Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 47
stúlku sem hafði svo ótal marga kosti
án þess endilega að flagga þeim. Það
hvarflaði ekki annað að mér þegar ég
kvaddi þig við útskriftina í júní á síð-
asta ári en að ég ætti eftir að fylgjast
með þér vaxa endanlega úr grasi,
þroskast, mennta þig og eignast fjöl-
skyldu.
Það var því sorglegra en nokkur
orð fá lýst að fá þær fréttir að þú vær-
ir ekki lengur á meðal okkar. Hvernig
getur svona nokkuð gerst? Af hverju
er ungt fólk í blóma lífsins hrifið frá
okkur án nokkurs fyrirvara? Við finn-
um til máttleysis en erum um leið
minnt á hve dýrmætt lífið er, enginn
veit sinn næturstað. Á stuttri ævi
megnaðir þú ýmislegt sem sumum
tekst ekki á mörgum árum. Þú skilur
eftir þig ástríka fjölskyldu og stóran
vinahóp. Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér og geymi minn-
inguna um þig djúpt í hjartanu. Þér er
alveg örugglega ætlað stórt hlutverk
á æðri stað.
Elsku Badda, Ívar, Sigga Þóra,
Rakel Ýr og Palli, megi Guð vera með
ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Þið
eigið margar góðar minningar um
yndislega stúlku.
Sigurhanna Friðþórsdóttir.
Stúlka ei fullvaxta, þú kvaddir
þennan geim. Of fljótt en Drottinn
velur hvern hann kallar heim. Við
minnumst þín um eilífð og alla tíð.
Elsku Anna Ragnheiður við söknum
þín. Elsku Anna Ragnheiður ég
þekkti þig ekki mikið, en í svo litlu
bæjarfélagi sem hér hefur lát þitt haft
áhrif á alla. Megir þú hvíla í Drottins
ró og friði.
Elsku fjölskylda megi Guð vera
með ykkur og styrkja ykkur.
Ingveldur Theodórsdóttir.
Elsku Anna Ragnheiður.
Það er erfitt að trúa þessu og það á
eftir að taka okkur langan tíma að ná
því að þú ert ekki lengur hjá okkur.
Eins og margir aðrir bíðum við eftir
að vakna upp af þessum vonda
draumi og sjá þig aftur skælbrosandi
og í góðu skapi eins og við þekktum
þig, en það gerist ekki. Þetta er raun-
veruleikinn og við fáum engu breytt.
Við vitum að þú vakir yfir okkur og að
þér líður vel þar sem þú ert núna.
Sönn vinátta er eins og góð heilsa, við vitum
fyrst hvers virði hún er þegar við höfum
misst hana.
(Charles Caleb Colton.)
Elsku Badda, Ívar, Rakel Ýr, Palli
og Sigga Þóra, við vottum ykkur alla
okkar samúð og megi Guð vaka yfir
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Með þessum orðum kveðjum við
þig Anna Ragnheiður í mikilli sorg.
Þínar vinkonur.
Sigríður Ósk og
Valgerður Erla.
✝ Páll Gunnarssonfæddist í Tungu í
Fáskrúðsfirði 7.
september 1930.
Hann andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi 8. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Anna Sólveig Vil-
hjálmsdóttir hús-
freyja, f. 27. okt.
1892 á Brekku í
Mjóafirði, d. 27. júlí
1981, og Gunnar
Pálsson bóndi í
Tungu, f. 22. júní
1896 í Þingmúla í Skriðdal d. 1.
feb. 1987. Systkini hans eru,
Svanbjörg Ragnhildur, f. 10. sept.
1924, Gísli Vilhjálmur, f. 21. des.
1925, d. 27. ágúst 1991, Elínborg,
f. 3. okt. 1927, og Helgi Friðmar,
f. 11. maí 1935.
Páll kvæntist 26.
júlí 1952 Olgu Guð-
björgu Sigurbjörns-
dóttur. Þeirra börn
eru: 1) Valbjörn, f. 4.
sept. 1953, sambýlis-
kona Auðbjörg
Gunnarsdóttir,
þeirra börn: Siggeir,
Valgeir Páll, Helga
og Freysteinn. 2)
Anna Björg, gift In-
gófi Sveinssyni,
þeirra börn: Gyða,
Agnar Páll og Sig-
urbjön Ingi. 3)
Gunnar Björgvin, kvæntur Hildi
Þorsteinsdóttur, þeirra börn: Ol-
geir, Hrönn og Auður.
Útför Páls fer fram frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.30.
Í minningu um föður minn, þegar
staldrað er við og hugsað til baka,
koma upp margar góðar myndir af
góðum manni. Það var döpur sumar-
byrjun þetta árið, ekki hafði ég hugs-
að út í það að hann faðir minn færi
svona snöggt. Hann pabbi var mér
ekki einungis yndislegur faðir heldur
einnig mikill félagi og vinur. Hann
studdi mig af væntumþykju þegar
hún mamma kvaddi þennan heim svo
langt fyrir aldur fram. Það var svo
gott að leita til hans pabba, hann virt-
ist alltaf hafa svör við öllum spurn-
ingum mínum, ekki kannski strax og
spurt var en fljótlega, eftir smáum-
hugsun var oftast hringt og svörin
lágu fyrir.
Það er svo margt sem kemur upp í
hugann þegar ástvinur hverfur svona
skyndilega á brott, ég átti til dæmis
eftir að launa honum fyrir alla þá
hjálp sem hann veitti mér og Hildi er
við vorum að koma okkur þaki yfir
höfuðið. Margra stunda vorum við
pabbi líka búnir að njóta saman úti í
náttúrunni á góðum hestum, ræða um
hesta og svo auðvitað um smíðar.
Pabbi var líka mikill barnavinur, elsk-
aður og dáður af barnabörnunum sín-
um sem eiga nú erfitt með að skilja að
afi sé horfinn á brott.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós,
þráir lífsins vængjavíddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartsláttinn, rósin mín,
er kristaltærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður, kyssa blómið,
hversu dýrðlegt finnst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur Halld.)
Kæru systkini, við höldum áfram
að standa saman.
Með virðingu og þökk kveð ég ást-
kæran föður.
Gunnar Pálsson.
Að loknum lífsins degi
ljúft mun hvíld að finna
og vita að myndin milda
er minning vina þinna.
Því dáðadrengnum ljúfa
nú dauðinn frá oss rændi.
Þig kveð með klökku hjarta,
minn kæri besti frændi.
(Ú. V.)
Fjörlegt blístrið færist nær. Létt
fótatak í stiganum. Komumaður kem-
ur syngjandi inn. Lítill drengur
hleypur í fangið á afa. Gleðin ræður
ríkjum. Palli er kominn, hlýleg nær-
vera hans fyllir húsið. Föðurleg vænt-
umþykja hans umvafði okkur alla tíð
og líf hans svo var samofið okkar – nú
er margs að sakna.
Hann var minn besti frændi, frá
því ég man fyrst eftir mér og svo ótal
margt í lífi mínu tengist honum. Hann
kom og byggði æskuheimili mitt í
Tunguholti af sínum alkunna hagleik,
en á meðan brölluðum við bræðrasyn-
ir ýmislegt við mismikla hrifningu
fullorðna fólksins. Þegar pabbi minn
slasaðist var Palli strax mættur til að-
stoðar við bústörfin. Tvö sumur
dvaldi ég meira og minna á heimili
Palla og Olgu, Breiðabliki, seinna
sumarið alveg, og þeirra stunda
minnist ég með mikilli gleði. Það var
ómetanlegt að fá þar að kynnast þeim
hjónum, samheldni þeirra og vænt-
umþykju hvors til annars. Mikill var
missir hans og söknuður, er hún féll
frá langt um aldur fram. Þarna
tengdist ég frændsystkinum mínum
tryggðaböndum, þeim Önnu Björgu,
Valbirni og Gunnari Björgvini. Hjá
þeim og fjölskyldum þeirra er hugur
okkar og samúð nú.
Hann fylgdi okkur hjónunum upp
að altarinu þegar við giftum okkur.
Hann tók litla drenginn okkar í hóp
afabarnanna sinna og öllum börnun-
um okkar, stórum og smáum, sýndi
hann áhuga og hlýju. Fyrir þetta allt
ber að þakka. Við minnumst dýr-
mætra samverustunda á heimili okk-
ar og á Breiðabliki hjá honum. Samtöl
fram á nætur um hamingjuna, lífið,
sorgina, dauðann og Guð. Palla gát-
um við trúað fyrir öllu. Oft hlustuðum
við saman á falleg lög, því söngur var
hans hjartans mál. Lítill drengur átti
líka ógleymanlega stund með afa að
morgunlagi heima á Breiðabliki, þeg-
ar hann lærði að útbúa hafragraut
sjálfur og mikið fannst honum það
góður grautur.
Ég geymi ómetanlegar minningar
um kæran föðurbróður. Sameiginleg
áhugamál tengdu okkur traustum
böndum. Hestamennska, ógleyman-
legir útreiðartúrar og allt sem því
fylgir. Hann fylgdist af áhuga með
söngstarfi mínu og félaga minna í
karlakórnum Hreimi og kom á söng-
skemmtanir, ef hann var einhvers
staðar nærri, lagði oftar en ekki á sig
ferðalög til að mæta. Oft tókum við
lagið saman frændur tveir og höfðum
mikla ánægju af. Stundum átti hann
það til að hringja ef hann var að
hlusta á fallegt lag því að hann lang-
aði til þess að strákurinn hans hlust-
aði með honum.
Blístrið heyrist ekki lengur, söng-
urinn er þagnaður. En við eigum
ómetanlegar minningar sem lifa með
okkur. Dýrmætar perlur sem við tín-
um fram í áranna rás.
Þakklæti okkar og bænir fylgja
kærum frænda inn í ljósið eilífa.
Megi algóður Guð vaka yfir og
hugga þá er syrgja Pál Gunnarsson.
Úlfar, Elfa og fjölskylda.
Samfylgdinni við Palla frænda er
lokið. Við sem héldum að við fengjum
að njóta hans miklu lengur. Hann
hafði alltaf verið til staðar fyrir fjöl-
skyldu okkar. Ég heyrði svo oft talað
um hversu mikið Palli tók þátt í öllum
framkvæmdum foreldra minna þegar
þau bjuggu fyrir austan. Hann inn-
réttaði fyrir þau íbúð, hann var smið-
urinn sem seinna byggði húsið þeirra
og hann aðstoðaði þegar erfiðleikar
steðjuðu að fjölskyldunni. Allt var
þetta unnið með svo góðum hug, enda
sambandið alltaf gott á milli heimil-
anna. Eftir að foreldrar mínir fluttu
suður á land var mikil tilhlökkun þeg-
ar Palli og Olga voru væntanleg enda
hefur okkur þótt svo vænt um Palla
og alla hans fjölskyldu.
Palli var sjálfstæður og glaðvær
maður. Hann hafði gaman af að
syngja og naut þess að hlusta á vand-
aða og góða tónlist. Oftar en ekki óm-
aði tónlist hjá honum þegar hann
svaraði þegar hringt var til að spjalla
eða fá fréttir af fólkinu. Það er ómet-
anlegt og ógleymanlegt að hafa notið
návistar hans fyrir nokkrum vikum
þegar hann var að koma úr rannsókn
í Reykjavík. Þá leit hann björtum
augum til komandi vors og sumars og
við vorum sannfærð um að hann nyti
þess. Hann var búinn að járna hest-
ana sína sem hann hafði svo mikla
ánægju af og hefur eflaust hugsað sér
gott til glóðarinnar að þeysa um á
gæðingunum.
Palli átti góða fjölskyldu sem
studdi hann dyggilega eftir að hann
missti Olgu. Hann vildi líka með öll-
um ráðum styðja við bakið á börn-
unum sínum og fjölskyldum þeirra.
Hann var stoltur af barnabörnunum
sínum og naut þess að vera í kringum
þau. Því miður njóta þau nú ekki sam-
fylgdar hans í uppvextinum.
Við þökkum Palla frænda sam-
fylgdina í gegnum árin. Við yljum
okkur öll við minningarnar um hann
og biðjum honum blessunar á Guðs
vegum.
Gunnhildur Anna
Vilhjálmsdóttir.
PÁLL
GUNNARSSON
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Erfisdrykkjur
Persónuleg
þjónusta
fagmanna
Breiðholtsbakarí
V e i s l u þ j ó n u s t a
Drafnarfel l i – s ími 557 4513
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
bróðir,
SIGURÐUR G. SIGURÐSSON,
Mánagötu 21,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn
9. maí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum hlýhug og vináttu við andlát og útför.
Sigríður G. Sigurðardóttir (Sirrý),
Sigrún Björk Sigurðardóttir, Oliver Edvardsson,
Viktoría Katrín, Áróra Björk, Skarphéðinn Hinrik,
Katrín Sigurðardóttir,
Oddbjörg Sigurðardóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, systir og amma,
KOLBRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Gullsmára 9,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 19. maí kl. 13.30.
Viggó M. Sigurðsson,
Guðmundur Björnsson, Ósk Hilmarsdóttir,
Egill Viggósson, Guðrún Guðmundsdóttir,
Jóhanna L. Viggósdóttir, Þorsteinn Barðason,
Sigurður Viðar Viggósson,
Auður Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNLAUGUR V. SNÆDAL,
Brekkuseli 12,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði,
þriðjudaginn 29. apríl sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Björg Sigvarðsdóttir,
Smári G. Snædal, Sigþrúður Ingimundardóttir,
Ásrún Snædal, Svavar Björnsson,
Óttar Snædal,
Gígja Svavarsdóttir, Egill Gunnarsson,
Harpa Snædal, Tómas Buchholtz,
Höskuldur Svavarsson,
Gunnlaugur Bjarki Snædal,
Þóra Björg Gígjudóttir,
Sjöfn Egilsdóttir,
Svavar Egilsson.
Yndisleg móðir okkar,
HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR
fyrrv. húsfreyja á Sveinsstöðum,
dvalarheimili aldraðra, Hlaðhömrum,
Mosfellsbæ,
lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn
15. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
börn hinnar látnu.
Fleiri minningargreinar
um Önnu Ragnheiði Ívarsdóttur
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.