Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI– leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 www.isb.is Hagstæ› framkvæmdalán Húsfélagafljónusta Íslandsbanka PHARMACO undirritaði í gær sam- komulag um sambankalán við Ís- landsbanka, Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands, að fjárhæð 160 milljónir evra, eða um 13,5 millj- arða króna. Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, segir að um sé að ræða eitt stærsta lán sem veitt hefur verið til íslensks fyrirtækis, ef frá eru talin ríkisfyrirtæki og bankar. Lánveit- ingin sé einkar þýðingarmikil fyrir fyrirtækið og geri því kleift að end- urfjármagna allar langtímaskuldir sínar. Umsjón með sambankaláni Pharmaco hafa Íslandsbanki og Landsbanki. Lánið er til fimm ára með framlengingarákvæði og verður notað til endurfjármögnunar á stærstum hluta skulda Pharmaco. Segir í tilkynningu Pharmaco að lánið muni hafa í för með sér veru- lega einföldun á skuldasamsetningu félagsins og leiða af sér töluvert fjár- hagslegt hagræði til framtíðar. Enn- fremur muni lántakan opna Pharma- co aðgang að stærri fjármagns- markaði en áður, þar sem erlendum bönkum verði boðin þátttaka í láninu á næstu vikum. Hefur þýski bankinn WestLB AG þegar samþykkt að ger- ast lánveitandi og að vinna með Ís- landsbanka og Landsbanka að sölu lánsins, að því er fram kemur í til- kynningunni. Pharmaco semur um endurfjármögnun langtímaskulda Eitt mesta lán íslensks fyrirtækis MUNDUR ehf., sem á 61,16% hlutafjár í Baugi Group hf., mun gera yfirtökutilboð í Baug Group innan fjögurra vikna og hyggst í kjölfarið afskrá Baug Group úr Kauphöll Íslands. Mundur mun bjóðast til að kaupa hlutabréf ann- arra hluthafa á genginu 10,85. Hef- ur aðalfundi Baugs Group, sem halda átti í næstu viku, verið frest- að vegna þessa. Munu selja hluta starfseminnar á Íslandi Kristín Jóhannesdóttir, stjórn- arformaður Mundar og stjórnar- maður í Baugi Group, segir að- stæður hafa breyst mikið frá skráningu félagsins og að tiltölu- lega lítil viðskipti hafi verið með bréf félagsins upp á síðkastið. „Baugur hefur vaxið mikið og til þess að vinna úr þeim vexti teljum við að best sé að félagið sé í eigu fárra og stórra hluthafa.“ Jafet S. Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar, segist meta stöðuna þannig að eigendur Baugs séu að flytja áherslur sínar til útlanda og þeir muni því selja töluverðan hluta af starfsemi sinni hér á landi. Edda Rós Karlsdóttir, yfirmað- ur greiningardeildar Landsbank- ans, segir opinbera umfjöllun hér á landi hafa skaðað félagið erlendis og eigendur þess vilji reyna að fá að umbreyta starfsemi þess í friði fyrir slíkri umfjöllun. Mundur er í eigu Fjárfestinga- félagsins Gaums og tengdra aðila, Kaupþings banka, Eignarhalds- félagsins Vors, Eignarhaldsfélags- ins ISP og Ingibjargar Pálmadótt- ur. Þessir aðilar hafa gert samkomulag um að leggja eignar- hluti sína í Baugi inn í Mund, í skiptum fyrir hluti í Mundi. Umsvifin verða utan Íslands „Ég met yfirlýsingar forráða- manna Baugs þannig,“ segir Jafet Ólafsson, „að þeir séu einfaldlega að flytja áherslur sínar utan og að þeir muni stefna að því að selja töluvert af starfsemi sinni hér á Ís- landi. Áherslur og starfsemi fé- lagsins í Bretlandi og á Norður- löndunum mun væntanlega aukast en það má auðvitað alltaf deila um hvort tímasetningin sé rétt eða röng.“ Edda Rós Karlsdóttir segir Baug hafa verið að breytast æ meira í fjárfestingarfélag en það hafi gert sambúðina við smásölu- hlutann erfiðari og öll sú opinbera umræða sem því hafi tengst hafi verið Baugi erfið. „Ef menn ætla að ráðast í að umbreyta félaginu kann að vera auðveldara að gera það í friði. Baugur er með mark- aðsráðandi stöðu í vissum skilningi og hefur fengið mjög neikvæða umfjöllun sem hefur t.d. skaðað þá í Bretlandi. Um það er vart hægt að deila. En það er missir að félag- inu úr Kauphöllinni enda er það eitt af stærstu og veltumestu félög- unum.“ Í fréttatilkynningu frá Mundi segir að ofangreint samkomulag, um að setja hluti í Baugi inn í Mund, sé gert í kjölfar þess að Gaumur hafi tryggt sér kaup á 11,7% hlut Reitan Handel AS í Baugi, á genginu 9,4, fyrir tæplega 2,7 milljarða króna. Félag í eigu Kaupþings, Gaums og fleiri eignast meirihluta í Baugi Group Stefnt að afskráningu Baugs úr Kauphöllinni EIN fremsta óperusöngkona heims, Kiri te Kanawa, mun syngja á tónleikum í Há- skólabíói 15. nóvember. Kanawa, sem er ættuð frá Nýja-Sjálandi, þykir hafa eina fegurstu söngrödd sinnar samtíðar. Einar Bárðarson skipuleggur tónleikana. Miðasala hefst undir lok maímánaðar og segir Einar að þegar hafi borist miðapant- anir utan úr heimi á tónleikana. Kanawa hefur sungið með öllum helstu söngvurum heims og undir stjórn hæfustu hljómsveit- arstjórnenda. Hún er góður vinur Robins Stapleton og hefur oft sungið undir hans stjórn en Stapleton hefur sem kunnugt er verið tengdur Íslensku óperunni um árabil. Reuters Kiri te Kanawa og hljómsveitarstjórnand- inn Robin Stapleton á tónleikum í Líbanon. Kiri te Kanawa á Íslandi  Dame Kiri/Lesbók 16 ÁÆTLAÐ er að kostnaður Reykjavíkur verði um 325 milljónir króna við byggingu landnámsskálans, sem ætlunin er að byggja utan um landnámsrústina sem nýlega fannst í Aðalstræti. Samanlagður kostnaður borgarinnar og eignarhaldsfélagsins Inn- réttinganna, sem mun byggja hótel yfir rústina, er því áætlaður á bilinu 925–1.125 milljónir króna. Í þriggja ára áætlun borgarinnar kemur fram að kostnaður borgarinnar muni dreif- ast á fjögur ár á tímabilinu 2003–2006 en áætlað er að skálinn og hótelið verði tilbúin til notkunar hinn 1. apríl árið 2005. Fjár- veitingar í ár vegna skálans nema 140 millj- ónum, 98 milljónum verður varið til verk- efnisins á næsta ári, 27 milljónum árið 2005 og 60 milljónum árið 2006. Undirbúningur vegna bygginganna hefst í júlí í sumar en hafist verður handa við byggingu skálans í ágúst. Landnámsskáli í Aðalstræti Kostnaður áætlaður 325 milljónir  Hönnun/26 LEIKFÉLAG Reykjavíkur mun í haust setja upp hið sí- vinsæla barnaleikrit Línu Langsokk. Leikverkið er sem kunnugt er byggt á sögum Astrid Lindgren um þennan rauðhærða og freknótta ær- ingja og mörg börn sem full- orðnir þekkja af ýmsum skrýtnum og skemmtilegum uppátækjum. Æfingar hófust nú í vik- unni en leikstjórinn er María Reyndal. Hún brá á það ráð í góða veðrinu í gær að fara með leikhópinn út á svalir Borgarleikhússins og halda æfingum áfram þar. Það lagðist vel í leikhópinn enda nóg pláss fyrir Línu að fetta sig og bretta. Með hlutverk Línu fer Ilm- ur Stefánsdóttir en hún út- skrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands nú í vor. Ilmur segir að hlutverkið leggist vel í sig. „Þessi fyrsta vika er bú- in að vera virkilega skemmtileg. Ég held að þetta verði alveg frábært æf- ingaferli og frábær sýning,“ segir Ilmur. Á myndinni má sjá hvar þau Ilmur Kristjánsdóttir, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason og María Reyndal leikstjóri nutu sín vel í góða veðrinu. Er eins víst að þessi æfingamáti verði notaður áfram meðan vel viðrar. Lína Langsokkur æfð á svölunum Morgunblaðið/Arnaldur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.