Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
F
ækkun kvenna á Al-
þingi Íslendinga er
bakslag í jafnrétt-
isbaráttunni og það
er ekki of sterkt til
orða tekið. Konum hefði átt að
fjölga á Alþingi í kosningum ár-
ið 2003 en ekki fækka. Ef fjöldi
þeirra hefði staðið í stað, hefði
það verið óheppileg þróun en
það er merkimiðinn sem reynt
er að klína á fækkun kvenna á
Alþingi nú.
Fækkun kvenna á Alþingi úr
23 í 19 eru mjög slæm tíðindi,
en voru fyrirsjáanleg t.d. eftir
prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík fyrir nokkrum mán-
uðum. Í Reykjavík var t.d.
þremur reyndum þingkonum
skipt út fyrir þrjá unga frjáls-
hyggjukarla. En keppst er við
að þagga þetta niður og forðast
að kveða upp úr um að mesta
ábyrgðin
liggi hjá
Sjálfstæð-
isflokkn-
um.
Að sjálf-
sögðu
þurfa allir stjórnmálaflokkar að
bera ábyrgð. Á næstu fjórum
árum verður að veita þeim að-
hald en það er ekki óeðlilegt að
gagnrýna sérstaklega þann
flokk sem augljóslega hefur
staðið sig verst hvað varðar
jafnrétti kynjanna á framboðs-
listum fyrir kosningar. Sá flokk-
ur er þar að auki stærsti stjórn-
málaflokkur landsins enn sem
komið er. Raunar er ljóst að
Frjálslyndi flokkurinn hefur
lægsta hlutfall kvenna í þing-
flokknum eða 0%. En kona var
þó í einu toppsæti flokksins, en
það er meira en má segja um
Sjálfstæðisflokkinn þar sem
engin kona leiddi lista en kona
var í öðru sæti í einu kjördæmi
af sex (Suðurkjördæmi), 3. sæti
í þremur kjördæmum (Norð-
austur, Suðvestur og Reykjavík
suður). Fimmta sæti í fimmta
kjördæminu (Reykjavík norður)
og sjötta sæti í því sjötta (Norð-
vesturkjördæmi).
Það er því augljós staðreynd
að Sjálfstæðisflokkurinn valdi
þessa niðurstöðu sjálfur. Kon-
urnar þrjár í Reykjavíkur-
kjördæmunum sem náðu ekki
kjöri til Alþingis, Ásta Möller,
Katrín Fjeldsted og Lára Mar-
grét Ragnarsdóttir, eru allar
sérhæfðar á sviði heilbrigðis-
mála og hafa látið mjög til sín
taka á þeim vettvangi. Störf
þeirra voru ekki mikils metin af
félögum í Sjálfstæðisflokknum í
prófkjörinu. Í staðinn völdu þeir
þrjá unga karla með þeirri rétt-
lætingu að þeir væru ungir og
með ferskar hugmyndir eða eitt-
hvað álíka.
Ungir sjálfstæðismenn hafa
löngum lýst því yfir að Sjálf-
stæðisflokkurinn eigi að fá heil-
brigðisráðuneytið í næstu rík-
isstjórn. Hvað þýðir það? Að
sjálfsögðu einkavæðingu heil-
brigðiskerfisins og aukna
greiðslubyrði sjúklinga. Frjáls-
hyggjan hefur fengið fleiri full-
trúa á þing.
Um leið og þaggað er niður
að Sjálfstæðisflokkurinn beri
mesta ábyrgð á fækkun þing-
kvenna er það talað upp að ungt
fólk komist nú frekar til áhrifa á
Alþingi, meðalaldurinn lækki.
Gott og vel. En hverjir eru það
sem lækka meðalaldurinn? Ung-
ir karlar. Af 18 nýjum þing-
mönnum eru fjórtán fæddir eftir
1960 en þar af aðeins tvær kon-
ur, Dagný Jónsdóttir Framsókn-
arflokki og Katrín Júlíusdóttir
Samfylkingu. Af átján nýjum
þingmönnum eru tólf ungir karl-
ar og þar af fjórir í Sjálfstæð-
isflokknum, þrír í Samfylking-
unni, tveir í
Framsóknarflokknum og þrír í
Frjálslynda flokknum.
Fjöldi kvenna á Alþingi rétt
nær því 30% takmarki sem sett
var á ráðstefnu SÞ árið 1995 um
lágmarkshlutfall kvenna á þjóð-
þingum. Hlutfallið var rúm 35%
og átti að fara hækkandi en ekki
lækkandi. Ábendingarnar sem
hér eru ritaðar eru kannski kall-
aðar gamaldags nöldur en það
þarf greinilega vilja og aðgerðir
til að halda hlut kvenna við,
hvað þá að auka hann.
Forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa gert lítið úr þess-
um málum í spjallþáttum og
sagt leiðinlegt að konurnar hafi
ekki náð kosningu og varpað
þar með ábyrgðinni á kjósendur.
Það er hlægilegt að halda því
fram að kjósendum Samfylking-
arinnar sé um að kenna, eins og
heyrst hefur í umræðunni eftir
kosningar. Að þeir kjósendur
sem áður hafa kosið Sjálfstæð-
isflokkinn en ákváðu nú að gefa
Samfylkingunni atkvæði sitt,
hafi gert það að verkum að
þingkonur Sjálfstæðisflokksins
náðu ekki kjöri.
Æ fleiri úr hópi Sjálfstæð-
isfólks, a.m.k. kvenna, viður-
kenna að þessi niðurstaða hafi
verið fyrirsjáanleg vegna nið-
urstaðna úr prófkjöri flokksins
og niðurröðunar á lista um land
allt. Stefanía Óskarsdóttir
stjórnmálafræðingur er ein
þeirra en hún tók þátt í próf-
kjörinu í Reykjavík og lenti neð-
arlega á lista. Hún var sú eina
af konunum sem tóku þátt sem
gagnrýndi niðurstöðuna á sínum
tíma og segir nú að það hversu
neðarlega konur voru á listum
flokksins fyrir þessar kosningar
skýri fylgistap flokksins að
nokkru. Á Morgunvaktinni á
Rúv í vikunni sagði Stefanía að
Sjálfstæðisflokkurinn verði að
endurskoða aðferðir við að raða
á lista og undir þetta taka að-
eins fleiri sjálfstæðiskonur nú í
kjölfar kosningaúrslitanna.
Raunar viðurkenndi frambjóð-
andi Sjálfstæðisflokksins á kosn-
ingafundi Femínistafélagsins í
apríl að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði sofnað á verðinum í kring-
um prófkjörið í Reykjavík, en
þetta myndi ekki gerast aftur.
Stefanía sagði einnig á Morg-
unvaktinni að hingað til hefði
verið litið á þetta sem eitthvað
sem sjálfstæðiskonur þyrftu að
eiga við sig, þær þyrftu að berj-
ast betur, standa þéttar saman
o.s.frv. Nú væri kominn tími á
viðhorfsbreytingu, karlar og
konur væru jafnhæf en það
þyrfti að beita markvissum að-
gerðum til að koma konum að í
Sjálfstæðisflokknum og gera
þær meira áberandi í forystunni.
Þetta gerðist ekki af sjálfu sér,
eins og andinn í Sjálfstæð-
isflokknum virðist vera. Hverjar
verða ráðherrar í næstu rík-
isstjórn?
Bakslag
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa
gert lítið úr þessum málum í spjall-
þáttum og sagt leiðinlegt að konurnar
hafi ekki náð kosningu og varpað þar
með ábyrgðinni á kjósendur.
VIÐHORF
Eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
✝ Matthías Krist-jánsson fæddist
23. september 1975.
Hann lést af slysför-
um aðfaranótt 10.
maí síðastliðins. For-
eldrar hans eru
Kristján Jónsson, f.
16.6. 1951, og Arn-
heiður Matthíasdótt-
ir, f. 21.11. 1953.
Systkini Matthíasar
eru Svanfríður, f.
23.2. 1973, dóttir
hennar er Arnheiður
Guðmundsdóttir, f.
14.4. 2001; Friðrik, f.
6.1. 1983; og Garðar, f. 9.10. 1989.
Unnusta Matthías-
ar er Íris Ósk Jó-
hannsdóttir, f. 17.6.
1977. Sonur þeirra
er Kristján Steinn, f.
30.12. 2002. Sonur
Írisar og fósturson-
ur Matthíasar er Jó-
hann Ás Guðmunds-
son, f. 25.2. 1998.
Fyrir átti Matthías
tvíburana Thelmu
Rún og Viktor Inga,
f. 30.4. 1997.
Útför Matthíasar
verður gerð frá
Ólafsvíkurkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku hjartans ástin mín.
Hér sit ég ein og hugsa um ástina í
lífinu mínu og ég er eitthvað svo ólýs-
anlega tóm í hjartanu mínu síðan þú
varst tekinn frá mér. Ég á svo erfitt
með að trúa því að ég eigi aldrei eftir
að sjá þig, knúsa þig og ég á eftir að
sakna þess að finna ekki oftar þegar
þú lagðir eyrað þitt á kinnina mína,
sem þér þótti svo notalegt.
Ég er svo stolt af þér og okkur,
hvað við vorum góð fjölskylda, við
höfðum alltaf forgang í einu og öllu.
Börnin okkar voru svo lánsöm að
eiga svona yndislegan pabba. Þegar
við áttum ljósið okkar, þá varstu svo
stoltur, alltaf að grobba þig af honum
í einu og öllu, hann var sko algjör
superman í sundi eins og þú sagðir
alltaf. Og Jóhann átti sko að verða
besti mótocross-strákurinn sem uppi
hefur verið, enda fórstu ekki svo
sjaldan með hann niður í fjöru að æfa
hann. Þú varst stoltur af strákunum
okkar, ástin mín.
En lífið er mjög ósanngjarnt.
Að elska er að þekkja þær fórnir
sem eilífðin krefur lífið um.
Mér finnst ég hafa verið svo lán-
söm að hafa fengið að hafa þig hjá
mér og ég þakka Guði fyrir þann
tíma sem við áttum saman á jörðinni
sem var dásamlegur. Það mun ekki
sú mínúta líða sem þú víkur úr huga
mér þar til við hittumst aftur. Minn-
ingarnar lifa í hjarta mínu og í
drengjunum okkar.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta.
Einum þér ann ég
ást mína fann ég
fyrst þá er sá ég þig
fegurstan sveina.
(Ólafur Gaukur.)
Þín að eilífu,
Íris Ósk.
Elsku pabbi.
Við þökkum þér fyrir tímann sem
við fengum með þér sem var samt svo
alltof stuttur.
Minning þín lifir í hjarta okkar.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Við elskum þig.
Ástarkveðjur
Jóhann Ás og Kristján Steinn.
Elsku kallinn minn. Ég hef nú
aldrei verið góður penni eins og þú
veist en nú er mér algjörlega orða
vant. Undanfarnir dagar eru þeir erf-
iðustu sem ég hef nokkurn tímann á
ævi minni upplifað, þvílík sorg og
reiði sem hefur heltekið mann frá
þessari örlagaríku nóttu. Af
hverju … af hverju þú, þessi ljúfi og
einstaki drengur sem þú varst og þú
varst svo hamingjusamur og ánægð-
ur með lífið í dag, en við fáum víst
engin svör við því. Ég trúi því að þér
hafi verið ætlað eitthvert viðameira
verk þarna hinumegin og ég efast
ekki um að þú hafir fengið góðar mót-
tökur þar.
Eins erfiðir og þessir síðustu dag-
ar hafa verið höfum við jafnframt ylj-
að okkur við yndislegar minningar
um þig Matthías minn, með fjöl-
skyldu okkar, unnustu þinni og fjöl-
skyldu hennar, vinum og kunningj-
um, öllu þessu yndislega fólki sem
hefur sótt okkur heim og veitt okkur
styrk og alltaf er maður að heyra
eitthvað nýtt, þú varst í einu orði sagt
ótrúlegur drengur og gerðir í því að
létta þeim lundina sem í kringum þig
voru og við þessar sögur og frásagnir
hefur maður brosað í gegnum tárin
og fundið fyrir þér í návist okkar.
Litli augasteinninn þinn hún Arn-
heiður mun sakna þín sárt en ég mun
halda að henni öllum minningum
mínum um þig, þér þótti svo vænt um
hana engillinn minn, svo ég tali nú
ekki um börnin þín hann Kristján
Stein, Viktor Inga, Thelmu Rún og
fósturson þinn Jóhann Ás, þú varst
svo stoltur af þeim öllum og megi
Guð styrkja hana Írisi þína, missir
þeirra er ólýsanlegur. Þú ert og verð-
ur alltaf ljósið í lífi okkar.
Góði Guð. Við þig einan get ég talað um ást-
vin minn sem þú hefur kallað til þín heim.
Þú einn hlustar. Þú einn skilur.
Þú einn veist hvernig ástvini mínum líður
nú. Dagarnir líða. Lífið heldur áfram, sinn
vanagang hjá flestum. Ekkert megnar þó
að fylla tómarúmið hjá mér.
Hjálpa mér að bera einsemdina og minnast
í þökk samvista hins liðna.
Lát mig þó ekki einblína á það sem var,
hjálpa mér þess í stað að horfa fram en
gefa jafnframt gaum að þeirri stund sem er
og þeim sem umhverfis mig eru nú. Seg
mér að þú munir vel fyrir sjá og um síðir
gefa okkur og öllum þeim sem unnast gleði
endurfunda hjá þér. Í Jesú nafni. Amen.
Megi Guð styrkja okkur öll á þess-
ari þrautagöngu.
Þín systir að eilífu
Svanfríður.
Kæri bróðir, mig langar að kveðja
þig með fáeinum orðum. Ef mig hefði
grunað að þú værir að fara, hefði ég
viljað vera búinn að segja þér hvað
mér þótti og þykir vænt um þig. Við
höfum verið vinir frá því ég man eftir
mér. Það virtist aldrei trufla þig að
ég væri átta árum yngri, alltaf gastu
haft mig í eftirdragi. Ég minnist þess
þegar ég byrjaði í grunnskólanum,
þá varst þú í áttunda bekk og hefðir
átt að vera á gelgjuskeiðinu, það náði
þér ekki. Við vorum alltaf samferða í
skólann og lékum okkur oft í frímín-
útum, ég átti alltaf víst skjól þar sem
þú varst ef eitthvað bjátaði á.
Þegar árin liðu og þú keyptir þér
bíl, fannst mér fátt jafn gaman og að
bóna með þér, þó mér væri bara
treyst fyrir felgunum. Á eftir var far-
ið á rúntinn og spáð aðeins í hversu
mörg hestöfl bíllinn væri og hvort þú
gætir spólað. Þegar loksins kom að
því að ég ætti að taka bílpróf, fékk ég
æfingaleyfi á bílana þína, þú varst
minn ljúfi leiðsögumaður í því eins og
svo mörgu öðru.
Elsku Matti, í hjarta mínu geymi
ég minninguna um góðan bróður og
einstakan vin. Þær minningar verða
ljós í lífi mínu.
Friðrik Kristjánsson.
Elsku Matti.
Við fráfall þitt rifjuðust upp marg-
ar minningar um góðan og skemmti-
legan bróður. En nú ertu farinn
þangað þar sem þér hefur verið ætlað
eitthvað meira. Það hefur verið erfitt
að ganga í gegnum þetta og á eftir að
vera áfram. Ég man þegar þú fórst
upp á jökul með vinum þínum, alltaf í
sama gallanum og alltaf með sömu
derhúfuna í erminni.
Einu sinni þegar ég var að passa
heima hjá mér komstu fyrir miðnætti
að ná í vélsleðann okkar og fórst upp
á Snæfellsjökul með Írisi unnustu
þinni. Þegar þið voruð á leiðinni upp
á topp varð hún þyrst og bað um eitt-
hvað að drekka því hún hélt að þú
værir með Kókómjólk og Homeblest
í bakpokanum en þegar þið voruð
komin upp á topp tókstu upp kampa-
vín og þið trúlofuðust.
Þú varst snemma kominn með
mikinn áhuga á trommum og keyptir
þér trommusett, svo seldirðu það og
keyptir þér sérsmíðað sett sem er til
enn og við lofum að fara vel með það
elsku Matti. Öll trommusólóin sem
þú kunnir og kannt ennþá. Bílar voru
líka í miklu uppáhaldi hjá þér, form-
úlan, þú horfðir mikið á hana,
McLaren er þitt uppáhald, veit ég.
Það þægilegasta er að það eru ekki til
slæmar minningar um þig, þú varst
aldrei til vandræða.
Ég var að passa með vini mínum
þegar ég fékk þær fréttir að það hefði
orðið slys á Svörtuloftum, þegar ég
vissi að það værir þú brást ég ekki vel
við en náði að sofna. Morguninn eftir
kom mamma og vakti mig og sagði
mér að þú værir dáinn og sagði að
fjölskyldan okkar væri komin heim.
Frikki og Svana, þetta var erfiður
dagur fyrir okkur, vini, unnustu þína
og fjölskyldu hennar, börnin þín sem
eru þrjú, Kristján Steinn, Viktor Ingi
og Thelma Rún, og fósturson þinn
Jóhann Ás.
Þið Jóhann gerðuð mjög margt
saman, t.d. fara í vinnuna þína og
gerðuð bát fyrir afa hans Jóhanns.
Jóhann og Kristján fengu saman
krossara en Kristján er bara fjög-
urra mánaða og getur ekki keyrt
neitt strax en þegar hann verður
eldri á hann eftir að keyra mikið. Þú
varst duglegur að fara með Jóhann á
krossaranum niður í fjöru í Ólafsvík,
ég fékk einu sinni að koma með og
það var gaman. Jóhann er svolítið
óöruggur með sig eftir smáóhapp á
hjólinu en á eftir að ná sér.
Ég var að skoða myndir þar sem
þú klæddir Jóhann Ás eitt sinn sem
konu, málaðir hann og lést á hann
varalit þegar Íris var ekki heima, svo
hringdirðu í Írisi og baðst hana að
koma heim sem fyrst. Svona varst
þú, alltaf að koma okkur á óvart með
skemmtilegum uppátækjum.
Matthías Kristjánsson góði bróðir,
við söknum þín öll, þetta er ekki rétt-
látt, en góðar minningar hjálpa okk-
ur að halda áfram.
Þú guð lífsins. Dauðinn er framandi og kald-
ur. Andardrátturinn þagnar, lífið fjarar út,
hið síðasta orð er sagt. Augun slokkna og
bresta. Hlýjar, lifandi hendur kólna, stífna.
Ég er yfirgefinn.
Mér er kalt. Er von? Er þetta hinsta kveðj-
an? Eða er öllu lokið? Tala til mín, Guð minn!
Lát mig heyra svarið við bænum mínum.
(Gerhardt Pedersen.)
Drottinn Guð, þótt allt sem lifir hljóti að
deyja þá hefur þú náð þinni hulið oss dauða-
stundina. Gef þá trú, von og kærleika sem
getur kvatt þá sem dauðinn tekur og mætt
efstu stundu æðrulaus og í friði þegar kallið
kemur. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.
(Karl Sigurbjörnsson.)
Þinn bróðir
Garðar Kristjánsson.
Stundum er erfitt að skilja tilgang
lífsins, sérstaklega þegar ungur mað-
ur í blóma lífsins er hrifinn á brott
svo skyndilega frá fjölskyldu sinni og
vinum. Sagt er að þeir sem guðirnir
elski deyi ungir.
Kynni okkar Matta, eins og hann
var ætíð kallaður, hófust þegar hann
og dóttir okkar, hún Íris Ósk, fóru að
vera saman. Eins og feðra er vani var
spurt hverra manna drengurinn
væri. „Hann er sonur Öddu og Kidda
á Hellissandi,“ svaraði Íris Ósk. Þá
varð mér að orði að hún þyrfti ekki að
kvíða því yndislegra fólk væri varla
hægt að hugsa sér og sjaldan fellur
eplið langt frá eikinni. Sannaðist það
þegar nánari kynni hófust á milli
okkar Matta að betri tengdason gát-
um við ekki fengið. Hann var hlé-
drægur og rólegur að eðlisfari en
með eindæmum stríðinn. Fékk ég
óspart að finna fyrir stríðni hans á
ýmsan hátt. Þau Matti og Íris Ósk
MATTHÍAS
KRISTJÁNSSON