Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 33
SÝNING á verkum Arnar Þor-
steinssonar myndhöggvara er önn-
ur tveggja sýninga sem opnaðar
verða í Listasafni Reykjavíkur –
Kjarvalsstöðum, kl. 16 í dag, laug-
ardag. Í tilkynningu frá safninu
segir m.a.: „Segja má að Örn Þor-
steinsson (f. 1948) sé myndhöggvari
í hinni upphaflegu merkingu þess
orðs. Hann heggur listaverk úr
steinum náttúrunnar og leysir með
því úr læðingi formið sem leynist
innan í efninu. Verk sín vinnur Örn
að mestu úr sæbörðum gran-
ítsteinum sem hann hefur nálgast
úr fjörum Skagafjarðar en verkin
mótar hann í því umhverfi sem þau
eru sprottin úr, á bryggju við
Reykjavík.“
Sýning Arnar teygir sig um
ganga Kjarvalsstaða og umhverfis
húsið. Þar getur að líta fjölda högg-
mynda, stórra og smárra, sem taka
á sig ýmis form í líki furðudýra og
ævintýravera.
Einnig verður opuð yfirlitssýning
á rússneskum ljósmyndum. Sýn-
ingin er síðari hluti samstarfsverk-
efnis Listasafns Reykjavíkur og
Ljósmyndasafns Moskvu (Moscow
House of Photography) en á liðnum
vetri var haldin sýning á íslenskum
ljósmyndum í Moskvu.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega
kl. 10–17. Sýningarnar standa til 15.
júní. Aðgangur er ókeypis á mánu-
dögum. Leiðsögn um sýningar Kjar-
valsstaða er alla sunnudaga kl. 15.
Ljósmynd/ GVA
Höggmyndir Arnar
á Kjarvalsstöðum
Vorhátíð LHÍ, Listasafn Reykja-
víkur – Hafnarhús kl. 13 Hvað er í
blýhólknum? – leikrit eftir Svövu
Jakobsdóttur. Leiklestur leiklist-
arnema á íslenskum leikverkum.
Leiðsögn um sýninguna Fókusinn
kl. 15–16.
Port Hafnarhússins kl. 16 Tísku-
sýning – verkefni nemenda fyrsta og
annars árs í textíl og fatahönnun.
Nemendaleikhúsið Smiðjunni,
Sölvhólsgötu 13 kl. 20 Tvö hús.
Á MORGUN
FINNSKA listakonan Veronica Öst-
erman opnar málverkasýningu í
Listhúsi Ófeigs kl. 16 í dag, laugar-
dag.
Veronica er atvinnulistakona,
fædd 1. maí árið 1965 í Helsinki. Hún
hóf listnám sitt við Frjálsa listaskól-
ann þar á árunum 1983 til 1986 og
stundaði síðan framhaldsnám við
Listaakademíuna í München um
tveggja ára skeið. Þá nam hún við
finnsku Listaakademíuna og loks var
hún við nám árin 1990 og 1991 við
Massana-listaakademíuna í Barce-
lona.
Veronica er kunn í heimalandi sínu
og hefur haldið margar sýningar frá
árinu 1985. Verk hennar er að finna
víðsvegar í opinberum söfnum, meðal
annars í borgarlistasafninu í Münch-
en, í borgarlistasafni Helsinkiborgar
og í finnska ríkislistasafninu.
Lengst af hefur Veronica málað
borgarlandslag: Götumyndir, veggi,
nýbyggingar og hafnarsvæði. Verk
hennar eru í senn hlutlæg og afstrakt
og virðast því oft draumkennd. Á
þessari sýningu bregður þó nýstár-
legum mótífum fyrir. Nú má í fyrsta
sinn að sjá tré í myndum Veronicu.
Sýningin stendur til 4. júní og er
opin virka daga kl. 10–18 og laugar-
daga 11–16.
Tré í
myndum
Veronicu
GUNNAR Ingibergur Guðjónsson
opnar sýningu í Undirheimum, Ála-
fosskvos, í dag kl. 15. Sýninguna
heldur hann í tilefni af 60 ára af-
mæli sínu í fyrra og nefnir hana
Carol skoðar sýninguna.
Gunnar hefur verið virkur í mál-
aralist síðustu 30 árin. Hann hefur
haldið fjölmargar sýningar hér
heima og erlendis. Hann hefur
starfað mikið erlendis, ma. á Spáni,
Hollandi, Svíþjóð, Grænlandi, Dóm-
iníska lýðveldinu og á eyjunni Bel
Isle í Bretagne.
Málverkin eru fígúratíf, lands-
lagsmyndir og sjávarmyndir.
Myndefnið sækir hann oft vestur á
Snæfellsnes. Flest verkin eru olía á
striga.
Einnig málar Gunnar portrett af
konum, þar á meðal Carol sem
skoðar sýninguna. Á sýningunni
bregður fyrir nýlegum verkum,
unnum 2000-2003 en einnig nokkr-
um eldri til að fagna löngum mál-
araferli.
Sýningin stendur til 17. júní, lok-
að um Hvítasunnuhelgina, annars
opið fimmtudaga og föstudaga kl.
15-18, laugardaga og sunnudaga kl.
13-17.
Verk eftir Gunnar Ingiberg
Guðjónsson.
„Carol
skoðar
sýninguna“
Trjáplöntur
- verðhrun
75 - 125 sm
75 - 125 sm
hreinir litir - Fullt verð 1.700 kr.
2.990kr.
75 - 125 sm
Blágreni
899kr.
Rússalerki
495 kr.
Birki
999kr.20 Stjúpur
stjúputilbo›
249kr.
899kr.
Úrvals
gróðurmold
10 ltr
50 ltr
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
11
40
05
/2
00
3