Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 44
Í AÐDRAGANDA kosninganna hefur verið horft mjög til skattamála. Því mið- ur hafa stjórnmálaflokkarnir og Sam- fylkingin sem boða minni tekjur ríkisins með skattatillögum sínum ekki verið krafðir nægilega svara um hvar þeir ætli að skera niður eða að hvaða marki þeir ætli að mæta niðurskurðinum með auknum þjónustugjöldum. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn hótar því að skera nið- ur skatta sem nema rekstrarkostnaði Landspítalans og öllum lyfjaútgjöldum ríkisins og öllum greiðslum til sérfræð- inga, þá er því ósvarað hverjir eigi að borga. Því um þetta hlýtur málið að snú- ast. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður boðað þjónustugjöld. Það gerði hann meðal annars í bæklingi sem gefinn var út af fjármálaráðuneytinu árið 1998 sem eins konar leiðarvísir um framkvæmd einkavæðingar. Þar segir að leggja beri „áherslu á að sem stærstur hluti tekna rekstraraðila sé fenginn með not- endagjöldum“. Í heilbrigðiskerfinu er hér átt við sjúklingagjöld og í skólakerf- inu er átt við skólagjöld. Þessi stefna hefur mætt talsverðri andstöðu og í seinni tíð hefur Sjálfstæð- isflokkurinn reynt að tóna þessa um- ræðu niður og látið í veðri vaka að flokk- urinn hafi alls ekki á stefnuskrá sinni að auka útgjöld sjúklingsins eða skólanem- ans. Þetta snúist hreint ekki um einka- væðingu heldur einkarekstur! Lítum nánar á þetta. Hér er verið að svara kalli Verslunarráðsins sem um nokkurt skeið hefur talað fyrir einakavæðingu heilbrigðisgeirans. Þar á bæ vita menn sem er að við þurfum á heilbrigðisþjón- ustu að halda um ókominn tíma, þar verði um mikla peninga að tefla, og þá vilja þeir fá í sinn vasa. Verslunarráðinu þykir ekkert verra að ríkið ábyrgist greiðslurnar. Haft var eftir Jóhanni Óla, einum aðaleiganda Öldungs hf., að hægt væri að þéna vel á öldruðum. Þar væri „gífurlegan fjárhagsávinning“ að hafa. Í þessu kristallast sú stefnubreyting sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar, að gera heilbrigðisþjónustuna að atvinnu- rekstri sem gefur fjárfestum arð í eigin vasa. Þegar ég gagnrýndi það á sínum tíma harðlega að Öldungur hf. fengi miklu hærri greiðslur frá skattborg- aranum en allar aðrar öldrunarstofn- anir landsins svaraði Ríkisendurskoðun á þessa leið: Síðarnefndu stofnanirnar „eiga að jafnaði ekki að sýna hagnað af starfsemi sinni. Að sjálfsögðu á slíkt ekki við um hlutafélög og aðra sambæri- lega einkaaðila á borð við Öldung hf. Forsvarsmenn félagsins hljóta að gera eðlilegar kröfur um hagnað af starfsemi félagsins“. Hvers eiga dvalarheimili aldraðra að gjalda? Þetta er ástæðan fyrir því að einka- rekstur er svona miklu dýrari en rík- isrekstur eða rekstur sjálfseignarstofn- ana sem ekki eru reknar með arðgreiðslur til eiganda að leiðarljósi. Vinstrihreyfingin – grænt framboð tel- ur algerlega ótækt að mismuna öldr- unarstofnunum svona gróflega. Skyldu menn gera sér grein fyrir því að ef elli- heimilið Grund fengi greitt samkvæmt sama mælikvarða og Öldungur hf. – að teknu tilliti til hjúkrunarþyngdar – væru greiðslur úr ríkissjóði 285 millj- ónum krónum hærri á ári en þær eru nú! Hvers á Grund að gjalda, eða Hrafn- ista eða allar aðrar sambærilegar stofn- anir? Um þetta segir yfirlæknirinn á Skjóli í ársskýrslu sem birt var 14. mars 2003: „Það er hins vegar mikið undr- unarefni, hve mismunur milli heimila og vistmanna þeirra vex.“ Skýringin er augljós segir hann ennfremur, „sá óhjá- kvæmilegi munur hlýtur að vera augljós á verktakakostnaði aðila sem annars vegar reiknar sér og hluthöfum sín- um15% arð af starfseminni og hins veg- ar sjálfseignarfélögum sem hafa það eitt á stefnuskrá að skrimta hallalaus frá ári til árs.“ Í sjónvarpsþætti á dögunum lét Geir H. Haarde fjármálaráðherra að því liggja að ég væri andvígur hvers kyns einkavæðingu og e Þetta er ekki rétt. vígur einkavæðing arþjónustunnar. Þ gleymum því ekki að einkaframkvæm fjárfesting ríkis og stendur að skattb ann á endanum be kvæmustu kjara f mér. Þetta virðist vera framandi hug gerð úttekt á því h innan Landspítala húss sé ódýrari en ir því sem ég best verið kannað. Því miður má æ isflokkurinn vilji e una. Hann rekur m arstefnuna í þágu anda trúarkreddu hinum einkareknu starfsmenn og þre starfsemi. Þessu þ gerum við í kosnin Ef kjósendur gr gagnvart Sjálfstæ við þurfa að heyja arbaráttu á næstu fólk sem á við heil starfsmenn heilbr fyrir skattborgara vörumál á ferð. Heilbrigðisþjón verið blanda af rík húsum og einkare inga. Þetta er viðk ur verið þannig sa þegar á heildina e þjóðina. Nú stend hlutfalli og færa a ustuna nær marka það? Það verður kosið um heilbrigðismál Eftir Ögmund Jónasson „Ef kjósendur grípa ekki í taum ana gagnvart Sjálfstæðisflokk um munum við þurfa að heyja mjög erfiða varnarbaráttu á næstu fjórum árum.“ Höfundur er þing 44 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GUNNAR Eyjólfsson leikari sagði á dögunum í sjónvarps- samtali við Gísla Martein Baldursson, að mestu skipti að nýta nú-ið. Við gætum hvort sem er ekki breytt fortíðinni og vissum því síður, hvað framtíðin bæri í skauti sér. Í þessu felst afstaða hins ábyrga og lífsreynda manns, sem horfir á stöðu sína eins og hún er, þegar hann tekur ákvarðanir. Þótt við vitum ekki, hvað gerist á morgun, get- um við búið í haginn fyrir morgundaginn með því, sem við gerum í dag. Við þann undirbúning er mikils virði að taka mið af því, sem áður hefur gerst. Ef við lærum ekki af sög- unni er líklegra en ella, að við þurfum að ganga í gegnum erfiða reynslu hins liðna. Á kjördag er nauðsynlegt að leiða hugann að þessum al- gildu sannindum. Með atkvæði okkar í dag leggjum við grunn að framtíðinni og dæmum stjórnmálastörfin síðustu fjögur ár. Við ákveðum, hverjir fari með stjórn mála okk- ar. Höfum til leiðsagnar, hvernig staðið hefur verið að málum á liðnum árum og jafnvel áratugum. x x x Á liðnum vetri kom til snarpra umræðna milli ritstjóra Morgunblaðsins og Steingríms J. Sigfússonar, formanns vinstri/grænna, vegna þeirra ummæla hans á flokks- stjórnarfundi 15. nóvember, að flokkurinn vildi gerbreytta stefnu í landsmálum, sem fælist í vinstri stefnu og myndun velferðarstjórnar og eðlilegir samherjar flokksins í bar- áttu fyrir gerbreyttri stjórnarstefnu væru hinir stjórn- arandstöðuflokkarnir, Samfylkingin og Frjálslyndi flokk- urinn. Morgunblaðið sagði vegna orða hans ástæðu til að staldra við og spyrja, hvort vinstri flokkarnir væru líklegri til að stuðla að öflugra velferðarkerfi en núverandi stjórn- arflokkar. Taldi blaðið Steingrím J. Sigfússon handhafa hinnar flokkspólitísku, sósíalísku arfleifðar, en hún hefði frá upphafi til þessa dags komið lítið við sögu í uppbygg- ingu velferðarkerfisins á Íslandi. Handhafar þessarar arf- leifðar á vettvangi stjórnmálanna gætu ekki stært sig af þeim áhrifum, sem verkalýðshreyfingin hefði haft í þágu velferðar. Þess vegna væru hugmyndir Steingr marklausar. Í kosningabaráttunni hafa þessar hugmyndir ferðarstjórn til vinstri verið á dagskrá, eftir að l að samkvæmt könnunum kynnu stjórnarandstö arnir þrír, frjálslyndir, Samfylking og vinstri/gr fá nægilegan þingstyrk til að mynda slíka meiri hlutastjórn. Steingrímur J. Sigfússon og Guðjón Arnar K jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, eru áh um stjórnina. Össur Skarphéðinsson tók hugmy vel í sjónvarpsumræðum en Ingibjörg Sólrún G hefur slegið úr og í. Vegna ummæla Ingibjargar Sólrúnar í tilefn ingum um þátttöku Samfylkingarinnar í hugsan vinstri stjórn hefur Morgunblaðið lent í svipuðu um við hana um stjórnmálasöguna síðustu daga Steingrím J. í nóvember. Ingibjörg Sólrún leita eigna vinstri stjórnum árangur, sem náðst hefu kvæði forystumanna innan verkalýðshreyfinga meðal atvinnurekenda. Hér er enn að sannast, að sósíalistar í frambo heldur undir merkjum vinstri/grænna eða Sam arinnar, vilja frekar umskrifa stjórnmálasögun upp við söguleg mistök á heiðarlegum og málef forsendum. Flótti undan eigin sögu og stefnum hvorki gott veganesti fyrir talsmenn stjórnmála þá, sem vilja veita þeim traust til framtíðarverk Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrvera þingismaður Alþýðubandalagsins, segist heiðar lýsir afstöðu skoðanasystkina sinna á þennan h viðtali við Birtu: „Eftir fall Sovétríkjanna þurft hér uppi á Íslandi að þvo sér í framan og mála s af ótta við að vera kennt um svívirðileg verk sem hverjir gervisósíalistar frömdu í heimalöndum Syndir þeirra eru mér óviðkomandi með öllu og engu um það að sósíalismi sé siðferðilega rétt o lífsviðhorf.“ VETTVANGUR Nýtum tækifærið! B Eftir Björn Bjarnason Á KJÖRDEGI Kosningabaráttunni vegna al-þingiskosninganna, semfram fara í dag, lauk með viðræðum leiðtoga og talsmanna flokka og framboða í sameiginlegri útsendingu Ríkissjónvarps og Stöðvar 2 í gærkvöld. Þótt mörgum hafi þótt kosningabaráttan snúast um margt annað en málefni fer þó ekki á milli mála, að helztu málefni, sem til umræðu hafa verið undan- farnar vikur, hafa skýrzt mjög. Þannig er ljóst, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur gefið svo ákveðin fyrirheit um verulegar skattalækk- anir á næsta kjörtímabili, að ætla verður að flokkurinn muni leggja mikla áherzlu á að ná þeim fram. Ef mið er tekið af yfirlýsingum og mál- flutningi talsmanna annarra flokka er ljóst, að mestar líkur eru á um- talsverðum skattalækkunum ef nú- verandi stjórnarflokkar, Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur, verða áfram við völd. Þótt Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins og utanríkisráðherra, hafi ekki viljað ganga jafn langt í skatta- lækkunum og sjálfstæðismenn er verulegur samhljómur á milli stjórnarflokkanna í skattamálum. Í kosningabaráttunni hefur komið fram, að Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst vilja til að takast á við vandamál sjáv- arbyggðanna með því að breyta lög- um um fiskveiðistjórnun á þann veg, að forkaupsréttarákvæði laganna taki til veiðiheimilda en ekki skipa eins og nú er. Jafnframt vakti það athygli í sjón- varpsumræðunum í gærkvöld að Halldór Ásgrímsson taldi koma til greina að hækka veiðigjaldið, að því tilskildu að sjávarútvegurinn geti staðið undir því. Veiðigjaldið kemur til greiðslu á næsta ári eins og kunn- ugt er. Morgunblaðið hlýtur að fagna þeirri yfirlýsingu formanns Framsóknarflokksins. Blaðið hefur lýst stuðningi við lögin um veiði- gjald, en gagnrýnt að gjaldið skyldi ekki ákveðið hærra í upphafi. Jafnframt hefur kosningabarátt- an leitt í ljós, að Samfylkingin er ákveðin í að taka upp fyrningarleið í stað veiðigjalds komist flokkurinn til valda. Ekki er hægt að skilja mál- flutning formanns Frjálslynda flokksins á annan veg en þann, að flokkurinn vilji með einhverjum hætti taka veiðiheimildirnar til baka til endurúthlutunar og vinstri græn- ir virðast vilja gera það með ein- hverjum hætti líka en þó án þess að það leiði til of mikilla umskipta á of skömmum tíma. Skilin á milli stjórn- arflokkanna og stjórnarandstöðu- flokkanna í sjávarútvegsmálum virðast vera mjög skýr. Sjónvarpsumræðurnar undir- strikuðu það, sem áður hefur komið fram, að Samfylkingin er eini flokk- urinn, sem hefur lýst því yfir að Ís- land eigi að sækja um aðild að ESB og láta á það reyna hvort samningar náist, sem þá verði lagðir undir þjóðaratkvæði. Framsóknarflokkur- inn vill meiri umræður um ESB-að- ild enda hefur utanríkisráðherra haft mikla forystu um slíkar umræð- ur, en Sjálfstæðisflokkur, vinstri grænir og frjálslyndir eru andvígir aðild að ESB. Það ætti að vera orðið nokkuð ljóst fyrir kjósendum um hvað er að velja í sambandi við þessa tilteknu málaflokka. Samfylkingin hefur gengið til þessara kosninga með það grundvallaratriði að leiðarljósi að koma Sjálfstæðisflokknum frá völd- um. Það er ekkert nýtt, að þingkosn- ingar snúizt um það að hluta til. Þannig var það í kosningunum 1956 og aftur 1971. Í bæði skiptin hurfu ríkisstjórnir, sem við tóku að kosn- ingum loknum, frá völdum fyrir lok kjörtímabils. Vissulega eru þau 12 ár, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ver- ið samfleytt í ríkisstjórn, langur tími. Í þeim efnum vita kjósendur hins vegar að hverju þeir ganga. Óumdeilt er að mikill árangur hefur náðst í efnahags- og atvinnumálum. Þjóðfélagið hefur gjörbreytzt. Kannski skiptir þó mestu máli, að náðst hefur bæði efnahagslegur og pólitískur stöðugleiki. Það er ekki verk Sjálfstæðisflokksins eins. Al- þýðuflokkurinn átti veigamikinn þátt í mikilvægum málum á fyrstu fjórum árum þessa tímabils og Framsóknarflokkurinn á síðustu átta árum. Ríkisstjórn undir forystu Sam- fylkingar, sem hefði helztu stefnu- mál flokksins á stefnuskrá sinni, mundi augljóslega stefna í mikil pólitísk átök á nýju kjörtímabili, þótt talsmaður Samfylkingarinnar hafi í sjónvarpsumræðunum í gær- kvöld lagt mikla áherzlu á sættir um þýðingarmikil mál. Ein helztu rök Morgunblaðsins fyrir því, að skynsamlegra hafi verið að velja veiðigjaldsleið en fyrning- arleið vegna greiðslu útgerðar fyrir réttinn til að nýta fiskimiðin hafa verið þau, að það væri engin leið að ná samkomulagi við útgerðarmenn um síðarnefndu leiðina. Umræður í kosningabaráttunni hafa staðfest, að þetta mat blaðsins er rétt. Þá er ljóst að ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusamband- inu mundi óhjákvæmilega leiða til stórfelldra pólitískra átaka hér inn- anlands. Þótt einungis sé vísað til þessara tveggja mála sýnist nokkuð ljóst, að sá pólitíski stöðugleiki, sem hér hef- ur ríkt á annan áratug, yrði í hættu ef slík ríkisstjórn yrði mynduð að kosningum loknum. Í febrúarmánuði 1990 var grund- völlur lagður að þeim efnahagslega stöðugleika, sem þjóðin hefur búið við á annan áratug. Sá grundvöllur var lagður með kjarasamningum, sem þeir Einar Oddur Kristjánsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Ás- mundur Stefánsson höfðu forystu um. Halldór Ásgrímsson hafði á ráð- stefnu í desember 1989 lýst þeirri skoðun, að hægt yrði að ná verðbólg- unni niður í 5% að óbreyttu ástandi á vinnumarkaði. Flestar spár bentu hins vegar til þess, að þá stefndi í 15-20% verðbólgu. Það varð ekki. Landsmenn hafa nú búið við ekki minni efnahagslegan stöðugleika og í sumum tilvikum meiri en ná- grannaþjóðir okkar. Allt þetta munu kjósendur hafa í huga, þegar þeir taka ákvörðun sína í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.