Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 42
Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR KARITASAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Dofrabergi 11, Hafnarfirði. Sæmundur Friðriksson, Guðjón Sæmundsson, Erla Björk Stefánsdóttir, Hanna Rósa Sæmundsdóttir, Jóhann Kristján Konráðsson, Silja Dögg Sæmundsdóttir, Björn Einar Ólafsson og barnabörn. MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Skúli Magnússonfæddist í Reykja- vík 5. október 1944. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 8. maí síðastliðinn. Kjörfor- eldrar Skúla voru Jódís Sigurðardóttir, f. 4.6. 1914, d. 30.3. 1998, og fyrri maður hennar, Magnús Ás- geir Sæmundsson, f. 1912, d. 1947. Seinni maður Jódísar og fósturfaðir Skúla var Eyjólfur Stefánsson, f. 15.10. 1918, d. 11.2. 1995. Hinn 10.7. 1971 kvæntist Skúli Önnu Einarsdóttur. Þeirra börn eru: 1) Eyjólfur Skúlason, f. 5.4.1972. Sambýliskona hans er Jónína Elíasdóttir, f. 10.2. 1971. Hennar dætur eru: a) Fanný Ósk Mittelstein, f. 6.10. 1991; b) Paula Rós Mittelstein, f. 8.12. 1992; c) Stefanía Sandra Mittelstein, f. 19.10. 1995. Þeirra dóttir er Heið- rún Anna Eyjólfsdóttir, f. 27.6. 2000. 2) Eyrún Heiða Skúladóttir, f. 16.1. 1974. Hennar börn eru: a) Saga Unnsteinsdóttir, f. 3.11. 1992; b) Dagur Kjartansson, f. 21.8. 1996. 3) Jódís Skúladóttir, f. 6.11. 1977. Í sambúð með Rósu Maríu Sigurbjörnsdóttur, f. 28.1. 1966. Sonur Jódísar er Alex Skúli Einarsson, f. 22.9. 1992. Skúli var fæddur í Reykjavík og gekk þar í skóla en var frá tveggja ára aldri og til fermingar öll sumur í sveit hjá frændfólki sínu Mar- teini Markússyni og Elísabetu Sigurðar- dóttur. Hann lærði húsasmíði hjá Ingi- mar Haraldssyni og vann við smíðar í Reykjavík þar til hann flutti til Akur- eyrar árið 1970. Þar lærði hann tréskipasmíði í Slippstöðinni. Ár- ið 1976 réðst hann sem yfirverk- stjóri að Vistheimilinu Gunnars- holti og starfaði þar þangað til í janúar 1983. Þá tók Skúli við ný- stofnuðu starfi umdæmisstjóra Vinnueftirlits ríkisins á Austur- landi með aðsetur á Egilsstöðum og starfaði við það í 11 ár en þá tók hann sér ár í að skrifa og gefa út Bókina um rjúpuna. Eftir það var Skúli starfsmaður Minja- safns Austurlands allt til dánar- dægurs. Frá árinu 1998 var hann jafnframt fasanabóndi á Tóka- stöðum í Eiðaþinghá á Fljótsdals- héraði. Útför Skúla verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Mig langar að minnast mágs míns Skúla Magnússonar með nokkrum orðum. Hann var svo sérstakur per- sónuleiki að þeir sem höfðu einhvern tímann hitt hann gleymdu því ekki. Það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin manneskja, mörgum árum eftir að ég hitti Skúla í fyrsta sinn, að ég áttaði mig á því hversu mikil áhrif hann hafði á mig og æskuheim- ili mitt. Hann kom eins og ferskur vindur með aðrar skoðanir á þjóð- félagsmálum og pólitík. Hann las Þjóðviljann en fannst lítið til Tímans koma og ég sem þá var rétt orðin 11 ára sá allt í einu inn í nýja veröld áð- ur óþekkta. Skúli, sem var úr Reykjavík, kom fyrst til Akureyrar 1969 og dvaldi hjá okkur yfir jólin en þá settu þau Anna, elsta systir mín, upp hring- ana. Þetta var fyrsti tengdasonurinn og mikil spenna í loftinu. Þá um vor- ið flytur hann svo norður og inn á heimilið og þá hefjast kynni okkar. Skúli var með afbrigðum barngóð- ur maður og hann var alltaf að fræða og upplýsa okkur yngstu systurnar um alla skapaða hluti. Hann átti græjur og spilaði Ivan Rebroff sem ég hafði aldrei heyrt í fyrr. Hann átti byssu og veiðistöng og kenndi okkur að veiða silung. Hann var rosalegur gæi í Lee-gallabuxum, með vatnsgreitt hárið, reykti filters- lausar Camel og horfði á fótbolta á laugardögum sem fram að þeim tíma hafði í mínum huga aðeins ver- ið til leiðinda. En Skúli kenndi mér að hafa gaman af enska boltanum. Á laugardögum útbjó hann getrauna- seðla og seldi fjölskyldumeðlimum miða á tíu krónur röðina og allt sett í pott. Sá sem best skoraði fékk pott- inn. Hans menn voru Úlfarnir og alltaf síðan hef ég haft gaman af fót- bolta. Nú er Skúli allur og það sem hon- um þótti sárast var að geta ekki fengið að fylgjast með barnabörn- unum lengur. Hann átti eftir að kenna þeim svo margt og segja þeim svo margar sögur. Minni kæru systur og allri fjöl- skyldunni sendi ég samúðarkveðjur. Inghildur Einarsdóttir. Látinn er Skúli Magnússon, veiði- maður og bóndi með meiru. Skúli var svili minn og kynntumst við fyrir hartnær 30 árum þegar ég kom inn í tengdafjölskyldu hans. Strax við fyrstu kynni varð mér ljóst að hér fór óvenjulegur maður, töffari af guðs náð með stórt og kær- leiksríkt hjarta. Ég held að okkur hafi strax orðið vel til vina. Náið samband hefur ávallt verið innan tengdafjölskyldu okkar og við því haft mikinn samgang þrátt fyrir bú- setu hvor í sínum landshluta nú í seinni tíð. Mér er minnisstætt þegar ég sá hann fyrst. Lágvaxinn, grann- ur en sterklegur, með íbjúgt nef og yfirvaraskegg, nauðalíkur hinum gerska bónda Jósep Stalín. Hafði Skúli gaman af því en þar með er samlíkingunni lokið því Skúli var öll- um sem til hans þekktu hugljúfi. Hreinn og beinn við háa sem lága, ríka sem snauða. Þrátt fyrir uppvöxt á mölinni í Reykjavík var hann hreinræktað náttúrubarn. Veiðar, sérstaklega skotveiðar, voru eitt hans aðaláhugamál. Að þvælast um fjöll og firnindi, gang- andi eða akandi, einn eða með aðra veiðimenn, leiðbeina þeim og kenna var hans yndi. Einhvern veginn held ég að sjálf veiðin hafi skipt minna máli en að vera á veiðum. Í ósnertri náttúrunni með veiðigræjur, eins og ekta veiðimenn fyrri tíma, naut Skúli sín hvað best. Skiptu litlu áföll eins og beinbrot og önnur „smá- slys“, vond veður, vitlausir veiði- menn og lítil veiði samanborið við að njóta hinna víðfemu veiðilendna. Skúli var grínari. Við flesta hluti, sama hvað, mátti sjá eitthvað spaugilegt og vont skap vantaði hann. Á banlegunni skaut hann sér bak við grínið, allt til loka. Skúli var óvenjulegur, húsasmiður að mennt og góður sem slíkur. Hann var mjög góður handverksmaður og bera ýmsir útskornir munir handlagni og listfengi hans vitni. Óvenjulegra var þó þegar hann einn dag gerðist rit- höfundur og skrifaði bók um rjúp- una. Óvenjulega bók um þennan vin sinn sem honum var kær á margan hátt. Ennþá nýja stefnu tók hann er hann einn dag fyrir nokkrum árum kom með í fanginu 100 fasanaegg frá Svíþjóð og hóf ræktun fasana á bóndabýli sínu. Þrátt fyrir vantrú, skrifræði og ýmsan mótbyr tókst honum og konu hans að byggja upp ræktun fasana fyrir austan. Vonandi verður þetta merka brautryðjenda- starf hans til þess að auka við fánu íslenskra veiðidýra. Það er annars svo margs að minn- ast þegar ég nú að leiðarlokum með þessum fátæklegu orðum kveð vin minn og svila Skúla Magnússon, kornungan í árum og hugsun. Ljúf- ling sem lifði hratt en dó enn hraðar. Greindist með krabbamein fyrir þremur til fjórum mánuðum og er nú allur. Við sitjum eftir hnípin, ekki hvað síst litlu barnabörnin sem honum þótti svo vænt um, vinir, tengdafólk og ættingjar. Ég vona að fyrir handan finnist víðáttumiklar veiðilendur þar sem veiðimaðurinn Skúli Magnússon getur verið á veiðum. Megi góður guð styrkja ykkur, Anna, Eyjólfur, Heiða og Jódís, tengdabörn og barnabörnin, í ykkar miklu sorg. Guðbrandur Þorkelsson. Frómleika, dáð og dyggðir með, dýrara halt en gullið féð. Þá heimsins auðlegð horfin er, hvert sinn gott mannorð fylgir þér. (Hallgr. Pét.) Fallinn er frá kær frændi og vinur eftir stutta og erfiða sjúkdómslegu, sem tók aðeins fjóra mánuði. Allan þann tíma var aldrei bilbug á honum að finna og tók Skúli öllu með æðru- leysi, og aldrei var langt í húmorinn. Laugarnesið hefur tekið miklum breytingum frá því við vorum þar að ærslast, um tugur stráka. Fjaran var okkar ævintýraland en þó var fótboltinn alltaf efstur á blaði og allir vorum við Framarar og erum enn. Skúli var okkar yngstur og sá fyrsti sem fellur í valinn. Fáa þekkjum við, sem höfðu jafn- skemmtilegan frásagnarmáta og Skúli, og fór hann létt með að hafa eftir heilu setningarnar orðrétt þeg- ar mikið lá við. Einnig átti hann létt með að skrifa og sýnir bókin hans Rjúpan það vel. Skúli var mikill veiðimaður en einnig eftirsóttur sem leiðsögumaður fyrir aðra veiðimenn. Oftar en ekki myndaðist góð vinátta við þá, og var þeim hjónum m.a. boð- ið til Spánar nokkrum sinnum í þakklætisskyni. Nú er skarð fyrir skildi og heyrist ekki oftar frá honum „Sigríður mín“ og er þess sárt saknað. Ég gleymi engu, sem er gott og gleður huga minn þótt góður vinur gangi brott þá gleður minningin. Um ljúfan vin, sem langaði að verða laufgað tré er yndislega angaði uns félli það á kné. Hvað fegurra er á foldu hér en fríð og laufguð eik, sem blómstrandi sinn ávöxt ber og deyr svo hvergi smeyk. Því bið ég öllum blessunar er bærðust trénu með og vona að á vegi gæfunnar þeim verði sporin léð. (Viðar Óskarsson.) Við í Glæsibænum þökkum hon- um allt og biðjum guð að styrkja þig, elsku Anna mín, börnin ykkar, Eyj- ólf, Heiðu og Jódísi, og fjölskylduna alla. Sigríður og Viðar. Það er vor í lofti, frekar svalt, sól- skin og stöku él, ég er á göngu og einhvern veginn finnst mér élið ótrúlega dökkt og sólin víðsfjarri. Ég veit að vinur okkar hjóna, Skúli Magnússon, hefur tapað í orrustunni um lífið, langt um aldur fram. Við höfðum þekkt hann í um tuttugu ár, eða frá því að fjölskyldan flutti hing- að austur á Hérað. Það er alveg óhætt að segja að þegar Skúli flutti hingað austur hafi hann strax sett svip sinn á mannlífið hér svo eftir var tekið. Hann féll strax inn í þetta friðsæla samfélag sem hér er, en var ætíð meiri heimsborgari en hinir sveitamennirnir, eða eins og einhver sagði: „Hann gerði allt með stæl.“ Það er ekki þar með sagt að lífið hafi verið honum dans á rósum, fjarri því, og oft var blikan dökk en alltaf birti til, og því er erfitt að sætta sig við að þessi orrusta sé töpuð svona fljótt. Skúli var mikill útivistarmað- ur og voru skotveiðar hans aðal- áhugamál. Hann var vel heima í veiðimennskunni og hafði samskipti við menn víða um lönd um þau mál- efni og var óþreytandi að afla sér þekkingar á því sviði. Fuglaveiði var honum mikið áhugamál og réðst hann í það þrekvirki að hefja inn- flutning og ræktun fashana fyrstur manna hér á landi, með það að markmiði að auka fjölbreytni í veiði- mennsku og gefa mönnum kost á auknum tækifærum í þessari íþrótt. Það var mikið framtak og sýndu þau hjón ótrúlega seiglu og úthald í bar- áttu sinni við að hrinda þessari ræktun í framkvæmd. Skúli hafði lengi haft ákveðnar skoðanir á veiði- ferðamennsku hér á landi og voru hreindýraveiðar þar efstar á blaði og hafði hann í mörg ár starfað sem leiðsögumaður með veiðimönnum. Hann var lærður skipa- og húsa- smiður og starfaði sem slíkur á sín- um yngri árum. Síðustu ár fékkst hann dálítið við útskurð í frístundum og liggja margir góðir gripir eftir hann. Margar notalegar stundir höf- um við setið yfir kaffibolla og rætt um landsins gagn og nauðsynjar. Skúli var einn af þeim sem alltaf var gaman að rökræða við; aldrei lagði hann öðrum illt til og var ætíð tilbú- inn að sætta sjónarmið. Hann hafði sterkt skopskyn fyrir atvikum í hversdagslífinu og ekki síst fyrir sjálfum sér. Við hér á Miðhúsum munum sárt sakna þessa góða drengs og þökkum Skúla samfylgd- ina. Við sendum Önnu Heiðu, Eyjólfi, Jódísi og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Edda og Hlynur í Miðhúsum. Nú þegar sólin hækkar á lofti og fuglarnir fara á kreik þá kveðjum við hinstu kveðju góðan frænda og vin Skúla Magnússon sem varð að láta undan illvígum sjúkdómi svo langt fyrir aldur fram. Við munum þegar Skúli kom í Hraunholt á „æskuheimili okkar“ á jeppanum sínum. Hafði hann alltaf veiðistöng og/eða byssu í farteskinu. Hann gantaðist við okkur krakkana og þegar hann „græjaði“ veiðistöng- ina þá fylgdumst við vandlega með, því það var gert af fagmennsku og góð ráð um veiðar fylgdu með. Við fórum með Skúla niður í Opn- ur að veiða, þar átti hann sérstakan veiðistað sem nefndur er „Skúla- tangi“! Skúli var mjög fiskinn og munum við ekki eftir að hann hafi komið aflalaus heim úr veiðiferð. Skúli var mikið náttúrubarn og fór oft á nóttunni fram í Tanga eða niður að vatni til að athuga með mink og tófu. Mörg haust kom Skúli ásamt fleirum til þess að ganga á rjúpu og var þá oft glatt á hjalla. Borðuð voru „hrútasvið“, spilað brids og drukkið mikið kaffi fram á nótt. Þá munum við systkinin sérstak- lega þegar Skúli kom með fyrsta sjónvarpið í Hraunholt vafið inn í ullarteppi! Hlýja handartakið hans og glettna brosið munum við geyma í hjörtum okkar. Elsku Anna, Eyvi, Heiða, Jódís og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Elsku Skúli. Nú ertu farinn á feðranna fund við hugsum til þín með sorg í hjarta, þín verður saknað um ókomna stund, guð geymi þig um veröld bjarta. (Höf.ók.) Systkinin frá Hraunholtum. Nú er fallinn frá vinur minn til margra ára og veiðifélagi eftir stutta og harðvítuga baráttu við illkynjað- an sjúkdóm. Mig óraði ekki fyrir því þegar ég hafði samband við Skúla fyrir nokkrum vikum og við ræddum sjúkdóm hans, að svona fljótt tæki þetta af og hann færi yfir móðuna miklu. Skúli var alltaf mikill baráttu- maður og þess vegna trúði ég því að hann mundi hafa betur í þessari bar- áttu, en enginn veit sín örlög. Skúli var mikill útivistarmaður og frábær veiðimaður enda gekkst hann upp í slíku af lífi og sál. Skot- veiðar og þá sér í lagi hreindýraveið- ar voru honum ætíð hugleiknar og hann var góður leiðsögumaður og traustur og naut slíkrar virðingar hjá kollegum sínum í þeim geira að þeir kusu hann til formanns nýstofn- aðra samtaka sinna. Það eru orðin nokkuð mörg árin síðan ég fyrst kynntist Skúla, er við hittumst á hreindýraveiðum á Jök- uldal og þá sá ég strax að þar fór mikill og góður veiðimaður. Þá var Skúli starfsmaður í Gunnarsholti og með honum var vinur hans þaðan Sigurður Ásgeirsson sem einnig er annálaður skotveiðimaður. Skúli fluttist svo austur á Hérað og gerð- ist starfsmaður Vinnueftirlitsins til margra ára. Hann keypti síðan Tókastaði og setti þar upp af mikilli framsýni fashanabúgarð og rak hann allt til dánardags. Skúli barðist ætíð fyrir fjölgun veiðidýra hér á landi og var fashanaræktin fyrsta skrefið í þeirri baráttu, en þar átti hann við ramman reip að draga þar sem yfirvöld voru annars vegar. Skúli var vinsæll leiðsögumaður á hreindýraveiðum bæði meðal inn- lendra og erlendra veiðimanna og hafði mikið að gera í þeim efnum. Hann hafði mjög skemmtilegan frá- sagnastíl og gat haldið mönnum svo sannarlega við efnið þegar sá gállinn var á honum. Hann var einnig sér- lega ráðagóður og vandamálin voru bara ekki til hjá honum, allt var hægt að leysa á einn eða annan hátt. Við sem unnum náttúru þessa lands og þess gæðum kveðjum hér góðan málsvara þeirra og mikið náttúru- barn. Það er þó huggun harmi gegn að orðstír Skúla mun lifa og hans verður ávallt minnst sem frum- kvöðuls góðra málefna. Eiginkonu hans og börnum votta ég dýpstu samúð mína og bið um styrk þeim til handa. Sólmundur Tr. Einarsson. Látinn er úr erfiðum sjúkdómi, langt fyrir aldur fram, Skúli Magn- ússon, vinnufélagi og vinur. Skúli var umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins á Austurlandi á árunum 1983 til 1994. Hann var ákaflega virkur starfsmaður, lét til sín taka hvenær sem færi gafst á fundum og sam- komum. Starfið rækti hann af áhuga SKÚLI MAGNÚSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.