Morgunblaðið - 17.05.2003, Side 34
LISTIR
34 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTÁN af nemendum Söngskól-
ans í Reykjavík tóku í vetur 8. stigs
próf í einsöng, þ.e. lokapróf úr al-
mennri deild skólans. Prófi telst þó
ekki lokið fyrr en nemendur hafa
sungið einsöngstónleika sem er loka-
áfangi prófsins. Framundan eru sjö
einsöngstónleikar, sem allir verða í
nýjum tónleikasal skólans Snorra-
búð, Snorrabraut 54. Á efnisskrá
tónleikanna eru íslensk og erlend
sönglög, söngvar úr söngleikjum og
aríur og dúettar úr óperum, þver-
skurður þeirra verkefna sem nem-
endur hafa unnið í námi sínu. Píanó-
leikararnir eru allir kennarar við
Söngskólann í Reykjavík: Hólmfríð-
ur Sigurðardóttir, Ólafur Vignir Al-
bertsson, Lára S. Rafnsdóttir, Elín
Guðmundsdóttir, Kolbrún Sæ-
mundsdóttir og Iwona Ösp Jagla.
Laugardagur 17. maí kl. 18:
Gunnhildur Júlíusdóttir, sópran
og Lárus Sigurður Lárusson,
baríton.
Miðvikudagur 21. maí kl. 20:
Hlín Leifsdóttir, sópran og Ida
Heinrich, mezzó-sópran.
Fimmtudagur 22. maí kl. 20:
Bentína Sigrún Tryggvadóttir,
mezzó-sópran og Hafsteinn Þór-
ólfsson, baritón.
Laugardagur 24. maí kl. 14:
Helga Magnúsdóttir, sópran og
Svanlaug Árnadóttir, mezzó-sópr-
an.
Sunnudagur 25. maí kl. 17:
Lára Bryndís Eggertsdóttir,
sópran og Regína Unnur Ólafs-
dóttir, sópran.
Mánudagur 26. maí kl. 20:
Sibylle Köll, mezzó-sópran og
Ólafur Þ. Þorsteinsson, bassi.
Þriðjudagur 27. maí kl. 20:
Erna Hlín Guðjónsdóttir, sópran,
Hulda Dögg Proppé, sópran og
María Jónsdóttir, mezzó-sópran.
Sjö einsöngs-
tónleikar í
Söngskólanum
svipuðum aldri. Hinn sálsjúki ald-
ursforseti, amman María Josefa, er
leikin af þrítugri leikkonu enda er
hún gerð að einni úr systrahópnum.
Sýningin er tiltölulega stutt, að-
eins valin atriði úr leikritunum
tveimur eru sýnd á víxl og þau látin
tvinnast eilítið saman. Leikgerðin
nær ekki áhrifamætti leikritanna
tveggja hvors um sig en óneitanlega
er áhugavert að sjá þessa ólíku
heima borna saman enda eru þeir í
raun af sama meiði. Það er því hægt
að fallast á forsendur leikgerðarinn-
ÞAÐ hefur gjarnan tíðkast að eitt
þriggja verka sem Nemendaleikhús-
ið tekur fyrir á hverju leikári sé sígilt
leikrit. Síðasta áratuginn hafa rúss-
nesk verk frá aldamótunum þarsíð-
ustu gjarnan orðið fyrir valinu, enda
einkenna þau mörg bitastæð kven-
og karlhlutverk fyrir leikara á svip-
uðu aldursskeiði. Hvað þessi verk
Lorca áhrærir er þessu þveröfugt
farið.
Tvö af stærstu hlutverkunum eru
annars vegar Vernharða og svo hins
vegar móðirin í Blóðbrúðkaupi, kon-
ur sem eru sennilega um sextugt. Í
sýningunni sem hér er til umfjöllun-
ar eru báðar leiknar af kornungum
karlmönnum. Spennan milli ólíkra
póla í Heimili Vernhörðu Alba, þ.e.
konur á aldrinum 50–60 ára gæta
hinna yngri og aftur á móti togstreit-
an innan hins innilokaða systrahóps
þar sem sú elsta er nær fertugu en
sú yngsta tvítug, er mikið til fyrir bí
þegar allar persónurnar virðast á
ar þó að kostir hennar
njóti sín ekki fyllilega í
þessari sýningu vegna
þess hve leikararnir eru
allir á líkum aldri.
Úr þessum tveimur
harmleikjum Federico
García Lorca verður þessi
frekar létta og fjölbreytta
sýning. Tilbreytingar-
laust líf innan veggja
heimilisins er brotið upp
með skemmtilegri tónlist
og spænskri stemmningu,
hrynjandi og ilmi. Birtan í
brúðkaupinu kallast á við
svartnætti sorgarinnar í
ágætum búningum og
snilldarlega einfaldri leik-
mynd, þar sem systurnar
eru sýndar eins og fuglar
í búri, sem á mikinn þátt í
hve boðskapurinn verður
skýr og skorinorður.
Það er greinilegt að all-
ir leiklistarnemarnir hafa
tekið framförum við að
vinna þessa sýningu enda
hverjum þeirra útdeilt
einhverju sem vert er að
glíma við þrátt fyrir að
ýmsar ytri aðstæður or-
sökuðu það að áhrif harmleiksins
yrðu ekki eins mikil og ætlast hefði
mátt til. Að öllum öðrum ólöstuðum
verður að minnast á þátt Ilmar
Kristjánsdóttur sem hefur í vetur
sýnt að hún er þeim kosti búin að
hún á ákaflega auðvelt með að miðla
tilfinningum beint til áhorfenda. All-
ir náðu að gæða persónur sínar lífi,
jafnvel þótt munur á aldri og kyni
leikara og persónu kæmi í veg fyrir
að hægt væri að ætlast til meira.
Af sama meiði
Morgunblaðið/Árni Torfason
Eins og fuglar í búri: Ilmur Kristjánsdóttir og
Bryndís Ásmundsdóttir í hlutverkum sínum.
LEIKLIST
Nemendaleikhúsið
Höfundur leikritanna Blóðbrúðkaups og
Heimili Vernhörðu Alba: Federico García
Lorca. Þýðendur: Guðbergur Bergsson og
Hannes Sigfússon. Þýðandi Vögguþulu:
Magnús Ásgeirsson. Höfundar leik-
gerðar: Kjartan Ragnarsson og Magnús
Þór Þorbergsson. Leikstjóri: Kjartan
Ragnarsson. Dramatúrg: Magnús Þór
Þorbergsson. Tónlist: Sverrir Guð-
jónsson. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhann-
esson. Hár og förðun: Kristín Thors. Bún-
ingar: Gretar Reynisson og Margrét
Sigurðardóttir. Leikmynd: Gretar Reyn-
isson. Leikarar: Björn Thors, Bryndís Ás-
mundsdóttir, Davíð Guðbrandsson, Est-
her Talía Casey, Ilmur Kristjánsdóttir,
María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna
Clara Lúthersdóttir og Þorleifur Örn Arn-
arsson. Fimmtudagur 15. maí.
TVÖ HÚS
Sveinn Haraldsson
Salurinn kl. 17 Kammerkórinn „17
sangara“ frá Klakksvík í Færeyjum,
vinabæ Kópavogs, heldur tónleika
undir stjórn fyrrverandi bæjarstjóra
í Klakksvík og þingmanns, Jógvans
við Keldu. Á efnisskránni eru nor-
ræn kórlög. Tveir hljóðfæraleikarar
eru með í för, fiðluleikarinn Monika
Slauss Joensen og Helga Hilmars-
dóttir Gerðalíð á píanó.
Samkór Kópavogs syngur nokkur
lög undir stjórn Julian Hewlett.
Seltjarnarneskirkja kl. 18 Sólveig
Elín Þórhallsdóttir sópran og Berg-
hildur E. Bernharðsdóttr sópran,
verða með 7. og 8. stigs söngtón-
leika. Þær eru báðar nemendur Al-
inu Dubik við Nýja tónlistarskólann.
Á efnisskrá eru sönglög og aríur eft-
ir Handel, Mozart, Tchaikovsky,
Smetana, Rodrigo, Britten, Atla
Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og
fleiri. Meðleikarar á tónleikunum
eru píanóleikararnir Bjarni Þór Jón-
atansson og Richard Simm.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is