Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Ragnheið-ur Ívarsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 4. des- ember 1986. Hún lést af slysförum aðfaranótt 11. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Ívar Gunnarsson skipasmiður, f. á Akranesi 21.12. 1956, og Bjarney Pálsdóttir sjúkra- liði, f. í Vestmanna- eyjum 5.9. 1961. Anna Ragnheiður var næstelst fjögurra systkina. Eldri systir hennar, samfeðra, er Sigríður Þóra, f. 28.1. 1979, og yngri eru Rakel Ýr, f. 12.3. 1990, og Páll Eydal, f. 12.8. 1997. Foreldrar Ívars eru Gunnar Sveinn Júlíusson, f. á Akranesi feðra systir þeirra er Svandís, f. 1.11. 1947. Foreldrar Bjarneyjar voru Páll Eydal Jónsson, f. á Garð- stöðum í Vestmannaeyjum 8.12. 1919, d. 27.10. 1996, og Ragn- heiður Valdórsdóttir, f. á Hrút- eyri við Reyðarfjörð 19.12. 1918, d. 8.11. 2001. Bróðir Bjarneyjar er Borgþór Eydal f. 27.9. 1941, kvæntur Októvíu Andersen, þau eiga fjórar dætur og sex barna- börn. Systir Bjarneyjar er Guð- rún f. 15.3. 1949, gift Reyni Árnasyni, þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. Anna Ragnheiður útskrifaðist úr Barnaskóla Vestmannaeyja vorið 2002 og hóf nám í Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyj- um um haustið það ár og stefndi á frekara nám. Hún æfði fim- leika með Fimleikafélaginu Rán í átta ár og þjálfaði hjá félaginu í eitt ár. Jafnframt æfði hún fót- bolta með ÍBV í þrjú ár. Útför Önnu Ragnheiðar verð- ur gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 30.3. 1928, og Anna Daníelsdóttir, f. á Akranesi 1.8. 1931, d. 3.6. 1999. Systkini Ívars eru: Sigrún, f. 6.8. 1950, sambýlis- maður Gísli Jónsson, hún á tvo syni; Ragn- heiður, f. 31.10. 1951, sambýlismaður Björgvin Eyþórsson, þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn; Viðar, f. 7.12. 1952, kvæntur Hafdísi Sig- urþórsdóttur, þau eiga fimm börn og eitt barnabarn; Daníel, f. 7.6. 1955, sambýliskona Sigríður Ingvarsdóttir, hann á fjögur börn; og Dröfn, tvíburasystir Ív- ars, f. 21.12, 1956, sambýlismað- ur Magnús Þráinsson, hún á tvö börn og tvö barnabörn. Sam- Óska ég þess að angur mitt aldrei snerti hjarta þitt. Til þess ertu alltof ljúf og góð. – En ég vil þú vitir það, vina mín, þó hausti að, að þú varst mín sumarþrá, mitt sólskinsljóð. (Tómas Guðmundsson.) Mamma og pabbi. Áður en þú fórst sagðir þú að þú mundir aldrei fara. Áður en þú misstir sjón þína sagðir þú að þú mundir aldrei taka augun af mér, en mér líður eins og þú hafir gufað upp. En þegar ég lít á stjörnurnar á kvöldin þá veit ég að þú fórst aldrei. (Anna Ragnheiður Ívarsdóttir.) Elsku Anna Ragnheiður mín, ég veit ekki hvað ég á að segja. Mér finnst þú bara vera úti með vinunum og komir svo heim til okkar. Það er svo skrítið að vera hérna í Eyjum núna því að við vorum alltaf saman þegar ég kom. Fórum niður í her- bergi og botnuðum græjurnar eða horfðum á sjónvarpið. Við sváfum alltaf svo lengi að Badda og pabbi skildu ekkert í því. Þegar ég var í Reykjavík höfðum við reglulega sam- band. Þá var mikið talað og hlegið. Við vorum svo miklir vitleysingar að við gátum ruglað um heima og geima. Ég sakna þín svo rosalega mikið og ég veit ekki hvernig ég á að lifa með því að þú sért farin frá okkur. Við stönd- um öll saman fjölskyldan og eigum góða vini sem hjálpa okkur í sorginni. Elsku fallega litla systir mín, þú vildir alltaf að Sigga systir færi með þig á rúntinn og skildir aldrei í því að ég kæmi ekki á bílnum. Þegar við vor- um yngri og ég var búin að vera í Eyj- um lagðirðu alltaf aukadisk á borðið fyrir mig, ef „ske“ kynni að ég kæmi aftur. Elsku dúllan mín, þú verður alltaf hjá mér. Ég tek þig með á rúnt- inn og legg alltaf aukadisk á borðið fyrir þig í hjarta mínu. Hvíl í friði, þín stóra systir, Sigríður Þóra. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku systir mín er dáin, ég trúi því ekki. Þetta getur ekki verið satt. Mér finnst svo skrítið að ég eigi ekki eftir að liggja hjá henni, spjalla og horfa á sjónvarpið. Að ég eigi ekki eftir að heyra ,,halló!“ frá henni þegar hún kemur heim. Að hafa hana ekki alltaf hjá mér. Á ég aldrei eftir að hlusta með henni á Céline Dion og fleiri uppáhaldslög hennar? Ég var farin að hlakka til að fara á rúntinn með henni. Önnu Ragnheiði fannst svo gaman að keyra. Ég fór yfirleitt alltaf með þeg- ar hún fékk að keyra, hún fór alltaf svo varlega. Anna Ragnheiður ætlaði til útlanda með vinkonum sínum í ágúst. Hún var búin að tala um að kaupa eitthvað handa mér. Þegar við vorum úti á Mallorca í fyrra, öll fjöl- skyldan, var svo gaman hjá okkur. Við fórum á ströndina flesta daga og við systurnar lögðumst á vindsængur út á sjó. Anna Ragnheiður var svo góð systir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Mér er svo illt í hjartanu mínu, mér líður svo illa og ég sakna hennar svo mikið. Rakel Ýr. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Elsku besta systir, þú varst alltaf svo góð við mig. Þú áttir oft nammi í herberginu þínu handa mér. Af hverju eru allir að gráta og segja að þú sért farin? Ég veit að þú verður alltaf til, í hjartanu mínu og í hug- anum mínum. Páll Eydal. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Hvílík martröð, á svipstundu er elsku litla frænka okkar hrifin á brott í hræðilegu bílslysi. Anna Ragnheið- ur, aðeins 16 ára gömul, yndislega fal- leg og geislandi eins og útsprungin rós, í blóma lífsins. Af hverju? Glað- vær og góð stúlka á rúntinum með vinkonum eftir erfitt próf. Orðin skortir en minningarnar lifa um góða og prúða stúlku, sem gott orð fór af hvar sem hún kom. Sorgin nístir hjörtu okkar, tíminn stendur í stað og við erum illa minntar á, hvað það er sem skiptir máli í þessu lífi. Við vorum montnar af Önnu Ragn- heiði, hún var yndisleg frá því hún leit fyrst dagsins ljós. Alltaf svo hlý, blíð og góð. Í hvert skipti sem við hittum hana tók hún á móti okkur með fal- legu brosi. Hún var ekki há í loftinu þegar hún ákvað að safna síðu hári, langt niður á bak eins og frænkur hennar. Hún lék sér gjarnan með perlufestar frá ömmu og aðra skart- gripi, því hún var mikið fyrir skart og fínerí eins og nöfnur hennar. Við höf- um oft haldið því fram að ,,pjattið“ fylgi nafninu, enda stefndi Anna Ragnheiður á nám í snyrtifræði. Hún æfði sig í að lita, plokka og farða vini og fjölskyldu, þegar tækifæri gafst. Ekki vantaði dugnaðinn í hana frænku okkar. Anna Ragnheiður var í fullu námi í framhaldsskólanum og vann með náminu. Önnu Ragnheiði líkaði ágreiningur illa og á kosningadaginn sagðist hún aldrei ætla að kjósa, henni fannst þetta falskt. Hún var mikið hjá ömmu og afa og var einlæg í þeirri ást eins og öllu öðru. Eftir andlát þeirra fór hún oft að leiðunum þeirra, á leið heim úr skólanum. Samband Önnu Ragnheiðar við foreldra sína var ein- stakt og öðrum til fyrirmyndar. Leit hún á foreldra sína sem góða vini. Þau voru alltaf í góðu sambandi og þegar Anna Ragnheiður var úti með vinun- um hringdust þau oft á. Henni leið vel í faðmi fjölskyldunnar. Það er ynd- islegt til þess að vita hversu mikill kærleikur ríkti á milli þeirra. Elsku Badda, Ívar, Sigga Þóra, Rakel Ýr og Palli. Guð styrki ykkur í þessari sáru sorg. Þórdís, Ragnheiður, Emilía og Páley. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Badda, Ívar, Sigga Þóra, Rakel Ýr og Palli. Guð gefi ykkur styrk og veiti ykkur huggun í þessari miklu sorg. Borgþór og Októvía. Þú fagra blómið blóma sem blómstrar jörðu á. Þú fegurst rósin rósa sem reynist vera oss hjá. Í garði þeim sem gengur þú er gjarnan þig að sjá. Þú fagra rósin rósa sem reyndist vera oss hjá. Þín angan unað vekur og örvar lífsins þrá. Hún sorg og sút burt hrekur og sefar grátna brá. Því gakktu hljótt um garðinn þinn og grunda hvert eitt spor, Þú fagra blómið blóma sem blómstrar sérhvert vor. (Einar Steindórsson.) Enn eina ferðina erum við minnt á hverfulleika lífsins og hversu magn- vana við stöndum gagnvart máttar- völdunum. Hringing um miðja nótt. Hún Anna Ragnheiður var að deyja í bílslysi. Ég held mig sé að dreyma, en því miður er þetta ekki draumur held- ur kaldur raunveruleikinn. Elskuleg bróðurdóttir er látin aðeins 16 ára að aldri. Ég hef fylgst með frænku minni frá fæðingu, og séð hana springa út og verða að gullfallegri stúlku. Hún var afskaplega blíðlynd og prúð stúlka sem flíkaði ekki tilfinningum sínum. Falleg persóna yst sem innst. Anna Ragnheiður ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum í Vestmannaeyj- um. Aðeins fjögurra ára að aldri byrj- aði hún í fimleikum og var í fremstu röð þar í mörg ár. Seinna tók við fót- boltinn, síðan var dansinn alltaf ofar- lega á blaði. Hún stundaði nám við framhaldsskóla Vestmannaeyja og var byrjuð að skipuleggja framtíðina. Lífið rétt að byrja en þá er streng- urinn klipptur og ungri stúlku kippt í burtu á einu augnabliki. Fjölskyldan er mjög samrýnd og var Anna Ragnheiður mikil pabba- stelpa. Er fjölskyldan kom í sína ár- legu sumarreisu upp á land var iðu- lega gist hjá mér eftir að fjölskyldan stækkaði. Tómlegt verður í næstu heimsókn er einn fjölskyldumeðlim- inn vantar. Ég man litla hnátu með falleg stór augu, freknur og feimnislegt bros. Litla hnátan leit ógurlega upp til frænda síns og elti hann á röndum í heimsóknum sínum. Ég man heim- sókn þína og Rakelar Ýrar systur þinnar er þið komuð tvær einar í heimsókn til mín, báðar orðnar eldri og sjálfstæðari. Ég man samtal okkar í heita pottinum uppi á Skaga fyrir tæpum tveimur árum er þú gerðir frænku að trúnaðarvini þínum um stund. Þá þegar orðin falleg ung stúlka, með blik í augum og tilhlökk- un fyrir framtíðinni. Ég man. Elsku Ívar, Badda, Sigga Þóra, Rakel Ýr og Palli, ég bið almættið að senda ykkur styrk og huggun á þeim erfiðu stundum sem framundan eru. Minningin um stúlkuna ykkar lifir. Til þín elsku vina, ég kveð þig um stund uns við hittumst á ný í landi hinnar eilífu birtu þar sem þú ert feg- urst allra rósa. Þín Dröfn frænka. Mig langar að minnast í örfáum orðum ungrar frænku minnar sem tekin hefur verið frá okkur langt fyrir aldur fram. Allt frá barnsaldri hef ég fylgst með Önnu Ragnheiði úr fjar- lægð vaxa úr grasi og verða að ungri og glæsilegri stúlku. Þar sem ég bý á Akranesi en hún í Vestmannaeyjum voru samskipti okkar minni en ég hefði kosið. Þegar von var á fjölskyld- unni frá Eyjum til ömmu og afa á Kirkjó beið ég með eftirvæntingu og var ævinlega í móttökunefndinni þeg- ar þau mættu á staðinn, í seinni tíð þegar bættist í barnahópinn gisti þessi samheldna fjölskylda hjá fjöl- skyldunni minni. Á ættarmótinu í Biskupstungunum fyrir tveimur árum kom Anna Ragn- heiður sem fulltrúi sinnar fjölskyldu, þarna stóð há og grönn, glæsileg stúlka sem vart var hægt að kalla litlu frænku lengur. Ég hitti Önnu Ragn- heiði síðar það sumar þegar fjölskyld- an kom í sína árlegu sumarheimsókn á Skagann og ekki óraði mig fyrir því að það væri í síðasta skiptið sem við hittumst. Dóttir mín spyr mig með tár í aug- um af hverju þurfti hún að deyja? En ég hef ekkert svar. Með þessum fá- tæklegu orðum vil ég kveðja góða stúlku. Elsku Ívar, Badda, Sigga Þóra, Rakel Ýr og Palli, ykkar missir er mikill, megi Guð styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg. Rósa Björk. Í dag minnumst við Önnu Ragn- heiðar Ívarsdóttur, ungrar stúlku sem lést í bílslysi aðfaranótt sunnu- dagsins 11. maí. Síðastliðið haust hóf Anna Ragnheiður nám við Fram- haldsskólann í Vestmannaeyjum. Hún vakti brátt athygli okkar fyrir framkomu sína og glæsileika. Hún hafði ótalmargt til að bera sem oft prýðir ungt og tápmikið fólk. Hún hafði prúðmannlega framkomu og var kurteis, bæði við okkur og samnem- endur sína í skólanum. Hún skilaði vinnu sinni af mikilli samviskusemi og vandaði sig mjög við úrlausn þeirra verkefna sem hún vann að. Það sýndi ásamt mörgu öðru afar vel hvern mann hún hafði að geyma. Anna Ragnheiður var jafnan glaðleg í fasi og blíð og þannig ávann hún sér traust nemenda skólans og þess starfsfólks sem umgekkst hana. Við skyndilegt fráfall Önnu Ragn- heiðar minnumst við þessa alls. For- eldrar og fjölskylda syrgja ástvin, skólafélagarnir sjá á eftir góðum vini úr sínum hópi og skólinn hefur misst góðan og traustan nemanda sem átti fram undan svo bjarta framtíð og lífið sjálft. Við vottum foreldrum og fjölskyldu Önnu Ragnheiðar okkar dýpstu sam- úð. Megi minningin um góða stúlku lifa meðal okkar allra. Blessuð sé sú minning. Starfsfólk Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Það eru þungbærar fréttir sem berast okkur til eyrna aðfaranótt sunnudagsins 11. maí. Enn einu sinni hefur maðurinn með ljáinn tekið sinn toll. Í þetta sinn er það ung og þroska- vænleg stúlka í blóma lífsins sem hrif- in er á brott í umferðarslysi. Vegir Guð eru órannsakanlegir og allt á sér einhvern tilgang, en við mannanna börn eigum erfitt með að sjá nokkurn tilgang í því að atburðir sem þessir eigi sér stað. Ég kynntist Önnu Ragn- heiði fyrst sem lítilli hnátu með feimn- islegt bros og blik í auga er ég tók að mér umsjónarkennslu í 2. E.B. haust- ið 1993. Sem umsjónarkennari henn- ar næstu sex árin fékk ég að fylgjast með henni vaxa og þroskast. Anna Ragnheiður var góður námsmaður sem gott var að hafa nálægt sér. Með sinni ljúfu og hógværu framkomu ávann hún sér traust og virðingu þeirra sem hana umgengust hvort sem það voru fullorðnir eða börn. Ótal myndir fljúga gegnum hugann þegar litið er til baka. Glíman við að ná tök- um á lestrinum, þeirri miklu kúnst og sigurbrosið þegar þeim hjalla var náð, margföldunartaflan lögð að velli, bekkjarkvöldin, skólaferðalag ár- gangsins til Svíþjóðar og áfram mætti telja. Allt eru þetta ljúfar minningar um skemmtilegan og samstilltan nemendahóp sem Anna Ragnheiður átti ekki minnstan þátt í að gera eft- irminnilegan. Í þennan hóp er nú höggið skarð sem vandfyllt er. Ég bið Guð að styrkja nemendur mína fyrr- verandi til að takast á við þá sorg sem þau standa nú frammi fyrir. Einnig sendi ég foreldrum, systkinum og fjölskyldu Önnu Ragnheiðar mínar dýpstu samúðarkveðjur. Önnu Ragn- heiði þakka ég samfylgdina og þó kveðjustundin sé sár eigum við minn- ingar um fallega og ljúfa stúlku. Þær minningar verða ekki frá okkur tekn- ar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Eygló Björnsdóttir. Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn, er sí og æ skín fyrir hann á heimili’, í skóla, í hverjum leik, sem honum geðjast kann. Guð vill að ég reynist af hjarta hlýr við hvern sem er með mér, og geti æ sýnt, hve glatt og ljúft í geði barn hans er. (Bjarni Jónsson.) Þessi orð lýsa þér vel. Alltaf kát og glöð en samt svo ljúf og góð. Það var á björtum haustdegi árið 1999 sem ég kynntist þér fyrst af alvöru er þú, ásamt 25 öðrum nemendum, hófst nám í 8. bekk. Ég var svo heppin að vera umsjónarkennari bekkjarins og á margar góðar minningar frá þess- um tíma. Þegar ég lít til baka, og skoða myndir úr bekkjarstarfinu, sé ég hversu mikið þú þroskaðist á ár- unum þremur. Þú breyttist úr lítilli, hlédrægri stelpu í glæsilega unga ANNA RAGNHEIÐUR ÍVARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.