Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 45
hvað annað, þú vissir ekki hvað, en
þú vissir aðeins að þú vildir verða
prins. En eitt er víst að ávallt verð-
urðu Gummi í mínum huga sem ætíð
færði mér og mínum ljós og gleði inn
í daglegt líf.
Í sumar hefðirðu orðið 30 ára. Þá
ætlaðirðu að halda upp á afmælið
þitt í Færeyjum, landi móðurupp-
runa þíns, ásamt tvíburasystur þinni
Júlíu, pabba og systkinum þínum og
fjölskyldum, en forlögin breyttu
þeirri ferð og færðu þér lengri og
óvæntari ferð, þar sem ég veit að þú
fagnar birtu ljóssins og hefur verið
tekinn í faðm móður þinnar sem þú
kallaðir ávallt á ef eitthvað bjátaði á.
Elsku vinur. Algóður Guð blessi
minningu þína og breiði ljós sitt yfir
þín gengnu spor sem mér finnast þó
allt of fá.
Ég sendi þér, Guðni, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur, og ykkur
sömuleiðis, Júlía og Óli, svo og
systkinum öðrum og fjölskyldum
ykkar. Einnig votta ég samúð mína
vinum þínum, Gummi minn, og sam-
ferðafólki frá Vonarlandsárum þín-
um.
Bæn mín til þín og fjölskyldu
þinnar er þessi:
Drottinn blessi þig og varðveiti þig.
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og
sé þér náðugur.
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig
og gefi þér frið.
(4. Mósebók 6. 24–27.)
Þín vinkona,
Gunnþórunn Ben.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér.
Góður félagi og samstarfsmaður,
Guðmundur Guðnason, er kallaður
burt svo skyndilega. Vinnufélagarn-
ir sakna sárt þess sem gladdi okkur
áður. Hann skapaði svo gott and-
rúmsloft á vinnustaðnum og hvar
sem hann kom með sinni léttu lund
og jákvæðni í garð samferðafólksins.
Gummi hefði orðið þrítugur í sum-
ar og var tilhlökkunin til þessara
merku tímamóta mikil.
Hann var sannur herra og bræddi
alla með glaðlegri framkomu sinni.
Einstakur sjarmör.
Gummi hafði mikla ánægju af tón-
list, hann hélt mikið upp á rokkið og
var einlægur aðdáandi Elvis Pres-
ley.
Hann naut sín algjörlega þegar
uppákomur voru hjá vinnustaðnum
og eigum við margar ljúfar minn-
ingar tengdar þeim, þar sem Gummi
skipaði stórt hlutverk. Við þökkum
þau forréttindi að hafa átt með hon-
um samleið þessi ár.
Við sendum fjölskyldu hans og
ástvinum innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Samstarfsfólk á Stólpa.
Elsku Gummi. Farinn frá okkur
svo skyndilega. Það er erfitt að átta
sig á því og erfitt að sætta sig við að
þín njóti ekki lengur við. Þú varst
ekki gamall og ekki hár í loftinu þeg-
ar þú komst til dvalar á vistheimilið
Vonarland á Egilsstöðum. En þú
varst mikill sjarmör og hafðir þá
strax lag á að bræða alla sem kynnt-
ust þér og það hefur þú gert alla tíð
síðan. Við eigum um þig svo margar
ljúfar minningar, Gummi með græj-
urnar í botni, Gummi að finna upp
ný prakkarastrik, Gummi að njóta
þess að vera til með vinum sínum,
Gummi að segja frá draumum sínum
og þrám. Sumir drauma þinna rætt-
ust, aðrir ekki, þannig er það jú hjá
okkur yfirleitt. Þau okkar, sem hafa
fylgst með þér síðan þú fluttir til Eg-
ilsstaða, hafa séð þig vaxa og þrosk-
ast og takast á við lífið, flytja frá
stofnun á sambýli og síðar í íbúð þar
sem þú sagðist með stolti vera hús-
bóndi á þínu heimili. Þú settir sterk-
an svip á umhverfi þitt, hvar sem þú
komst barstu með þér glaðværð, já-
kvætt andrúmsloft og hlýju, það gat
enginn verið í vondu skapi í þinni ná-
vist.
Við erum afar þakklát fyrir að
hafa átt þig sem vin. Föður þínum,
sem alltaf var stóra fyrirmyndin í lífi
þínu, systkinum og öðrum ástvinum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Starfsfólk Svæðisskrifstofu
Austurlands.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 45
✝ Geir Einarssonfæddist í Þóris-
holti í Mýrdal 21. jan-
úar 1909. Hann lést í
Hjallatúni í Vík 8.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Vil-
borg Andrésdóttir
húsfreyja, f. 21.11.
1865, d. 28.10. 1945,
og Einar Finnboga-
son hreppstjóri í Þór-
isholti, f. 26.6. 1863,
d. 17.8. 1944. Systk-
ini hans eru, Finn-
bogi bóndi í Prest-
húsum, f. 28.12. 1889,
d. 17.2. 1985, Ingveldur Guðríður,
f. 5. 12.1890, d. 21. 6. 1933, Andrés
formaður í Vestmannaeyjum, f.
22.1. 1892, d. 27.11. 1966, Kjartan
bóndi í Þórisholti, f. 27.8. 1893, d.
28.7. 1970, Árni verslunarmaður,
fyrst í Vík, síðar í Hafnarfirði og
síðast verslunarstjóri á Minni-
Borg í Grímsnesi, f. 9.8. 1896, d.
18.8. 1976, Páll bóndi í Þórisholti
og síðar fjósamaður á Vífilsstöð-
um og Bessastöðum, f. 9.9. 1900,
d. 14.6. 1981, Matthías trésmíða-
meistari í Vík, f. 24.5. 1907, d. 3.1.
1999, og Einar
bóndi, síðast á Suð-
ur-Fossi, f. 20.2.
1906, d. 17.1. 1991.
Hálfsystkini sam-
feðra voru, Matthild-
ur húsmóðir í Vík, f.
15.5. 1884, d. 28.10.
1945, Magnús bif-
reiðarstjóri í
Reykjavík, f. 13.3.
1906, d. 18.11. 1986,
og Gunnlaugur
verkamaður í
Reykjavík, f. 10.4.
1904, d. 25.9. 1984.
Geir var ógiftur
og barnlaus.
Geir ólst upp í Þórisholti, fór á
vertíðir í Vestmannaeyjum og
stundaði sjóróðra frá Reynishöfn.
Hóf búskap í samvinnu við Einar
bróður sinn í Reynishjáleigu 1944.
Þeir fluttust að Suður-Fossi 1948
og bjuggu þar til 1972, en fluttust
í Dvalarheimilið Hjallatún í Vík
1989 og dvöldu þar til dánardæg-
urs.
Útför Geirs verður gerð frá
Reyniskirkju í Mýrdal í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Með Geir er genginn síðasti
fulltrúi þeirrar bændakynslóðar sem
Reynishverfið byggði um og fyrir
miðja síðustu öld.
Hann var yngstur níu barna þeirra
Vilborgar Andrésdóttur og Einars
Finnbogasonar, hreppstjóra í Þóris-
holti, en langafi Geirs, Einar Jó-
hannsson hreppstjóri, fluttist að
Þórisholti um miðja öldina nítjándu
og hún er í dag setin fimmta ættlið í
beinan karllegg frá honum.
Það var jafnan margt í heimili í
Þórisholti á uppvaxtarárum þess
sem þetta ritar, enda þótt bræðurnir
flestir hafi þá verið fluttir og haslað
sér völl á öðrum vettvangi. Andrés
formaður í Vestmannaeyjum, Finn-
bogi bóndi í Presthúsum, Árni versl-
unarmaður, fyrst í Vík, síðar í Hafn-
arfirði og síðast verslunarstjóri á
Minni-Borg í Grímsnesi. Matthías
trésmíðameistari í Vík. Látin var
systirin eina, Ingveldur Guðríður.
Heima voru enn heimilisföst hjónin
Vilborg og Einar, þá hnigin á efri ár.
Hér bjuggu einnig foreldrar und-
irritaðs, Kjartan og Þorgerður, og
komu fram hópi sjö barna, auk þess
Páll Einarsson með Margréti Jó-
hannsdóttur ættaðri úr Landeyjum
með dóttur hennar Kristínu, hér við
bættust bræðurnir þrír, allir
ókvæntir, Gunnlaugur, Einar og
Geir, sá sem hér er kvaddur.
Allir sóttu þeir bræður vertíð í
Eyjum en sinntu bústörfum heima
fyrir auk sjóróðra úr Reynishöfn, svo
og lausavinnu, sem til féll utan sveit-
ar sem innan.
Bræðurnir Einar og Geir tóku árið
1944 við búi í Reynishjáleigu af
Benedikt Guðjónssyni kennara, sem
flutti með fjölskylduna til Reykjavík-
ur.
Áður hafði Geir hafið ræktun uppi
á Holtum, sléttlendi ofan Holtsenda,
sem hann ræsti fram og breytti í
fengsælt tún, sáðsléttur sem jafnan
voru fyrst slegnar á vorin í Hverfinu.
Jafnframt byggðu þeir bræður fjár-
hús og heyhlöðu, eina þá stærstu í
sveitinni, þar sem súgþurrkun var
hafin með þeim fyrstu þar um slóðir.
Veggir þessara bygginga voru að
mestu grjót, sem hann vann úr
Reynisfjalli, klauf á vetrum og flutti
á sleða talsverðan spöl undan fjall-
inu. Hér notaði hann tækni, sem
beitt hefur verið um aldaraðir, en
það var að klappa skorur í stóra
steina, fyllti þær með vatni og lét
frostið um að kljúfa þá niður í not- og
flutningshæft byggingarefni. Hér
gilti að hans sögn að kljúfa steina á
réttu sjávarfalli.
Má nærri geta hver vinna lá í
byggingu slíkra húsa með handverk-
færum og hyggjuviti einum að vopni.
Þegar þeir bræður fluttu að Hjá-
leigunni var að mörgu að hyggja.
Fyrst af öllu að fá rennandi vatn, en
vatnsbólið gamla var vonarpeningur.
Í samvinnu við nágrannana á næstu
bæjum, Reyni, Lækjarbakka, Reyn-
isdal, Presthúsum og Reynishólum,
var virkjuð uppspretta í Bjallagili,
sem gaf prýðilegt vatn í nægu magni
með góða fallhæð að bæjunum. Þá
hófust þeir handa við ræktun og
framræslu, fyrst var Hjáleiguveitan
tekin, grafnir skurðir og lokræsi allt
með handafli og má furða sig á af-
köstum eins manns þegar litið er á
þetta tún, sem reyndar hefur þarfn-
ast nokkurs viðhalds síðar með
seinni tíma tækni.
Hann plægði einsamall þessa mó-
mýri, herfaði, og valtaði allt með
hestum. Einnig hóf hann gulrófna-
rækt í stórum stíl þessa tíma, og
marga vornóttina bograði hann við
sáningu rófufræs svo hekturum
skipti. Einar bróðir hans var ekki
þessi hamhleypa til erfiðisvinnu, en
hann var vel skipulagður, smiður
ágætur og handtakagóður þar sem
með þurfti. Hans útsjónarsemi,
verkvit og vandvirkni nýttist vel þar
sem mörg verk féllu á fáar hendur.
Minnisstætt var mannvirki, nokkuð
óvenjulegt, en það var vírstrengur
lagður frá fjárhúsi uppi á ásnum ofan
við bæinn niður að fjóshlöðu, en eftir
þeim streng gekk hengihjól eða
trissa, sem þeir svo notuðu til að
renna heyböggum niður í heygarð-
inn um nokkurra hundraða metra
leið með um 40 gráða halla.
Girðingar þeirra bræðra báru af
hvað varðaði traustan frágang.
Minnisstæð er girðingin á Dæl-
unni, slægjulandi utan við
Hvammsá. Grjót var ekki að hafa þar
á svæðinu, en hér nýttist vel að í veð-
urfari þessa tíma lagði Ósinn traust-
um ís og flutti Geir grjót á hestasleða
yfir hann þveran frá Sauðagarði til
að fergja með sig hornstólpa. Það
var stoltur ekill, sem keyrði skafla-
járnaða hestana yfir glæran ísinn
þarna í frostkyrrunni.
Árið 1948 bræður keyptu bræð-
urnir jörðina Suður-Foss af Sigur-
jóni Skaftasyni, frænda þeirra, sem
fengið hafði starf við sitt hæfi í höf-
uðstaðnum. Hér gaf það landrými,
með skilyrðum vaxandi umsvifa í bú-
sýslu. Einar keypti á þessum tíma
jeppa, mikinn kostagrip, þann fyrsta
í sveitinni, sem var stolt hans og yndi
um áratuga skeið. Þar við bættist
bylgja vélvæðingar, sem fór um
sveitir landsins, og voru þeir síst eft-
irbátar nágranna sinna í þeim efn-
um.
Búið óx og dafnaði, nýbyggingar
bæjar- og gripahúsa risu með rækt-
un í Fossmýri, á Fossholtum og í
Stafholti og við starfslok þeirra var
hér risið stórbýli með sérstökum
myndarbrag.
Heimilið í Hjáleigunni var nú
kannski ekki vistlegt á mælikvarða
vísitölufjölskyldunnar og matseldin,
sem oftast féll í hlut Einars, mótaðist
fremur af nauðþurftum, hollustu og
lempni en listfengi, en orðið matgæð-
ingur var þá ókomið í tungutak Mýr-
dælinga, hefði enda tæpast átt við
um þá bræður.
Mér áður óþekkt tækni, sem líkast
til horfði til sparnaðar eldsneytis,
þar með koltvísýrings og á því jafn-
vel við nú og þá, var moðsuða. Þótt
tiltekt, röð og regla í baðstofunni
kynni að lenda í undandrætti var hér
allt hreint og þrifið.
Á sumrum tóku þeir í fyrstu ráðs-
konur, oftast nær frænkur, ein
þeirra var Margrét Skaftadóttir,
önnur var Matthildur Finnbogadótt-
ir, sem komu gjarnan og nutu sum-
arsælunnar á æskustöðvum með
barnahópinn. Annars var sumarsæl-
an hvað veður snerti ekki upp á
marga fiska, rigningarsumrin eftir
Heklugosið 1947 voru einstök í þess-
arri fallegu sveit.
Stundum þufti að að þrí- til fjór-
breiða úr múgum eða sæti áður en
fært var til hirðingar, heyið oft hrak-
ið og teygðist heyskapur á köflum
fram á slögtun, en þetta var fyrir
daga súgþurrkunar, heybindivéla og
heyrúlluverkunar.
Atvikin höguðu því svo til að bróð-
urdóttir bræðranna, Sigríður Finn-
bogadóttir, hætti búskap í Reynisdal
vegna veikinda eiginmanns. Hún
flutti með börnin fimm að Fossi og
tók við búsforráðum með röggsemi
og dugnaði, sem henni einni var lag-
ið, og skapaði það heimili, sem þeim
varð öllum fyrir bestu og komust
börnin öll til nokkurra mennta, hún
er nú látin fyrir nokkru en yngsti
sonur hennar, Finnbogi Gunnarsson,
tók við búinu þegar þeir bræður
fluttu á dvalarheimilið Hjallatún;
starfsdegi þeirra var lokið, og máttu
þeir með stolti líta yfir farinn veg,
þótt ekki yrði þeim lögerfingja auðið.
Minningin lifir um þennan vaska
frænda, gneistandi af atorku, ósér-
hlífni og starfsgleði, mótaður af erf-
iðum tímum, lífsbaráttu torskilinni
borgarbörnum okkar tíma. Það virt-
ist allt leika í höndum hans, hvort
heldur var til lands eða sjávar. Skóla-
ganga var ekki utan barnafræðsla,
en honum geigaði aldrei í áætlunum
með ásetningu heyja og var ávallt
gefandi en aldrei þiggjandi þegar
aðrir komust í þrot á hörðum árum.
Hans hressilega framganga, bjart-
sýni og dugnaður var okkur hvatning
og fyrirmynd, sem við systkinin frá
Þórisholti verðum ævinlega þakklát.
Sigurgeir Kjartansson.
Það er vor í Mýrdalnum. Sumarið
er á næsta leiti og í dag er sauðburð-
urinn í fullum gangi. Allt er að kom-
ast í sumarklæðin, bæði menn og
umhverfið. Þessi árstíð var Geir Ein-
arssyni frá Suður-Fossi hugleikin.
Veturinn að baki og bjartari tíð fram
undan með öllum sínum önnum og
ánægjustundum.
Það koma margar minningar upp í
hugann þegar litið er til baka og rifj-
uð upp samskiptin við hann Geir. Það
var gefandi að fá að vinna með hon-
um störfin í sveitinni. Þegar ég fékk
að fara með honum í verkin, hjálpa til
og vera með honum daglangt í því
sem hann var að fást við. Það eru líka
minnisstæðir kaffitímarnir með
nestið úti á túni. Þá var margt spjall-
að og skrafað. Eitthvað sem sat eftir
og bjó mann undir framtíðina.
Það var alltaf í nógu að snúast hjá
Geir. Hann átti sér marga uppá-
haldsstaði. En vægi þeirra var jafnt
þegar þurfti að vinna einhver verk.
Það er þó einn staður sem stendur
upp úr í minningunni öðrum fremur.
Holtin. Þar var Geir með fjárhús sem
hann byggði og ræktarlönd sem
hann þurrkaði og lagði mikla vinnu í
ræktun. Á Holtunum var Geir með
fjárhúsin og hesthús. Þar var alltaf í
nógu að snúast árið um kring. Á vet-
urna þurfti að hugsa um bústofninn,
vorin í sauðburðinn, síðan frágang og
ræktun og sumrin í heyskap og vinnu
við súgþurrkun. Þar er líka staður
sem skipar stóran sess í þeim minn-
ingum sem Geir skilur eftir sig.
Hulduholtið. Það er þýft svæði sem
Geir skildi eftir óunnið að beiðni
huldukonu sem honum birtist þegar
hann var að slétta landið og búa und-
ir ræktun. Hann trúði staðfast á
huldufólk, sá það og bar mikla virð-
ingu fyrir tilvist þess. Geir trúði líka
á líf eftir tilvist okkar hér. Hann
bæði dreymdi og honum vitraðist
fólk sem gengið var. Allt sem sneri
að ræktun átti hug Geirs. Hann
ræktaði upp túnin, flögin í úthagan-
um og í garðyrkju ræktaði hann til
heimilisins og á tímabili í sölu. Hann
lét ekki deigan síga þó að hann væri
kominn á dvalarheimilið Hjallatún. Á
meðan honum entist kraftur var
hann að stússast þar í ræktun. Hann
var í fyrstu bæði að græða upp í
kringum nýbyggt heimilið og að
rækta kartöflur í nágrenni þess. Geir
hélt síðan áfram í kartöfluræktinni.
Hann átti ekki orðið auðvelt með að
komast í garðinn sem var í brekku
neðan heimilisins. En þá skreið hann
upp brekkuna, notaði sína aðferð til
að komast alla leið. Það gengu eitt
sinn erlendir ferðamenn fram á Geir
þar sem hann var á leið úr garðinum.
Þeir töldu að þarna væri veikur mað-
ur og tóku hann og komu með hann
inn á heimilið, þá brosti sá gamli sem
ekkert skildi í fyrstu í því hvað vakti
fyrir ferðamönnunum en taldi svo að
það hefði verið mikill óþarfi hjá þeim
að vera að bjástra þetta með sig. Það
er margs að minnast frá samskiptum
mínum við Geir Einarsson. Hann var
ætíð jákvæður og skilningsríkur, en
fastur fyrir í skoðunum sínum og af-
stöðu.
Ég kveð Geir Einarsson með
söknuði en samt með miklar og gleði-
legar minningar í huga. Minningar
sem gerðu Geir að þeim manni sem
hefur haft einna mest áhrif á lífssýn
mína og lífsskoðanir.
Ég og mín fjölskylda þökkum fyrir
allt sem Geir var okkur.
Njörður Helgason.
Geir á Suður-Fossi er einn af eft-
irminnilegustu einstaklingum sem
ég hef kynnst á lífsleiðinni. Um síð-
ustu helgi þegar við systkinin frá
Norður-Fossi vorum að ræða um
Geir sagði Sveinn bróðir minn að það
væri ekki hægt að skrifa um Geir.
Hann hefði einfaldlega verið svo sér-
stakur um marga hluti að útilokað
væri að gera honum skil í stuttri
minningargrein. Örlögin haga því
svo að ég næ ekki að fylgja Geir til
grafar en þegar ég gekk í dag um
mýrar og mógrafir á Suðureyjum við
Skotlandsstrendur sótti minningin
um Geir sterkt á mig og því langar
mig að setja hér nokkur orð á blað
um Geir, þó sundurlaus séu.
Geir var þeirrar kynslóðar bænda
á Íslandi sem hafði ræktun lands og
fénaðar að sjálfsögðu markmiði. Geir
var mikill athafna- og framkvæmda-
maður í búskap en merkilegt var að
hann keyrði t.d. ekki dráttarvél, það
sá Einar bróðir hans um. Geir var
ekki mikill á velli, grannvaxinn og
tæplega meðalmaður á hæð. Eigi að
síður hafði hann ótrúlegt starfsþrek,
hvort sem var t.d. í heyskap, skurð-
greftri eða lokræsagerð. Í dag dytti
sjálfsagt engum í hug að framkvæma
það sem hann gerði með vöðvaaflinu
einu saman. Það er líka sterkt í
minningunni hvað Geir hafði góða
matarlyst þó ekki sæi þess stað í
holdafari.
Annað sem kemur í hugann varð-
andi Geir er opinn hugur hans fyrir
nýjungum, og vilji til að prófa hluti.
Þetta gekk t.d. svo langt að þegar
hann var að velta fyrir sér nýjum
lyfjum, en hann átti einstaklega gott
með að hjálpa skepnum í nauð, átti
hann það til að prófa lyfin á sjálfum
sér. Ýmislegt af þessu tagi er of ótrú-
legt til þess að hægt sé að ætlast til
að aðrir trúi, en þannig var Geir;
ótrúlegur og ógleymanlegur. Megi
hann hvíla í friði, björt er minningin
um ræktunarmanninn.
Hlýjar kveðjur og þakkir frá fjöl-
skyldunni frá Norður-Fossi.
Sigurður Sigursveinsson.
GEIR
EINARSSON
Lundi V/Nýbýlaveg
564 4566 • www.solsteinar.is