Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 51
✝ Aðalsteinn Ing-ólfur Eiríksson
bifvélavirkjameist-
ari fæddist í Hafnar-
firði 13. október
1925. Hann andaðist
á fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 9. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Eiríkur Steins-
son, f. í Miklholti í
Biskupstungna-
hreppi 24.12. 1898,
d. 6.2. 1969, og Sig-
ríður Valdimarsdótt-
ir, f. á Sóleyjarbakka
í Hrunamannahreppi 3.7. 1904, d.
13.5. 1974. Bróðir Aðalsteins er
Valdimar Helgi, f. 23.12. 1930 í
Eystra-Geldingaholti í Gnúpverja-
hreppi, búsettur á Reyðarfirði.
Aðalsteinn kvæntist 10. septem-
ber 1949 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Pálínu Maríu Guðmunds-
dóttur, f. 12. ágúst 1927. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Sveins-
son, bóndi á Flateyri við Reyðar-
fjörð, f. 27.1. 1884, d. 7.8. 1967, og
Sigurborg Þorvaldsdóttir hús-
freyja, f. 14.5. 1893, d. 3.10. 1978.
ur Birgir Guðjónsson, f. 10.9. 1967,
þau eiga eitt barn. b) Guðmundur
Árni, f. 15.6. 1985. 5) Árdís Guð-
borg, f. 12.2. 1967, maki Karl
Bóasson, f. 15.4. 1965, börn þeirra
eru: a) Logi Steinn, f. 21.12. 1984.
b) Rebekka Sif, f. 1.7. 1992. c) Bóel
Rut, f. 25.6. 1993. 6) Sigríður
Helga, f. 8.4. 1969, maki Kristján
Bóasson, f. 26.1. 1967, barn þeirra
er Dagur Friðrik, f. 11.6. 1997.
Aðalsteinn ólst upp í Hafnarfirði
fyrstu tvö æviárin en fluttist þaðan
með foreldrum sínum að Eystra
Geldingaholti í Gnúpverjahreppi
og var þar til sex ára aldurs en þá
flytjast þau til Reykjavíkur. Sveit-
in var honum kær og dvaldi hann í
sveit á sumrin allt til 13 ára aldurs.
Aðalsteinn lauk sveinsprófi í bif-
vélavirkjun frá Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1950 og öðlaðist
meistararéttindi árið 1954 en
sama ár flutti hann ásamt Pálínu
eiginkonu sinni til Reyðarfjarðar
og bjó þar til dauðadags. Þar
stofnaði hann bifreiðaverkstæðið
Lykil ásamt Valtý Sæmundssyni
og síðar stofnaði hann fyrirtækið
Lykil og rak það ásamt sonum sín-
um allan sinn starfsferil. Hann var
mikill áhugamaður um íþróttir og
kenndi glímu á Reyðarfirði til
margra ára.
Útför Aðalsteins Ingólfs verður
gerð frá Reyðarfjarðarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Börn Aðalsteins og
Pálínu eru: 1) Þor-
valdur, f. 20. 8. 1950,
maki Birna Guð-
mundsdóttir, f. 3.9.
1952, börn þeirra eru
a) Aðalsteinn Vigfús,
f. 19.12. 1970, sam-
býliskona Linda Andr-
ésdóttir, f. 30.1. 1972,
þau eiga eitt barn. b)
Drengur, f. 26.4. 1975,
d. 26.4. 1975; c) Daði
Páll, f. 4.10. 1977,
sambýliskona Petra
Dögg Þórðardóttir, f.
2.11. 1983, hann á eitt
barn. 2) Sigurður Eiríkur, f. 19.5.
1953, maki Erna Arnþórsdóttir, f.
15.3. 1954, börn þeirra eru: a) Arn-
þór Ingi, f. 17.3. 1978, d. 26.7.
1997. b) Sigurður Örn, f. 8.7. 1982.
3) Kristín, f. 22.3. 1956, börn henn-
ar og Sigurðar Pálssonar, f. 26.5.
1957 eru: a) Davíð Ingþór, f. 7.10.
1978. b) Aðalbjört María, f. 3.1.
1984. c) Dagbjört Nótt, f. 25.5.
2000. 4) Hugrún, f. 24.9. 1959,
maki Árni Guðmundsson, f. 3.8.
1954, börn þeirra eru: a) Pálína
María, f. 11.12. 1979, sambýlismað-
Elsku hjartans afi minn, mikið á ég
eftir að sakna þín en ég veit að núna
líður þér vel hjá Guði á himnum. Það
er skrítið að koma niður á neðri hæð
til ömmu þegar enginn afi er til að
skoða með mér í bækur og ræða um
fiska og fugla sem okkur báðum hafa
verið afar hugleiknir en skemmtileg-
ast fannst mér þegar þú varst að
spyrja mig út úr fiskabókinni um
nöfnin á fiskunum sem ég er búinn að
læra af þér. Það verður tómlegt við
eldhúsborðið hjá ömmu þegar
draumafiskur verður á borðum og
búðingur í eftirmat og þig vantar, afi,
til að segja með stolti í röddinni að
þetta sé það besta sem litlir strákar
geta fengið til að vaxa og verða
hraustir því fiskur var það besta sem
þú fékkst að borða. Það jafnaðist ekk-
ert á við fjöruferðir með þér út á Flat-
eyri síðastliðið sumar og fá að koma
heim með fullar fötur af skeljum,
bobbum og því um líku úr fjörunni og
um svo margt fróðari.
Ég vil þakka þér, afi minn, fyrir allt
það góða sem þú hefur gefið mér, að
því mun ég alltaf búa, Guð geymi þig.
Þinn
Dagur Friðrik.
Elsku afi. Okkur langar að minnast
þín í nokkrum orðum. Okkur verður
hugsað til allra sumranna sem við
komum austur til ykkar ömmu sem
börn. Oftast vildi dvölin lengjast
meira en áætlað hafði verið. Það var
aldrei lognmolla í kringum þig, við
minnumst allra fjöruferðanna sem við
fórum í til að leita að steinum og skelj-
um. Einnig minnumst við þess að hafa
farið með þér á sjó út á fjörðinn, og þá
var nú stundum fiskað vel. Við fórum
líka með ykkur ömmu í ferðalög og
var það oft góð uppspretta fyrir rit-
gerðir okkar sem við þurftum að
skrifa að hausti í skólanum. Og þótt
við fullorðnuðumst var alltaf sama
eftirvæntingin að fara til afa og ömmu
á Reyðarfirði.
Elsku afi, við höfum fylgst með
dugnaði þínum og ákveðni í veikind-
unum sem því miður náðu að lokum
yfirhöndinni. Elsku amma, við erum
þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir
afa, sem gerði það að verkum að hann
gat verið sem lengst heima. Og hvað
þið voruð bæði alltaf hugarfarslega
jákvæð þegar dró að leiðarlokum.
Elsku afi, við þökkum þér allar góðu
minningarnar sem við eigum um þig.
Kveðjur.
Davíð Ingþór og
Aðalbjört María.
Hugumprúður heiðursmaður er
hniginn að velli. Heiðríkja hugarfars-
ins einkenndi ævigöngu hans alla,
lundin var hlý, mundin traust, mæt
voru verk þessa dugandi bjartsýnis-
manns og marga kæra minning skilur
hann eftir hjá svo mörgum.
Aðalsteinn var hinn hjálpfúsi
greiðamaður sem allra vanda vildi
leysa svo sem í valdi hans stóð, hann
var ötull í sínu fagi sem og í hverju því
sem hann tók sér fyrir hendur, skjótr-
áður og snöggur að greiða úr málum.
Menn fundu ævinlega hve gott var að
eiga hann að, menn vissu alltaf hvar
þeir höfðu Aðalstein Eiríksson, hann
Alla á Lykli eins og svo oft var sagt og
ævinlega kenndi hlýju í rödd manna.
Það var fengur sannur að fá þennan
ljúfa og hressa dreng inn í samfélagið
okkar heima fyrir um hálfri öld. Nú
kveðjum við hann Alla á Lykli í dag og
það er klökkvi í hug þegar hugur leit-
ar á fund minninganna, en jafnframt
hlýtt þakklæti fyrir samfundi alla.
Það var sannarlega staðið meðan
stætt var og máske lengur, því víl var
Aðalsteini óþekkt og kvartsár var
hann aldrei, þó að syrti um heilsu
hans.
Fyrstu verulegu kynni mín af Að-
alsteini voru þegar leikritið Deleríum
búbónis var sett upp heima og Að-
alsteinn þar áhugasamastur allra við
allan undirbúning og framkvæmd.
Áhugi hans og kraftur var smitandi
og hressileikinn hreif mann með sér.
Þannig var hann Aðalsteinn og þótt
við margt væri mætavel fengist, þá
mun glímukennsla hans heima halda
minningu hans hæst á lofti, það mikla
og fórnfúsa sjálfboðastarf verður
aldrei fullþakkað.
Sjálfur var Aðalsteinn afar góður
glímumaður, glímdi mikið hér syðra,
þótti frækinn og fær en lipurðin og
snerpan í öndvegi og til verðlauna
unnið m.a. fyrir fallega glímu. Á þessi
atriði lagði Aðalsteinn höfuð-áherzlu
við nemendur sína, sem voru fjöl-
margir, kraftar og burðir skyldu aldr-
ei alfarið ráða, enda fengu nemendur
hans góða dóma glímukappa, en
mörgum kom Aðalsteinn í röð
fremstu glímumanna landsins.
Mér er hinn hugstæði drengur
ljómandi eiginleika þó minnisstæðast-
ur, þetta ljúfa viðmót, þessi fríski,
glaði andblær sem voru einkenni
hans.
Aðalsteinn kvæntist mikilli af-
bragðskonu og efnisfólk mikið eru
börn þeirra, hann var hamingjuhrólf-
ur í einkalífi sínu eins og bezt getur
orðið.
Við Hanna sendum þeim, sem nú
syrgja þennan heilladreng, einlæg-
ustu samúðarkveðjur.
Þökkin heit er mér í hug við leiðar-
lok fyrir gjöful kynni áranna.
Megi hann á ódáinsakri eilífðar öðl-
ast birtu og blessun.
Blessuð sé minning hins mæta
drengskaparmanns.
Helgi Seljan.
Þá hefur okkar ágæti félagi og
glímuþjálfari Aðalsteinn Eiríksson
kvatt hið jarðneska líf og haldið á vit
æðri máttarvalda. Með fáeinum orð-
um viljum við í glímuráði Vals minn-
ast okkar góða félaga, sem svo sann-
arlega setti svip á samfélagið með
dugnaði sínum og ljúfmannlegri
framkomu.
Aðalsteinn var afbragðs glímumað-
ur. Hann tók þátt í fjölmörgum glímu-
mótum á yngri árum og var einnig í
sýningarflokkum og fór meðal annars
með frægum glímusýningarflokki
KR-inga til að sýna glímu á erlendri
grundu. Það var mikill fengur fyrir
okkur Austfirðinga að fá Aðalstein
hingað í fjórðunginn, en til Reyðar-
fjarðar flutti hann 1954. Hann var at-
hafnamaður bæði í atvinnulífi sem fé-
lagslífi og vildi hvers manns götu
greiða. Árið 1958 stofnaði hann hér
glímuflokk og var glímuþjálfari hjá
ungmennafélaginu Val fram til 1983.
Hann leiddi einnig glímustarfið innan
UÍA og stóð fyrir fjölda móta hér
eystra. Aðalsteinn var í einu orði sagt
frábær glímuþjálfari. Hann hafði
mikinn metnað fyrir hönd drengjanna
sinna og lagði mikla áherslu á fallega
og drengilega glímu, enda þrautþjálf-
aður glímusýningarmaður. Kraftur
og lipurð, en um leið heiðarleiki og
vinátta, einkenndi alla hans tilsögn.
Aðalsteinn var einnig ákaflega létt-
lyndur og spaugsamur maður og hlát-
ur og hressileiki einkenndu æfingarn-
ar og áttu eflaust mikinn þátt í
vinsældum glímunnar hér á Reyðar-
firði. Þær eru margar góðar minning-
arnar sem við eigum frá æfingum í
Félagslundi, hvernig Aðalsteini tókst
ætíð að laða fram það besta í okkur,
dýrmæt reynsla sem hefur verið okk-
ur gott veganesti. Við glímufólkið hér
á Reyðarfirði kveðjum hann með
þökk og virðingu um leið og við vott-
um eiginkonu hans, Pálínu, börnum
og öðrum ættingjum samúð okkar.
Fyrir hönd glímuráðs Vals,
Þóroddur Helgason.
AÐALSTEINN ING-
ÓLFUR EIRÍKSSON
✝ Bjarni Dagssonfæddist í Sviðu-
görðum í Gaulverja-
bæjarhreppi 5. sept-
ember 1915. Hann
lést í Sjúkrahúsi Suð-
urlands 9. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Dagur
Brynjúlfsson, bóndi
og hreppstjóri, f.
1879, d. 1963, lengst
af í Gaulverjabæ og
kona hans Þórlaug
Bjarnadóttir hús-
freyja, f. 1880, d.
1965. Systkini Bjarna
voru Brynjúlfur læknir, f. 1905, d.
1963; Bjarni, f. 1908, d. 1908; Sig-
rún organisti í Gaulverjabæ, f.
1909, d. 1929; Guðrún Ingibjörg
póstfulltrúi á Selfossi, f. 1911, d.
1988; Dagur kaupmaður á Sel-
fossi, f. 1920. Hálfbróðir Bjarna,
samfeðra, er Erlingur, f. 1914.
Uppeldissystir Bjarna er Hulda
Brynjúlfsdóttir, f. 1925, bróður-
dóttir hans.
Hinn 21. júní 1958 kvæntist
Bjarni Valgerði Guðmundsdóttur,
f. 3. september 1926, d. 5. júní
1998. Foreldrar hennar voru Þór-
unn Guðjónsdóttir frá Hamri í
Gaulverjabæjarhreppi og Guð-
mundur Elías Bjarnason frá Túni
í Hraungerðis-
hreppi. Börn Bjarna
og Valgerðar eru: 1)
Guðmundur rekstr-
artæknifræðingur, f.
15.8. 1959. 2) Óskírð-
ur sonur, f. 18.11.
1962, dáinn sama
dag. 3) Þórlaug líf-
fræðingur, f. 14.5.
1964, gift Karli Þóri
Jónassyni. Þeirra
börn eru Bjarni
Dagur, f. 28.1.1991
og Valgerður Ósk, f.
11.6. 1993.
Bjarni stundaði
nám við Bændaskólann á Hvann-
eyri og lauk þaðan búfræðiprófi
1936. Hann stundaði akstur á eig-
in bíl og var ökukennari á árunum
1937–1955. Bjarni hóf störf við
Landsbankann á Selfossi 1956 og
starfaði þar til 1985 er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Bjarni
var formaður sóknarnefndar Sel-
fosssafnaðar 1977–1991. Hann
söng í kirkjukór Gaulverjabæjar-
kirkju 1932–1951 og með kirkju-
kór Selfosskirkju frá 1952. Þá
söng hann með Hörpukórnum á
Selfossi frá stofnun hans.
Útför Bjarna fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11.
Þetta ár er frá oss farið,
fæst ei aftur liðin tíð.
Hvernig höfum vér því varið?
Vægi oss Drottins náðin blíð.
Ævin líður árum með,
ei vér getum fyrir séð,
hvort vér önnur árslok sjáum,
Að oss því í tíma gáum.
(Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi.)
Skyndilega er Bjarni félagi okkar
farinn. Fram til síðustu klukku-
stundar fótaferðar hans 2. maí tign-
aði hann sönggyðjuna sér til ánægju
og áheyrendum til gleði. Bjarni lauk
sínum langa söngferli á vorfagnaði
eldri borgara Árnesþings, sem hald-
inn var á Flúðum 2. maí. Þar söng
Hörpukór félags eldri borgara, kór
þar sem saman eru komnir eldri
borgarar úr mörgum sveitarfélögum
Árnesþings undir stjórn Jörgs Son-
dermanns. Bjarni kom í Hörpukór-
inn fyrir nokkrum árum.
Merkasti ferill Bjarna er þátttaka
hans í Kirkjukór Selfoss samfleytt í
56 ár allt frá árinu 1947. Hann
mætti síðast á söngloftið í kirkjunni
27. apríl sl. Bjarni var einn styrkasti
og tónnæmasti félaginn í kórnum.
Tónnæmi og sönghæfni hans var al-
veg einstök. Fyrstu áratugina söng
hann tenórröddina, en síðar færði
hann sig í bassarödd. Þrátt fyrir það
var hann ávallt reiðubúinn að færa
sig í tenórrödd, stæði þannig á að
þess væri óskað. Það var eftirsótt
staða að fá að vera við hlið hans í
kórnum og njóta tónöryggis hans
þegar erfið tónverk voru í flutningi.
Mætingar hans þessa áratugi við
æfingar og allar athafnir voru næst-
um óslitinn ferill.
Bjarni var einn af stofnendum og
í stjórn Tónlistarfélags Árnessýslu.
Tónlistarfélagið stóð að stofnun
Tónlistarskóla Árnesinga og annað-
ist rekstur hans fyrstu tvo áratug-
ina. Hann vann að velferð og vexti
tónlistar allt til síðustu stundar.
Kona hans, Valgerður Guðmunds-
dóttir, féll frá fyrir fáum árum. Allt
kirkjustarf var þeim hjónum mjög
hugleikið. Tómstundir þeirra og
framlag til kirkjunnar verður seint
fullþakkað, né skráð. Afi hans,
Brynjúlfur Jónsson, spyr sig í til-
vitnuðum sálmi: Hvernig höfum vér
varið liðinni tíð? Við sem höfum
fylgst með öllu starfi Bjarna í
kirkjukór Selfoss og sem formanns
sóknarnefndar Selfosskirkju á
byggingartíma safnaðarheimilis get-
um verið þess fullviss að náðin
Drottins verði blíð að ævilokum
Bjarna.
Blessuð sé minning þeirra hjóna.
Innilegar samúðarkveðjur til barna
þeirra frá sóknarnefnd, tónlistar-
skólanum og söngfélögum öllum.
Hjörtur Þórarinsson.
BJARNI
DAGSSON
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra
BJÖRNS JÓHANNSSONAR
blaðamanns,
og vottuðu minningu hans virðingu.
Guðrún Egilson,
Jóhann Áki Björnsson, Dagmar Gunnarsdóttir,
Kristrún Helga Björnsdóttir, Snorri Már Snorrason,
Snædís Huld Björnsdóttir, Ægir Þór Þórsson,
Þorsteinn Brynjar Björnsson, Friðsemd Dröfn Guðjónsdóttir,
Magnea Hrönn Jóhannsdóttir,
Björn Áki Jóhannsson,
Helga Guðrún Jóhannsdóttir,
Valgeir Hrafn Snorrason,
Auður Birna Snorradóttir,
Davíð Freyr Þorsteinsson.