Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÁN af nemendum Söngskól- ans í Reykjavík tóku í vetur 8. stigs próf í einsöng, þ.e. lokapróf úr al- mennri deild skólans. Prófi telst þó ekki lokið fyrr en nemendur hafa sungið einsöngstónleika sem er loka- áfangi prófsins. Framundan eru sjö einsöngstónleikar, sem allir verða í nýjum tónleikasal skólans Snorra- búð, Snorrabraut 54. Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk og erlend sönglög, söngvar úr söngleikjum og aríur og dúettar úr óperum, þver- skurður þeirra verkefna sem nem- endur hafa unnið í námi sínu. Píanó- leikararnir eru allir kennarar við Söngskólann í Reykjavík: Hólmfríð- ur Sigurðardóttir, Ólafur Vignir Al- bertsson, Lára S. Rafnsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Kolbrún Sæ- mundsdóttir og Iwona Ösp Jagla. Laugardagur 17. maí kl. 18: Gunnhildur Júlíusdóttir, sópran og Lárus Sigurður Lárusson, baríton. Miðvikudagur 21. maí kl. 20: Hlín Leifsdóttir, sópran og Ida Heinrich, mezzó-sópran. Fimmtudagur 22. maí kl. 20: Bentína Sigrún Tryggvadóttir, mezzó-sópran og Hafsteinn Þór- ólfsson, baritón. Laugardagur 24. maí kl. 14: Helga Magnúsdóttir, sópran og Svanlaug Árnadóttir, mezzó-sópr- an. Sunnudagur 25. maí kl. 17: Lára Bryndís Eggertsdóttir, sópran og Regína Unnur Ólafs- dóttir, sópran. Mánudagur 26. maí kl. 20: Sibylle Köll, mezzó-sópran og Ólafur Þ. Þorsteinsson, bassi. Þriðjudagur 27. maí kl. 20: Erna Hlín Guðjónsdóttir, sópran, Hulda Dögg Proppé, sópran og María Jónsdóttir, mezzó-sópran. Sjö einsöngs- tónleikar í Söngskólanum svipuðum aldri. Hinn sálsjúki ald- ursforseti, amman María Josefa, er leikin af þrítugri leikkonu enda er hún gerð að einni úr systrahópnum. Sýningin er tiltölulega stutt, að- eins valin atriði úr leikritunum tveimur eru sýnd á víxl og þau látin tvinnast eilítið saman. Leikgerðin nær ekki áhrifamætti leikritanna tveggja hvors um sig en óneitanlega er áhugavert að sjá þessa ólíku heima borna saman enda eru þeir í raun af sama meiði. Það er því hægt að fallast á forsendur leikgerðarinn- ÞAÐ hefur gjarnan tíðkast að eitt þriggja verka sem Nemendaleikhús- ið tekur fyrir á hverju leikári sé sígilt leikrit. Síðasta áratuginn hafa rúss- nesk verk frá aldamótunum þarsíð- ustu gjarnan orðið fyrir valinu, enda einkenna þau mörg bitastæð kven- og karlhlutverk fyrir leikara á svip- uðu aldursskeiði. Hvað þessi verk Lorca áhrærir er þessu þveröfugt farið. Tvö af stærstu hlutverkunum eru annars vegar Vernharða og svo hins vegar móðirin í Blóðbrúðkaupi, kon- ur sem eru sennilega um sextugt. Í sýningunni sem hér er til umfjöllun- ar eru báðar leiknar af kornungum karlmönnum. Spennan milli ólíkra póla í Heimili Vernhörðu Alba, þ.e. konur á aldrinum 50–60 ára gæta hinna yngri og aftur á móti togstreit- an innan hins innilokaða systrahóps þar sem sú elsta er nær fertugu en sú yngsta tvítug, er mikið til fyrir bí þegar allar persónurnar virðast á ar þó að kostir hennar njóti sín ekki fyllilega í þessari sýningu vegna þess hve leikararnir eru allir á líkum aldri. Úr þessum tveimur harmleikjum Federico García Lorca verður þessi frekar létta og fjölbreytta sýning. Tilbreytingar- laust líf innan veggja heimilisins er brotið upp með skemmtilegri tónlist og spænskri stemmningu, hrynjandi og ilmi. Birtan í brúðkaupinu kallast á við svartnætti sorgarinnar í ágætum búningum og snilldarlega einfaldri leik- mynd, þar sem systurnar eru sýndar eins og fuglar í búri, sem á mikinn þátt í hve boðskapurinn verður skýr og skorinorður. Það er greinilegt að all- ir leiklistarnemarnir hafa tekið framförum við að vinna þessa sýningu enda hverjum þeirra útdeilt einhverju sem vert er að glíma við þrátt fyrir að ýmsar ytri aðstæður or- sökuðu það að áhrif harmleiksins yrðu ekki eins mikil og ætlast hefði mátt til. Að öllum öðrum ólöstuðum verður að minnast á þátt Ilmar Kristjánsdóttur sem hefur í vetur sýnt að hún er þeim kosti búin að hún á ákaflega auðvelt með að miðla tilfinningum beint til áhorfenda. All- ir náðu að gæða persónur sínar lífi, jafnvel þótt munur á aldri og kyni leikara og persónu kæmi í veg fyrir að hægt væri að ætlast til meira. Af sama meiði Morgunblaðið/Árni Torfason Eins og fuglar í búri: Ilmur Kristjánsdóttir og Bryndís Ásmundsdóttir í hlutverkum sínum. LEIKLIST Nemendaleikhúsið Höfundur leikritanna Blóðbrúðkaups og Heimili Vernhörðu Alba: Federico García Lorca. Þýðendur: Guðbergur Bergsson og Hannes Sigfússon. Þýðandi Vögguþulu: Magnús Ásgeirsson. Höfundar leik- gerðar: Kjartan Ragnarsson og Magnús Þór Þorbergsson. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Dramatúrg: Magnús Þór Þorbergsson. Tónlist: Sverrir Guð- jónsson. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhann- esson. Hár og förðun: Kristín Thors. Bún- ingar: Gretar Reynisson og Margrét Sigurðardóttir. Leikmynd: Gretar Reyn- isson. Leikarar: Björn Thors, Bryndís Ás- mundsdóttir, Davíð Guðbrandsson, Est- her Talía Casey, Ilmur Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorleifur Örn Arn- arsson. Fimmtudagur 15. maí. TVÖ HÚS Sveinn Haraldsson Salurinn kl. 17 Kammerkórinn „17 sangara“ frá Klakksvík í Færeyjum, vinabæ Kópavogs, heldur tónleika undir stjórn fyrrverandi bæjarstjóra í Klakksvík og þingmanns, Jógvans við Keldu. Á efnisskránni eru nor- ræn kórlög. Tveir hljóðfæraleikarar eru með í för, fiðluleikarinn Monika Slauss Joensen og Helga Hilmars- dóttir Gerðalíð á píanó. Samkór Kópavogs syngur nokkur lög undir stjórn Julian Hewlett. Seltjarnarneskirkja kl. 18 Sólveig Elín Þórhallsdóttir sópran og Berg- hildur E. Bernharðsdóttr sópran, verða með 7. og 8. stigs söngtón- leika. Þær eru báðar nemendur Al- inu Dubik við Nýja tónlistarskólann. Á efnisskrá eru sönglög og aríur eft- ir Handel, Mozart, Tchaikovsky, Smetana, Rodrigo, Britten, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og fleiri. Meðleikarar á tónleikunum eru píanóleikararnir Bjarni Þór Jón- atansson og Richard Simm. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.