%. Einnig getur hófsamari notkun lækkað hitaveitu-
eða orkureikninginn.
Óþarfi er að láta vatn renna á meðan maður burstar í sér tenn-
urnar, rakar sig eða þvær upp. Skrúfið fyrir kranann á meðan.
Til eru ný vatnssparandi salerni þar sem kassinn er tvískiptur og
hægt að velja um þriggja og sex lítra bunur þegar sturtað er niður.
Kranar með einu handfangi auðvelda blöndun vatns til að fá rétt
hitastig. Kranar af því tagi eru betri hvað varðar öryggi því þá er
minni brunahætta vegna hitaveituvatnsins.
Spakmæli vikunnar:
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Vistvernd í verki – ráð vikunnar
NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent
Samkeppnisstofnun bréf þar sem
óskað er eftir athugun á „miklum
hækkunum á bílaviðgerðum, bif-
reiðaskoðun og þjónustu smur-
stöðva“.
Bréfið er stílað á Georg Ólafsson,
forstjóra Samkeppnisstofnunar. „Í
Morgunblaðinu þann 7. maí síðast-
liðinn kemur fram að vísitala neyslu-
verðs hefur á undanförnum sex ár-
um (frá mars 1997 til apríl 2003)
hækkað um 27,2%. Í sömu frétt kem-
ur fram að viðgerðir og viðhald á bíl-
um hefur hækkað um 83%, bifreiða-
skoðun um 74,5% og þjónusta á
smurstöðvum um 60,5%. Þessar
hækkanir eru þannig í engu sam-
ræmi við almennar verðlagshækkan-
ir og bitna harkalega á neytendum.
Það er skoðun Neytendasamtakanna
að eðlilegt sé að leitað sé skýringa á
þessum hækkunum, enda óeðlilega
miklar. Neytendasamtökin óska því
eftir að Samkeppnisstofnun kanni
hvað hefur valdið þessum miklu
hækkunum og að vinnu við það verði
hraðað eftir föngum. Þess er jafn-
framt óskað að Neytendasamtökin
verði upplýst um niðurstöður þess-
arar athugunar.“
Undir bréfið skrifar Jóhannes
Gunnarsson formaður Neytenda-
samtakanna.
Sjá einnig heimasíðu Neytenda-
samtakanna: www.ns.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Neytendasamtökin gera athugasemdir við hækkanir á kostnaði við bif-
reiðaviðgerðir og viðhald langt umfram almennar verðlagshækkanir.
Óska athugunar á
miklum hækkunum
Neytendasamtökin skrifa Samkeppnisstofnun
NÝKOMIÐ er í Heilsuhúsið úrval af
lífrænum súpum, sósum, grænmet-
iskrafti, kjúklingakrafti og nauta-
krafti, sem og gerlaus súpukraftur
frá þýska fyrirtækinu Natur-Comp-
agnie. Í tilkynningu frá Heilsu ehf.
segir að einnig séu á boðstólum
þrjár bragðtegundir af kryddtening-
um, það er með basil-timían, stein-
selju og „herbes provençe“. „Vegna
feikilegra
vinsælda
spelts má
nefna að í
súpuúrvalinu
er meðal ann-
ars spelt-
súpa. Allar vörurnar eru úr vottaðri
lífrænni ræktun og merktar þýska
BIO-gæðastimplinum því til stað-
festingar. Einnig eru þessar vörur
lausar við MSG, líkt og aðrar vörur
Heilsuhússins,“ segir ennfremur.
Fram kemur að verð á fyrr-
greindri vöru sé svipað og á hlið-
stæðri hefðbundinni framleiðslu
þótt um lífræna vörutegund sé að
ræða.
MSG eða E-621
„MSG, monosodium glutamate, er
einnig nefnt þriðja kryddið. Það er í
flestum kraftteningum og flestum
gerðum kryddsalts og einnig notað í
tilbúnar súpur, sósur, snakk og fleiri
tilbúin matvæli. Á umbúðum vöru er
það sjaldnast merkt sem MSG en
auðkennt með E-621 eða sem bragð-
auki (flavour enhancer). Viðkvæmt
fólk getur fundið fyrir óþægindum
eftir neyslu matar með MSG, svo
sem sljóleika, ógleði, óróleika,
svima, óeðlilegs þorsta, dofa í hálsi
og bringu og höfuðverkjar,“ segir í
samantekt frá Heilsu ehf.
Lífrænar
súpur, sósur
og kraftur
NÝTT
KARL K. Karlsson hefur fengið leyfi
til innflutnings á spænskri hrá-
skinku, Pata Negra-skinku, sem nú
er í fyrsta sinn fáanleg á Íslandi. Í
tilkynningu frá innflytjanda segir að
um sé að ræða „Jamón Iberico“-
skinku, sem sé í
hæsta gæðaflokki
slíkra afurða á
Spáni. Umrædd
hráskinka er af
sérstöku svína-
kyni sem er með
svartar klaufir og
er einungis rækt-
að á Mið- og Suð-
ur-Spáni. „Svínin
eru alin á korni,
kryddjurtum og berjum og að lok-
inni slátrun er kjötið þurrkað og
hangið í allt að 36 mánuði. Mörg
hundruð ára hefð er fyrir þessari
framleiðslu og er vöruheitið „Jamón
Iberico“ lögverndað vöruheiti Spán-
verja, samkvæmt reglum Evrópu-
sambandsins um upprunavottun
matvæla, að því er segir í tilkynning-
unni.
„Boðið er upp á heil læri og nið-
ursneidda skinku undir vörumerk-
inu Don Iberico. Skinkan er nú í boði
á tveimur veitingahúsum, Grillinu á
Hótel Sögu og Vínbarnum. Einnig
hafa Melabúðin, Nóatún og Jói Fel.
skinkuna á boðstólum í smásöluum-
búðum,“ segir innflytjandinn.
Spænsk
hráskinka á
markaði
GÆLUDÝR með vegabréf munu
geta safnað vildarpunktum innan
tíðar, að því er fram kemur á vef-
síðu BBC. Greint er frá því að
Virgin Atlantic-flugfélagið hafi
ákveðið að leyfa gæludýr í vélum á
lengri áætlunarleiðum félagsins.
Munu dýrin til að mynda fá að
fljúga með félaginu milli London og
Los Angeles eftir miðjan maí og
hugsanlegt að flugleiðum til ann-
arra áfangastaða í Bandaríkjunum
og Japan, sem og á Antigua og
Barbados verði bætt við í janúar.
Segir að Virgin Atlantic sé fyrst
félaga til þess að nýta sér mögu-
leikann á þjónustu fyrir dýr með
vegabréf í áætlunarflugi.
Gæludýraáætlunin sem vegabréf-
in eru hluti af nefnist „Pets“ á
ensku, sem er stytting úr „Pets
passport scheme“, en með henni
eru ferðalög húsdýra leyfð frá Bret-
landi til landa þar sem hundaæði
hefur verið kveðið niður, auk þess
sem þeim er sleppt við sex mánaða
sóttkví.
Gert er að skilyrði að dýrin beri
örflögu, að þau gangist undir blóð-
rannsókn, séu bólusett gegn hunda-
æði, eigi fyrrgreind vegabréf og séu
laus við blóðmaur og orma.
Vill tvöfalda aukningu
Richard Branson, stjórnarfor-
maður Virgin Atlantic, segir að 250
hundar og kettir ferðist milli
Bandaríkjanna og Bretlands í
hverjum mánuði. Vonast hann til
þess að sá fjöldi tvöfaldist með
þátttöku fleiri flugfélaga.
„Búast má við því að sum dýr-
anna fljúgi reglulega með okkur og
því er hugmyndin sú að vildar-
punktar fyrir gæludýr verði hluti af
þjónustu vildarklúbbs flugfarþega,“
segir hann.
Einnig segir í fréttinni að félagið
sé í viðræðum við fyrirtæki sem
gefi vildarpunkta um sérstaka áætl-
un fyrir gæludýr.
BBC segir að að ferðalög gælu-
dýra hafi vakið áhyggjur fyrr á
árinu þar sem óttast hafi verið að
ferfætlingar með fyrrgreind gælu-
dýravegabréf hafi borið varhuga-
verða sjúkdóma til landsins. Munu
dýralæknar hafa orðið varir við um-
talsverðan fjölda framandi sýkinga
meðal hunda og katta.
Reuters
Lánsömum gæludýrum býðst ýmis þjónusta víða um heim, svo sem leirböð.
Nýjasta útspilið er vegabréf og vildarpunktar fyrir ferfætta flugfarþega.
Gæludýr fá að safna
vildarpunktum