Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 11 ALLS hafa um 600 manns í heim- inum látist af völdum heilkenna al- varlegrar bráðrar lungnabólgu og um 7.600 eru taldir hafa veikst í 29 ríkjum frá því veikinnar varð fyrst vart í nóvember, skv. upplýsingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO). Haraldur Briem sóttvarnalæknir ritar um heilkenni alvarlegrar bráðr- ar lungnabólgu (HABL) í nýjasta tölublað Læknablaðsins og segir allt benda til þess að faraldurinn sé rétt að hefjast. Á meðan ekkert bóluefni finnst sé helsta vonin sú að flestir sem sýkjast séu einkennalausir og myndi mótefni gegn veirunni. Smitun virðist eiga sér stað við nána umgengni við smitaða Haraldur fjallar um upphaf farald- ursins og smitleiðir og segir m.a.: „Fyrstu vikurnar eftir að sjúkdómn- um var lýst voru flestir þeirra sem sýktust heilbrigðisstarfsmenn sem stunduðu sjúklinga með HABL og nánustu aðstandendur sjúklinganna. Virðist nána umgengni þurfa til við smitaða svo smitun eigi sér stað. Tal- ið er líklegt að sjúkdómurinn smitist með dropasmiti en hugsanlegt að hann geti smitast með slími úr önd- unarvegum eða öðrum líkamsvess- um. Rannsókn hefur leitt í ljós að sjúklingur frá Guangdonghéraði í Kína sem veiktist um miðjan febrúar 2003 af HABL dvaldi á hótel M í Hong Kong í lok mánaðarins. Annar gestur sem dvaldist á sama hóteli á sama tíma veiktist síðar og var lagð- ur inn á sjúkrahús í Hong Kong með HABL í byrjun mars 2003. Síðar kom í ljós að þrettán sjúklingar fengu HABL en þeir höfðu dvalið á sama hóteli um sama leyti og fyrsta tilfellið. Níu af þeim dvöldust á 9. hæð hótelsins þar sem upphafstilfell- ið bjó, einn dvaldist á 14. hæð, einn á 11. hæð og tveir dvöldust á bæði 9. og 14. hæð. Margir þessara sjúklinga sem dvöldu á hótelinu báru síðar sjúkdóminn til Hanoi í Víetnam, Singapúr, Þýskalands og Toronto í Kanada. Einnig voru mörg tilfelli á sjúkrahúsum í Hong Kong rakin til þessara sjúklinga. Eftir að yfirvöld bættu sýkingavarnir á sjúkrahúsum í Hong Kong tók að draga úr nýgengi sýkinga þar. Önnur hópsýking í Hong Kong hefur verið rannsökuð sérstaklega. Karlmaður sem veiktist 14. mars 2003 með einkenni HABL heimsótti ættingja í fjölbýlishúsi í Amoy Gard- ens í Hong Kong. Meðal einkenna hans var niðurgangur. Sjúkdómur- inn barst síðan til annarra íbúa húss- ins og hinn 15. apríl hafði 321 íbúi veikst af sjúkdómnum. Líkleg skýr- ing á útbreiðslu smits er að vatns- lásar voru víða bilaðir í húsinu, brot- in salerni, skemmd skolprör og öflugar viftur í opnum baðherberg- isgluggum sem vissu að ljósbrunni þar sem rörin lágu um. Strok sem tekið var frá salernisskál HABL- sjúklings sýndi að þar var veiruna að finna en ekki tókst að finna veiruna í öðrum umhverfissýnum í húsinu, svo sem vatni, ryki eða lofti. Þessi smit- leið er óvenjuleg en getur útskýrt hópsýkingar sem ekki tengjast al- gengustu smitleiðinni, sem er dropa- smit frá öndunarvegi frá sjúklingi til þeirra sem standa augliti til augliti við hann,“ segir í grein Haraldar Briem. Megineinkenni eru hiti, þurr hósti og öndunarerfiðleikar Megineinkenni sjúkdómsins eru hiti, þurr hósti og öndunarerfiðleikar sem fylgja í kjölfarið á þriðja til fimmta degi eftir að einkenni hefjast, að því er segir í greininni. „Meirihluti sjúklinga fær hroll, vöðva- og höfuð- verk og veikindatilfinningu. Niður- gangur og hálssærindi geta fylgt þessum einkennum. Sjúkdómurinn veldur í flestum tilfellum lungna- bólgu sem lýsir sér í staðbundnum lóbar- eða miðvefjarþéttingum á lungnamynd,“ segir í greininni. Meðgöngutími sjúkdómsins er venjulega tveir til sjö dagar en getur orðið tíu dagar. Haraldur segir að flestir sjúklingar sem hafa greinst séu á aldrinum 25 til 70 ára. Sóttvarnarráðstafanir koma að gagni við að hefta útbreiðslu „Á þessari stundu heldur HABL áfram að breiðast út til allra heimshluta, ekki með ógnarhraða líkt og inflúensa, heldur hægt og bít- andi. Þótt enn sé margt á huldu um sjúkdóminn koma sýkingavarnir og almennar sóttvarnarráðstafanir sem felast í einangrun, sóttkví og rakning smitleiða að gagni við að hefta út- breiðslu sjúkdómsins,“ segir Harald- ur. „Erfitt er að svara því með hvaða hætti HABL-faraldurinn mun þróast enda mörgum spurningum ósvarað. Eru margir sem smitast einkenna- lausir? Eru margir einkennalausir smitberar? Getur veiran lifað í umhverfinu? Geta dýr verið smitber- ar? Tekst að búa til bóluefni? Er von á sértækri lyfjameðferð?“ spyr Haraldur í greininni og segir síðan: „Allt bendir til þess að faraldurinn sé rétt að hefjast og mikill fjöldi manna eigi eftir að sýkjast. Á meðan ekkert bóluefni finnst er helsta vonin að flestir sem sýkjast séu einkenna- lausir, myndi mótefni og stuðli með tímanum að hjarðónæmi meðal manna sem stöðvað getur útbreiðsl- una. Fari svo mun þessi sjúkdómur breytast í staðbundinn barnasjúk- dóm með tímanum. Faraldurinn hef- ur þegar haft mikil efnahagsleg áhrif, einkum í Kína. Reyna mun mjög á heilbrigðisstarfsfólk og heil- brigðisstofnanir um heim allan á komandi mánuðum.“ Aðgerðir hér á landi hafa beinst að því að upplýsa almenning, stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn um sjúk- dóminn. Birtar eru reglulega upplýs- ingar á heimasíðu landlæknisemb- ættisins, www.landlaeknir.is. Haraldur Briem lýsir einkennum og smitleiðum HABL í grein í Læknablaðinu Allt bendir til að farald- urinn sé rétt að hefjast Reuters ,,Reyna mun mjög á heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir um heim allan á komandi mánuðum,“ segir í grein Haraldar Briem. Hér er kín- verskt hjúkrunarfólk á sjúkrahúsi í Peking að annast sjúkling með HABL. HEILKENNI alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL) er talið til tilkynningaskyldra sjúkdóma skv. sóttvarnalögum og er öllum þeim sem telja sig geta verið með ein- kenni sjúkdómsins skylt að leita læknis. Leiði læknisrannsókn í ljós að sjúklingur sé haldinn HABL er honum skylt að hlíta fyrirmælum læknis. Skv. tilkynningu land- læknis er við greiningu sjúkdóms- ins stuðst við sjúkdómslýsingu sem þarf að uppfylla eftirfarandi skil- yrði: Grunsamleg tilfelli 1. Sjúklingur (frá 1. nóvember 2002) með sögu um:  háan hita (>38º) og  hósta eða öndunarörðugleika og eitt eða fleira af eftirtöldu:  náin samskipti við sjúkling með grun um eða líklega með HABL síðustu 10 daga áður en einkenna varð vart  saga um ferðalög til útsettra svæða 10 dögum áður en einkenna varð vart. 2. Sjúklingur með óskýrðan sjúkdóm í öndunarvegum sem leið- ir til dauða eftir 1. nóvember 2002 en engin krufning hefur verið gerð og eitt eða fleira af eft- irtöldu:  náin samskipti við sjúkling með grun um eða líklega með HABL síðustu 10 daga áður en einkenna varð vart  saga um ferðalög til útsettra svæða 10 dögum áður en einkenna varð vart. Líkleg tilfelli 1. Röntgenmynd af lungum sjúklings með grun um HABL sýn- ir íferðir sem samrýmast lungna- bólgu eða heilkenni öndunarálags (Respiratory Distress Syndrome- RDS). 2. Krufning sjúklings með grun um HABL leiðir í ljós breytingar á lungnavef sem samrýmast RDS án greinanlegrar ástæðu. Grunsam- leg og lík- leg tilfelli NÝ VERSLUN BYKO verður opn- uð á Reyðarfirði í dag. Munu Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO hf., og Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarða- byggðar, klippa á borða og opna verslunina formlega kl. 9. Nýja verslunin er ásamt timb- urskýli um eitt þúsund fermetrar á einni hæð og mun verslunin veita Austfirðingum þjónustu með byggingarvörur og tengdar vörur. Í fréttatilkynningu segir að verslunin muni leggja höf- uðáherslu á alla almenna bygg- ingarvöru svo sem timbur, fest- ingar, verkfæri og málningu. Auk þess verður úrval af parketi, flís- um, hreinlætistækjum, blönd- unartækjum og fleiru. Þá verður í BYKO lagnadeild ásamt leigu- markaði BYKO með útleigu á góðu úrvali af tækjum. Á opnunarhátíðinni í dag verð- ur fjöldi tilboða, grillað verður fyrir gesti og öll börn fá glaðn- ing. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Við nýja verslun BYKO á Reyðarfirði eru næg bílastæði. BYKO opnar nýja verslun á Reyðarfirði EMBÆTTI ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytis var aug- lýst laust til umsóknar fyrir nokkru. Umsóknarfrestur rann út 14. maí sl. Tíu sóttu um embættið, sem veitt verð- ur frá og með 1. júní nk. Umsækjendur eru: Eyjólf- ur Þór Sæmundsson, verk- fræðingur og forstjóri, Hall- dór S. Kristjánsson, viðskiptafræðingur og settur ráðuneytisstjóri, Jóhann Guðmundsson, landbúnaðar- hagfræðingur og skrifstofu- stjóri, Jón Egill Unndórsson, verkfræðingur og viðskipta- fræðingur og framkvæmda- stjóri, Kristján Vigfússon, stjórnmálahagfræðingur (M.Sc.) og staðgengill sigl- ingamálastjóra, Ólafur J. Briem, skipaverkfræðingur og framkvæmdastjóri, Ólafur Kjartansson, markaðsfræð- ingur (B.Sc) og fram- kvæmdastjóri, Ragnhildur Hjaltadóttir, lögfræðingur og skrifstofustjóri, Unnur Gunn- arsdóttir, lögfræðingur og skrifstofustjóri, og Þórhallur Jósefsson, kennari og frétta- maður. Tíu sóttu um emb- ætti ráðu- neytis- stjóra MAGNÚS B. Ein- arson læknir var nýverið kjörinn formaður í stjórn Medic Alert á Ís- landi. Medic Alert er alþjóðöryggis- kerfi fyrir sjúk- linga með bráða eða hættulega sjúkdóma en yfir þrjú þúsund Ís- lendingar eru tengdir við kerfið. Sjúklingarnir bera á sér málm- plötu þar sem skráð er sjúkdóms- greining og meðferð. Auk þess er símanúmer á vaktstöð Land- spítala í Fossvogi skráð á plöt- una og er þar hægt að nálgast nauðsynlegar upplýsingar um sjúklinginn allan sólarhringinn. Magnús segir merkið geta skipt sköpum og jafnvel bjarg- að mannslífum komi eitthvað upp á. „Á merkið eru skráðar ýmsar upplýsingar, til dæmis hvað varðar ofnæmi og lyf sem sjúklingar nota og ef eitthvað kemur fyrir eiga læknar, hjúkrunarfólk og lögregla að þekkja merkið og geta fengið nánari upplýsingar um sjúk- dómsástandið með því að hringja í upplýsingamiðstöð- ina,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar eru hjartasjúklingar stærsti hópur þeirra sem nota merkið hér á landi. Margir ofnæmissjúkling- ar og sykursýkissjúklingar nota merkið auk ýmissa ann- arra sjúklingahópa. Aðspurður segir Magnús talsvert um það að fullfrískir einstaklingar beri merkið. Það hafi meðal annars komið sér vel fyrir þá sem hafi verið rændir í útlöndum en merkið hefur þá nýst sem per- sónuskilríki. Nýr formaður í stjórn Medic Alert Sjúklingar bera merki Medic Alert oftast í hálsmeni eða á armbandi. Á fjórða þúsund notar merkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.