Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 33 SÝNING á verkum Arnar Þor- steinssonar myndhöggvara er önn- ur tveggja sýninga sem opnaðar verða í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, kl. 16 í dag, laug- ardag. Í tilkynningu frá safninu segir m.a.: „Segja má að Örn Þor- steinsson (f. 1948) sé myndhöggvari í hinni upphaflegu merkingu þess orðs. Hann heggur listaverk úr steinum náttúrunnar og leysir með því úr læðingi formið sem leynist innan í efninu. Verk sín vinnur Örn að mestu úr sæbörðum gran- ítsteinum sem hann hefur nálgast úr fjörum Skagafjarðar en verkin mótar hann í því umhverfi sem þau eru sprottin úr, á bryggju við Reykjavík.“ Sýning Arnar teygir sig um ganga Kjarvalsstaða og umhverfis húsið. Þar getur að líta fjölda högg- mynda, stórra og smárra, sem taka á sig ýmis form í líki furðudýra og ævintýravera. Einnig verður opuð yfirlitssýning á rússneskum ljósmyndum. Sýn- ingin er síðari hluti samstarfsverk- efnis Listasafns Reykjavíkur og Ljósmyndasafns Moskvu (Moscow House of Photography) en á liðnum vetri var haldin sýning á íslenskum ljósmyndum í Moskvu. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10–17. Sýningarnar standa til 15. júní. Aðgangur er ókeypis á mánu- dögum. Leiðsögn um sýningar Kjar- valsstaða er alla sunnudaga kl. 15. Ljósmynd/ GVA Höggmyndir Arnar á Kjarvalsstöðum Vorhátíð LHÍ, Listasafn Reykja- víkur – Hafnarhús kl. 13 Hvað er í blýhólknum? – leikrit eftir Svövu Jakobsdóttur. Leiklestur leiklist- arnema á íslenskum leikverkum. Leiðsögn um sýninguna Fókusinn kl. 15–16. Port Hafnarhússins kl. 16 Tísku- sýning – verkefni nemenda fyrsta og annars árs í textíl og fatahönnun. Nemendaleikhúsið Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 kl. 20 Tvö hús. Á MORGUN FINNSKA listakonan Veronica Öst- erman opnar málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs kl. 16 í dag, laugar- dag. Veronica er atvinnulistakona, fædd 1. maí árið 1965 í Helsinki. Hún hóf listnám sitt við Frjálsa listaskól- ann þar á árunum 1983 til 1986 og stundaði síðan framhaldsnám við Listaakademíuna í München um tveggja ára skeið. Þá nam hún við finnsku Listaakademíuna og loks var hún við nám árin 1990 og 1991 við Massana-listaakademíuna í Barce- lona. Veronica er kunn í heimalandi sínu og hefur haldið margar sýningar frá árinu 1985. Verk hennar er að finna víðsvegar í opinberum söfnum, meðal annars í borgarlistasafninu í Münch- en, í borgarlistasafni Helsinkiborgar og í finnska ríkislistasafninu. Lengst af hefur Veronica málað borgarlandslag: Götumyndir, veggi, nýbyggingar og hafnarsvæði. Verk hennar eru í senn hlutlæg og afstrakt og virðast því oft draumkennd. Á þessari sýningu bregður þó nýstár- legum mótífum fyrir. Nú má í fyrsta sinn að sjá tré í myndum Veronicu. Sýningin stendur til 4. júní og er opin virka daga kl. 10–18 og laugar- daga 11–16. Tré í myndum Veronicu GUNNAR Ingibergur Guðjónsson opnar sýningu í Undirheimum, Ála- fosskvos, í dag kl. 15. Sýninguna heldur hann í tilefni af 60 ára af- mæli sínu í fyrra og nefnir hana Carol skoðar sýninguna. Gunnar hefur verið virkur í mál- aralist síðustu 30 árin. Hann hefur haldið fjölmargar sýningar hér heima og erlendis. Hann hefur starfað mikið erlendis, ma. á Spáni, Hollandi, Svíþjóð, Grænlandi, Dóm- iníska lýðveldinu og á eyjunni Bel Isle í Bretagne. Málverkin eru fígúratíf, lands- lagsmyndir og sjávarmyndir. Myndefnið sækir hann oft vestur á Snæfellsnes. Flest verkin eru olía á striga. Einnig málar Gunnar portrett af konum, þar á meðal Carol sem skoðar sýninguna. Á sýningunni bregður fyrir nýlegum verkum, unnum 2000-2003 en einnig nokkr- um eldri til að fagna löngum mál- araferli. Sýningin stendur til 17. júní, lok- að um Hvítasunnuhelgina, annars opið fimmtudaga og föstudaga kl. 15-18, laugardaga og sunnudaga kl. 13-17. Verk eftir Gunnar Ingiberg Guðjónsson. „Carol skoðar sýninguna“ Trjáplöntur - verðhrun 75 - 125 sm 75 - 125 sm hreinir litir - Fullt verð 1.700 kr. 2.990kr. 75 - 125 sm Blágreni 899kr. Rússalerki 495 kr. Birki 999kr.20 Stjúpur stjúputilbo› 249kr. 899kr. Úrvals gróðurmold 10 ltr 50 ltr ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 11 40 05 /2 00 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.