Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 28
tekin niður síðar í mán- uðinum. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir að fulltrúar Smithsonian- stofnunarinnar hafi fylgst með málefnum Íslendings enda hafi skipið verið í forgrunni kynningar þeirra á sýningunni. Þeir telji nú æskilegt að kynna áfram sögu víkinganna og hafi boðist til að gefa efni og búnað frá sýningunni, ef áhugi væri á að setja það upp hér. Árni segir þetta ákaf- lega mikilvægt og myndi auka mjög gildi starfsem- innar í Nausti Íslendings. Smithsonian-stofnunin sé þekkt fyrir vandaðar sýn- ingar og söfn í Bandaríkj- unum og búast mætti við að flestir Bandaríkjamenn sem hingað kæmu og margir Evrópumenn teldu áhugavert að skoða sýn- ingu sem tengdist Smit- hsonian með þessum hætti. Undirbúningur að bygg- ingu hússins gengur ágæt- lega, að sögn Árna. Rætt hefur verið við Flugleiðir, Bláa lónið og fleiri fyr- irtæki um þátttöku í verk- efninu. Þá vonast Árni til að stuðningur fáist frá ríkisvaldinu, af þeim fjár- munum sem ákveðið hefur verið að ráðstafa til at- vinnuþróunar og menn- ingartengdrar ferðaþjón- ustu. Ef það gengi eftir yrði hægt að hefja fram- kvæmdir þegar á þessu ári. SMITHSONIAN-stofnunin í Bandaríkjunum hefur boðist til að gefa efni og búnað frá víkingasýningu sinni til sýningar sem áhugi er á að setja upp í Nausti víkingaskipsins Ís- lendings í Njarðvík. Árni Sigfússon bæjarstjóri seg- ir að þetta muni auka mjög gildi sýningarinnar vegna þess hversu þekkt Smitsonian-stofnunin sé í Bandaríkjunum og víðar. Verið er að hanna Naust Íslendings við Fitjar í Njarðvík. Guðmundur Jónsson, arkitekt í Noregi, hefur teiknað hús þar sem Íslendingur verður varð- veittur, að minnsta kosti yfir vetrartímann, en jafn- framt verður þar vík- ingasýning og söguslóða- kynning fyrir allt landið, samkvæmt upplýsingum Árna Sigfússonar, bæj- arstjóra Reykjanesbæjar. Hugmyndir eru uppi um að síðar verði komið upp víkingagarði í tengslum við Naust Íslendings. Sýningu að ljúka Smithsonian-stofnunin í Bandaríkjunum setti upp stóra víkingasýningu sem hefur undanfarin þrjú ár verið sett upp í sex borg- um Bandaríkjanna og Kanada. Hafa milljónir gesta skoðað hana. Síðasti sýningarstaðurinn er Vís- indasafnið í Saint Paul í Minnesota og verður hún Bygging Nausts Íslendings undirbúin Víkingasýning tengd Smithsonian Njarðvík Morgunblaðið/Þorkell AKUREYRI 28 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt Nýtt Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. opið í dag frá kl. 10-16  Stakir jakkar  Kápur  Hörfatnaður  Bolir SUÐURNES FERÐA- og menningarmálanefnd Gerðahrepps er með í athugun að láta útbúa skilti með upplýsingum um fugla á Garðskaga og koma þar fyrir. Verið er að huga að málinu í sam- ráði við fagmann. Tillaga hefur kom- ið fram um að setja upp skilti sem segði frá sérkennum fugla á og við Garðskaga að viðbættum upplýsing- um á íslensku og ensku um þær 28 tegundir fugla sem algengastar eru í fjörum og á sjó við Skagann. Garðskagi Áhugi á að koma fyrir fuglaskilti UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ Reykjaness verður opnuð formlega í dag, laugardag, klukkan 10.05. Er þetta hefðbundin upplýsinga- stöð fyrir ferðamenn, svokölluð landshlutamiðstöð, og er hún í húsnæði Bókasafns Reykjanesbæj- ar í Kjarna að Hafnargötu 57 í Keflavík. Upplýsingamiðstöðin er rekin af Reykjanesbæ í samstarfi við Ferðamálaráð Íslands. Þjónustu- svæði hennar er Reykjanesið og helstu verkefni eru, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, að ann- ast upplýsingastarf um ferðamál á svæðinu, hafa aðgengilegar allar upplýsingar um þjónustu og við- burði á svæðinu og svæðið sjálft, svara almennum fyrirspurnum um viðkomandi svæði eða vísa á rétta aðila og hafa á boðstólum bækl- inga um svæðið og þá þjónustu sem þar er í boði ásamt helstu heildarbæklingum fyrir landið. Upplýsingamiðstöðin verður op- in virka daga frá kl. 10 til 20 og á laugardögum kl. 10 til 16. Reykjanesbær Upplýsinga- miðstöð opnuð SÝNINGIN Handverk og list verður opnuð í íþróttahúsinu við Sunnu- braut í Keflavík klukkan 12 í dag. Hún verður opin í dag og á morgun frá klukkan 12 til 18. þjónustu á svæðinu. Valgerður Guð- mundsdóttir menningarfulltrúi seg- ir að munirnir á sýningunni séu áberandi fjölbreyttir, nánast úr öll- um efnum sem handverks- og lista- fólk vinnur með. Kvennakór Suðurnesja syngur við opnunarathöfnina klukkan 12 í dag og Árni Sigfússon bæjarstjóri ávarp- ar gesti. Síðan verða tónlistaratriði annað slagið alla helgina og lions- konur úr Njarðvík selja kaffi. Aðgangseyrir er 300 kr. fyrir full- orðna en börn fá frítt inn. Um 60 handverks- og listafólk af Suðurnesjum og víðar af landinu sýnir og selur verk sín á sýningunni. Menningar-, íþrótta- og tóm- stundasvið Reykjanesbæjar stendur að sýningarhaldinu sem er liður í eflingu menningartengdrar ferða- Fjölbreytt handverk á sýningu Keflavík Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Byrjað var að setja upp handverks- og listsýninguna í gærkvöldi. Grétar „klukkukarl“ Ellertsson var að setja saman eina af útskornu klukkunum sínum. ♦ ♦ ♦ GÍSLI Jóhann Grétarsson gít- arleikari heldur burtfarar- prófstónleika í Akureyrarkirkju í dag, laugardag, kl. 15.30. Gísli hefur stundað nám við Tónlistar- skólann á Akureyri undir leið- sögn Kristjáns Þ. Bjarnasonar. Í vor lýkur hann námi við Mennta- skólann á Akureyri af tónlistar- braut. Á tónleikunum leikur hann verk eftir H. Villa-Lobos, I. Alb- eniz, J.S. Bach og F. Sor. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir segir í frétt um tónleikana. Burtfarar- prófstónleikar Gísla Jóhanns KÓR Menntaskólans á Akureyri fer í söngferð til Sauðárkróks og heldur þar tónleika á kosningadaginn. Þeir verða í Sauðárkrókskirkju og hefjast kl. 13. Tónleikarnir eru hluti af vor- ferð kórsins um Skagafjörð. Þetta eru ekki langir tónleikar en fjöl- breyttir og meðal verka á efnis- skránni eru íslensk þjóðlög, afrískir söngvar og amerískir negrasálmar. Söngstjóri Kórs MA að þessu sinni er Svanfríður Eygló Arnardóttir Aðalstjórnandi Kórs MA í vetur er Erla Þórólfsdóttir. Unnið var að því frá hausti að fara söngferð til Brügge í Belgíu, en þegar Erla for- fallaðist vegna erfiðrar læknisað- gerðar var Belgíuferðinni slegið á frest til næsta árs, Svanfríður hljóp í skarðið og ákveðið var að fara stutta vorferð, ferðina um Skagafjörð með tónleikum á Króknum og halda síðan vortónleika í Akureyrarkirkju. Kór Menntaskólans á Akureyri vonast til að íbúar á Sauðárkróki og í nærsveitum sjái sér fært að koma í kirkjuna á Sauðárkróki og hlýða á góðan söng á leið til eða frá kjörstað klukkan 13 á laugardag, segir í frétt frá kórnum. Kór MA á Króknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.