Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 32
HEILSA 32 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BARNSHAFANDI konur þurfa að fara einkar varlega í lyfjanotkun, segir í grein á vefsíðu breska blaðsins Telegraph. Mælt er eindregið með því að barnshafandi konur ráðfæri sig við lækni eða ljósmóður áður en ákvörðun er tekin um lyfjaneyslu. Óhefðbundnar lækningar geta einnig verið varasamar. Margt er á bannlista svo sem ibú- profen sem getur haft áhrif á blóðrás fóstursins og aspírin ber einnig að varast nema í samráði við lækni. Eina verkjalyfið sem talið er hættu- laust í litlum skömmtum er paraceta- mól. Philip Baker prófessor, læknir við St. Mary sjúkrahúsið í Manchester á Englandi, leggur áherslu á að finna þurfi jafnvægi milli velferðar móður og barns. „Stundum eru kostir þess að móðir taki lyf meiri en fræðileg hætta á að barn í móðurkviði skað- ist.“ Almennt séð, telur hann að öll lyf sem móðir tekur hafi áhrif á fóstrið. Á því eru aðeins örfáar undanteking- ar svo sem blóðþynningarlyfið Hep- arin. Óhefðbundnar lækningar geta verið varasamar Prófessor Baker segir hættuna vera mesta á að fóstur skaðist á fyrstu tíu vikum meðgöngu þegar líf- færi og útlimir eru að myndast. Lyfjataka það sem eftir lifir með- göngu skaðar síður þroska líffæra en gæti haft áhrif á hjartslátt fóstursins og blóðrás. Sem dæmi tekur hann að róandi lyf sem móðir tekur hefur einnig róandi áhrif á fóstrið. Lyf sem notuð eru við efnalækningar og drepa frumur móðurinnar geta kom- ist í gegnum fylgjuna og skaðað fóstrið. Sýklalyf geta einnig reynst hættuleg. Óhefðbundnar lækningar geta einnig verið varasamar og því ráð- leggur Zita West, ljósmóðir og nál- astungusérfræðingur, að barnshaf- andi konur fari aðeins til ráðgjafa í óhefðbundnum lækningum sem hafa reynslu af því að hjálpa barnshafandi konum. Þó nokkur læknisfræðileg kunnátta er slíkum ráðgjöfum einnig nauðsynleg. „Nálastungur geta til dæmis reynst hættulegar því ekki má snerta nokkra punkta líkamans á meðgöngu því slíkt getur valdið fósturláti.“ Að sama skapi telur West að forð- ast skuli sumar tegundir olía sem notaðar eru í ilmefnameðferð svo sem rósmarin sem hefur verið notað gagngert til þess að koma fæðingu af stað. Afar mikilvægast sé því að fá álit læknis, ljósmóður eða annarra sér- fræðinga áður en lyfjanotkun hefst eða óhefðbundinna lækninga er leit- að. AP Lyfjaráðgjöf mikilvæg á meðgöngu Philip Baker prófessor, læknir við St. Mary-sjúkrahúsið í Manchester á Englandi, leggur áherslu á að finna þurfi jafnvægi milli velferðar móður og barns. Þ EGAR þú hittir kunn- ingja eða vin er gjarnan spurt hvernig þú hafir það og viðkvæðið er: „Ég hef það fínt.“ En er það alltaf svo? Eða viljum við bara bera okk- ur mannalega? Hver vill líka fá svar eins og „Ég hef það skítt, en takk fyr- ir að spyrja“? Vitað er að margar fjölskyldur hafa það verulega erfitt, kannski vegna erfiðleika í sam- skiptum milli foreldra eða milli foreldra og barns. Þá má og nefna að marg- ir líða tilfinningalega vegna lélegrar geðheilsu, vímuefnaneyslu eða líkamlegrar vanheilsu. Enn aðrir þurfa að vinna mjög langan vinnudag og eiga ekki mikið eftir þegar heim kemur og einkennist þá heimilislífið af pirringi, vonleysi og sekt- arkennd. Hvernig er hlúð að þessum fjölskyldum? Andleg, félagsleg og líkamleg vellíðan fjölskyldu byggist meðal annars á eft- irfarandi atriðum: 1. Viðurkenningu á að foreldrar þurfa tíma með börnum sínum. 2. Góðum samskiptum milli foreldra, barna og skólans. 3. Ef barn er með langvinnan sjúkdóm, hvort heldur líkamlegan eða geðræn- an, er mikilvægt að systkin fái að njóta sín með foreldrum og vinum. Þann- ig er mikilvægt að til séu stuðningsfjölskyldur til að minnka álag á heim- ilið. 4. Að parsamband foreldra sé ræktað. 5. Ef foreldrar eru fráskildir ber þeim að rækta barnið sitt, því þótt þeir hafi ekki getað búið saman er mikilvægt að barnið líði ekki fyrir það. 6. Að samfélagið sé meðvitað um sinn þátt og bjóði góða alhliða þjónustu sem fjölskyldur í vanda geta leitað til. Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið, fé- lagsþjónustan, skólakerfið, lögreglan og prestar vinni saman að hags- munum fjölskyldunnar. 7. Að hafa trygga atvinnu þannig að fjárhagsörðugleikar lami ekki starfs- hæfni fjölskyldunnar. 8. Að samfélagið styðji við bakið á þeim sem minna mega sín. Verum meðvituð um okkur sjálf, nánustu fjölskyldu, vini og vinnufélaga. Njótum samverunnar. Hrós, bros og hvatning kostar lítið, en þú færð það margfalt til baka. Ver- um fyrirmynd fyrir börnin okkar. Sjáum það jákvæða í lífinu og tökum virk- an þátt í því. Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu.  Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Er svigrúm fyrir sálartetrið? Hrós, bros og hvatning kosta lítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.