Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 29
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá vorhátíðinni á Austurvegi 69. Þessi ungi ökumaður rúntaði um á smábíl með farþega. „ÞETTA var vorhátíð fyrirtækjanna hér á Aust- urvegi 69. Þetta hús er frá gamalli tíð þekkt vegna starfsemi Kaupfélags Árnesinga og smiðjanna sem hér voru. Hér eru nú 8 fyrirtæki, það nýjasta er SG- Hús sem er að koma sér fyrir í byggingunni með starfsemi sína,“ sagði Finnbogi Magnússon fram- kvæmdastjóri Bújöfurs-Búvéla sem er með öfluga starfsemi í húsinu en fyrirtæki í húsinu stóðu fyrir vorhátíð um sl. helgi með fjölbreyttum uppákomum af ýmsu tagi. „Í þessu stóra húsi, hérna á Austurvegi 69, var áð- ur fjöldi manna og núna er að myndast hér kjarni fyrirtækja í góðum rekstri. Við horfum til þess að BYKO er væntanlegt í nágrenni við okkur. Þá mun þetta svæði hér í austurhluta Selfoss eflast enn frek- ar,“ sagði Finnbogi Magnússon. Vorhátíð fyrirtækja á Austurvegi 69 Selfoss ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 29 HAFIÐ bláa er nýr útsýnis- og veit- ingastaður sem stendur við ósa Ölf- usár rétt vestan Óseyrarbrúar í landi Hrauns í Ölfusi. Staðurinn, sem er í eigu hjónanna Hannesar Sigurðssonar og Þórhildar Ólafs- dóttur, var formlega opnaður á sumardaginn fyrsta. Hannes sagði við opnunina að nú væri gamall draumur að verða að veruleika, hann sagði að útsýnið til allra átta væri slíkt að sem flestir ættu að fá að njóta. Hann vildi sérstaklega þakka arkitektinum Einari V. Tryggvasyni og yfirsmiðnum og allsherjarreddaranum Elíasi Haf- steinssyni húsasmíðameistara. Hann þakkaði einnig öðrum sem að verkinu komu, en það voru að nær öllu leyti heimaaðilar. Veitingasalurinn, sem tekur um 100 manns í sæti, er í laginu eins og skipsskrokkur á hvolfi, kjölurinn er í loftinu og er loftklæðningin, sem líkist byrðingi í bát, úr rekavið sem fenginn er af Ströndum. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra og Ólafur Þorláks- son, faðir Þórhildar og bóndi á Hrauni í Ölfusi til fjöldamargra ára, klipptu á borða og opnuðu þannig staðinn formlega. Landbún- aðarráðherra sagði í ræðu sinni er hann lýsti útsýninu að hér mætti segja að glugginn að himnaríki væri, en til forna var jú talið að gluggi helvítis væri í Heklu. Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn, blessaði staðinn og sagði það vel við hæfi því slíkur væri vaninn er nýju skipi væri hleypt af stokkunum. Margrét Stefánsdóttir söngkona söng Ísland er land þitt og Hafið bláa hafið með aðstoð viðstaddra. Sigurður Jónsson, byggingar- fulltrúi og fræðimaður í Þorláks- höfn, flutti fróðlegt erindi um stað- hætti og færði eigendunum grjót sem mun vera úr ballest herskips- ins Gautaborgar sem strandaði þarna fyrir tæplega 300 árum. Hafið bláa verður opið alla daga vikunnar frá 11:00 til 22:00 og verð- ur lögð áhersla á sjávarrétti en einnig verður boðið upp á ýmsa kjötrétti eins og segir á heimasíðu staðarins sem er www.hafidblaa.is. Matreiðslumeistari verður Halldór Halldórsson. Hafið bláa, útsýnis- og veitingastaður Formlega opnað sumardaginn fyrsta Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Ólafur Þorláksson, bóndi í Hrauni í Ölfusi, og Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra klipptu á borða til merkis um formlega opnun á veitinga- og útsýnisstaðnum Hafinu bláa. Þeim til aðstoðar eru börn eigendanna, Hann- esar og Þórhildar, Katrín Hannesdóttir og Ólafur Hannesson. Þorlákshöfn MENNINGARHÁTÍÐIN Vor í Ár- borg verður haldin í lok maí og stendur í fjóra daga, frá 22.–25. maí. Hátíðin, sem verður bæði umfangs- mikil og fjölbreytt, verður sett á Sel- fossi fimmtudaginn 22. maí með lúðrablæstri og söng og yngsta kyn- slóðin mun leiða skrúðgöngu frá Sig- túnsgarði upp með Árveginum á Sel- fossi að árbakkanum við Sýslumannshúsið þar sem meðal annars verður keppt í Jórustökki og sérútbúnum flöskum fleytt niður Ölfusá. Um kvöldið verður vegleg hátíð- ardagskrá í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri þar sem menningarvið- urkenning Árborgar verður veitt. Rík áhersla hefur verið lögð á að virkja sem flesta heimamenn, enda búa geysilega margir og fjölhæfir listamenn í sveitarfélaginu. Menn- ingarnefndin hefur markað þá stefnu að frítt verði inn á svo til alla atburði hátíðarinnar, en hún nýtur styrkja frá sveitarfélaginu, fyrir- tækjum og félagasamtökum. Þetta er eitt sveitarfélag „Við höfum reynt að hafa atriðin alls staðar að úr sveitarfélaginu og leggjum áherslu á að sýna að þetta er eitt sveitarfélag en ekki þrír þétt- býliskjarnar. Síðan leggjum við áherslu á að meginhluti atriðanna er ókeypis til að gera öllum kleift að njóta þess sem er í boði. Þannig vilj- um við laða til okkar fólk til að sjá hvað hér er í boði,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, formaður menning- arnefndar Árborgar. „Kjarni atriðanna á hátíðinni er í boði þeirra sem sinna menningar- starfi innan sveitarfélagsins en auk þess höfum við fengið nokkrra lista- menn utanað til að krydda þetta hjá okkur. Það er virkilega ánægjulegt hvað fólk hefur tekið vel við sér varð- andi þessa hátið. Við auglýstum eftir hugmyndum og hugsanlegum fram- lögum og það voru góð viðbrögð við því sem sýnir að menningarstarfið hér í sveitarfélaginu ristir djúpt. Hér er á ferðinni framtíðarverkefni og þessi hátíð er ekki einkamál 5 manna nefndar heldur er hún almennings- eign og fólk á að finna að það á hlut- deild í henni. Svo vonumst við auðvit- að til að fólk komi á viðburðina sem í boði eru,“ sagði Inga Lára. Tónlistarviðburðir og sýningar Atburðirnir dreifast yfir dagana 22.–25. maí og verða víðs vegar um sveitarfélagið. Ríflega tugur mynd- lista- og ljósmyndasýninga verður í boði og hvorki meira né minna en 15 tónlistarviðburðir eru bókaðir, allt frá einsöngstónleikum til sameigin- legra stórtónleika auk djasstónleika og dansleikja. Þá fara leiðsögumenn í gönguferð- ir og rifja upp bernskuár sín á Sel- fossi, Eyrarbakka og Stokkseyri auk þess sem herminjar í Kaldaðarnesi verða skoðaðar. Sett verður upp rit- smiðja fyrir verðandi rithöfunda og annað áhugafólk ásamt því að menn fá tækifæri til að láta ljós sitt skína sem myndlistamenn. Söfn sveitarfélagsins leggja sitt af mörkum, í Húsinu verður opnuð ný sýning auk þess sem athygli verður beint að Sjóminjasafninu, Fornbíla- setrinu, Rjómabúinu og Þuríðarbúð, en þar verða leiðsögumenn sem miðla gestum fjölbreyttum fróðleik. Listamenn opna vinnustofur sínar Þá verða einstaka fyrirtæki með opið hús fyrir gesti og má þar nefna Rannsóknarmiðstöðina í jarð- skjálftaverkfræði og Skátafélagið Fossbúa. Einnig hafa fjölmargir listamenn samþykkt að opna vinnu- stofur sínar fyrir gestum og gang- andi og er þegar búið að bóka 14 slík innlit. Mörg félagasamtök ætla að leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar, árleg sundferð hestamannafélagsins Sleipnis verður á laugardeginum, golfmót verður haldið, flugmódel- klúbburinn verður með kynningu á sinni starfsemi, Félag eldri borgara sýnir handverk sitt og aðstöðu og síðast en alls ekki síst verður al- menningsíþróttadagur Ungmenna- félags Selfoss haldinn á laugardeg- inum og þar býðst fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá. Sýndir verða einleikirnir „Hin smyrjandi jómfrú“ og „Sellófon“ og Brúðubíllinn frumsýnir nýja dag- skrá bæði á Selfossi og á Stokkseyri. Unglingarnir láta svo ljós sitt skína á sérstökum tónleikum á laug- ardeginum þar sem unglingahljóm- sveitum í Árborg gefst tækifæri til að stíga á svið og um kvöldið verða sérstakir útitónleikar sem einkum miða að því að gleðja þennan ald- urshóp. Ljóst er að menningarhátíðinni verður vel tekið og hin öfluga dag- skrá, sem borin er uppi af listafólki og áhugafólki um menningarmál, sýnir hversu djúpt menningin ristir í samfélagi Árborgar og hve áhrifa- máttur hennar er mikill. Menningarhátíðin Vor í Árborg verður 22.–25. maí Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Inga Lára Baldvinsdóttir, formaður menningarnefndar Árborgar. Sýnir sterka stöðu menningarinnar Selfoss ÁTVR opnaði nýja vínbúð miðviku- daginn 15. maí, í ESSO aðföngum við Óseyrarbraut 4 í Þorlákshöfn. Þetta er 41. vínbúð ÁTVR og er þar að finna 80 áfengistegundir. Hún verður opin frá mánudögum til fimmtudaga kl. 17–18 og föstudaga kl. 16–18. Brynjólfur Guðmundsson er verslunarstjóri vínbúðarinnar. Í Þorlákshöfn búa rúmlega 1.300 manns og u.þ.b. 200–300 að auki á bæjunum í nágrenninu sem vínbúð- in þjónustar. ÁTVR hélt kynningu í tilefni opnunarinnar í Þorlákshöfn í og mættu um 70 manns til að skoða húsnæði verslunarinnar. Höskuld- ur Jónsson forstjóri hélt tölu áður en hann afhenti Brynjólfi Guð- mundssyni verslunarstjóra lyklana. Hann minnti á það að Þorlákshöfn héti eftir Þorláki helga, dýrlingi, en hann var sérstakur áhugamaður um öl og ölgerð. Það væri því vel við hæfi að opna vínbúð í Þorláks- höfn. Að svo búnu tók Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri til máls, þá Ólafur Helgi Kjartansson sýslu- maður og sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur Þorlákshafnar. Þeir gerðu það að umtalsefni hversu við- horf til áfengiskaupa hefur breyst á undanförnum árum. Mikill undir- búningur hefur staðið yfir síðustu vikurnar síðan Olíufélagið hf. skrif- aði undir samstarfssamning við ÁTVR í mars sl. og hafa starfs- menn beggja aðila haft í nógu að snúast síðan um páska til að hafa allt klappað og klárt fyrir opn- unina. Ljósmynd/Þórdís H. Yngvadóttir Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri og Brynjólfur Ingi Guðmundsson verslunarstjóri. Ný vínbúð opnuð Þorlákshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.