Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 28
tekin niður síðar í mán-
uðinum. Árni Sigfússon
bæjarstjóri segir að
fulltrúar Smithsonian-
stofnunarinnar hafi fylgst
með málefnum Íslendings
enda hafi skipið verið í
forgrunni kynningar
þeirra á sýningunni. Þeir
telji nú æskilegt að kynna
áfram sögu víkinganna og
hafi boðist til að gefa efni
og búnað frá sýningunni,
ef áhugi væri á að setja
það upp hér.
Árni segir þetta ákaf-
lega mikilvægt og myndi
auka mjög gildi starfsem-
innar í Nausti Íslendings.
Smithsonian-stofnunin sé
þekkt fyrir vandaðar sýn-
ingar og söfn í Bandaríkj-
unum og búast mætti við
að flestir Bandaríkjamenn
sem hingað kæmu og
margir Evrópumenn teldu
áhugavert að skoða sýn-
ingu sem tengdist Smit-
hsonian með þessum
hætti.
Undirbúningur að bygg-
ingu hússins gengur ágæt-
lega, að sögn Árna. Rætt
hefur verið við Flugleiðir,
Bláa lónið og fleiri fyr-
irtæki um þátttöku í verk-
efninu. Þá vonast Árni til
að stuðningur fáist frá
ríkisvaldinu, af þeim fjár-
munum sem ákveðið hefur
verið að ráðstafa til at-
vinnuþróunar og menn-
ingartengdrar ferðaþjón-
ustu. Ef það gengi eftir
yrði hægt að hefja fram-
kvæmdir þegar á þessu
ári.
SMITHSONIAN-stofnunin
í Bandaríkjunum hefur
boðist til að gefa efni og
búnað frá víkingasýningu
sinni til sýningar sem
áhugi er á að setja upp í
Nausti víkingaskipsins Ís-
lendings í Njarðvík. Árni
Sigfússon bæjarstjóri seg-
ir að þetta muni auka
mjög gildi sýningarinnar
vegna þess hversu þekkt
Smitsonian-stofnunin sé í
Bandaríkjunum og víðar.
Verið er að hanna
Naust Íslendings við Fitjar
í Njarðvík. Guðmundur
Jónsson, arkitekt í Noregi,
hefur teiknað hús þar sem
Íslendingur verður varð-
veittur, að minnsta kosti
yfir vetrartímann, en jafn-
framt verður þar vík-
ingasýning og söguslóða-
kynning fyrir allt landið,
samkvæmt upplýsingum
Árna Sigfússonar, bæj-
arstjóra Reykjanesbæjar.
Hugmyndir eru uppi um
að síðar verði komið upp
víkingagarði í tengslum
við Naust Íslendings.
Sýningu að ljúka
Smithsonian-stofnunin í
Bandaríkjunum setti upp
stóra víkingasýningu sem
hefur undanfarin þrjú ár
verið sett upp í sex borg-
um Bandaríkjanna og
Kanada. Hafa milljónir
gesta skoðað hana. Síðasti
sýningarstaðurinn er Vís-
indasafnið í Saint Paul í
Minnesota og verður hún
Bygging Nausts Íslendings undirbúin
Víkingasýning
tengd Smithsonian
Njarðvík
Morgunblaðið/Þorkell
AKUREYRI
28 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Nýtt Nýtt
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
opið í dag frá kl. 10-16
Stakir jakkar
Kápur
Hörfatnaður
Bolir
SUÐURNES
FERÐA- og menningarmálanefnd
Gerðahrepps er með í athugun að
láta útbúa skilti með upplýsingum
um fugla á Garðskaga og koma þar
fyrir.
Verið er að huga að málinu í sam-
ráði við fagmann. Tillaga hefur kom-
ið fram um að setja upp skilti sem
segði frá sérkennum fugla á og við
Garðskaga að viðbættum upplýsing-
um á íslensku og ensku um þær 28
tegundir fugla sem algengastar eru í
fjörum og á sjó við Skagann.
Garðskagi
Áhugi á að
koma fyrir
fuglaskilti
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ
Reykjaness verður opnuð formlega
í dag, laugardag, klukkan 10.05.
Er þetta hefðbundin upplýsinga-
stöð fyrir ferðamenn, svokölluð
landshlutamiðstöð, og er hún í
húsnæði Bókasafns Reykjanesbæj-
ar í Kjarna að Hafnargötu 57 í
Keflavík.
Upplýsingamiðstöðin er rekin af
Reykjanesbæ í samstarfi við
Ferðamálaráð Íslands. Þjónustu-
svæði hennar er Reykjanesið og
helstu
verkefni eru, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu, að ann-
ast upplýsingastarf um ferðamál á
svæðinu, hafa aðgengilegar allar
upplýsingar um þjónustu og við-
burði á svæðinu og svæðið sjálft,
svara almennum fyrirspurnum um
viðkomandi svæði eða vísa á rétta
aðila og hafa á boðstólum bækl-
inga um svæðið og þá þjónustu
sem þar er í boði ásamt helstu
heildarbæklingum fyrir landið.
Upplýsingamiðstöðin verður op-
in virka daga frá kl. 10 til 20 og á
laugardögum kl. 10 til 16.
Reykjanesbær
Upplýsinga-
miðstöð opnuð
SÝNINGIN Handverk og list verður
opnuð í íþróttahúsinu við Sunnu-
braut í Keflavík klukkan 12 í dag.
Hún verður opin í dag og á morgun
frá klukkan 12 til 18.
þjónustu á svæðinu. Valgerður Guð-
mundsdóttir menningarfulltrúi seg-
ir að munirnir á sýningunni séu
áberandi fjölbreyttir, nánast úr öll-
um efnum sem handverks- og lista-
fólk vinnur með.
Kvennakór Suðurnesja syngur við
opnunarathöfnina klukkan 12 í dag
og Árni Sigfússon bæjarstjóri ávarp-
ar gesti. Síðan verða tónlistaratriði
annað slagið alla helgina og lions-
konur úr Njarðvík selja kaffi.
Aðgangseyrir er 300 kr. fyrir full-
orðna en börn fá frítt inn.
Um 60 handverks- og listafólk af
Suðurnesjum og víðar af landinu
sýnir og selur verk sín á sýningunni.
Menningar-, íþrótta- og tóm-
stundasvið Reykjanesbæjar stendur
að sýningarhaldinu sem er liður í
eflingu menningartengdrar ferða-
Fjölbreytt handverk á sýningu
Keflavík
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Byrjað var að setja upp handverks- og listsýninguna í gærkvöldi. Grétar „klukkukarl“ Ellertsson var að setja saman eina af útskornu klukkunum sínum.
♦ ♦ ♦
GÍSLI Jóhann Grétarsson gít-
arleikari heldur burtfarar-
prófstónleika í Akureyrarkirkju í
dag, laugardag, kl. 15.30. Gísli
hefur stundað nám við Tónlistar-
skólann á Akureyri undir leið-
sögn Kristjáns Þ. Bjarnasonar. Í
vor lýkur hann námi við Mennta-
skólann á Akureyri af tónlistar-
braut. Á tónleikunum leikur hann
verk eftir H. Villa-Lobos, I. Alb-
eniz, J.S. Bach og F. Sor. Að-
gangur er ókeypis og allir vel-
komnir segir í frétt um
tónleikana.
Burtfarar-
prófstónleikar
Gísla Jóhanns
KÓR Menntaskólans á Akureyri fer
í söngferð til Sauðárkróks og heldur
þar tónleika á kosningadaginn. Þeir
verða í Sauðárkrókskirkju og hefjast
kl. 13. Tónleikarnir eru hluti af vor-
ferð kórsins um Skagafjörð. Þetta
eru ekki langir tónleikar en fjöl-
breyttir og meðal verka á efnis-
skránni eru íslensk þjóðlög, afrískir
söngvar og amerískir negrasálmar.
Söngstjóri Kórs MA að þessu sinni
er Svanfríður Eygló Arnardóttir
Aðalstjórnandi Kórs MA í vetur er
Erla Þórólfsdóttir. Unnið var að því
frá hausti að fara söngferð til
Brügge í Belgíu, en þegar Erla for-
fallaðist vegna erfiðrar læknisað-
gerðar var Belgíuferðinni slegið á
frest til næsta árs, Svanfríður hljóp í
skarðið og ákveðið var að fara stutta
vorferð, ferðina um Skagafjörð með
tónleikum á Króknum og halda síðan
vortónleika í Akureyrarkirkju.
Kór Menntaskólans á Akureyri
vonast til að íbúar á Sauðárkróki og í
nærsveitum sjái sér fært að koma í
kirkjuna á Sauðárkróki og hlýða á
góðan söng á leið til eða frá kjörstað
klukkan 13 á laugardag, segir í frétt
frá kórnum.
Kór MA á
Króknum