Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN Ólafsson prófessor hefur bent á að ís- lenskt velferðarkerfi hefur tekið miklum breytingum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þær breytingar sem gerð- ar hafa verið minna frekar á banda- rískt ölmusukerfi en norrænt velferð- arkerfi. Athygli vekur að það eru ráðherrar Framsóknarflokksins sem stýra þeim málaflokkum sem mestum breytingum hafa tekið, þ.e. húsnæðis- og heilbrigðismálum. Í hverju felast þessar breytingar? Skoðum nokkur dæmi. Dýrari húsaleiga Núverandi ríkisstjórn hefur lagt af hið félagslega húsnæðiskerfi að mestu í anda frjálshyggjunnar, enda er boðorðið að allir verði að eiga sitt eigið húsnæði. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks tók við árið 1995 báru lán til kaupa félagslegs húsnæðis 1% vexti. Vextirnir hafa stighækkað ár frá ári og eru nú 4,9% af öllum lánum til félagslegra hús- næðisbygginga, nema til byggingar leiguíbúða sveitar- félaga sem eru 3,5%. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Húsaleiga á þriggja herbergja íbúð hefur hækkað um 25.000 kr. á mánuði frá árinu 1997. Aðför að velferðarkerfinu Önnur breyting sem hefur verulega þýðingu er sí- aukin kostnaðarhlutdeild sjúklinga vegna heilbrigð- isþjónustu og lækkun barnabóta. Sem dæmi má nefna að:  Greiðslur fyrir röntenmyndatökur hafa hækkað úr 900 í allt að 18.000 kr.  Þáttur sjúklinga í lyfjakostnaði hefur stóraukist.  Gjöld fyrir heimsóknir til sérfræðinga hafa hækkað verulega.  Barnabætur hafa verið skertar stórlega þannig að aðeins 11% einstæðra foreldra eru með óskertar barnabætur. Öryrkjar, einstæðir foreldrar, atvinnulausir og lág- tekjufólk kvarta yfir síauknum kostnaði og dæmi eru um að fólk leiti ekki til læknis eða leysi út lyf vegna kostnaðar. Heilbrigðiskerfið er því ekki lengur það ör- yggiskerfi fyrir alla sem að var stefnt í upphafi. Barnabætur hafa verið skornar niður við trog og at- vinnuleysisbætur hafa ekki fylgt launaþróun. Ábyrgð- in liggur hjá stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Sú stjórn hefur haft átta ár til að láta verkin tala. Kosningaloforðin nú eru því lýðskrum eitt í ljósi reynslunnar. Vaxandi fátækt Á liðnum misserum hefur verið mikið rætt um vax- andi fátækt í íslensku samfélagi. Það birtist í fjölgun skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða kross- ins, Mæðrastyrksnefndar og annarra góðgerðar- samtaka. Getur hugsast að skýring á aukinni fátækt sé aðför að hinu félagslega húsnæðiskerfi, stórauknar greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og skertar barna- bætur? Það munar stórlega um 25.000 kr. á mánuði í húsaleigu og tugi prósentna í auknum heilbrigðis- kostnaði fyrir einstaklinga með laun undir 100.000 kr. Þær hækkanir sem ríkisstjórnin hefur lagt á fólkið í landinu nýttust betur til að auðvelda börnum efna- minni foreldra að stunda íþróttir og tónlistarnám. Því miður eru margir sem ekki hafa efni á slíku um þessar mundir. Skýr valkostur Á kjördag gefst kjósendum einstakt tækifæri til að snúa af braut amerískrar ölmusu með því að fella nú- verandi ríkisstjórn. Samfylkingin hefur sett fram ábyrga velferðarstefnu og leggur auk þess ríka áherslu á jafnréttis- og menntamál. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er verðugur leiðtogi til að fylgja þessum breytingum eftir. Eflum velferð og jöfnuð á Íslandi. Kjósum Samfylkinguna 10. maí. Velferð í stað amerískrar ölmusu Eftir Láru Stefánsdóttur Höfundur skipar 3. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. ÉG er ein þessara rúmlega 5% kjós- enda sem eru í pólitískri tilvistar- kreppu, þ.e. hafa ekki tekið afstöðu. Hvaða flokk á ég að kjósa á laugardaginn? Samkvæmt nýjustu könnun Gallup þá eru 9% kjósenda sem neita að gefa það upp, sennilega vegna þess að þeir skammast sín fyrir að kjósa flokk sem er þeim á móti skapi. Það er að segja. „Ef ég kýs D þá heldur stjórnin velli ef ég kýs S þá fell- ur hún.“ 2% kjósenda ætla að skila auðu en það vil ég ekki gera. Ég verð þess vegna að taka ákvörðun. Best að nota útilokunaraðferðina. Nei það er mjög erfitt því allir vilja flokkarnir, rétt eins og ég, bæta kjör hinna lægst launuðu, öryrkja, eldri borgara og barnafólks. Allir vilja þeir lækka skatta. Allir vilja þeir efla menntunarstigið (þýðir það betri laun til kennara þannig að hæft fólk helst í starfi í grunnskólunum, eða hvað?), lækka skatta og svo framvegis og svo framvegis. Þennan loforðalista þekkja allir kjósendur. Hitt er annað mál hvort við tökum fagurgalann alvarlega. Að mínu mati finnst mér þetta skiptast í tvennt, sumir flokkar vilja losna við stjórnina og aðrir ekki. Þetta er valdabarátta en ekki kosningabarátta þar sem hags- munir heildarinnar eru ekki hafðir að leiðarljósi. Snúum okkur aftur að útilokunar- aðferðinni. Ég er búin að fylgjast nokkuð vel með umræðunni til að sjá ljósið sem allt í einu segði mér að þetta væri flokkurinn sem ég vil kjósa. En eins og málin standa núna þá hefur það ekki gerst. Hvað er þá til ráða? Jú rétt er að hugsa um það sem mér og stórum hópi fólks finnst skipta veru- legu máli en það eru skipulagsmál í Reykjavík sem miðast við að flugvöll- urinn í Vatnsmýri fari í burtu hið allra fyrsta og að það dýrmæta byggingar- land sem þar er geti nýst fyrir bland- aða byggð fólks, verslana, fyrirtækja, Háskólans og Landspítalans svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er ekki eingöngu mál sveitar- stjórnarkosninga heldur höfuðborg- arinnar og landsbyggðarinnar, sem sagt allrar þjóðarinnar. Að mínu mati má ekki stilla okkur upp í andstæður, við hljótum öll að vilja hag landsins sem bestan. Það er öllum landsmönnum til hags- bóta að í framtíðinni eignumst við skil- virka höfuðborg sem, með verulega bættum samgöngum til Keflavíkur, gerir það að verkum að þeir sem þurfa „bara að skjótast til Reykjavíkur“ (sama á við um þá sem þurfa „bara að skjótast til Akureyrar“) og komast aft- ur heim sama dag þurfi ekki að nota of mikinn tíma til að keyra frá flugvell- inum til áfangastaðarins. Eftir að hafa leitað í stefnuskrám flokkanna að því hvað þeim finnst varðandi þetta brýna mál án þess að finna neitt þá er ég enn í hópi þeirra 5% óákveðnu. Ég auglýsi hér með eftir stefnu flokkanna varðandi framtíð höf- uðborgarinnar. Hvaða flokkar vilja hætta þessari bíla-stórmark- aðamenningu og hvaða flokkar vilja berjast gegn henni? Ef ég fæ svar við þessari spurningu mun það auðvelda mér og fleirum valið hinn 10. maí. Ein óákveðin Eftir Dóru Pálsdóttur Höfundur er kennari. 16. JANÚAR síðastliðinn sagði Elísabet Jökulsdóttir í Morgun- blaðinu að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hefði framið „svik á svik ofan“ og bætti svo við: „Hjarta mitt blæðir af sorg og reiði.“ Ástæðan var stuðn- ingur borgarstjóra við lánsábyrgð borgarinnar vegna Kárahnjúka- virkjunar. Ingibjörg Sólrún kaus að greiða „stærstu framkvæmd Ís- landssögunnar“ leið, ein flokks- manna sinna í borgarstjórn. El- ísabet talaði fyrir munn margra þegar hún benti borgarstjóra á að tíminn læknaði ekki aðeins sár, „hann veldur líka ígerð“. Ingibjörg Sólrún ætti nú að vera kosn- ingabeita Samfylkingarinnar en „það dugir bara ekki endalaust að nota gamla beitu“. Eða hvað? Hinn 7. maí skrifar Elísabet aftur í Morgunblaðið og nú er Ingibjörg Sólrún orðin „stjórnmálamaður á heims- mælikvarða“ og við eigum að senda „dætur okkar og ömmustelpur“ í fylkingu þar sem þær eiga að finna „orkuna til að hugsa stórt“. Nú hlýtur að vera lögmætt að spyrja: Hvað hefur breyst? Hvers vegna eigum við núna að bíta á agnið? Hefur Samfylkingin breytt um áherslur í virkjanamálum? Ætlar hún að hætta að vera stór- iðjuflokkur? En nei, það er víst ekki. Þvert á móti gorta þingmenn Samfylkingarinnar af stuðningi sín- um við Kárahnjúkavirkjun. Og and- stæðingar náttúruspjallanna ætla að bíta á agnið. Er það sjávarútvegsstefna Sam- fylkingarinnar sem á að smyrja vélindað á okkur þannig að við kok- gleypum stóriðjuna? Samfylkingin ætlar, eins og aðrir stjórnarand- stöðuflokkar, að afnema hið rang- láta kvótakerfi sem hefur rænt sjávarbyggðir víðsvegar um land lífsviðurværinu. En hvað býður Samfylkingin í staðinn þeim sem misst hafa kvótann? Jú, hann á að leigja hæstbjóðanda á uppboði. Þetta eru hin stórkostlegu tíðindi sem Samfylkingin boðar þeim sem hafa lífsviðurværi af sjávarútvegi. Hverjir ætli leigjendurnir verði? Verða það smábátaeigendur og krókaveiðimenn sem eiga mesta möguleika í slíku uppboði? Eða kannski hákarlarnir sem fá þarna tækifæri til að bola hinum út af markaðnum? Eða er það kannski jafnréttis- stefna Samfylkingarinnar sem hef- ur verið tekin til endurskoðunar? Ekki eru liðnir nema örfáir mán- uðir frá því að Samfylkingin treysti sér ekki til að styðja tillögu á Al- þingi, um að kaupendur vændis yrðu gerðir jafnábyrgir seljendum þess. Er hún núna búin að endur- skoða stefnu sína? Lofar hún bót og betrun? Nei, það er víst ekki. Samfylkingin er ekki fyrir konur heldur konu, eina konu sem hún lofar okkur að verði forsætisráð- herra eftir kosningar. En eru kon- ur allar eins? Ættum við konur líka að virkja orkuna í þágu Valgerðar Sverrisdóttur ef hún væri efnilegt forsætisráðherraefni? Af hverju ekki, ef við erum á annað borð farnar að láta okkur standa á sama um allt annað? Eða eigum við kannski að styðja stóriðjuflokkinn vegna þess að þá verður vinstristjórn? Hefur Sam- fylkingin lofað að starfa ekki með Davíð Oddssyni eftir kosningar? Nei, það hefur hún víst ekki. Þegar óheppinn fréttamaður á Ríkis- útvarpinu hafði það eftir Össuri Skarphéðinssyni að Samfylkingin vildi vinstristjórn var það borið til baka. Og Ríkisútvarpið krafið um afsökunarbeiðni. Það er vissulega ástæða til að hugsa stórt þegar kemur að kosningum. Þá dugar svo sannarlega ekki að vera lítilþægur. En um leið og við virkjum orkuna sem í okkur býr þá skulum við líka hugsa um auðlindirnar okk- ar, sem Ingibjörg Sólrún kaus að gefa Landsvirkjun á spottprís. Þá skulum við muna eftir vænd- isfrumvarpi Kolbrúnar Halldórs- dóttur sem þingkonur Samfylking- arinnar vildu ekki styðja. Þá skulum við kjósa gegn stefnu stjórnarinnar og allra þeirra sem hafa stutt hana. Og ekki gleyma hlutdeild Samfylkingarinnar í að styðja við þá stefnu. Það er gott að hafa hugsjónir, en við skulum ekki gleyma veruleikanum í blindu glápi á tálsýnir. Og ekki gína við gamalli beitu. Tálsýnir? Eftir Kolbrá Höskuldsdóttur Höfundur skipar 11. sætið á U-lista, lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í Reykjavík norður. ÞEGAR kemur að Evrópu segja vinstri-grænir og sjálfstæðismenn að hagsmunir okkar séu svo ólíkir hagsmunum Evrópubúa að þar geti aldrei um sameiningu orðið að ræða. Hvaða hagsmuni eru þeir að tala um? Eru lífs- hættir okkar svona gjörólíkir? Nei. Eru vandamál daglegs lífs svona gerólík. Nei. Hvaða hagsmuni er þá verið að verja? Það eru hagsmunir sægreifanna og hagsmunir valdhafanna sem njóta velvildar sægreifanna meðan þeir úthluta veiði- heimildum. Þessi litli hópur gæti misst spón úr aski sínum ef af Evrópusameiningu yrði. Þessa hagsmuni eru sjálfstæð- ismenn, framsóknarmenn og vinstri-grænir að verja. Kvóti Eina „málefnið“ sem hefur verið í umræðu alla kosningabaráttuna er „fiskveiðistjórnun“. Stjórnarflokkarnir áttu ekki von á að það yrði að kosn- ingamáli. Þeir reyna nú að ljúka umræðunni í tæka tíð fyrir kjördag með barnalegum dómsdagsspám. Höfnun sjálfstæðismanna á lögmálum mark- aðarins æpir í andlit manna. Hvernig myndi kjósendum bregða við ef þeim væri sagt að þeir ættu að gefa byggingarmeisturum steypuna og heildsölum „Cheeriosið“ því ef þeir þyrftu að kaupa það færi starfsemi þeirra á hausinn? Meirihluti landsmanna vill sjá arð af fiskinum í sjónum með beinum og áþreifanlegum hætti. Ef þingmenn (ráðherrar) vilja ekki taka tillit til skoð- ana meirihlutans í þessu efni þá er það af því að þeir eru að verja hagsmuni einhvers minnihluta sem ekki kemst af öðruvísi. Samkvæmt skilgreiningu er sá minnihluti þá á framfæri skattborgaranna. Ef þetta á við um sjávarútveginn í dag þá eru engar forsendur fyrir þeirri starfsemi og best að snúa sér að einhverju öðru sem ekki þarf að niðurgreiða. Lýðræði Um stund virtist sem þessar kosningar myndu snúast um leikreglur lýð- ræðisins. En viti menn umræðan lognaðist út af í kjaftavaðli um persónur og útúrsnúningi og verður líklega að bíða þess að fram komi valdhafar sem þola að vera gagnrýndir fyrir skoðanir og orð. Það er sorglegt þegar frambjóð- endur mega ekki tala um leikreglur lýðræðis. Það er dálítið skelfandi þegar kjörnir fulltrúar okkar hafna því með öllu að orð þeirra og athafnir hljóti að skoðast í því ljósi að þeir buðu sig fram til að setja landinu lög í umboði kjós- enda og framkvæma þau í umboði þings. Það er kominn tími á umræðu um grundvallaratriði lýðræðis þegar kjörnir fulltrúar muna ekki lengur hvaðan þeir þiggja umboð sitt. Ímyndið ykkur hvernig væri að búa hér ef ekki væri lýðræði. Kosningar eru engin sönnun lýðræðis. Einræðisherrar láta kjósa sig einróma með vissu millibili. Þar er stöðugleikinn í fyrirrúmi. Þar sem ekki er stjórnarandstaða eða málfrelsi er ekki lýðræði. Stjórnarandstaðan er hinn eilífi sigurvegari lýðræðisins. Þar sem ekki má gagnrýna stjórnarherra þar er ekki lýðræði. Umræða um skoðanir og athafnir kjörinna fulltrúa er mjög lýðræðisleg, miklu lýðræð- islegri en karp um skattaprósentur. Auðvitað mega ráðherrar hafa skoðanir á hverju sem þeim hugnast, en við höfum rétt í krafti atkvæðis okkar til að meta orð þeirra og skoðanir í ljósi þessa umboðs sem þeir þáðu frá okkur. Þeir eru ráðherrar okkar allra, sama hvað við kusum. Þegar ráðherrar kveinka sér undan umræðu um orð þeirra, skoðanir og athafnir þá eru þeir að kveinka sér undan málfrelsi og skoðanafrelsi, því besta í lýðræðinu. Ráðherra sem kvartar undan gagnrýni og fjölmiðlum (skoðanafrelsi og málfrelsi) á skilið að reyna sig um tíma sem sannur sig- urvegari lýðræðisins í stjórnarandstöðu, helst í Borgarnesi. Kjósum breyt- ingar en ekki endalaust sama ástand. Kjósum nýtt fólk í stjórn, nýjar lausnir, ný vinnubrögð, nýtt fólk til að gagnrýna, ný andlit í fréttir og ný andlit í Spaugstofu. Kjósum breytingar Eftir Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt. ATVINNUVEGIR Íslendinga hafa áður gengið um svipugöng nýrra hátta og breyttra siða. Við inngöngu þjóð- arinnar í EFTA varð umrót í iðnaði og sumar greinar hans blómstruðu en aðrar brotnuðu. Bændur þola nú umskipti á högum sínum og sumir þeirra munu laga sig að nýju umhverfi en aðrir ekki. Atvinnurekstur Reykvíkinga hefur aldrei skipt aðra landsmenn máli og öllum er sama þótt kaup- menn og veitingamenn fari á hausinn í höfuðborginni. Nú er röðin hins vegar komin að sjávar- útvegi. Íslenska þjóðin tók í taumana þegar ofveiðimenn og sjóræn- ingjar hugðust ganga af fiskistofn- um hennar dauðum og setti lögin um Fiskveiðar við Ísland. Mark- mið laganna var fiskivernd en af- leiðing þeirra er sægreifavernd. Greifarnir hafa vitað frá öndverðu að drottinn gaf og drottinn tók og höfðu nógan tíma þegar kvótanum var fyrst úthlutað til að búa sig undir síðustu úthlutun. Kaup- endur gjafakvótans vissu líka að kvótalögunum yrði breytt eins og öðrum lögum þegar tilefni gæfist. Kvótaútgerðin er því jafnvel eða illa undir breytingar búin og iðn- aðurinn var á sínum tíma og bændur eru í dag. Sægreifar hafa fleytt rjómann af auðæfum Íslend- inga og mál til komið að þjóðin heimti aftur auðlindina á kjördag. Davíð Oddsson forsætisráðherra valsar um byggðir landsins með nýju hagfræðikenninguna sína undir hendinni um að fiskislóðin hverfi úr djúpum hafsins verði kvótinn tekinn af sægreifum og færður eigendum. Ekki er öll vit- leysan eins. Með sömu hundalógík hefðu allir viðskiptamenn Davíðs Oddssonar skrifstofustjóra í Sjúkrasamlaginu á sínum tíma safnast til feðranna ef þeir skiptu um heimilislækni. Forsætisráð- herra er jafnflinkur í hagfræði og utanríkisráðherra í tónfræði. Sægreifar sigli sinn sjó Eftir Ásgeir Hannes Eiríksson Höfundur er verslunarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.