Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 62
ÍÞRÓTTIR 62 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SEBASTIAN Alexandersson, sem varið hefur mark Fram í hand- knattleik undanfarin ár, hefur ver- ið ráðinn þjálfari Selfyssinga. Samningur Sebastians er til þriggja ára og tekur hann við starfi markvarðarins Gísla Guð- mundssonar sem er genginn í rað- ir Gróttu/KR. Jafnframt því að þjálfa mun Sebastian leika með lærisveinum sínum á næstu leiktíð. „Mér líst bara vel á að hella mér út í þennan slag. Ég hef fengist við þjálfun undanfarin tíu ár, hef þjálfað yngri flokka og þá mest 2. flokk en nú finnst mér vera kom- inn tími til að taka að mér meist- araflokk. Ég veit vel að það gekk ekki sem skyldi hjá Selfossliðinu í vetur og staða liðsins gefur mér ekki neina ástæðu til þess að ætla sér eitthvert risastórt stökk. Ég ætla að taka þetta í smærri skref- um en það er klárlega bara ein leið fyrir Selfoss og hún liggur upp á við,“ sagði Sebastian við Morgunblaðið. Selfyssingum gekk afleitlega í vetur. Þeim tókst ekki að vinna einn einasta leik og fengu aðeins eitt stig út úr 26 leikjum í deilda- keppninni. Sebastian segir að allir þeir leik- menn sem léku með liðinu í vetur séu samningsbundnir að Gísla und- anskildum en stefnt er að því að auka breiddina í liðinu fyrir næsta tímabil. Sebastian þjálfar Selfyssinga Sebastian HELGI Sigurðsson skoraði eitt af mörkum Lyn sem sigraði Stabæk á útivelli, 3:1, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Helgi skoraði annað mark Lyn á 82. mínútu gegn sínum gömlu félögum sínum eftir sendingu Jóhanns B. Guð- mundssonar sem skömmu áður hafði komið inná sem vara- maður. Tryggvi Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Stabæk en tókst ekki að finna net- möskvana þrátt fyrir ágæt færi. Árni Gautur Arason sat á tréverkinu við hliðarlínuna hjá meisturum Rosenborg sem sigruðu Sogndal, 3:1. Rosen- borg er í kunnuglegri stöðu, með fullt hús eftir sex umferð- ir og með yfirburðalið í deild- inni. Ólafur Stígsson lék allan leikinn fyrir Molde og Bjarni Þorsteinsson seinni hálfleikinn í 3:0 ósigri liðsins á móti Bryne. Hannes Þ. Sigurðsson fékk að spreyta sig tvær síðustu mínúturnar hjá Viking sem gerði 1:1 jafntefli við Ålesund. Indriði Sigurðsson var eini Íslendingurinn sem kom við sögu hjá Lilleström sem gerði 1:1 jafntefli við Vålerenga. Indriði lék allan leikinn, Davíð Viðarsson var á bekknum en Gylfi Einarsson er frá vegna meiðsla. Helgi skoraði gegn gömlu félögunum í sigri Lyn KNATTSPYRNA Noregur Ålesund - Viking ....................................... 1:1 Brann - Odd Grenland ............................. 3:0 Bryne - Molde........................................... 3:0 Rosenborg - Sogndal................................ 3:1 Stabæk - Lyn ............................................ 1:3 Tromsö - Bodö/Glimt ............................... 3:3 Vålerenga - Lilleström............................. 1:1  Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, sáu Teit Þórðarson stjórna Lyn til sigurs gegn Sta- bæk og einnig leik Vålerenga og Lille- ström, en Lofi var starfsmaður Lilleström sl. keppnistímabil. Í dag halda þeir til Liege í Belgíu, þar sem þeir sjá leik Lierse og Íslendingaliðsins Lokeren í kvöld. Ás- geir hóf atvinnuferil sinn í borginni á sínum tíma, sem leikmaður Standerd Liege. Staðan: Rosenborg 6 6 0 0 16:2 18 Sogndal 6 4 1 1 12:8 13 Odd Grenland 6 4 0 2 10:10 12 Viking 6 3 2 1 11:5 11 Bodö/Glimt 6 3 2 1 11:7 11 Stabæk 6 2 2 2 8:6 8 Lyn 6 2 2 2 9:10 8 Lilleström 6 2 1 3 6:12 7 Bryne 6 2 0 4 9:11 6 Molde 6 1 2 3 6:8 5 Vålerenga 6 1 2 3 8:11 5 Tromsö 6 1 2 3 11:15 5 Brann 6 1 2 3 7:14 5 Ålesund 6 0 2 4 8:13 2 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-úrslitakeppni Vesturdeild - undanúrslit: Sacramento – Dallas .........................115:109  Staðan er jöfn 3:3. LA Lakers – San Antonio...................82:110  San Antonio Spurs vann 4:2. ÚRSLIT KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild kvenna Landsbankadeildin: Kópavogur: Breiðablik – Þór/KA/KS.......17 Sunnudagur: Efsta deild karla Landsbankadeild: Grindavík: Grindavík – Valur....................14 Kaplakriki: FH – ÍA...................................14 Vestmannaeyjar: ÍBV – KA ......................14 Fylkisvöllur: Fylkir – Fram.................19.15 1. deild karla: Ólafsfj.: Leiftur/Dalvík – HK....................16 Ásvellir: Haukar – Njarðvík......................16 Kópavogur: Breiðablik – Þór ....................16 2. deild karla: Siglufjörður: KS – Léttir...........................16 Húsavík: Völsungur – Tindastóll ..............16 Höfn: Sindri – Selfoss ................................16 Mánudagur: Efsta deild karla Landsbankadeild: Laugardalur: Þróttur – KR..................19.15 1. deild karla: Varmá: Afturelding – Víkingur R.............20 Keflavík: Keflavík – Stjarnan ...................20 2. deild karla: ÍR-völlur: ÍR – Fjölnir...............................20 FIMLEIKAR Fimleikasamband Íslands verður 35 ára í dag, 17. maí . Af því tilefni verður Afmæl- issýning í Laugardalshöll á morgun kl. 16. Skemmtileg sýning þar sem allur aldur fimleikafólks mun sýna og þar á meðal fremsta fimleikafólk landsins í áhaldfim- leikum, hópfimleikum og þolfimi. Í tilefni af afmælinu heldur nefnd UEG, Fimleikasambands Evrópu í almennum fimleikum, und í Reykjavík. Nefndarmenn verða heiðursgestir á sýningunni. UM HELGINA Ég held að við séum miklu beturstemmdir fyrir þennan leik en leikmenn Arsenal, við höfum allt að vinna og engu að tapa. Innan okkar herbúða eru leikmenn eins og Brett Ormerod og Chris Mars- den, sem koma úr neðri deildun- um, og ég efast ekki um að þeir séu hungraðri en flestir leikmenn Arsenal, sem sumir hverjir eiga heimsmeistaratitil að baki. Þetta er dagurinn þar sem þessir dreng- ir geta orðið að sigurvegurum og ég er ekki í neinum vafa um að al- menningur í landinu mun styðja strákana frá Southampton,“ sagði Gordon Strachan og var bjartsýnn á fráttamannafundi sem haldinn var í gær í Cardiff. Keppinautur Strachans, Arsene Wenger, hefur að mörgu að hyggja fyrir leik dagsins. Fjöldi leik- manna er tæpur vegna meiðsla og þá er útséð um að hinn magnaði fyrirliði Arsenal, Patrick Viera, verði með á morgun. Sol Campell er í leikbanni, Pascal Cygan er meiddur, Martin Keomn er tæpur vegna meiðsla og Lauren sömu- leiðis þannig að það gæti orðið höf- uðverkur fyrir Wenger að stilla upp sínu liði. Eingöngu Manchester United á glæsilegri bikarsögu en Arsenal. Með sigri Arsenal á morgun yrði það þriðji bikarsigur ársins á fimm árum. Ashley Cole, vinstri bakvörður Arsenal, óttast það að ef leikmönn- um Arsenal mistakist að sigra í dag muni Arsene Wenger refsa þeim grimmilega. „Það er engin spurning í mínum huga að „stjór- inn“ (Arsene Wenger) á eftir að gera fjöldann allan af breytingum á liðinu ef okkur tekst ekki að ná í bikar á Þúsaldarvellinum. Hins vegar held ég að með stórsigri (6:1) okkar á Dýrlingunum nú um daginn hafi okkur tekist að ná í ákveðið sálfræðilegt forskot.“ Hvort það forskot nægir Arsen- al-mönnum er ómögulegt að segja. Leikurinn er sýndur beint á sjón- varpsstöðinni Sýn. Baráttan í Cardiff GORDON Strachan, fram- kvæmdastjóri Southampton, telur sína menn til alls líklega í baráttunni gegn bikarmeist- urum Arsenal í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem fram fer í dag kl. 14 í Cardiff. Ég held að við eigum eftir að fáað sjá sterkustu deild sem leikin hefur verið hér á landi. Rökin sem ég færi fyrir því eru þau að liðin hafa spilað mjög mikið á undirbún- ingstímabilinu. Flest liðin hafa styrkt sig mikið frá því í fyrra og það eru að koma inn í mörg lið mjög sterkir einstaklingar sem koma til með að setja svip sinn á deildina. Þar get ég nefnt tví- burana Arnar og Bjarka hjá okkur í KR, Sören Hermannsen hjá Þrótti, Danina tvo hjá FH, Lee Sharp og Ólaf Gottskálksson hjá Grindavík, Eyjamenn hafa fengið tvo Breta, KA-menn danskan markvörð, ÍA bræðurna Þórð og Stefán Þórðar- syni og Fylkismenn hafa styrkt sig, sömuleiðis Framarar og svona get ég haldið lengi áfram,“ segir Will- um. Willum segir að tíðin í vor hafi gert liðum kleift að fara fyrr á gras og með því ætti að fara mesti vor- bragurinn af liðunum og þyngslin almennt að verða minni á liðunum í upphafi móts. Meiri pressa á okkur frá umhverfinu Hvaða lið að þínu mati eru líkleg til að blanda sér í toppbaráttuna? „Það er ómögulegt að spá fyrir um það. Mér finnst öll liðin í deild- inni vera tiltölulega jöfn á góðum degi og þetta er bara spurningin um dagsformið. Mér finnst nánast hvaða lið sem er geta blandað sér í toppbaráttu en ég hygg þó að Fylk- ir, Grindavík og ÍA verði örugglega í toppslagnum.“ Hvað með KR? Verðið þið ekki með í þeim slag? „Við gerum okkar besta í því. Ég finn fyrir meiri pressu á okkur frá umhverfinu heldur en í fyrra og það er bara spurning hvernig við tök- umst á við það. Hvað sóknina varð- ar hef ég úr breiðari hópi að moða en í fyrra og fleiri möguleika. Það getur hins vegar tekið tíma að finna jafnvægið í liðinu. Það eru margir einstaklingar í liðinu sem vilja sækja og það grimmt og það getur komið niður á þéttleikanum inni á miðjunni. Í þessu erum við að vinna þessa dagana.“ Varla neitarðu því að liðið sé ekki sterkara en í fyrra? „Ég get alls ekki neitað því en það er hægt að færa rök fyrir hvoru tveggja. Vissulega erum við búnir að fá til okkar sterka ein- staklinga sem vonandi styrkja lið- ið.“ Sérðu fyrir þér eitthvert lið sem kemur á óvart í sumar? „Ég get alveg séð fyrir mér mið- að við spár að lið eins og Valur, KA, Þróttur, FH og jafnvel ÍBV geti komið á óvart og hnekkt þessum spám. Öll þessi lið geta að mínu mati blandað sér í toppbaráttuna og ég held að deildin í ár sé miklu meira spurningarmerki en oft áður. Það eru fleiri betri og jafnari lið og það er ekkert lið í þessari deild sem hefur ekki bætt við sig mannskap. Ég sé ekki annað fyrir mér en að sumarið verði ofboðslegur bardagi allt frá upphafi til enda.“ Margir segja þig vera í erfiðri stöðu að velja byrjunarlið með þann stóra hóp sem þú hefur yfir að ráða. Hvað segir þú um það? „Það má kannski segja að þetta sé skemmtilegt vandamál sem blas- ir við mér. Það komast bara 11 að í einu og það er eitthvað sem menn þurfa að lifa við verði þeir ekki í byrjunarliðinu í það og það skipti. Ég vil frekar að menn verði pirr- aðir heldur en ekki ef þeir eru ekki í liðinu. Annað er óeðlilegt en hins vegar verða menn að sýna þroska.“ KR-ingar hefja titilvörnina á mánudagskvöldið en þá sækja þeir nýliða Þróttar heim í Laugardalinn en Willum þjálfaði lið Þróttar í þrjú ár, 1997–1999. „Þetta verður langt frá því að verða léttur leikur fyrir okkur. Ég er kannski ekki hlutlaus en mér finnst alltaf vera þokki yfir Þrótt- urum og ég veit að það verður gott andrúmsloft í kringum lið þeirra í sumar. Sjálfur er ég fullur tilhlökk- unar fyrir sumarið og veit að þetta verður skemmtilegt fótboltasumar.“ Hvað segir Willum Þór Þórsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, um orrustuna? Líklega sterkasta deild frá upphafi Willum Þór Þórsson WILLUM Þór Þórsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í knattspyrnu, býst við mjög skemmtilegu Íslandsmóti í sumar. Hann segist ekki velkjast í vafa um að deildin í ár verði sú allra sterkasta frá upp- hafi enda hafi margir sterkir leikmenn gengið í raðir félaganna auk þess sem liðin hafi sjaldan eða aldrei mætt betur undirbúin til leiks. Guðmundur Hilmarsson skrifar Sunnudagur: Grindavík: Grindavík - Valur ..................14 Kaplakriki: FH - ÍA ....................................14 Vestmannaeyjar: ÍBV - KA .................................14 Fylkisvöllur: Fylkir - Fram ....................19.15 Mánudagur: Laugardalur: Þróttur - KR......................19.15 1. UMFERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.