Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MIG langar að láta í ljós óánægju
mína með hversu ámátlegir við þess-
ir svokölluðu „helgarpabbar“ erum í
styrkja- og skattafrádráttarkerfum
okkar, hér á Fróninu fína.
Ég á tvö lítil börn úr sambandi,
sem flosnaði upp fyrir tæpum tveim-
ur árum. Ég tók þá ákvörðun fyrir
u.þ.b. hálfu ári síðan að flytja út á
land, enda hvergi betra að vera.
Drengirnir búa semsagt að jafnaði
hjá móður sinni í Reykjavík og ég
sæki þá um aðra hverja helgi og við
förum þá hingað norður og njótum
þess að dvelja hérna í fámenninu og
brunum svo suður aftur á sunnudegi.
Nóg um það. Héðan þar sem ég bý og
til Reykjavíkur eru rúmir 200 kíló-
metrar, þannig að ein svona helgi
með lítilsháttar snatti í borginni og
ferðum til afa og ömmu o.þ.h. endar
yfirleitt í u.þ.b. 1000 kílómetrum.
Þannig að það er ekkert óeðlilegt að
tala um 2000 kílómetra á mánuði.
Bíllinn minn eyðir u.þ.b. 9 lítrum á
hundraði, sem gerir 17.640 á mánuði,
Hvalfjarðargöng á lægsta gjaldi kr.
3.200. Ofan á þetta bætist síðan með-
lagið, u.þ.b. 33.000 krónur, aukameð-
lag til tveggja ára upp á kr. 30.000 á
mánuði, sem ég hef ekki getað staðið
skil á undanfarna mánuði. Vegna
vegalengdar og þess að móðirin er al-
veg „með það á hreinu“ hvenær hún
vill láta sækja börnin, missi ég a.m.k.
2 klst úr vinnu, annanhvern föstu-
dag. Samtals gera þetta kr. 86.340 á
mánuði. Sem margfaldað með 12
reynist vera kr. 1.036.080, „einmillj-
ónþrjátíuogsexþúsundogáttatíu“ á
ári. Þá er ekki talinn til kostnaður
vegna viðhalds, s.s. og dekk, smur-
þjónusta o.þ.h. Síðan á auðvitað eftir
að greiða afborganir af íbúðinni, bíln-
um, símann og alla aðra reikninga.
Ég hef spurst fyrir hjá Trygginga-
stofnun, viðeigandi Sýslumanni,
Sveitarstjóra, Ríkisskattstjóra og
Félagsmálastofnun um það hvort
einhvers skonar ferðastyrkir,
skattafrádrættir eða bara eitthvað
sétil að lyfta undir bagga með mönn-
um í minni aðstöðu. Allstaðar er
svarið hið sama: nei.
Fyrir mér lítur þetta einna helst út
eins og kerfið álíti sem svo að við
kallarnir hlaupum bara frá öllu og
fáum sko að borga fyrir okkar
glappaskot.
Ég leyfi mér að efast um, ef málið
sneri öfugt, þ.e.a.s. „helgarmömm-
urnar“ þyrftu að standa í þessu öllu
saman, að ekki væru einhverskonar
frádrættir eða ívilnanir, án þess að
ég hafi nokkuð fyrir mér í því.
Ég vil að lokum taka það skýrt
fram að ég kvarta ekki yfir tímanum
sem ég eyði með þessum yndislegu
börnum mínum bæði hér og í bílnum
á þessum ferðalögum okkar og ég vil
ekkert fremur en að eyða með þeim
þessum örfáu dögum á ári hérna úti á
landi, því eins og ég sagði áðan: Þá er
hvergi betra að vera.
SIGURVALD ÍVAR
HELGASON,
Garðavegi 16, Hvammstanga.
Pabbar geta
líka grátið!
Eftir Sigurvald Ívar Helgason:
EIN er sú erlend borg, er stendur
okkur næst, óhætt að segja. Það er
Borgin við Sundið. Sundið er Eyrar-
sund og borgin heitir Kaupmanna-
höfn. Það nafn hlaut hún af því að
kaupmenn settust þarna að í skjóli
virkja, sem reist voru gegn sjóvíking-
um, er þá fóru ruplandi og rænandi
um höfin. Í nokkrar aldir var Kaup-
mannahöfn höfuðborg okkar, eða allt
þar til Reykjavík óx það fiskur um
hrygg seint á nítjándu öld, að hún
gæti talist höfuðstaður landsins. Há-
skólinn var í Kaupmannahöfn, og
stúdentar sem útskrifuðust úr
menntaskólanum hér, fengu skírteini
sín skráð á dönsku, svo að einhver
skildi innihald þeirra, er til háskólans
kom. Þá sigldu menn til Hafnar. Skúli
fógeti Magnússon (1711–1794) fór
margar ferðirnar þangað, enda segir
Grímur Thomsen í kvæðinu um Skúla
fógeta, er hann komst í krappan dans
í einni af ferðum sínum til Hafnar:
Hann Skúli fógeti á farinu var,
ferðunum Hafnar vanur.
Í fjórtánda sinni frægan bar
festar um hafið svanur.
Ljóðið um Skúla fógeta er stórbrot-
ið, eins og flest, sem þetta höfuðskáld
nítjándu aldarinnar sendi frá sér.
Marga glaða stund mun Skúli hafa lif-
að í Höfn, þó að nokkurt andstreymi
ætti hann þar við að glíma, ekki síst í
skiptum sínum við kaupmenn og
stjórnvöld meðan hann var landfóg-
eti. Og um hið ljúfa líf í Höfn, sem
margir Íslendingar geta minnst, orti
hann hina minnisstæðu vísu:
Þótt ég Hafnar fái ei fund
fremur en gæfan léði,
ljúft er hrós fyrir liðna stund;
lifði ég í Höfn með gleði.
Í seinni tíð hefur hið ágæta borg-
arheiti Höfn lotið í lægra haldi fyrir
ónefninu Köben, sem er víst stytting á
Köbenhavn, eins og Danir nefna nú
höfuðborg sína. Ég verð að segja, að
þarna mætti betur fara. Hvers vegna
að nota dönsku og meira að segja
styttingu nafnsins á höfuðborginni?
Gengur það betur í Landann en hið
forna og þjóðlega nafn Höfn? Að lok-
um stökur, er víkja að því sem að
framan er sagt:
Notum aðeins íslensk nöfn,
engu vafin prjáli.
Borgin heitir bara Höfn
á bærilegu máli.
Gladdi marga gamla Höfn;
– geymum það í minni.
Ýmsir muna ótal nöfn
eftir náin kynni.
Höfn er nafnið harla þekkt;
hæfir hvergi prjálið.
Köben er mjög kauðalegt;
köstum því á bálið !
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík.
Nokkur orð
um gömlu Höfn
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.