Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 57
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 57
Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957
Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13-16
Benimar húsbílarnir eru sannkallaðir glæsivagnar með
vönduðum innréttingum, örbylgjuofni, sólarrafhlöðu,
tengingu f. sjónvarp o.fl. Einn með öllu.
Komið og skoðið
húsbílana hjá okkur
Erum með úrval af glæsilegum húsbílum
Clipper húsbílarnir eru með mjög góðu svefnplássi
Umboð á Akureyri
Sigurður Valdimarsson
Óseyri 5 - Sími 462 2520
PFAFF-verslunin á Íslandi hefur
afhent Rauða krossi Íslands sjö
notaðar saumavélar sem gefnar
verða flóttamannafjölskyldum frá
fyrrverandi Júgóslavíu sem ný-
lega settust að á Akureyri. Þór-
hildur Gunnarsdóttir, sölustjóri
hjá Pfaff, afhenti Hólmfríði Gísla-
dóttur, flóttamannafulltrúa
Rauða krossins, saumavélarnar.
Þær verða kærkomin búbót enda
var flóttafólkið eignalítið við
komuna til Íslands í mars eftir
átta ár á flótta.
Hólmfríður Gísladóttir frá Rauða krossinum (t.v.) sést hér taka við sauma-
vél frá Þórhildi Gunnarsdóttur, sölustjóra hjá Pfaff á Íslandi.
Afhentu
Rauða krossi
Íslands
saumavélar
Safamýrarskóli, sérskóli, fagnar
20 ára afmæli. Safamýrarskóli,
sérskóli fyrir alvarlega fatlaða nem-
endur, fagnar 20 ára afmæli í dag,
laugardaginn 17. maí, kl. 14–16. Allir
velunnarar Safamýrarskóla eru vel-
komnir. Húsið opnar kl. 13.45 og
munu félagar úr Lúðrasveit Reykja-
víkur leika við innganginn en síðan
verður dagskrá á skólalóð. Klukkan
14.45 verður boðið upp á veitingar
og myndlistarsýningu í íþróttasal.
Einnig verða myndir úr starfinu til
sýnis og námsgögn í kennslustofum.
Kajakhátíð verður haldin í dag,
laugardaginn 17. maí, kl. 11–15, í fé-
lagsaðstöðu Kajakklúbbsins við yl-
ströndina í Nauthólsvík. Klúbburinn
verður með kynningu á starfsemi
sinni, bátar og búnaður verður til
sýnis ásamt myndasýningum og
hægt verður að prófa kajakróður.
Einnig verður kynning frá sölu-
aðilum.
Í DAG
Vorbasar Áss Heimilismenn á
Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði
verða með vorbasar í Frumskógum
6b, Hveragerði, á morgun, sunnudag,
18. maí, kl. 13–18. Kaffi á könnunni.
Á MORGUN
Sumarhúsið og garðurinn. Rit og
rækt ehf. sem er útgefandi tímarits-
ins „Sumarhúsið og garðurinn“ held-
ur sýningu í Íþróttahöllinni að Varmá
í Mosfellsbæ dagana 22.–25. maí nk.
Á sýningunni er það nýjasta sem
tengist sumarhúsinu og garðinum.
Ennfremur getur að líta ýmislegt
sem tengist afþreyingu og ferða-
mennsku. Listamenn og skemmti-
kraftar koma fram og ýmis afþreying
verður alla dagana. Kennt verður
m.a. að tálga í tré, hnýta flugur og
klippa græðlinga. Fjöldi stuttra er-
inda verður fluttur sem fjalla um það
sem tengist viðfangsefni sýning-
arinnar. Þeir sem vilja sækja fyr-
irlestra alla dagana geta keypt sér
helgarpassa. Á föstudagskvöldinu
verður samkeppni sem Félag blóma-
skreyta og Grænn markaður standa
fyrir. Þar keppa blómaskreytar um
titilinn „Blómaskreytir ársins 2003“.
Utan við höllina verða tvö stór sýn-
ingartjöld auk þess sem ýmislegt er
til sýnis á útisvæðinu.
Sýningin er sölu- og kynningarsýning
þar sem meira en 100 fyrirtæki og
þjónustuaðilar kynna vöru sína og
þjónustu. Sýningin verður opin sem
hér segir: Fimmtudaginn 22. maí kl.
17–19, föstudaginn 23. maí kl. 15–21,
laugardag 12–19 og sunnudag kl. 12–
21. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er
800 kr. en frítt er fyrir börn yngri en
12 ára.
Námskeið fyrir leiðbeinendur í
skólagörðum. Garðyrkjuskólinn á
Reykjum í Ölfusi verður með nám-
skeið fyrir leiðbeinendur í skólagörð-
um í húsakynnum skólans mánudag-
inn 26. maí kl. 9–16. Leiðbeinendur
verða tveir starfsmenn skólans, þeir
Björn Gunnlaugsson tilraunastjóri og
Gunnþór Guðfinnsson garðyrkju-
fræðingur. Fjallað verður um skipu-
lag reita, jarðvinnslu, áburð og kalk,
sáningu, grisjun, gróðursetningu o.fl.
Farið verður í garðyrkjustöð skólans
þar sem matjurtaræktun í gróð-
urhúsi verður kynnt og fjallað um
ræktun á einstökum tegundum mat-
jurta. Skráning og nánari upplýs-
ingar um námskeiðið fást á skrifstofu
skólans eða á heimasíðu hans, www.
reykir.is.
Á NÆSTUNNI
Vinnueftirlitið
rannsakaði
Þess misskilnings gætti við
frétt um rannsóknir á líðan,
heilsufari og vinnuálagi
kvenna sem birtist á baksíðu
Morgunblaðsins í gær að
Rannsóknarstofnun í hjúkr-
unarfræði var sögð hafa stað-
ið að þeim rannsóknum sem
nefndar voru.
Hið rétta er að Vinnueft-
irlitið stóð að rannsóknunum
meðal starfsmanna útibúa
banka og sparisjóða, á leik-
skólum og í öldrunarþjón-
ustu. Rannsóknarstofnun í
hjúkrunarfræði stóð aftur á
móti að rannsóknunum um
hjúkrunarfræðingana og flug-
freyjurnar í samvinnu við
Vinnueftirlitið.
LEIÐRÉTT
STJÓRN Höfuðborgarsamtakanna
hefur formlega óskað eftir því að
Flugmálastjórn birti opinberlega
upplýsingar um allan kostnað við
endurbyggingu flugvallar í Vatns-
mýri, sem unnið var að 1999–2002,
að meðtöldum kostnaði við undir-
búning, hönnun, umhverfismat og
fleira.
Kostnaðaráætlun árið 1999 nam
1.650 milljónum króna. Að mati Höf-
uðborgarsamtakanna hefði þá þegar
átt að vera ljóst að mannvirkið yrði
rifið innan fárra ára til að rýmka
fyrir miðborgarbyggð. Að mati sam-
takanna á sér hér stað eitt mesta
fjármálaklúður í sögu lýðveldisins.
Samtökin óska sérstaklega eftir
upplýsingum um kostnaðarauka
vegna flýtingar framkvæmda við
norður/suðurbraut árið 2001. Einnig
óska samtökin eftir skýringum á því
að ákveðið hafi verið að flýta aðgerð-
um strax að lokinni almennri at-
kvæðagreiðslu um framtíð flugvall-
arins hinn 15. mars 2001 en
endanleg niðurstaða almennu at-
kvæðagreiðslunnar var að flugvöll-
urinn ætti að vera farinn úr Vatns-
mýrinni árið 2016.
Kostnaður við flugvöll
verði gerður opinber
Á FULLTRÚAÞINGI Sjúkraliða-
félags Íslands sem haldið var á dög-
unum var samþykkt ályktun þar sem
forysta félagsins er hvött til að taka
upp viðræður við stjórnvöld og skóla
um þrepaskipt nám sjúkraliða sem
gæfi fólki kost á að afla sér réttinda í
áföngum. Jafnframt verði skoðað að
setja af stað nám í fullorðinsfræðslu
á sjúkraliðabraut fyrir þá sem hafa
unnið við aðhlynningu í tiltekinn
tíma.
Að sögn Gunnars Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags
Íslands, er skortur á sjúkraliðum hér
á landi. Hins vegar starfa um 1.000
manns við umönnunarstörf sem
skortir réttindi og er tilgangurinn að
skapa þessum hópi grundvöll til að
sækja nám samhliða vinnu að sögn
Gunnars.
Fagna skattatillögum BSRB
Á fulltrúaþinginu var þess krafist
að leyst yrði úr bráðum vanda heil-
brigðisþjónustunnar og að sérstakt
átak yrði gert til að bæta fjárhag elli-
og hjúkrunarheimila. Þá fögnuðu
sjúkraliðar frumkvæði BSRB í
skattamálum. Með þeim væri meira
tillit tekið til afkomu láglaunahópa,
barnafjölskyldna og húsbyggjenda.
Um 1.000 réttindalausir í umönnunarstörfum
Fólk afli sér rétt-
inda í þrepum