Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 43
✝ Ólöf Guðrún Guð-björnsdóttir
fæddist á Ballará í
Klofningshreppi í
Dalasýslu 18. janúar
1915. Hún lést á St.
Jósefsspítala 8. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Guð-
björn Sigurðsson
Bergmann, f. í Önd-
verðanesi á Snæfells-
nesi 1899, d. 1964, og
Guðrún Ívarsdóttir,
f. á Langeyjarnesi í
Dalasýslu 1884, d.
1961. Hálfsystur
Ólafar, sammæðra, eru Helga
Jónsdóttir, f. 1918, og Ingveldur
Jónsdóttir, f. 1926, d. 1990.
Ólöf giftist Sverri Guðmunds-
syni, f. 11. september 1910, d. 20.
apríl 1986. Foreldrar Sverris voru
Guðmundur Hannesson, f. í Galt-
ardalskoti 1874, d. 1935, og Þór-
dís Ingibjörg Ívarsdóttir, f. á
Langeyjarnesi 1872, d. 1956. Börn
Ólafar og Sverris eru Jón Ingi-
berg, f. 1934, d. 2000, hann á einn
son; Guðmundur Viggó, f. 1938,
kvæntur Ástu Angelu Grímsdótt-
ur, f. 1950, búsett á Álftanesi, þau
eiga fjögur börn og átta barna-
börn, Guðmundur á son frá fyrri
sambúð; Ólafur, f. 1940, kvæntur
Ósk Elínu Jóhannesdóttur, f.
1941, búsett í
Reykjavík, þau eiga
sex börn og fimm
barnabörn, frá fyrri
sambúð á Ósk Elín
eina dóttur og þrjú
barnabörn; Gunnar
Guðbjörn, f. 1943, d.
2002; Hulda, f. 1945,
gift Agli Tyrfings-
syni, f. 1941, búsett í
Hafnarfirði, þau
eiga þrjá syni og tíu
barnabörn; Þórdís
Ingibjörg, f. 1946, í
sambúð með Einari
Jakobssyni, f. 1943,
búsett í Skagafirði, þau eiga þrjú
börn, níu barnabörn og eitt barna-
barnabarn; Bjarnfríður, f. 1952,
gift Snorra Þorgeirssyni, f. 1926,
búsett í Hafnafirði, þau eiga þrjú
börn og fjögur barnabörn.
Ólöf og Sverrir bjuggu á
Straumi á Skógarströnd til ársins
1980. Ólöf bjó í Stykkishólmi frá
árinu 1980–2001, fluttist þá til
Hafnarfjarðar og bjó þar í eitt ár.
Hún flutti að Skólatúni 4 í Bessa-
staðahreppi í september síðast-
liðnum og bjó þar uns hún lést.
Útför Ólafar verður gerð frá
Breiðabólstaðarkirkju á Skógar-
strönd í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Í dag kveð ég í hinsta sinn elsku-
lega ömmu mína.
Mig setur hljóða. Um hugann
streyma minningarnar hver af ann-
arri.
Ætíð var það tilhlökkunarefni er
afi og amma á Straumi komu norður
að Dúki á sumrin og dvöldu hjá okk-
ur um tíma. Þau voru okkur systk-
inunum alltaf svo góð.
Ein minning er mér þó kærari en
aðrar. Það var þegar afi og amma
komu norður síðla sumars. Ég var
nú ekki há í loftinu þá, líklega um
það bil að hefja skólagöngu mína.
Amma hafði verið að prjóna ullar-
sokka handa okkur systkinum fyrir
veturinn eins og hennar venja var,
en hvorki þá fyrstu né þá síðustu.
Við settumst glaðar systur með
blauta sokkana okkar í vaskafati inn
í herbergi, fullar eftirvæntingar.
Þarna kenndi amma blessunin okk-
ur að þæfa sokkana okkar svo þeir
yrðu þéttari og hlýrri um veturinn.
Ófá sokkapörin hefur hún fært
mér og börnum mínum um dagana
og færum við henni bestu þakkir
fyrir. Minning hennar er ljós í
hjarta mínu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Sigríður Helga Einarsdóttir.
Hún Lóa amma er dáin, það hefði
ekki átt að koma okkur sem vissum
um veikindi hennar á óvart en samt
er eins og við séum aldrei viðbúin
slíkum fréttum.
Mig langar að skrifa nokkur orð
um hana Lóu ömmu mína sem lést
8. maí á St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði, þar sem hún var búin að
vera í nokkrar vikur.
Það var alltaf gott að koma til þín
heima hjá pabba og mömmu, þar
sem þú áttir heima undanfarna
mánuði, og sitja og spjalla við þig,
þú í þínum rauða stól með prjónana,
því alltaf varstu að prjóna á litla og
stóra fætur. Það var gott að fá
sokka og vettlinga frá Lóu langó, þú
varst alltaf að hugsa um að öllum
væri hlýtt, enda varstu yndisleg
amma og mér þótti vænt þig. Börn-
in mín voru mjög hænd að þér og
það varð alltaf að bjóða Lóu langó í
afmæli eða á sýningu í leikskólan-
um. Þú sagðir alltaf: „Ég reyni að
skrölta þetta.“
Lát opnast himins hlið
þá héðan burt ég fer,
mitt andlát vertu við
og veit mér frið hjá þér.
Þá augun ekkert sjá
og eyrun heyra’ ei meir
og tungan mæla’ ei má
þá mitt þú andvarp heyr.
(Vald. Briem.)
Nú þegar leiðir okkar skilur um
sinn vil ég og fjölskylda mín þakka
góðar samverustundir með þér,
elsku amma mín. Guð geymi þig,
þín
Matthildur Ólöf.
Elsku amma.
Nú ertu farin á feðranna fund
við hugsum til þín með sorg í hjarta
þín verður saknað um ókomna stund
guð geymi þig um veröld bjarta.
(Höf. ók.)
Stundin er runnin upp og almætt-
ið hefur kallað þig til sín. Ósköp
mun ég sakna þín og allra þeirra
stunda sem ég átti með þér.
Þær voru ófáar ferðirnar vestur í
Straum til ömmu og afa, ýmist með
rútunni, Óla frænda eða pabba og
mömmu, ég smástelpa nánast alltaf
bílveik en maður lét sig hafa það því
það var svo gaman hjá ömmu og
afa. Það var ýmislegt brallað af okk-
ur krökkunum sem vorum hjá þeim
á sumrin, klifrað í klettaborgum,
sullað í mógröfunum, hlaupið eftir
fjárhús og hlöðuþakinu og aldrei
sagðir þú neitt þó við kæmum blaut
og drullug heim. Stundum bað
amma mig að fara niður í fjós og
mjólka heimiliskúna og bar ég
mjólkina heim í fötunni en einu
sinni sparkaði kusa í fötuna og hellti
öllu niður svo það var bara smá sopi
eftir, fór ég skælandi heim með föt-
una og sagði ömmu hrakfarasöguna
en hún klappaði bara á kollinn á
mér og sagði að þetta færi bara bet-
ur næst.
Ein minning stendur sérstaklega
upp úr frá Straumi: Afi var að keyra
dráttarvélina inn að Hálsi (næsti
bær) amma og ég sátum á palli aft-
an á vélinni, vel dúðaðar og vorum
við að fara að skipta um umbúðir á
henni Stássu, en það var meri sem
amma átti og var henni afar kær.
Hún hafði slasað sig illa á fæti og
þurfti að skipta um umbúðir, hafði
amma fengið sjúkrahússvist fyrir
hana hjá nágrönnunum, fórum við
daglega til að hjúkra henni í þó-
nokkurn tíma.
Amma prjónaði mikið af sokkum
og vettlingum. Þegar við systurnar
vorum litlar, ca 6-8 ára, kenndi hún
okkur að þæfa ullarsokkana svo að
þeir yrðu hlýrri og sterkari og var
það söguleg stund. Þegar ég varð
eldri og fór að búa og eignast börn-
in sendi amma alltaf sokka og vett-
linga á þau sem hún hafði prjónað
því hún vildi að þeim væri hlýtt og
liði vel.
Mér finnst ég vera afar rík að
hafa átt hana ömmu mína svona
lengi en nú er þrautum hennar lokið
og hún komin til afa og allra hinna
sem á undan eru gengnir og veit ég
að nú líður henni vel.
Guð veri með þér.
Ólöf Kristín Einarsdóttir.
Elskulega amma, njóttu
eilíflega Guði hjá,
umbunar þess, er við hlutum
ávallt þinni hendi frá;
þú varst okkur ungu hjörtum,
eins og þegar sólin hlý,
vorblómin með vorsins geislum
vefur sumarfegurð í.
Hjartkær amma, far í friði,
Föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver,
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Berglind Árnadóttir.)
Góða nótt elsku langamma.
Megi Guð og gæfa vera með þér.
Takk fyrir allt.
Kveðja.
Ingimar Axel,
Kristrún Huld,
Anna Þóra og Eydís.
ÓLÖF GUÐRÚN
GUÐBJÖRNSDÓTTIR
og þegar á reyndi sýndi hann festu
og djörfung sem dugði til að koma
mikilvægum úrbótamálum til fram-
kvæmdar. Ekki var alltaf full eining
um það sem hann hafði til málanna
að leggja. Róttækar hugmyndir
hans hristu upp í mönnum. En þær
komu umræðum af stað og leiddu til
breytinga. Þannig vildi hann láta til
sín taka en jafnframt var stutt í
húmorinn. Slíkir starfsmenn eru
mikilvægir hverju fyrirtæki.
Skúli var í raun frumkvöðull.
Honum datt ýmislegt nýstárlegt og
óvenjulegt í hug og sumum hug-
myndum sínum hrinti hann í fram-
kvæmd. Hann var upphafsmaður
fasanaræktar á Íslandi og hver veit
nema það verði vænleg búgrein í
framtíðinni. Hann stundaði leiðsögn
hreindýraveiðimanna, erlendra sem
innlendra, um öræfi austurlands.
Þjónustu hans á því sviði var við
brugðið, það fékk ég sjálfur að reyna
fyrir allmörgum árum. Áhuginn á
viðfangsefninu var óendanlegur og
við veiðimenn gat hann bundist slík-
um vináttuböndum að óvenjulegt er.
Skúli var hagur mjög og fyrir all-
mörgum árum tók hann að læra og
stunda útskurð og efniviðurinn var
sóttur í skóga Austurlands. Hann
gaf stofnun sinni forláta ræðupúlt
sem hann smíðaði sjálfur og skreytti
með útskurði sínum. Þannig var ör-
læti hans og þennan grip eigum við
nú til minningar um góðan dreng.
Við sem störfuðum með Skúla hjá
Vinnueftirlitinu söknum góðs vinnu-
félaga og erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast honum. Framlag
hans til framfara í vinnuverndarmál-
um var drjúgt og fyrir það vil ég
einnig þakka. Við sem kynntumst
honum persónulega söknum jafn-
framt góðs vinar og félaga. Við vott-
um Önnu og fjölskyldu hans allri og
vinum okkar dýpstu samúð.
Eyjólfur Sæmundsson.
Kveðja frá
Skotveiðifélagi Íslands
Látinn er merkur íslenskur veiði-
maður, Skúli Magnússon.
Skúli hafði nú um nokkurt skeið
barist við illvígan sjúkdóm, þrátt
fyrir það var hann ótrúlega hress og
léttur í lund. Það eru aðeins örfáir
dagar síðan hann hafði samband við
okkur, hann var að leita eftir stuðn-
ingi okkar við hjartans mál sitt, að
sleppa fashönum út í náttúruna svo
að mætti veiða þá. Skúli var frábær
veiðimaður og mikill náttúruunn-
andi. Á heiðum uppi við veiðar eða
hreindýraveiðaleiðsögn var hann svo
sannarlega í essinu sínu. Hann lagði
sig fram um að miðla af sinni miklu
þekkingu og leiðbeina óreyndum
veiðimönnum. Erlendir veiðimenn
heilluðust af Skúla enda minnti hann
á bandaríska skáldið og veiðimann-
inn Ernest Hemingway.
Skúli var á vissan hátt listamaður
í eðli sínu. Hann átti létt með að tjá
sig, setja saman texta og meðal ann-
ars tók hann saman skemmtilega og
áhugaverða bók um rjúpuna. Skúli
var listasmiður, áhugamaður um ís-
lenska menningu og gamla muni. Þá
tók hann þátt í þjóðfélagsumræð-
unni, í fjölmiðlum og víðar. Eitt af
síðustu verkum Skúla var að beita
sér fyrir stofnun Félags hreindýra-
leiðsögumanna. Skúla var mikið
hjartans mál að framkvæmd og
skipulag hreindýraveiða væri í eins
góðu lagi og unnt er og að hrein-
dýraleiðsögumenn væru vel þjálfað-
ir og ættu kost á fræðslu og öllum
nýjustu upplýsingum. Eins og áður
hefur komið fram var mikið áhuga-
mál Skúla að bæta við fánu veiði-
dýra hér á Íslandi. Hóf hann fyrstur
Íslendinga fashanaeldi hér á landi
og vann hann þar merkilegt braut-
ryðjandastarf. Ég hygg að það verði
verðugur minnisvarði, ef svo má að
orði komast, um Skúla Magnússon
að á næsta ári verði einhverjum af
fashönum þeirra hjóna sleppt út í
náttúruna á afmörkuðum stað svo að
hægt verði að veiða þá. Skotveiði-
félag Íslands mun láta það verða eitt
af sínum fyrstu verkum nú eftir
kosningar að þessi tilraun verði gerð
eins fljótt og auðið er.
Skotveiðifélag Íslands vottar
eiginkonu hans og fjölskyldu inni-
legustu samúð.
Skotveiðifélag Íslands vill að lok-
um þakka Skúla Magnússyni fyrir
ánægjulegt samstarf og hvatningu
hans okkur til handa í starfi okkar.
Sigmar B. Hauksson,
formaður Skotveiðifélags
Íslands.
Nú er fallinn frá góður veiðimað-
ur, fasanabóndi og drengur góður, í
blóma lífsins.
Fréttin um lát Skúla Magnússon-
ar kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti, þótt ég hafi vitað um tvísýna
baráttu hans við illvígan sjúkdóm.
Ég kynntist Skúla á fyrstu árum
Skotveiðifélags Íslands þar sem
hann fór gjarnan fremstur í flokki í
baráttunni fyrir viðurkenningu og
réttindum skotveiðimanna og tók ég
til þess hve vel hann var máli farinn,
góður penni og með kímnigáfuna í
góðu lagi. Það var síðan fyrir um það
bil tíu árum að ég kynntist hrein-
dýraleiðsögumanninum Skúla af eig-
in raun og að öðrum ólöstuðum er
ekki hægt að hugsa sér betri leið-
sögumann og hef ég flest árin síðan
notið leiðsagnar hans. Síðastliðið
haust fór ég einn með Skúla til veiða
á Fljótsdalsheiðina, sem gekk sér-
lega vel enda Skúli glöggur og fund-
vís á hreindýrin. Það er ekki aðeins
veiðin sem er eftirminnileg heldur
einnig félagsskapurinn við þetta
mikla náttúrubarn og var margt
skrafað. Eftir að dýrið var komið í
hús á Tókastöðum áttum við konan
mín, Una, góða samverustund þar
með Skúla og konu hans Önnu og
nutum þar mikillar gestrisni. Þegar
við kvöddum þessi mætu hjón
hvarflaði það ekki að mér að þetta
væru síðustu samverustundir okkar
Skúla.
Ég kveð Skúla með söknuði og er
þakklátur fyrir kynni okkar.
Önnu og börnum votta ég innilega
samúð.
Jóhann Bjarnason.
Ég vil með nokkrum orðum
kveðja samstarfsmann minn og vin
Skúla Magnússon. Frá því ég kom
til starfa hjá Héraðsskjalasafni
Austfirðinga hafa leiðir okkar legið
saman en hann starfaði með nokkr-
um hléum á Minjasafni Austurlands.
Skúli Magnússon var í hópi þeirra
manna sem hafa þann fágæta eig-
inleika að laða að sér fólk, hann var
frá því fyrsta að hann kom til starfa
hjá Minjasafni Austurlands í hlut-
verki þess sem bjó til einingu úr
þessum litla vinnustað sem Safna-
húsið er, þar eru fjórar stofnanir
starfræktar og starfsmenn oftast
sjö. Þessum hóp náði Skúli saman í
morgun- eða síðdegiskaffi þar sem
rætt var allt milli himins og jarðar
en oftar en ekki framfaramál byggð-
arlagsins eða Austurlands almennt.
Fáa hef ég hitt sem voru jafn brenn-
andi í andanum um allt þð sem til
framfara mátti horfa á Austurlandi.
Markaðssetning einstæðrar náttúru
Íslands var honum mikið kappsmál,
en á sama hátt var hann einarður
talsmaður þess að maðurinn og nátt-
úra landsins spiluðu saman. Hann
var veiðimaður sem gjörþekkti land-
ið, bar virðingu fyrir því en var jafn-
framt sannfærður um að eðlileg nýt-
ing væri sjálfsögð.
Ég fann hjá Skúla Magnússyni
margt sem ég held að einkenni okk-
ur íslenska sveitamenn sem endað
höfum á mölinni. Það eru þessi
tengsl við landið sem erfitt er að
rjúfa. Á síðasta sumri tók Skúli sæti
í stjórn Héraðsskjalasafns Austfirð-
inga. Þar var hann sem annars stað-
ar einarður talsmaður þess að Aust-
firðingar byggðu upp
menningarstofnanir af metnaði og
þannig að sómi væri að.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég þakka Skúla gjöful og ógleym-
anleg kynni og afbragðs samstarf.
Ég sendi eiginkonu hans, börnum og
barnabörnum og öðrum aðstandend-
um mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Hrafnkell A. Jónsson,
héraðsskjalavörður,
Egilsstöðum.
Elsku langamma.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Drottinn minn, gef þú dán-
um ró. Hinum líkn sem lifa.
Takk fyrir allt.
Einar Þór, Kristján,
Jón Haukur og
Sigrún Ágústa.
Elsku Lóa langamma, við
Ásta Valdís þökkum þér öll
árin með þér, við áttum alltaf
góðar stundir með þér, við
elskum þig, Guð geymi þig.
Árni Steinar og
Ásta Valdís.
HINSTA KVEÐJA
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi
Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun-
blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif-
uðum greinum.
Birting minningargreina
Fleiri minningargreinar
um Skúla Magnússon bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.