Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ENRIQUE Bolanos þurfti að bíða lengi eftir því að verða forseti Nic- aragua. Hann hefur nú komist að því að það getur verið einmana- legra í þessu háa embætti en hann hélt. Bolanos var hafnað þegar leið- togar bandalags stjórnarandstöð- unnar komu saman til að velja for- setaefni fyrir kosningar sem bundu enda á ellefu ára valdatíma vinstri- stjórnar sandinista árið 1990. Hann var þá leiðtogi ráðs atvinnurekenda og þótti hafa tekið of harða afstöðu gegn sandinistum og ekki til þess fallinn að stuðla að einingu. Þess vegna bjuggust margir við því að Bolanos myndi eiga í útistöð- um við vinstrimenn þegar hann var loks kjörinn forseti í nóvember 2001. Þingmenn sandinista neituðu jafnvel að vera viðstaddir innsetn- ingu hans í embætti. Þess í stað hóf forsetinn kjör- tímabilið með því að skera upp her- ör gegn spillingu og það varð til þess að flokkur hans, Frjálslyndi flokkurinn, sneri baki við honum eftir að leiðtogi hans, Arnoldo Aleman, fyrrverandi forseti, var dæmdur í stofufangelsi fyrir spill- ingu. Forystumenn flokksins lýstu því yfir nýlega að þeir væru nú and- stæðingar forsetans. Forsetinn leitaði því eftir stuðn- ingi gamalla erkifjenda sinna, sand- inista. „Bolanos forseti þurfti að ná lág- markssamkomulagi við sandinista til að tryggja honum lágmarks- stuðning og koma í veg fyrir stríð á tveimur vígstöðvum í einu,“ sagði þingmaðurinn Jaime Morales Car- azo, sem sagði sig úr Frjálslynda flokknum vegna andstöðu hans við Bolanos. Morales sagði að sandinistar hefðu samþykkt að styðja forsetann í deilunni í von um að það hjálpaði þeim að losna við „róttækni- og of- beldisímyndina“, sem hafi staðið þeim fyrir þrifum, auk þess sem þeir gætu haldið að sér höndum og fylgst með „andstæðingunum éta hver annan“. Aleman sakaður um stórfellda spillingu Aleman endurreisti Frjálslynda flokkinn sem átti undir högg að sækja vegna tengsla við einræð- isstjórn Somoza-fjölskyldunnar sem sandinistar steyptu af stóli árið 1979. Eftir að hafa verið fangels- aður og rekinn í útlegð á valdatíma sandinista varð Aleman borg- arstjóri Managua og síðar forseti. Hann treysti stöðu sína í Frjáls- lynda flokknum og stóð fyrir laga- setningum sem torvelduðu öðrum flokkum að ógna stóru flokkunum tveimur, frjálslyndum og sand- inistum. Ríki, sem höfðu veitt Nic- aragua aðstoð, tóku hins vegar að kvarta yfir spillingu á fimm ára valdatíma Alemans og Bolanos lof- aði að uppræta hana. Fáir bjuggust þó við því að hann myndi ganga svo langt. Saksókn- arar segja að Aleman, helstu sam- starfsmenn hans og nokkrir ætt- ingjar hafi gerst sekir um stórfellda spillingu, meðal annars lagt andvirði sjö milljarða króna af opinberu fé inn á bankareikninga sína í Panama. Eftir að sandinistar og stuðnings- menn Bolanos á þingi samþykktu að svipta Aleman þinghelgi var for- setinn fyrrverandi dæmdur í stofu- fangelsi. Stuðningsmenn hans urðu ævareiðir og í höfuðborginni má víða sjá vígorð eins og „Frelsum Arnoldo Aleman“ krotuð á veggina. Þeir hafa einnig stofnað „nefnd til varnar mannréttindum Arnoldos Alemans“. Nokkrir af stuðningsmönnum forsetans fyrrverandi hafa jafnvel sakað Bolanos um að bera ábyrgð á því að eiginkona Alemans missti fóstur nýlega. Hún hefur verið nefnd sem hugsanlegt forsetaefni Frjálslynda flokksins í kosningum árið 2006. Nýr flokkur stofnaður? „Baráttan gegn spillingunni var nauðsynleg,“ sagði Rene Herrera, einn af forystumönnum Frjálslynda flokksins og bandamaður Alemans. „Þeir hefðu átt að sækja þrjá eða fjóra menn til saka en ég tel að hann hefði átt að stöðva baráttuna á ákveðnu stigi, þannig að hún beindist ekki að Aleman.“ Herrera sagði að með því að heimila saksóknurum að ákæra Aleman hefði Bolanos „misst flokk- inn sinn og þann pólitíska bakhjarl sem hann þarf sjálfur á að halda“ og forsetinn væri nú „upp á náð og miskunn sandinista kominn“. Hann kvað Frjálslynda flokkinn búast við því að forsetinn myndi að lokum neyðast til þess að sættast við stuðningmenn Alemans á þinginu. „Þetta er það sem við veðjum á,“ sagði Herrera. „Frjálslyndi flokk- urinn mun ekki klofna. Þegar kem- ur að kosningum er hugsanlegt að Bolanos stofni eigin stjórn- málaflokk, þannig að atkvæði and- stæðinga sandinista dreifist, eða að hann leiti til flokksins síns og tryggi einingu gegn sandinistum.“ Stuðningsmenn Bolanos hafa reyndar rætt þann möguleika að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Carlos F. Chamorro, útgefandi tímarits og sonur fyrrverandi for- seta Nicaragua, Violeta Chamorro, segir að vinsældir Bolanos hafi minnkað þar sem efnahagsþreng- ingar hafi torveldað honum að bæta lífskjör þjóðarinnar. Skoðana- könnun fyrr á árinu bendi til þess að þeir sem eru óánægðir með störf forsetans séu nú í fyrsta sinn fleiri en þeir sem eru ánægðir. „Helsta vandamál Bolanos er að hveitibrauðsdögunum með almenn- ingi er lokið,“ sagði Chamorro. „Þótt landsmenn séu ánægðir með baráttuna gegn spillingu eru þeir farnir að segja: sjáðu mér fyrir nægum mat og atvinnu.“ Forsetinn einmana í baráttunni gegn spillingu AP Enrique Bolanos, forseti Nicaragua, ávarpar þjóð sína í forsetahöllinni í Managua. ’ Er upp á náð ogmiskunn sandinista kominn. ‘ Managua. AP. LYF sem virkar með nýstárlegum hætti dró úr löngun mikilla drykkju- manna í áfengi og gæti hjálpað áfengissjúklingum til að hætta að drekka eða draga verulega úr drykkju, að því er vísindamenn greindu frá á fimmtudaginn. Lyfið hefur samheitið topiramate og er selt sem flogaveikilyf, en í til- raun er gerð var á 150 manns í Há- skólanum í Texas í San Antonio reyndist það virka gegn áfengisfíkn, sagði Bankole Johnson, geðlæknir sem stjórnaði rannsókninni. „Við teljum þetta mjög mikilvæga niðurstöðu,“ sagði hann í viðtali. Samanborið við þá sem fengu lyf- leysu og atferlisráðgjöf virkaði lyfið „fjórum sinnum betur gegn mikilli drykkju og áttfalt betur til að drykkju væri alveg hætt“. Lyfið virðist virka með því að hafa áhrif á getu heilans til að njóta áhrifa áfengis. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) hefur ekki veitt leyfi fyrir því að lyfið sé gefið gegn áfengissýki. Endurtaka þarf rann- sóknina á stærri hópi áður en lækn- um verður heimilað að gefa áfeng- issjúklingum lyfið. Nýtt lyf gegn áfengisfíkn The Washington Post. HOLLENSKUR blómarækt- andi hefur skírt nýtt dalíuaf- brigði í höfuðið á forseta Túrk- menistan, að því er túrkmenískt dagblað greindi frá á fimmtudaginn. Forsetinn, sem heitir Saparmurat Niyaz- ov, er einnig nefndur Túrkmen- basi, eða faðir allra Túrkmena, og heitir nýja blómið því „Túrkmenbasi forseti“. Í frétt blaðsins Neutralny Turkmenistan segir að hol- lenski ræktandinn hafi gert þetta í virðingarskyni við „mik- ilvægt framlag Túrkmenbasis til stöðugleikaþróunar í Asíu og öllum heiminum“. Blómið Túrkmenbasi Ashkhabad. AFP. ÖLDUNGADEILD bandaríska þingsins samþykkti á fimmtudags- kvöldið 350 milljarða dollara skatta- lækkun, þar sem m.a. er gert ráð fyr- ir að tímabundið verði engir skattar lagðir á ágóða af hlutabréfum – sem er meginþátturinn í áætlun banda- ríska forsetaembættisins um að- gerðir til að örva efnahagslífið. Lækkanirnar munu koma til fram- kvæmda á næstu tíu árum. George W. Bush forseti hafði farið fram á við þingið að lækkanirnar yrðu alls 726 milljarðar. Samþykkt þingsins tryggir að forsetinn getur lækkað skatta umtalsvert einmitt þegar hann er að hefja baráttu fyrir endur- kjöri í kosningunum á næsta ári. Skattalækkun samþykkt Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.