Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 51 ÞÓTT nýjustu skoðanakannanir gefi framsóknarmönnum tilefni til að vonast eftir viðunandi útkomu flokks- ins í alþingiskosning- unum í kosningunum í dag er það enn svo að bæði Halldór Ás- grímsson og Jónína Bjartmarz eru mjög tæp inni sem þing- menn okkar í Reykjavík. Því verðum við að herða róðurinn, allir sem vilja tryggja að rödd framsóknarmanna heyrist hátt og snjallt í landsstjórninni næstu ár. Nú getur hvert atkvæði skipt sköp- um, ekki bara hvað varðar þingsæti þeirra, heldur einnig varðandi áfram- haldandi ríkisstjórnarþátttöku okkar að þessu sinni. Ef okkur tekst ekki að afla flokkn- um nægilegs fylgis í kosningunum verður ekkert úr þátttöku okkar í ríkisstjórn og næði formaður okkar ekki kjöri væri það að sjálfsögðu mik- ið áfall fyrir flokkinn. Þess vegna verða framsóknarmenn nú að fylkja liði og hvetja allt sitt fólk til að setja x við B í dag. Nú vantar herslumuninn! Eftir Árna Magnússon Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. ENGUM þarf að koma á óvart að í lok kosningabaráttunnar reyni sumir talsmenn vinstri flokkanna að halda því fram að vinstri stjórnir hafi ekki reynst illa. Það þarf jafnvel ekki að koma á óvart að einn af tals- mönnunum skuli halda því fram að hér á landi hafi aldrei ver- ið neinar vinstri stjórnir. Þetta er í góðu samræmi við það þegar því er haldið fram að það sé „hræðsluáróður“ að tala um að stjórnarandstaðan taki við og myndi vinstri stjórn eftir kosn- ingar nái hún meirihluta á þingi. Það er nefnilega full ástæða að hræðast þau verk og þá stjórnarhætti sem bíða ef vinstri stjórn nær völdum. Eitt af því sem einkennir vinstri stjórnir, það er að segja stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki átt aðild að, er að þær hafa aldrei lækkað skatta. Tillögur sumra stjórnarand- stöðuflokka nú um skattalækkanir er nauðsynlegt að skoða í þessu ljósi. Til- lögurnar er einnig nauðsynlegt að skoða í ljósi skattahækkunar sem þeir hafa staðið fyrir á öðrum vettvangi og þær verður einnig að skoða í ljósi gagnrýni þeirra um að Sjálfstæð- isflokkurinn leggi til of „dýrar“ skatta- lækkunartillögur. Tillögurnar eru ekki of dýrar, þær eru ábyrgar og það sem meira er; Sjálfstæðisflokknum er treystandi til að lækka skatta en vinstri stjórn mun ekki lækka skatta. Samkvæmt skoðanakönnunum er hætta á því að eini mögulegi meirihlut- inn verði fjögurra flokka vinstri stjórn. Fræðilega séð sýna þessar kannanir að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking gætu myndað stjórn, en þeir sem hafa hlustað á helsta talsmann Samfylking- arinnar þurfa ekki að fara í grafgötur um hvert hugur talsmannsins stefnir. Þess vegna er óraunhæft annað en gera ráð fyrir því að fái Sjálfstæð- isflokkurinn ekki nægan stuðning til að geta myndað tveggja flokka stjórn með öðrum flokki en Samfylkingunni, þá muni Samfylkingin knýja fram fjög- urra flokka vinstri stjórn. Það er varla hægt að hugsa til enda hvert slík stjórn myndi fara með íslenskt samfélag, at- vinnulíf og efnahagslíf. Framundan geta verið bestu tímar sem þjóðin hefur lifað. Mikill áfram- haldandi vöxtur er fyrirsjáanlegur ef skynsamlega er haldið á málum, en um leið verður hagstjórn vandasöm og krefst styrkrar handar. Fjögurra flokka vinstri stjórn mun aldrei geta leitt þjóðina með farsælum hætti í gegnum þessa tíma en undir forystu Sjálfstæðisflokksins er full ástæða til bjartsýni. Fjögurra flokka vinstri stjórn? Eftir Pétur Árna Jónsson Höfundur er háskólanemi. NÚVERANDI fiskveiðistjórn- unarkerfi er eitt allra mesta óréttlæti nútímans. Íslendingar búa við léns- herrakerfi þar sem fá- ir útvaldir hafa einka- aðgang að sameiginlegri auðlind okkar allra. Kvóta- kóngarnir deila og drottna, enda miðin nánast lokuð fyrir öðrum en þeim og nýliðun ómöguleg. Kerfið er að drepa mörg byggðarlögin út á landi þar sem kvótinn hefur streymt út úr byggðunum og svipt fólk lífsbjörginni. Kvótakerfið er helsta meinvarpið í misheppnaðri byggða- stefnu stjórnvalda. Í komandi kosn- ingum velja landsmenn hvort þeir vilja áframhaldandi óréttlæti og byggð- aröskun eða endurskipulagningu fisk- veiðistjórnunarkerfisins og markvissa byggðasókn undir forystu Samfylking- arinnar. Atvinnufrelsi á ný Samfylkingin vill endurheimta sameiginlega auðlind þjóðarinnar með markvissri innköllun veiðiheim- ilda og endurúthlutun á leigumarkaði með jafnræði og réttlæti að leið- arljósi. Þannig fá komandi kynslóðir aftur réttinn til arðs og aðgangs að auðlindinni og kvótalausu byggð- irnar, sem goldið hafa fyrir hið mikla óréttlæti kerfisins, fá tækifæri til samkeppni á jafnréttisgrundvelli á ný. Atvinnufrelsi kæmist aftur á í sjávarútvegi og þjóðin ætti auðlindina – ekki kvótakóngarnir. Aðgangur á jafnréttisgrundvelli Mismunandi stefna Samfylking- arinnar og ríkisstjórnarflokkanna hef- ur sjaldan kristallast jafnvel og und- anfarnar vikur. Ætlunin er að auka þorskkvótann um 30.000 tonn. Þetta magn geta sægreifarnir leigt frá sér fyrir 4,5 milljarða í óbreyttu kerfi. Þessi verðmæti ætlar Sjálfstæðisflokk- urinn að færa núverandi kvótahöfum. Samfylkingin vill hins vegar skila verð- mætunum til þjóðarinnar og veita möguleika á aðgangi að fiskimiðunum á jafnréttisgrundvelli. Almannahagsmunir eða sérhagsmunir? Kjósendur taka afstöðu til þess þann 10. maí hvort þeir vilja sæ- greifaleið Sjálfstæðisflokksins eða leið Samfylkingarinnar – að afhenda þjóð- inni auðlindina og koma á heilbrigðara kerfi með jöfnum tækifærum. Kjós- endur svara því hvort þeir vilji stjórn almannahagsmuna eða sérhagsmuna. Auðlindina aftur til þjóðarinnar Eftir Eirík Jónsson Höfundur er lögfræðingur og skipar 5. sæti á lista Samfylking- arinnar í Norðvesturkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.