Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þjónustuverið er opið. Síminn er 5 500 600 Þjónustuverið er opið virka daga frá 9-17, laugardaga frá 10-16 og sunnudaga frá 11-15. Þú getur einnig skoðað og bókað á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN BORGARFULLTRÚI Sjálfstæðisflokks var rek- inn úr ræðustól í miðri ræðu á borgarstjórnarfundi í fyrradag þegar síðari umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar 2002 fór fram. Sjálfstæðismenn mótmæltu úrskurði varaforseta borgarstjórnar harðlega og lögðu fram bókun um atvikið. Umræðan um ársreikninginn var hálfnuð þegar Guðrún Ebba Ólafsdóttir kom í ræðustól. Gerði hún að sérstöku umtalsefni málaflokk innan Fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar, sem hún sagði að hefði haldið sig innan fjárhagsramma 2002. „Ég er hér að tala um félagsstarf aldraðra. Ég þarf varla að rifja það upp með borgarfulltrúum, að Reykja- víkurlistinn ætlaði engu að síður að skera niður fé- lagsstarf aldraðra og leggja það algjörlega niður í fimm þjónustumiðstöðvum,“ sagði hún. Sagði hún að þessu hefði verið harðlega mótmælt og hefði R-listinn séð að sér og flutt tillögu vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003, þess efnis að fresta áformum í starfsemi Félagsþjónustunnar. Las borgarfulltrúinn tillöguna sem hljóðaði upp á 10 milljónir króna til að mæta tillögunni. Sagði hún að það hefði því komið sér og félögum hennar á óvart að „niðurskurðurinn væri á fullu“. Skömmu síðar stöðvaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir vara- forseti málflutninginn og vakti athygli borgar- fulltrúans á því að til umræðu væri ársreikningur Reykjavíkurborgar. Sagðist vera að gera grein fyrir niðurskurði Borgarfulltrúinn mótmælti og sagðist hafa verið að gera grein fyrir niðurskurði á lið sem var tæp 6% undir fjárhagsáætlun.Varaforseti féllst ekki á þessa túlkun og bað borgarfulltrúann um að ræða efn- islega um ársreikninginn ellegar fara úr ræðustól. Enn mótmælti borgarfulltrúinn og var honum í kjölfarið vísað úr ræðustól. Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, mótmælti úrskurðinum. „Ég tel að þetta sé ómálefnalegur úrskurður,“ sagði hann. „Hér eru reikningarnir til umræðu. Hér hefur verið vakið máls á einum þætti reikninganna og rökstutt hvers vegna það sé ástæða til að velta fyrir sér fram- kvæmd mála og ég mótmæli þessum úrskurði for- seta borgarstjórnar og tel að hann sé með öllu órök- studdur og sé tilraun til að hefta málfrelsi hér í borgarstjórninni.“ Varaforseti ítrekaði að ársreikningurinn væri til umræðu. „Sá borgarfulltrúi sem kom hér upp í ræðustól áðan var að ræða efnislega atriði sem að lúta að rekstri Reykjavíkurborgar á þessu ári og eiga ekkert efnislega skylt við ársreikning Reykja- víkurborgar fyrir árið 2002 og forseti ítrekar að það er hann sem hefur vald hér til að stýra fundum og hlýtur að mótmæla því að hér sé um að ræða skerð- ingu á málfrelsi.“ Enn gerði Björn Bjarnason at- hugasemd við fundarsköp og taldi varaforsetann hafa heft málfrelsi borgarfulltrúans af ótta við það efni sem hann var að ræða. Varaforseti benti borgarfulltrúum á 19. gr. í fundarsköpum Reykjavíkurborgar sem kveður á um að borgarfulltrúa sé skylt að lúta valdi forseta í hvívetna er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu. „Forseti lítur svo á að hann sé eingöngu að gæta hér góðra reglna á fundunum og gæta hér að fund- arsköpum og gæta að því að menn ræði það sem er á dagskrá fundarins,“ sagði Steinunn Valdís. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, lagði fram bókun síðar á fundinum þar sem úr- skurður varaforseta var staðfestur og lögðu sjálf- stæðismenn þá fram bókun og mótmæltu enn. Umdeilt atvik á borgarstjórnarfundi í fyrradag þegar rætt var um ársreikning Borgarfulltrúi rekinn úr ræðustól í miðri ræðu ÞÝSKA flugfélagið LTU mun annast vikulegt áætlunarflug á milli Egils- staða og Düsseldorf í sumar. Að sögn Víðis Guðmundssonar, sölustjóra hjá Terra Nova-Sól, umboðsaðila félags- ins hér á landi, verður sami háttur hafður á þessu áætlunarflugi í ár og í fyrra, en þá hófst í fyrsta sinn áætl- unarflug erlends flugfélags til Egils- staðaflugvallar. Ferðum fjölgað um tvær til Egilsstaða miðað við síðasta ár Nú hefur verið ákveðið að fjölga ferðum um tvö flug til Egilsstaða miðað við seinasta ár. Fyrsta flugið verður 6. júní og að sögn Víðis mun áætlunarflugið standa til 12. septem- ber. Flogið verður á milli Egilsstaða og Düsseldorf á föstudagskvöldum og millilendir vélin í Keflavík á leið- inni út. „Þetta gengur nokkuð vel. Bókan- ir ganga ágætlega og betur en í fyrra. Þarna er bæði um hópa að ræða og einstaklinga, sem sjá kosti þess að geta flogið beint inn í Mið- Evrópu,“ segir Víðir. Áætlunarflug LTU til Egilsstaða sem hófst 7. júní á síðasta ári og var um sameiginlegt verkefni Þróunar- stofu Austurlands, Terra Nova-Sólar og Ferðaskrifstofu Austurlands að ræða, eftir þriggja ára undirbúning. Flug þýska félagsins LTU milli Egilsstaða og Düsseldorf í sumar Flogið vikulega fram í september ÓLAFUR Dýrmundsson, ráðunaut- ur hjá Bændasamtökunum, segir að nýgert samkomulag milli sveitar- stjórnar Húnaþings vestra og Vega- gerðarinnar sýni að fyrst verði að girða og síðan banna lausagöngu bú- fjár. Undirritaður hefur verið samning- ur milli sveitarstjórnar Húnaþings vestra og Vegagerðar ríkisins um friðun þjóðvegar nr. 1 í gegnum sveitarfélagið ásamt Hvammstanga- vegi nr. 72 og hluta Miðfjarðarvegar nr. 704 norðan Laugarbakka. Vegagerðin girðir nýjar girðingar þar sem þess er þörf og yfirtekur þær girðingar sem fyrir eru eigi síð- ar en 1. mars 2004. Þá verða sett rist- arhlið á tengivegi sem ekki eru nú þegar komin með þau. Húnaþing vestra auglýsir síðan bann við lausa- göngu búfjár á þessum vegum eigi síðar en 1. júlí 2004. Með þessum samningi eru allar girðingar með- fram áðurnefndum vegum komnar að fullu í umsjón Vegagerðar ríkisins og með aðgerðunum verður komið í veg fyrir lausagöngu búfjár á þjóð- vegi 1 í gegnum Húnaþing vestra. Girt frá Kömbum að Hveragerði Í Morgunblaðinu í fyrradag var haft eftir Jónasi Snæbjörnssyni, um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar, að Vegagerðin hefði ekki sett upp girð- ingu milli Kjalarness og Kjósar vegna þess að búfjársamþykktin sem bannar lausagöngu búfjár á Kjalarnesi væri óstaðfest og benti hann á lög í því sambandi. Ólafur Dýrmundsson segir að í viðkomandi lagagrein segi „enda sé lausaganga búfjár á viðkomandi vegarkafla bönnuð“ og ekki komi fram hvort banna eigi á undan eða eftir girðing- unni. Raunveruleikinn sé sá að fyrst verði að uppfylla skilyrði til þess að hægt sé að koma í veg fyrir lausa- göngu búfjár, sem gerist með girð- ingu, og síðan komi bannið. Annars yrði þetta ábyrgðarlaust, því þá gæti enginn treyst á neitt og búfjáreig- andinn væri í slæmri réttarstöðu vegna þess að það eitt að auglýsa lausagöngubann gjörbreyti réttar- stöðu hans. Það verði til þess að hann geti þurft að greiða tjón sem verði á bifreið en gengið hafi nokkrir dómar þar sem menn hafi þurft að greiða allt að milljón krónur vegna slíks. Að sögn Svans Bjarnasonar, um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar á Sel- fossi, hefur verið tekið ákvörðun um að tengja enda girðingar í Kömbum við girðingu í Hveragerði. Girðing- arstæðið verður valið í næstu viku og síðan verður hafist handa. Fyrst að girða og síðan að banna SLÖKKVILIÐSMENN frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru við vatnsöflunaræfingar á Reykjarvíkurflugvelli í gær en slökkviliðið hefur í allan vetur haldið úti endurmenntunarnámskeiðum fyrir starfsmenn sína um hina ýmsu þætti starfsins. Námskeiðin hafa meðal annars fjallað um neyðarakstur, slökkvi- og björgunarstarf á Reykjavíkurflugvelli og hættuleg efni auk vatnsöfl- unarnámskeiða þar sem farið er yfir skipulag vatnsöflunar við slökkvi- störf. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðið æfir á Reykjavíkurflugvelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.