Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIRTAKA HLUTAFÉ Innan fjögurra vikna mun Mund- ur ehf. gera yfirtökutilboð í 61,16% hlutafjár í Baugi Group hf. Mun fé- lagið, sem er í eigu fimm aðila og fyrirtækja, bjóðast til að kaupa hlutabréf annarra hluthafa á geng- inu 10,85. Hyggst félagið afskrá Baug Group úr Kauphöll Íslands. Ekkert „Frelsi“ Og Vodafone er samkvæmt lög- banni ekki heimilt að nota vöru- merkið „Frelsi“ í tengslum við fjar- skiptaþjónustu sína. Fékk Síminn í gær lögbann á notkun orðsins sem fyrirtækið hefur fengið sem skráð vörumerki. Og Vodafone ætlar að bjóða „Málfrelsi“ í stað Frelsis en segist ósátt við lögbannið og ætlar að fá úrskurði sýslumanns hnekkt. Hafna beiðni F-lista Landskjörstjórn féllst ekki á beiðni Frjálslynda flokksins um að hún frestaði úthlutun þingsæta á grundvelli kosningaúrslita nýliðinna alþingiskosninga. Frjálslyndir höfðu farið fram á endurtalningu allra at- kvæða af öryggisástæðum. Lands- kjörstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að í næstu kosningum skyldu níu þingsæti vera í Norðvesturkjör- dæmi en tólf í Suðvesturkjördæmi. Þar með færist eitt þingsæti frá þess fyrrnefnda til þess síðarnefnda. Viðvaranir um hryðjuverk Vestræn stjórnvöld vöruðu í gær við því að hryðjuverk kynnu að vera yfirvofandi í ríkjum í Austur-Afríku, Suðaustur-Asíu og Mið-Austurlönd- um. Vesturlandabúum sem dvelja í löndunum, meðal annars Kenýa, Malasíu og Sádi-Arabíu, var ráðlagt að vera á varðbergi vegna hættu á árásum hryðjuverkamanna. Viðskiptabanni verði aflétt Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sendu í gær frá sér sameiginlega áskorun um að viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Írak yrði aflétt sem fyrst. Þótti yfirlýsingin benda til þess að samskipti bandarískra og þýskra stjórnvalda væru að batna eftir harkalegar deilur um stríðið í Írak. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 40 Viðskipti 12/18 Minningar 40/51 Erlent 18/24 Umræðan 52/53 Höfuðborgin 26 Kirkjustarf 54/55 Akureyri 27 Myndasögur 58 Suðurnes 28 Bréf 58/59 Landið 28 Dagbók 60/61 Árborg 29 Sport 62/63 Úr vesturheimi 30 Leikhús 64 Neytendur 31 Fólk 64/69 Heilsa 32 Bíó 66/69 Listir 33/35 Ljósvakamiðlar 70 Forystugrein 36 Veður 71 * * * KONAN sem lést á fimmtudag eftir tveggja daga sjúkrahúslegu eftir að hún féll af hestbaki á Lögmannshlíð- arvegi norðan Akureyrar sl. þriðju- dag, hét Guðrún Margrét Hallgríms- dóttir, til heimilis að Langholti 14 á Akureyri. Hún var fædd 27. maí árið 1948 og lætur eftir sig sambýlismann og þrjár uppkomnar dætur. Lést eftir fall af hestbaki FORSVARSMENN Sjónvarpsins og Símans afhentu í gær fulltrúa Barnaspítala Hringsins 2,8 milljón- ir króna sem söfnuðust í símakosn- ingu Söngvakeppni Sjónvarpsins 15. febrúar sl. Hvert símtal í síma- kosningunni kostaði 100 kr. og runnu 40 kr. til söfnunarinnar. Þá hefur jafnframt verið ákveðið að af- henda Barnaspítalanum fé sem safnast í símakosningu hérlendis í Evróvisjón-keppninni í Lettlandi 24. maí nk. Söfnunarféð sem afhent var í gær verður notað til að bæta við tækja- búnað spítalans. Ásgeir Haraldsson yfirlæknir upplýsti að féð yrði not- að til kaupa á tækjum á gjörgæslu fyrir börn og unglinga. Keypt verð- ur fullkomin öndunarvél, hitaborð auk fleiri lífsnauðsynlegra tækja. Birgitta Haukdal, fulltrúi Íslands í söngvakeppninni, og meðlimir í hljómsveitinni Írafári árituðu vegg- spjöld með hljómsveitinni af þessu tilefni við mikla hrifningu yngstu gestanna. Morgunblaðið/Árni Torfason Birgitta Haukdal söngkona áritaði veggspjöld með hljómsveitinni Írafári fyrir yngsta fólkið á barnaspítalanum í gær. Barnaspítali Hringsins fær 2,8 milljónir að gjöf LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í gærkvöldi mann um tvítugt sem er grunaður um að hafa framið vopnað rán í Sparisjóði Kópavogs rétt eftir opnun í gærmorgun. Var maðurinn handtekinn eftir ábendingum sem bárust lögreglu er myndir úr eftir- litsmyndavélum sparisjóðsins af rán- inu voru sýndar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi. Hinn handtekni hefur lít- ið komið við sögu lögreglu áður. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi eru yf- irheyrslur á byrjunarstigi og því ekki unnt að veita frekari upplýsing- ar að svo stöddu. Maðurinn var vopnaður búrhníf við ránið og fór rakleitt að mann- lausri gjaldkerastúku, opnaði þar peningaskúffu og tók tæplega eina milljón króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ræninginn hafði búrhnífinn á lofti er hann kom inn í bankann en hvorki otaði honum að neinum né ógnaði. Kona sem vinnur í fyrirtæki skammt frá sparisjóðnum sagði lög- reglu frá því, að þegar hún var að koma til vinnu um kl. 9.15 í gær- morgun, hefði hún séð mann koma hlaupandi á harðaspretti. Var hann með bakpoka meðferðis og grímu- laus. Fengu áfallahjálp Starfsfólki sparisjóðsins var nokk- uð brugðið við atvikið og kallaði lög- regla eftir presti sem veitti fólkinu áfallahjálp. Var sparisjóðnum lokað það sem eftir lifði dags. Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík annaðist tæknivinnu á vettvangi og var Hlíðasmára lokað fyrir umferð til kl. ellefu. Er þetta annað vopnaða banka- ránið sem framið er á sex vikum. Hinn 1. apríl réðist ungur maður inn í Sparisjóð Hafnarfjarðar en var handsamaður nokkrum dögum síðar. Maður handtekinn grunaður um rán í SPK Morgunblaðið/RAX Lögreglan í Kópavogi annast rannsókn á ráninu í sparisjóðnum og fékk menn frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík til aðstoðar. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Framsóknarflokkur héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í gær. Að sögn Björns Inga Hrafnssonar, skrifstofustjóra Framsóknarflokks- ins, er undirbúningur enn í gangi. Viðræður halda áfram um helgina. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að vinna vegna stjórnarmyndunarviðræðna Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, gengi samkvæmt áætlun. „Þetta gengur allt með eðlilegum hætti,“ sagði hann. „Við viljum reyna að fá sem besta yfirsýn yfir stöð- una,“ sagði Halldór. Inntur eftir því hvenær línur gætu farið að skýrast sagði hann að hann teldi að það gæti orðið í næstu viku. „Ég tel að þetta skýrist í næstu viku, þ.e. hvort þetta gengur allt hjá okkur.“ Stjórnarmynd- un skýrist í næstu viku LÍTILLI flugvél af gerðinni Cessna 152, með flugmann og farþega innan- borðs, hlekktist á í lendingu og hvolfdi á flugvellinum í Stykkishólmi um hádegið í gær. Flugvélin ber ein- kennisstafina TF-FTL og er í eigu Flugskóla Íslands. Flugstjórinn hafði tekið vélina á leigu og var á ferð ásamt konu sinni. Þau sluppu mjög vel frá slysinu og eru marin en óbrotin. Flugvélin fór frá Reykjavík klukk- an 10.51 í gærmorgun og hugðist flugmaðurinn fljúga til Stykkishólms og Rifs. Lögreglu og rannsóknar- nefnd flugslysa var þegar tilkynnt um málið og fer RNF með rannsókn slyssins. Flugslysanefnd kom til Stykkis- hólms í kjölfar óhappsins og kannaði aðstæður á flugvellinum. Vettvangs- rannsókn var langt komin í gærkvöldi og var stefnt að því að flytja flugvél- ina til rannsóknar að henni lokinni. Hlekktist á í lendingu Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Flugmaður og farþegi Cessna-vélarinnar sluppu frá slysinu með mar. BORIÐ hefur á því að undanförnu að hringt sé í fólk og því boðinn geisla- diskur í nafni Hjartaverndar. Hafa samtökin óskað eftir að því verði komið á framfæri að Hjartavernd sé hvorki að selja geisladiska né annan varning um þessar mundir. Eru ekki að selja geisladiska ♦ ♦ ♦ L a u g a r d a g u r 17. m a í ˜ 2 0 0 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.