Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 49 mikið af frænda mínum. Atvikin hög- uðu því líka þannig að hann giftist Birnu Óliversdóttur og saman eign- uðust þau tvær dætur, Sigríði Guð- rúnu og Sigrúnu Björk. Þau skildu síðar og frændi minn giftist fljótlega á ný Sigríði Gylfadóttur en það hjónaband stóð frekar stutt. Á svip- uðum tíma, eða á níunda áratugnum, var ég búsettur í Bandaríkjunum og missti fyrir bragðið sjónar af frænda mínum. Örlög lífsins eru nú einu sinni þannig ráðin; við höldum hvert í sína áttina og tilefni og aðstæður til samveru minnka. En minningarnar og orðspor deyr aldrei. Ég þykist vita að frændi minn hefur haft sömu áhrif á mun fleiri en mig á ævi sinni, ekki síst dætur sínar sem voru hans bestu vinir; miðdepill lífs hans. Með þessu móti varðveitast mannkostir frænda míns í fólkinu sem varð þeirra gæfu aðnjótandi að fá tæki- færi til að umgangast hann. Nú sjá dætur frænda míns að baki góðs föð- ur og vinar og ég veit að þær og fjöl- skyldur þeirra hafa öll misst mikið og eiga nú um sárt að binda. Ég vil hér nota tækifærið og votta Sigrúnu og Sirrý og öðrum aðstand- endum mína dýpstu samúð svo og Oddu frænku og móður minni sem sjá á eftir yngsta bróður sínum. Ég kveð þennan góða frænda minn með miklum söknuði. Sigurður Gylfi Magnússon. Kær móðurbróðir minn, Sigurður Guðmundur Sigurðsson, er látinn rétt sextugur að aldri. Fregnin um fráfall hans kom óvænt og fyrirvara- laust. Sorgin heltekur og nístir. Orð eru svo fátækleg á svona stundum og lýsa aldrei þeim tilfinningum sem bærast í brjóstum okkar, en mig langar að minnast hans með nokkr- um orðum og um leið þakka sam- fylgdina við góðan frænda. Sigurður Guðmundur var sonur hjónanna Eyríðar Árnadóttur og Sigurðar Guðbrandssonar skip- stjóra. Hann var langyngstur sinna systkina, sem öll voru orðin um og yf- ir tvítugt þegar hann fæddist. Faðir hans lést af slysförum þegar Sigurð- ur var aðeins sex mánaða gamall en þau mæðginin héldu síðan heimili saman næstu 30 árin. Siggi Gumm eins og hann var jafn- an kallaður í fjölskyldunni var órjúf- anlegur hluti af bernsku minni. Hann var litli bróðir hennar mömmu og á svipuðum aldri og systur mínar. Það var því skiljanlega mikill samgangur á milli heimilanna í þá daga og allir hjálpuðust að. Það sem mér fannst alltaf tengja okkur Sigga Gumm enn frekar saman var að hafa alist upp við svipaðar aðstæður, bæði lang- yngst í okkar systkinahópi með öllu sem því fylgir, feður okkar látnir og við alin upp hjá mæðrum sem voru um margt líkar enda mæðgur. Við skildum vel hvort annað. Allar mínar minningar um Sigga Gumm bera vott um einstakt ljúf- menni, alveg frá fyrstu tíð. Sem barn minnist ég þess hversu sérstakt far hann gerði sér um að gleðja systk- inabörn sín. Á þessum árum safnaði ég þjóðbúningadúkkum frá hinum ýmsu löndum og átti mikið safn af þeim og á reyndar enn. Flestar þeirra eru fengnar að gjöf frá Sigga Gumm þegar hann kom erlendis frá og fylgdist hann vel með því hvaða dúkkur mig vantaði í safnið. Síðar þegar ég varð eldri tóku ótal hljóm- plötugjafir við og þannig mætti áfram telja. Aðrir fjölskyldumeðlimir fóru ekki varhluta af ljúfmennsku hans. Umönnun hans við ömmu var aðdá- unarverð. Þau héldu heimili saman í 30 ár og umhyggjusemi hans fyrir velferð hennar og líðan var einstök. Samband þeirra einkenndist af hóg- værð og tillitssemi á báða bóga. Þó að Siggi væri á margan hátt dulur og allt að því fáskiptinn þá var ekki til skemmtilegri maður þegar sá gállinn var á honum. Um tuttugu ára skeið höfðum við það fyrir venju að fara saman í kirkjugarðana á að- fangadag og setja jólagreinar og kveikja ljós hjá látnum ástvinum okkar. Þetta byrjaði með því að faðir minn fór með okkur Sigga sem börn og síðar að föður mínum látnum héldum við Siggi þessari venju áfram enda hann þá löngu kominn með bíl- próf. Þessi kirkjugarðaferð á að- fangadag hefur alltaf skapað sér- staka tilfinningu hjá okkur báðum. Jólin byrja með heimsókninni í kirkjugarðinn. Siggi var ætíð glaður og kátur á þessum degi og mörgum ævintýrum lentum við í á þessum ár- um okkar. Það kom fyrir að við fest- umst illa í snjó og héldum að að- fangadagskvöldi myndum við eyða í snjóskafli á hinum ýmsu stöðum í borginni. Okkur þótti þetta nú bara krydda tilveruna og höfðum gaman af. Annað sem ég minnist frá þessum ferðum okkar tengist aðaláhugamáli Sigga Gumm en það voru bílar. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á bílum og fyrr á árum voru bílaskipti mjög tíð hjá honum. Eitt sinn er hann sótti mig á aðfangadag, þá nýbúinn að skipta um bíl eins og svo oft áður, sagði hann við mig: „Þú hélst þó ekki að við færum á sama bílnum og í fyrra, – nei hjá okkur er það regla að fara aldrei tvö ár í röð á sama bílnum í kirkjugarðana,“ og svei mér ef hann stóð ekki við það. Bílaáhugi Sigga fylgdi honum alla tíð. Fyrr á árum þegar hagur hans var betri var hann ævinlega á nýjum og fínum bílum. Snyrtimennskan sem honum var í blóð borin kom vel fram í umgengni hans við bílana, þeir voru alltaf nýþvegnir og bónaðir hjá honum. Í mörg ár var það árviss viðburður hjá fjölskyldum okkar Sigga og syst- ur minnar að fara í jeppaferðir á föstudaginn langa. Þetta voru skemmtilegar dagsferðir og bílarnir látnir sýna hvað þeir gætu í snjónum. Þarna naut Siggi Gumm sín vel. Glettinn og stríðinn og margir gull- molarnir sem hrutu af hans vörum eru enn í minnum hafðir. Mér er til efs að nokkur í minni fjölskyldu borði svið í dag án þess að minnast orða Sigga fyrir mörgum árum um þessa tegund matar. Já, þær eru margar minningarnar tengdar glettni hans og spaugsyrð- um en fyrst og fremst verður hans minnst sem dagfarsprúðs góðmenn- is, sem öllum vildi vel og lagði ekki illt til nokkurs manns. Síðustu árin voru Sigga mínum erfið af ýmsum ástæðum og undan- farnar vikur átti hann við vanheilsu að stríða, sem þó virtist vera á und- anhaldi. Við hittumst fyrir hálfum mánuði og þá var hann að hressast og hlakkaði til að byrja að vinna aftur. En nú er skarð fyrir skildi. Ég og fjölskylda mín söknum góðs frænda, en mestur er þó missir dætra hans, þeirra Sirrýjar og Sigrúnar, sem voru hans ankeri í þessu lífi. Litlu barnabörnin hans þrjú, sem honum þótti svo vænt um hafa misst ynd- islegan afa. Við Guðmundur vottum ykkur öllum innilega samúð okkar. Að leiðarlokum vil ég þakka Sigga mínum samfylgdina. Ég kveð kæran frænda með virðingu og þakklæti um leið og ég vitna í eftirfarandi ljóð: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi heim er sér góðan getur (Úr Hávamálum.) Áslaug Björg Viggósdóttir. Föðurbróðir minn Sigurður G. Sigurðsson hefur nú kvatt þetta líf langt um aldur fram á 61. aldursári. Við vorum á líku reki, hann reynd- ar aðeins yngri en ég. Á uppvaxtar- árum vorum við, svo sem títt er um ættmenni, mikið saman og bernsku– og unglingsárin, glöðu og áhyggju- lausu, ljúf í minningunni. Frá þeim árum minnist ég hans sem hins lífsglaða og fyndna unga manns enda var þá margt brallað. Föður sínum Sigurði Guðbrands- syni, skipstjóra, kynntist hann aldr- ei, en hann lést af slysförum á svip- legan hátt þegar Sigurður yngri var nýfæddur og var því eðlilega heitinn eftir föður sínum og skírður við kistu hans. Hann ólst því upp með móður sinni, Eyríði Árnadóttur sem gegndi hlutverki móður og föður með hinni mestu prýði. Ef borið er saman við nútímaupp- eldi hygg ég að segja megi að Sig- urður hafi hlotið strangt uppeldi. Þar voru hin góðu og gömlu gildi í háveg- um höfð, áhersla lögð á heiðarleika, kurteisi, orðheldni, snyrtimennsku, drengskap og allt það annað gott, sem að gagni mætti koma í lífinu. Allt þetta einkenndi líf Sigurðar frænda míns og varð honum að vega- nesti á lífsins leið. Þegar að námi loknu virtist starfs- frami eiga að liggja fyrir honum og björt framtíð blasa við. Þannig varð það líka langa hríð þar til mótbyrinn fór að gera vart við sig og holskeflur dundu yfir bæði í störfum og einka- lífi. Við þær aðstæður einangraðist hann og fjarlægðist okkur ættmenni sín, sökkti sér niður í störf sín og hafði samband við fáa. Þetta hryggði okkur öll og við náð- um ekki að skilja hvað gerst hafði en um það var ekki unnt að tala. Þá sjaldan við hittumst nú hin síð- ustu ár, gat maður samt skynjað ákveðinn glampa í augum hans, eink- um ef tal barst að þeirri veröld sem var á uppvaxtarárum okkar. Hvað sem þessu líður verður Sig- urður föðurbróðir minn ávallt litrík- ur þráður í vef minninganna og nú að lokinni vegferð skulu þakkir fluttar fyrir samfylgdina og samúðarkveðj- ur þeim, sem næst honum stóðu. Kjartan Sigurjónsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför hjartkærrar móður minnar og ömmu okkar, MATTHILDAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Hamrahlíð 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins í Víðinesi fyrir alúð og natni við umönnun hinnar látnu. Björn Guðbrandur Jónsson, Freyr Björnsson, Elín Björnsdóttir, Tumi Björnsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför SÓLVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR, Skjóli við Kleppsveg, áður til heimilis í Blönduhlíð 10. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU EINARSDÓTTUR frá Patreksfirði, Bugðutanga 8, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknar- deildar Landspítala, Landakoti og starfsfólki Heimahlynningar Krabbameinsfélags Íslands. Sigrún Björk Gunnarsdóttir, Ásgeir Indriðason, Einar Kristjánsson, Kristján Júlíus Kristjánsson, ömmubörn og langömmubörn. Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, EYVINDUR ÁSKELSSON, Laugafelli, Reykjadal, verður jarðsunginn frá Einarsstaðakirkju mánu- daginn 19. maí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar- félög. Guðrún Eyvindsdóttir, Jónas Baldursson, Arna Guðný Jónasdóttir, Heiða Dögg Jónasdóttir, Ævar Geir Jónasson, Baldur Þór Jónasson og systkini hins látna. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sambýlismannsins míns, föður, tengdaföður, bróður, afa og langafa, HELGA UNNARS EGILSSONAR, Brekkustíg 29B, Njarðvík. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Jóna Árnadóttir, Friðbjörg Helgadóttir, Árni Björgvinsson, Guðrún Helgadóttir, Friðbjörn Björnsson, Þorsteinn Helgason, Sigurbjört Kristjánsdóttir, Fanney Egilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför elsku móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR HERMANNSDÓTTUR fyrrverandi kennara, sem lést fimmtudaginn 8. maí sl., fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. maí kl. 15.00. Hermann Alfreðsson, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Hannes Ólafsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts elsku drengsins míns, BIRKIS FREYS RAGNARSSONAR, Miðgarði 2, Egilsstöðum. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra Katrín Halldórsdóttir. Lokað Vegna jarðarfarar MATTHÍASAR KRISTJÁNSSONAR verður fyrirtækið lokað í dag, laugardaginn 17. maí. Toppbílar, Funahöfða 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.