Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 37
eta séð greinilega breytingu
r á stöðu sinni og að þeim hafi
a miðað í átt að lokamarkinu.
unu þeir ekki treysta sér til að
nni áfram.
áfanganum þurfa Ísraelar til
að sjá greinilega breytingu til
öryggismálum sínum þegar
menn „hefjast handa við sýni-
lega viðleitni… til að handsama, stöðva
og hindra einstaklinga og hópa sem
skipuleggja ofbeldisárásir á Ísraela“. Á
sama tíma þurfa Palestínumenn að sjá
að losað hafi verið um hömlur á ferðir
þeirra, að nýjar landnemabyggðir hafi
verið rifnar niður og aðrar landnáms-
aðgerðir frystar. Og traust beggja aðila
ætti að aukast við þátttöku bandarískra
embættismanna á sviði öryggismála í
samstarfi ísraelskra og palestínskra ör-
yggissveita.
Annar áfanginn felst meðal annars í
möguleikanum á stofnun Palestínuríkis
með bráðabirgðalandamæri – hugs-
anlega fyrir lok þessa árs – og á meðan
þurfa Palestínumenn að halda áfram
baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi.
Og í þriðja áfanganum, á árunum 2004–
2005, ætti traustið að vera orðið nógu
mikið til að aðilarnir, með öflugum
stuðningi Kvartettsins, geti náð loka-
samkomulagi um óleyst deilumál –
landamæri, flóttamenn, landnemabyggð-
ir, Jerúsalem – og til að Ísraelar geti
náð víðtæku friðarsamkomulagi við
grannríkin, þeirra á meðal Sýrland og
Líbanon.
Ég er sannfærður um að nú gefst
sögulegt tækifæri til friðar. Mikilvægur
þáttur í fyrsta áfanganum – umbætur á
palestínskum stofnunum – hefur nú þeg-
ar hafist, með eftirtektarverðum árangri
að ýmsu leyti, meðal annars hefur stjórn
Mahmouds Abbas verið staðfest og
markar það tímamót í lýðræðisþróuninni
á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna.
Engin af fyrri friðaráætlunum naut
eins víðtæks stuðnings mikilvægra ríkja
og Vegvísirinn: Bandaríkjanna – sem
taka fullan þátt í friðarumleitunum í
þessum heimshluta eftir sigurinn í Írak
– Evrópuríkja, Rússlands og mikilvægra
arabaríkja.
Við verðum samt að gera okkur grein
fyrir því að þótt Vegvísirinn komi frá
Kvartettnum eru það Ísraelar og Palest-
ínumenn sem þurfa að fara veginn til
friðar. Og þessi vegur hefur þegar verið
flekkaður með meiri blóðsúthellingum.
Kvöldið áður en áætlunin var birt biðu
þrír menn bana í sjálfsmorðsárás í Tel
Aviv. Morguninn eftir réðust ísraelskar
hersveitir inn í Gaza-borg og það leiddi
til harðs skotbardaga sem kostaði að
minnsta kosti fimmtán Palestínumenn
lífið, meðal annars tveggja ára barn.
Þetta ofbeldi sýnir að báðir aðilar
þurfa að taka erfiðar ákvarðanir, því að
þeir sem hafna öllum friðarsamningum
reyna að hrekja þá af veginum með nýj-
um hryðjuverkum. Báðir aðilar þurfa að
standa við skuldbindingar sínar og leyfa
ekki öfgamönnum að ráða ferðinni inn í
framtíðina. Stjórn Abbas verður að hafa
hendur í hári þeirra sem standa fyrir
árásunum og draga þá fyrir rétt og Ísr-
aelar verða að forðast óhóflega valdbeit-
ingu sem gerir þetta verkefni enn erf-
iðara.
Vegurinn verður grýttur, en valið ætti
ekki að vera erfitt, það er milli áfram-
haldandi ofbeldis og örvæntingar annars
vegar og stofnunar sjálfstæðs, lífvænlegs
Palestínuríkis við hlið óhults og við-
urkennds Ísraelsríkis hins vegar. Nú er
það undir Ísraelum og Palestínumönnum
komið hvort rétta leiðin verður valin.
Reuters
na útgöngubanns í Hebron.
Terje Rød-Larsen er sérlegur sendimaður Sam-
einuðu þjóðanna í Mið-Austurlöndum og tók
þátt í að móta Vegvísinn með embættis-
mönnum frá Bandaríkjunum, Evrópusam-
bandinu og Rússlandi.
’ Ég er sannfærður umað nú gefst sögulegt
tækifæri til friðar. ‘
S
NEMMA á haustdögum
hefði enginn geta spáð
fyrir um úrslit alþing-
iskosninganna. Allt
stefndi í óbreytt ástand.
Framboð Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur um áramótin breytti
því. Í stað þess að umturna lands-
lagi íslenskra stjórnmála má þó
segja að úrslitin hafi aðeins sýnt
hvaða breytingar geti orðið. Úrslit-
in urðu „hálf-söguleg“. Framhaldið
og framtíðar styrkleikahlutföll
flokkanna veltur ekki síst á stjórn-
armyndun.
Staða Frjálslyndra er óljósust.
Kosningabaráttan var þeim góð en
skilaði aðeins fjórum þingmönnum.
Stóra verkefnið verður að halda
frumkvæðinu í umræðu um sjáv-
arútvegsmál. Vinstri-grænir fundu
ekki taktinn í kosningabaráttunni
og mun reynast erfitt að vera í
harðri stjórnarandstöðu í flestum
málum án þess að einangrast póli-
tískt. Þótt flokkurinn hafi fest sig í
sessi á hann án efa meira undir því
að eiga sæti í næstu ríkisstjórn en
aðrir flokkar á Alþingi. Vinstri-
grænir þurfa að koma skýrt til
skila að þeir séu tilbúnir til mála-
miðlana í samningum um þátttöku
í ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
stórt. Flokknum mistókst að ná til
sín nema hörðustu stuðnings-
mönnum. Skýringanna er að leita í
langri stjórnarsetu, valdþreytu og
skorti á hugmyndalegri endurnýj-
un. Davíð Oddsson hefur af lands-
kunnu næmi skynjað að hans tími
er liðinn. Hann varð á undan öðr-
um að lýsa því yfir að hann væri á
förum. Á heimasíðu Heimdalls er
ósigur flokksins rakinn til ímynd-
ar- og afdráttarleysis Davíðs og
tekið undir með Birni Bjarnasyni
sem segir á heimasíðu sinni að
sjálfstæðismenn hljóti að líta í eig-
in barm og huga að stöðu sinni og
starfsháttum í ljósi úrslitanna.
Hætt er við því að áframhald-
andi stjórnarseta Sjálfstæð-
isflokksins undir forystu Davíðs
geti slævt slíka hugsun. Gagn-
rýnar raddir þegi enn um sinn.
Lifandi pólitísk umræða um sjálf-
stæðisstefnuna er löngu tímabær.
Stórátak bíður einnig í að styrkja
stöðu kvenna innan flokksins. Hún
er háðuleg að kosningum loknum.
Sóknarfæri Sjálfstæðisflokksins á
næstu árum ef formaðurinn víkur
eru hins vegar óumdeilanleg.
Framsóknarflokkurinn virðist
standa með pálmann í höndunum.
Tækifæri hans í yfirstandandi
stjórnarmyndunarviðræðum eru
ótvíræð. Konur hafa ólíkt sterkari
stöðu í þingflokknum en hjá Sjálf-
stæðisflokknum og geta hæglega
orðið helmingur ráðherra flokksins
sem gæfi ferskan blæ. Halldór Ás-
grímsson hefur það í hendi sér
hvort hann leiði næstu ríkisstjórn.
Flokkurinn þarf þó að líta lengra
en til næstu vikna. Hann vann góð-
an varnarsigur en virðist engu að
síður fastur í sögulegu lágmarks-
fylgi. Fylgi Framsóknar nú er
lægra en í stórtapinu 1999 sem
voru þriðju verstu kosningar
flokksins í sögunni. Veik staða á
höfuðborgarsvæðinu er staðreynd
þrátt fyrir einbeittan vilja til að
bæta þar úr.
Margt bendir til að áframhald-
andi stjórnarsamstarf muni gera
Framsóknarflokknum erfitt fyrir í
að sækja fram í þéttbýli. Helstu
vopn Halldórs Ásgrímssonar í
þeim efnum hafa verið að efla Evr-
ópuumræðuna og útiloka ekki að-
ild að ESB. Hann hefur viljað
opna fyrir erlenda fjárfestingu í
sjávarútvegi og léði máls á upp-
boði aflaheimilda í tengslum við
aukinn síldarkvóta fyrir fáeinum
árum. Yfirlýsingar um að landbún-
aður verði að aðlaga sig reglum
Evrópusambandsins og fríversl-
unarsjónarmiðum teljast þó líklega
til enn meiri tíðinda. Í öllum þess-
um málum tekur formaður Fram-
sóknarflokksins ekki ólíka afstöðu
og forveri hans í starfi utanrík-
isráðherra, Jón Baldvin Hannibals-
son. Við lá að samstjórn Sjálf-
stæðis- og Alþýðuflokks springi
fyrir lok kjörtímabilsins 1991–1995
vegna ágreinings um einmitt þessi
atriði.
Sá armur innan Framsókn-
arflokksins sem lengi var talinn til
vinstri og gat aldrei á heilum sér
tekið í samstarfi við Sjálfstæð-
isflokkinn styður nú einlæglega
áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Þetta eru ein sögulegustu um-
skiptin í íslenskri pólitík og er
tákn um nýjar átakalínur. Í þess-
um hópi er Guðni Ágústsson
óskoraður leiðtogi. Aðeins
eitt getur komið í veg fyrir
að þessi hópur styðji
óbreytta stjórn, að Sjálfstæð-
isflokkurinn geri kröfu um
forræði yfir velferðarmálum.
Framsóknarflokknum yrði
það gríðarlega erfitt að eiga
aðild að einkavæðingu í heil-
brigðiskerfinu. Á því sviði
treysta framsóknarmenn
Sjálfstæðisflokknum ekki.
En hvers vegna styður þá
vinstri armurinn áframhaldandi
stjórn? Hinar nýju átakalínur snú-
ast ekki um hægri og vinstri held-
ur um Evrópusamvinnu og frelsi í
alþjóðaviðskiptum. Þar á hinn
gamli vinstri armur Framsókn-
arflokksins meira sameiginlegt
með Davíð Oddssyni en Halldóri
Ásgrímssyni sem virðist í öllum
meginatriðum tala fyrir svipuðum
áherslum og Samfylkingin. Af
sömu ástæðum á fjölmargt Sam-
fylkingarfólk ekki í neinum vand-
ræðum með að styðja ríkisstjórn-
arsamstarf Samfylkingar og
Framsóknarflokks.
Einna flóknast er þó að ráða í
spil Samfylkingarinnar. Flokk-
urinn á mikið undir því að sanna
að honum megi treysta til að
stjórna. Stjórnarþátttaka myndi
jafnframt skapa festu í starf þing-
flokksins og tryggja Ingibjörgu
Sólrúnu hlutverk á sviði landsmál-
anna. Í þessu ljósi er skynsamlegt
að bjóða Halldóri Ásgrímssyni að
leiða ríkisstjórn með þátttöku
Samfylkingarinnar. Yrði af slíku
samstarfi með þátttöku eða hlut-
leysi Vinstri-grænna markaði það
kaflaskil en festi um leið til fram-
búðar þá skipan að Framsókn-
arflokkurinn réði jafnan úrslitum
um stjórnarmyndun. Af þeim sök-
um hafa komið fram raddir sem
telja að ef Samfylkingin ætli sér að
verða stærri en Sjálfstæðisflokkur
væri það afleikur að setjast í
stjórn undir forystu Framsókn-
arflokksins. Óbreytt stjórnarsam-
starf þar sem frjálslyndar Evrópu-
áherslur Halldórs Ásgrímssonar
yrðu undir sköpuðu Samfylking-
unni einstaka stöðu til að eflast
sem stór og breiður flokkur undir
forystu Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur.
Ég hef sjálfur lýst þeirri skoðun
að það væri heillaskref fyrir þróun
þjóðmála ef Reykjavíkurlistaflokk-
arnir nái saman um myndun rík-
isstjórnar. Ef til vill verður þó að-
eins eitt sagt með vissu.
Ákvarðanir Framsóknarflokksins
næstu daga ráða úrslitum um þró-
un þjóðmálanna og hvorum megin
hinna nýju átakalína næsta rík-
isstjórn skipar sér.
Nýtt landslag,
nýjar átakalínur?
Eftir Dag B. Eggertsson
dagur@reykjavik.is
’ Aðeins eitt verður sagtmeð vissu. Ákvarðanir
Framsóknarflokksins
næstu daga ráða úrslitum
um þróun þjóðmálanna og
hvorum megin hinna nýju
átakalína næsta rík-
isstjórn skipar sér. ‘
að hafa
s af hálfu
árið 1996
engið er
ðveld-
n-
hann
sinna
egar lit-
á greina,
við
hafa ver-
lur. For-
eglu,
s ræður
rður að
m í
sland sé
t á hinn
nnes
04 með
gnað á
0 ára af-
gu þing-
ögu
s. Er
heima-
gi ætti
og
sér fyrir
rði skrif-
af venj-
a úttekt
hennar í
um það,
miklu á
yrðu til
efna við
x x x
Hér er þess ekki krafist eins og sums staðar er gert,
að ný ríkisstjórn afli sér traustsyfirlýsingar alþingis. Sé
ríkisstjórn hins vegar skipuð andstætt vilja meirihluta
alþingis, er brotið gegn þingræðisreglunni, nema þraut-
reynt sé, að enginn þingmeirihluti sé fyrir hendi til
stjórnarmyndunar.
Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar hafa ávallt stuðst við
ríflegan meirihluta á alþingi. Hefur aldrei komið til
stjórnarkreppu síðan hann tók við formennsku í Sjálf-
stæðisflokknum á árinu 1991 og fékk umboðið til stjórn-
armyndunar eftir alþingiskosningarnar 20. apríl það ár,
en fyrsta ríkisstjórn hans var skipuð hinn 30. apríl 1991.
Að baki fyrstu stjórn Davíðs voru 26 þingmenn Sjálf-
stæðisflokks og 10 þingmenn Alþýðuflokks, eða alls 36
þingmenn. Í kosningunum 8. apríl 1995 fékk Sjálfstæð-
isflokkurinn 25 þingmenn og Alþýðuflokkurinn 7, þann-
ig að samtals höfðu flokkarnir 32 þingmenn og þar með
einn þingmann umfram stjórnarandstöðuna. Þetta taldi
Davíð Oddsson of þrönga stöðu og sjálfstæðismenn
gengu til samstarfs við Framsóknarflokkinn, sem hafði
15 þingmenn, og voru því 40 þingmenn á bakvið þá
stjórn, sem mynduð var 23. apríl 1995. Samstarf flokk-
anna hélt áfram eftir kosningarnar 8. maí 1999 en þá
hlaut Sjálfstæðisflokkur 26 þingmenn og framsókn 12
eða samtals 38 á bakvið þá stjórn, sem var mynduð 28.
maí 1999. Í kosningunum á dögunum fékk Sjálfstæð-
isflokkur 22 þingmenn og framsókn 12 eða samtals 34.
Í engu eldri tilvika átti annar flokkur en Sjálfstæð-
isflokkurinn kost á að mynda tveggja flokka stjórn. Eft-
ir kosningarnar nú er staðan hins vegar sú, að Samfylk-
ingin fékk 20 þingmenn kjörna, og getur hún því
myndað stjórn með 12 þingmönnum Framsókn-
arflokksins, það er með 32 þingmenn að baki, sem talið
var of tæpt árið 1995, þegar sjálfstæðismenn sneru sér
frá Alþýðuflokknum að Framsóknarflokknum. Þá geta
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking að sjálfsögðu myndað
tveggja flokka stjórn með 42 þingmenn að baki sér.
Þegar kemur að vangaveltum og viðræðum stjórn-
málamanna að loknum kosningum og mati á þeim kost-
um, sem þá eru fyrir hendi, leiðir þringræðisreglan til
þess, að fjöldi þingmanna ræður úrslitum. Fyrir kosn-
ingar lá í loftinu, að fengju stjórnarandstöðuflokkarnir
þrír, Samfylking, frjálslyndir og vinstri/grænir 32 eða
fleiri þingmenn kjörna myndu þeir leita samstarfs um
ríkisstjórn. Þetta markmið náðist ekki og viðleitni eftir
kosningar, eins og tilboð Össurar Skarphéðinssonar til
Halldórs Ásgrímssonar í síma á sunnudag, um að Hall-
dór gæti orðið forsætisráðherra í stjórn með Samfylk-
ingunni, hefur ekki borið árangur.
Með tilboði sínu fetar Össur að nokkru í fótspor Ólafs
Ragnars Grímssonar, þáverandi formanns Alþýðu-
bandalagsins, sem bauð Jóni Baldvini Hannbalssyni
forsætisráðherrastólinn eftir kosningarnar vorið 1991 í
von um að lokka hann frá samstarfi við Sjálfstæð-
isflokkinn. Þá sýndu þeir Davíð og Jón Baldvin þau til-
þrif að fara út í Viðey og mynda stjórn, enda hefur
fyrsta ríkisstjórn Davíðs af sumum verið nefnd Viðeyj-
arstjórnin.
x x x
Á meðan forystumenn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks leggja á ráðin um nýja ríkisstjórn í umboði
þingflokka sinna, eru hjaðningavíg innan Samfylking-
arinnar, stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Flokkurinn
gekk til kosninga undir þeim skrýtnu formerkjum, að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væri forsætisráðherraefni
hans og talsmaður. Er eindsæmi, að öðrum en formanni
flokks sé att fram á þennan hátt í kosningarbaráttu.
Úrslit kosninganna urðu þau, að forsætisráð-
herraefnið komst ekki á þing og enginn áhugi virðist á
stjórnarmyndunarviðræðum við Samfylkinguna. Við
þessar aðstæður vill Össur Skarphéðinsson snúa klukk-
unni til baka, að horfið sé til ástandsins fyrir tilkomu
forsætisráðherraefnisins við mat á stöðu flokksins.
Hann hafi náð fylgi hans upp í 32% og reist flokkinn á
fæturna. Þegar litið sé fram á veg, eigi hann einnig skil-
ið að verða endurkjörinn formaður flokksins næsta
haust, raunar eigi hann stuðning forsætisráð-
herraefnisins vísan í því efni, eins og fram hafi komið í
janúar.
Össur hefur ekki fyrr sleppt orðinu um þetta mat sitt
á stöðunni í eigin flokki en allt fer þar á annan endann.
Vonsviknir samfylkingarmenn segja, að með þessu hafi
formaðurinn aðeins verið að setja salt í sár kosn-
ingaúrslitanna og honum beri að víkja, helst tafarlaust,
fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Sjálf talar hún á sama tvíræða
hátt um málið og þegar hún gekk á bak þeirra orða
sinna frá því fyrir ári, að sitja sem borgarstjóri í
Reykjavík fyrir R-listann til ársins 2006.
narmyndun
ök
bjorn@centrum.is