Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNA
!
" ! # $ % &
Blönduós
- umboðsmaður óskast
Umboðsmaður óskast frá og með 1. júlí.
Leitað er að ábyrgðarfullum einstaklingi
til að sjá um dreifingu og aðra þjónustu
við áskrifendur á svæðinu.
Umsóknareyðublöð fást hjá
núverandi umboðsmanni,
Gerði Hallgrímsdóttur,
Melabraut 3, Blönduósi
og sendist til
Bergdísar Eggertsdóttur,
skrifstofu Morgunblaðsins,
Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til
27. maí 2003.
Hjá Morgunblaðinu starfa rúmlega 350 starfs-
menn. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringl-
unni 1 í Reykjavík en einnig er starfrækt skrifstofa
í Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Árvakur hf. er
útgefandi Morgunblaðsins.
Íslenskukennsla
í Winnipeg
Laus er til umsóknar kennarastaða í íslensku
við Manitobaháskóla í Winnipeg. Ráðið verður
í stöðuna til eins árs frá 1. júlí eða 1. september
2003. Umsækjendur verða að hafa M.A. eða
cand. mag. próf í íslensku og kennslureynslu
á háskólastigi.
Umsóknarfrestur er til 30. maí 2003. Frekari
upplýsingar á heimasíðu Stofnunar Sigurðar
Nordals: www.nordals.hi.is .
15. maí 2003,
Stofnun Sigurðar Nordals.
Skrifstofustarf
Starf skrifstofumanns er laust til umsóknar.
Um er að ræða 50% starf við sérhæfð skrif-
stofustörf. Tölvukunnátta nauðsynleg. Starf
hefst í byrjun júní. Laun samkvæmt kjarasamn-
ingi opinberra starfsmanna.
Skrifleg umsókn skal berast undirrituðum fyrir
31. maí nk. á skrifstofu embættisins á Hafnar-
braut 36, 780 Höfn. Öllum umsóknum svarað.
Upplýsingar veittar á skrifstofutíma í síma
478 1363.
Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði.
Páll Björnsson.
Sölumaður
atvinnuhúsnæðis
Lögmannsstofa opnar nýja fasteignasölu, sem
er sérhæfð í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði,
nú á næstunni. Leitum við því að drífandi sölu-
manni til starfa strax. Nú þegar hafa verið gerð
söluumboð um mörg atvinnuhúsnæði. Vin-
samlegast sendið uppl. um aldur, feril o.s.frv.
á box@mbl.is merkt: „E — 13689“.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aukaþing
Sambands ungra
framsóknar-
manna
Boðað er til aukaþings Sambands ungra fram-
sóknarmanna laugardaginn 14. júní 2003
á Hverfisgötu 33, 101 Reykjavík, 3. hæð.
Þingið hefst klukkan 13.00.
Dagskrá:
1. Kosning starfsmanna þingsins.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Kosningar.
4. Önnur mál.
Stjórn Sambands ungra
framsóknarmanna.
Félag áhugafólks og aðstandenda
Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldinn miðviku-
daginn 21. maí nk. kl. 20.00 í húsnæði Phar-
manor, Hörgatúni 2, Garðabæ, gengið inn frá
Vífilsstaðavegi.
1. María Th. Jónsdóttir, formaður setur fund-
inn.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Jón Snædal öldrunarlæknir ræðir um nýj-
ungar í meðferð Alzheimerssjúklinga.
4. Ferilvöktun minnissjúkra — kynning.
5. Önnur mál.
Kaffiveitingar í boði Pfizer.
Allir velkomnir.
Kópavogskirkja
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar verður
haldinn í safnaðarheimilinu Borgum kl. 12:15,
sunnudaginn 25. maí næstkomandi, eftir
guðsþjónustu í Kópavogskirkju.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Sóknarnefndin
KENNSLA
Stýrimannskólinn í Reykjavík,
sími 551 3194, fax 562 2750,
netfang: styr@ismennt.is,
veffang: styrimannaskoli.is
Skólaslit 23. maí
Stýrimannaskólanum verður slitið í hátíðarsal
Sjómannaskólans föstudaginn 23. maí kl. 14.00.
Afmælisárgangar og allir velunnarar skólans
eru boðnir sérstaklega velkomnir. Kvenfélagið
Aldan verður eins og venjulega með veglegar
veitingar að loknum skólaslitum.
Skólameistari.
SUMARHÚS/LÓÐIR
Úrvals sumarbústaður
óskast
Er að leita að vönduðum og vel útbúnum 40—
50 m² sumarbústað á um 1 hektara landi, í
kjarri eða skógivöxnu landi, fjarri umferð og
þéttri byggð, í um 1 til 2 klst. akstursfjarlægð
frá Reykjavík. Aðkeyrsla, bílastæði og um-
gengnislóð frágengin. Neysluvatn og rafmagn
(og hiti) í aðlögnum og löglegt frárennsli. Bú-
staðurinn hafi aðgang að silungsveiði og sé
nálægt golfvelli og sundlaug. Staðgreiðsla fyrir
réttan bústað.
Tilboð sendist í tölvupósti til: gutti@landspitali.is.
Svarað á kvöldin í síma 587 3465.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis
þriðjudaginn 20. maí 2003 kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu
vora í Borgartúni 7 og víðar:
1 stk. Subaru Legacy
(skemmdur eftir veltu) 4x4 bensín 02.99
1 stk. Subaru Impreza 4x4 bensín 05.98
1 stk. Subaru Impreza 4x4 bensín 04.99
1 stk. Mitsubishi Space Wagon 4x4 bensín 1997
1 stk. Mitsubishi L-300
(skemmdur eftir umf.óhapp) 4x4 dísel 1996
1 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1988
1 stk. Isuzu DLX Crew Cab 4x4 dísel 03.99
1 stk. Toyota Hi Lux Double
cab (afskráður) 4x4 bensín 1988
1 stk. Wolkswagen Caddy
sendibifreið 4x2 bensín 06.98
1 stk. Volkswagen Transporter
sendibifreið 4x2 bensín 1992
1 stk. Toyota Hi Ace 4x4 dísel 1995
1 stk. Toyota Corolla station 4x4 bensín 1993
1 stk. Toyota Corolla 4x2 bensín 1993
1 stk. Renault Midliner sendibifr. 4x2 dísel 02.99
1 stk. Mercedes Benz 1626
vörubifreið 4x4 dísel 1980
1 stk. Scania Vabis LB 81
vörubifreið 4x2 dísel 1980
1 stk. Yale vörulyftari 4x2 rafmagn
1 stk. TCM vörulyftari 4x2 bensín
1 stk. Hyster vörulyftari 4x2 bensín
1 stk. Honda TRX 350 fjórhjól 4x4 bensín 1987
1 stk. Zodiac gúmmíbátur með 115 hp Mercury utanborðsmótor
ásamt vagni.
Til sýnis hjá Vegagerðinni í Borgarnesi:
1 stk. Mercedes Benz 814D
(skemmdur eftir umf.óhapp) 4x4 dísel 1998
1 stk. vatnstankur án dælu 10.000 lítra 1980
1 stk. lyftikrókur fyrir 40 tonna þunga
Til sýnis hjá Vegagerðinni Stórhöfða 34-40, Reykjavík:
1 stk. hjólaskúr sem er forstofa og 2 herbergi (6 rúmstæði)
21,6 m²
1 stk. snyrtiskúr með hitakút, sturtu, klósettum og vöskum
14,4 m²
1 stk. íbúðarskúr með 1 rúmstæði 8,6 m²
1 stk. lyftigálgi með 6,3 tonna spili 1986
1 stk. veghefill Champion 730A 6x6 1990
1 stk. steypuhrærivél Benford 21/14 0,68 m³ 1972
1 stk. slitlagsviðgerðartæki með 250 lítra bindiefnatanki 1987
1 stk. beltakrani Priestman Lion 1967
1 stk. beltakrani Akerman M14-5P 1978
Til sýnis hjá Bílaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga
á Sauðárkróki:
1 stk. Nissan King cab (bilaður gírkassi) 4x4 dísel 1994
Til sýnis hjá Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal:
1 stk. Mercedes Benz 1513
vörubifreið 4x2 dísel 1972
Til sýnis hjá Landgræðslu ríkisins Gunnarsholti:
1 stk. Man 16.240 vörubifreið
(biluð vél og gírkassi) 4x4 dísel 1981
Til sýnis hjá Flugmálastjórn, Höfn, Hornafirði:
1 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 1988
Vakin er athygli á myndum af bílum og
tækjum á vefsíðu Ríkiskaupa
www.rikiskaup.is
(Ath! Inngangur í port frá Steintúni)
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Í kvöld kl. 20.00:
Norsk þjóðhátíðarsamkoma.
Umsjón majórarnir Turid Gamst
og Inger Dahl. Ath.: Dagskráin
fer fram á norsku.
www.fi.is
18. maí Gamla Krýsuvíkur-
leiðin III — Selvogsheiði —
Svörtubjörg — Herdísarvík
Fararstjóri er Eiríkur Þormóðs-
son. Lagt verður af stað kl. 10.00
frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni
6. Heimkoma síðdegis. Verð
1.600/1.900 kr.
Helgarferð á Eyjafjallajökul
23.—25. maí
Ferðakynning á uppstigningar-
dag kl. 12-16 í sal FÍ, Mörkinni 6.
18. maí Hafnaberg.
Á þessum tíma árs iðar bjargið af
fuglalífi. Gengið frá Sandhöfn
niður í Stóru-Sandvík. Skemmti-
leg ferð fyrir alla fjölsk. Brottf. frá
BSÍ kl. 10.30. Verð 1.700/1.900 kr.
Þriðjudagur 20. maí
Deildarfundur hjá jeppadeild
Útivistar.
Fundurinn hefst kl. 20 á skrifstofu
Útivistar á Laugavegi 178. Fulltrúi
VÍS kynnir tryggingar fyrir jeppa á
fjöllum og félagar í jeppadeildinni
kynna ferðir sumarsins, m.a.
Gæsavatnaleið. Hvetjum alla til
að mæta!
21. maí. Útivistarræktin —
Skálafell, 774 m. Brottför frá
Sprengisandi (Pizza Hut) kl. 18:30.
Ferðir Útivistarræktarinnar kosta
ekki neitt og allir velkomnir.
29. maí.—1. júní. Hvannadals-
hnúkur 2.119 m - Skaftafell (4
dagar)
Farið verður á skíðum eða gang-
andi upp Sandfellsheiði og á
Hvannadalshnúk. Einnig verður
farið í styttri gönguferðir. Farar-
stjóri Reynir Þór Sigurðsson.
29. maí—1. júní Skaftafell —
Öræfi (4 dagar)
Farið í lengri og styttri gönguferð-
ir um Skaftafell og Öræfasveit.
Fararstj. Bergþóra Bergsdóttir.
Sjá nánar www.utivist.is