Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 9 Glæsilegur sumarfatnaður Stærðir 36-52 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Hvítar buxnadragtir Síð pils í ljósum og dökkum litum Blússur, peysur og bolir 15% afsláttur Stuttkápur og jakkar Mikið úrval af buxum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Laugavegi 63, sími 551 4422 BASIC Útskriftardragtir Sparidragtir 4 snið af jökkum 3 snið af pilsum 3 snið af buxum 4 litir Stærðir 36-48 Persónuleg þjónusta 25% afsláttur af allri leirvöru í dag kosningadag Gólfker Blómapottar Vasar Veggpottar Kertastjakar Leirskálar Laugavegi 63 sími 5512040 Opið kl. 11-16. STRÆTISVAGNASTJÓRI var í Hæstarétti sakfelldur fyrir hegn- ingar- og umferðarlagabrot með því að aka strætisvagni gegn rauðu ljósi en á gatnamótunum lenti hann í hörðum árekstri við fólksbíl. Farþegi í fólksbílnum slasaðist alvarlega og ökumaðurinn hlaut einnig áverka. Báðir ökumennirnir sögðust hafa ekið yfir gatnamótin á móti gulu ljósi. Strætisvagnsstjór- inn hélt því fram að hann hafi átt eftir um 10 metra að umferðarljós- unum þegar gult ljós kviknaði og hann hafi ekið yfir gatnamótin á 45–50 km hraða. Strætisvagnastjóri sem varð vitni að árekstrinum sagði að rautt ljós hafi logað á aksturs- stefnu bifreiðarinnar en grænt og gult hjá strætisvagninum. Þrjú vitni báru á hinn bóginn að rautt ljós hafi logað þegar strætisvagn- inum var ekið út á gatnamótin. Engin tilraun hafi verið gerð til að stöðva vagninn en honum hafi verið ekið á mikilli ferð. Dómnum þótti framburður þre- menninganna trúverðugur í alla staði og taldi að áreksturinn yrði að mestu rakinn til gáleysislegrar háttsemi strætisvagnastjórans. Hann var því dæmdur til að greiða 80.000 krónur í sekt en var ekki sviptur ökuréttindum eins og rík- issaksóknari krafðist. Hæstaréttar- dómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claes- sen kváðu upp dóminn. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari sótti mál- ið en Guðni Á. Haraldsson hrl. var til varnar. Strætis- vagnastjóri olli árekstri með gáleysi HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ríkið og þrjá lögreglumennn af skaðabótakröfu manns sem hand- leggsbrotnaði í átökum inni í lög- reglubíl í október 1998. Þar með sneri Hæstiréttur við dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt manninum um 5,7 milljónir í bætur. Eftir að maðurinn var handtek- inn og færður inn í lögreglubíl báðu lögreglumennirnir hann um að sýna innihald vasa sinna af ör- yggisátæðum en maðurinn var í annarlegu ástandi af völdum am- fetamínneyslu. Samkvæmt fram- burði lögreglumannanna brást hann ókvæða við þessari bón, bjóst til að rísa á fætur og hrópaði að þeim að þeir yrðu að handjárna hann ef þeir ætluðu sér að leita á honum. Í dómnum segir að þeim hafi verið rétt og skylt að taka manninn föstum tökum. Ekki yrði séð að þeir hafi beitt ógætni eða gengið harðar fram en nauðsyn- legt var þó svo illa hafi til tekist að hann slasaðist í átökunum. Hann hlaut slæmt handleggsbrot og er örorka hans metin 35%. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason, Ingi- björg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. Einar Karl Hall- varðsson hrl. varði málstað rík- isins og Gylfi Thorlacius hrl. var til varnar fyrir lögreglumennina. Ólafur Sigurgeirsson hrl. var lög- maður mannsins. Gengu ekki of hart fram við handtöku ♦ ♦ ♦ VEÐUR mbl.is REKTOR Háskólans á Akureyri, Þorsteinn Gunnarsson, tekur já- kvætt í hugmyndir um að stofna aðra læknadeild og slík deild geti vel starfað í skólanum í samstarfi við fleiri aðila. En áður en slík vinna fari af stað af alvöru þurfi að liggja fyrir skýr vilji stjórnvalda til að leggja fjármagn í aðra læknadeild. Þorsteinn segir að sú hugmynd hafi verið rædd að Háskólinn á Akureyri, HA, og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, FSA, yrðu með ákveðið framhaldsnám fyrir heimilislækningar sem miðaði við heimilislækna sem störfuðu á landsbyggðinni. Skýrsla liggi fyrir um slík áform en ekkert hafi meira verið gert með hana. „Persónulega tel ég að við vinnum aldrei bug á læknaskorti á landsbyggðinni nema að vera með læknanám, til dæmis við Háskól- ann á Akureyri. Ég byggi það á reynslu okkar í annarri sérfræði- menntun. Hitt er svo annað mál hvað menn eru tilbúnir að setja af fjármagni í uppbyggingu lækna- náms hér á Akureyri. Tæknilega og faglega séð er ekkert því til fyrirstöðu að mínu mati en þetta er fyrst og fremst spurning um fjármagn og vilja stjórnvalda,“ segir Þorsteinn. Háskólinn á Akureyri er með nám í heilbrigðisvísindum, þ.e. hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun, og að sögn Þorsteins hefur það geng- ið mjög vel, m.a. í samstarfi við FSA og fleiri stofnanir. Hann telur það einnig mögulegt að læknadeild á Akureyri geti verið rekin í sam- starfi við Háskóla Íslands. Fyrir því sé að minnsta kosti vilji innan Háskólans á Akureyri. Rektor HA tekur jákvætt í hugmyndir um aðra læknadeild Vilji stjórnvalda þarf að liggja skýr fyrir SJÖ MIG-29 orrustuþotur af rússneskum upp- runa lentu á Keflavíkurflugvelli í vikunni. All- nokkrir varnarliðsmenn hringdu í flugturninn og spurðu hvernig á því stæði að þar rigndi niður rússneskum herflugvélum. Engin hætta var þó á ferð þar sem vélarnar hafa tilheyrt þýska flughernum árum saman. Þær verða fljótlega afhentar pólska flughernum en áður munu þær fljúga til æfinga í Norður-Ameríku undir þýskum fána. Þoturnar, sem eru ekki út- búnar til að taka eldsneyti á flugi, fóru héðan áleiðis til Narsarsuaq í Grænlandi. Munu þær svo ferðast í stuttum áföngum til Eglin- herstöðvarinnar í Flórída þangað sem ferðinni er heitið. Ljósmynd/Baldur Svansson Rússneskar orrustuþotur í Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.